Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.1989, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.1989, Blaðsíða 12
12 MÁNUDAGUR 26. JÚNÍ 1989. Ráðabnraa Formaöur rannsóknardóms þess er rannsakaöi þátt Edwards Kennedy í bílslysinu í Chappaqu iddick 1969, þegar ung kona bana, sagöi í gær að reynt heföi verið að hyhna yfir með Kennedy til að vemda stjómmálaferil hans. Formaðurinn tjáöi Reuterfrétta- stofunni í gær að dómari hefði sagt honum að hann gæti ekki kallað aðalvitnin til yfirheyrslu. Hann kaliaði þó rannsóknardóminn sam- an en átti á hættu aö fá dóm fyrir aö vanviröa réttinn ef hann kallaöi vitnin. Starfsmaöur Edwards Kennedy, Mary Jo Kopeehne, beið bana þeg- ar bíii Kennedys fór út af brú. Þau höfðu verið á leið úr veislu. Kennedy komst úr bíinum og fór af slysstað. Hann iá undir ámæli Reynt var að. bjarga áliti Edwards vegna þess aö hann yfirgaf slys- Kennedys sem stakk af frá slys- staöinn. stað. Formaöur rannsóknardómsins kvaöst hafa þagaö i tutt"«" þrýstingsins ofan frá. Banna sölu skeKisks ítölsk yfirvöld hafa baxmaö söiu skelfisks í bæjum og þorpum á nokkr- um sóiarstranda Ítalíu í kjölfar um 60 tilfelia matareitrunar. Banniö tek- ur til svæðis sem spannar um 100 kílómetra af strönd Ítalíu viö Adríahaf. Yfirvöid settu á bann eftir aö fréttir af veikindum í kjölfar neyslu krækl- ings bámst frá sólarströndum í Rimini, Fano og Cattolica. Kvartaö var um háan hita, uppköst og niöurgang. Heilbrigöisyfirvöld segja mögulegt að kræklingamir hafi sýkst af fáséðum sjóþörungum. Segja þau enga hættu stafa af neyslu annars sjávarmetis né sjóbaöa. HáKa leið kringum hnöttinn Tuttugu og sjö víetnamskir flóttamenn, kariar, konur og börn, komu til Frakklands á laugardaginn eftir að hafa verið fjörutíu og tvo daga á ferð í flutningaskipi sem bjargaði þeim á Suöur-Kínahafi. Flóttamennim- ir hafa beðið um hæli í Frakkiandi og em nú í flóttamannamiöstöö í út- hverfi Parísar. Flóttafólkiö fór frá Víetnam í níu metra löngmn báti í maibyrjun og var skömmu síöar tekiö um borö í sænskt flutningaskip sem var á leið til Evrópu meö japanska bíla. Flutningaskipið kom til Cherbourg í Frakk- landi á laugardaginn. Þegar sænska skipið fann flóttafólkiö var vélin í bát þess biluö og matar- og vatnsbirgðimar næstum búnar. Um fimm hundmð flóttamenn frá Víetnam koma til Hong Kong á hvetj- um degL Bátafólk frá Víetnam var velkomiö til Evrópu fyrir tíu árum en viðhorfið hefúr breyst. Þœr voru þreyttar, víetnömsku flóttakonurnar sem komu til Frakklands á laugardagínn eftir að hafa farið hálfa leíð krlngum hnöttinn. Símamynd Reuler Dýrar eru guðaveigamar Pólsk yfirvöld hafa hækkað verð á áfengi um fimmtíu prósenL Hækkun- in ku vera í samræmi við pólsku áfengisvamarlöggjöfma frá árinu 1982 en þar segir að verö á áfengi skuli hækka meira en sem svarar hækkun á launum. í febrúarmánuði síðastliðnum hækkaði verð á áfengi um fimmt- án prósent en samkvæmt fréttum PAP hafa laun hækkaö meira en sem því nemur á þeim tíma sem liðinn er. Hálfpottur af Wyborowa-vodka, sem er vinsælasta vodkategundin í Póllandi, kostar nú 3,97 dollara en það er hátt í dagkaup margra Pólveija. Fjöldamorð í kirkju Morðin voru framin i þorpfnu Rano sem er 940 kiiómetra fyrlr suöaust- an Manlla. Skæruliöar kommúnista á Filippseyjum drápu mótmælenda- prest og þrjátiu og sex óbreytta borgara í árás á þéttsetna kirkju á suðurhluta Filippseyja í gær. Um hundraö skæruliöar tóku þátt í árásinni og lögðu kirkjugestir á flótta til nærliggjandi húsa. Skæruliðamir eltu kirkjugesti uppi og skutu þá til bana, aö sögn tals- manns hersins á Filippseyjum. Meðal þeirra sem voru myrtir voru konur og böra _______________________________ Átta manns særðust í árás skæruliða sem 9Ögðust vera aö leita að bróö- ur prestsins sem var leiötogi herferðar gegn kommúnistum á staðnum. Bróðirinn var meöal þeirra sem féllu ftTir hendi skæruliða. Eftir morðin fóru skæruliðar ránshendi um þorpið áður en þeir héldu á brott Útlönd Andreas Papandreou, er gegnir embætti forsætisráóherra Grikklands, ligg- ur nú þungt haldinn á sjúkrahúsi. Meðal þeirra sem komu aö heimsækja hann er Dimitra Liani, hin unga ástkona hans, sem hér sést ásamt Pap- andreou í nýlegri mynd af þeim skötuhjúum. þingkosningunum sem fram fóru í Grikklandi fyrir rúmri viku. Nýi demókrataflokkurinn, undir forystu Konstantíns Mitsotakis, vann sigur en náði ekki meirihluta á þingi, hlaut 145 þingsæti af 300. Bandalag vinstri manna og kommúnista hlaut tæp 30 þingsæti og er því í oddaaðstööu í stjómarmyndunarviðræðum. Mitsotakis var veitt þriggja daga stjómarmyndunarumboð í síðustu viku en tilraunir hans til stjórnar- myndunar með kommúnistum rannu út í sandinn fyrir helgi. Takist Papandreou ekki að mynda stjóm gengur stjómarmyndunarum- boðið til kommúnista. Mistakis þeim aftur á móti munu Grikkir ganga til kosninga á nýjan leik, að öllum lík- indum í september. Fréttaskýrendur telja líklegt að þjóðarstjóm, undir forsæti forseta hæstaréttar, verði sett á laggirnar þar til kosningar hafa farið fram. Ráðamenn PASOK virðast hafa gefið upp á bátinn alla von um stjórn- armyndun áður en fresturinn renn- ur út og leita nú aö arftaka Pap- andreous til að leiða flokkinn í nýjum kosningum. Þykja fráfarandi at- vmnumálaráðherra, George Yenni- matas, og Kostas Laliotis, hug- myndafræðingur flokksins, líklegir arftakar. Yennimatas hefur ekki ver- ið nefndur í sambandi við fjármála- hneyksli þau er skaðað hafa PASOK flokkinn og marga ráðamenn hans. Þó telja margir að verði um leið- togaskipti að ræða mum það kljúfa flokkinn. Reuter Ólíklegt er nú talið að Andreas Papandreou, sem gegnir embætti for- sætisráðherra Grikklands, takist að setja saman samsteypustjórn áður en þriggja daga frestur hans rennur út um hádegisbiliö í dag. Papandreou liggur nú á sjúkrahúsi með lungna- bólgu auk hjarta- og nýmatruflana. Heilsu hans hrakaði á laugardags- kvöld en í fréttum frá sjúkrahúsinu í gær sagði að ástand hans væri nú öllu stöðugra. Fjöldi gesta heimsótti hann á sjúkrahúsið, þ.á m. ástkona hans sem og fyrram eiginkona auk stjómmálamanna. Papandreou hefur verið að reyna að fá bandalag vinstri manna og kommúnista til stjórnarsamstarfs. Leiðtogar bandalagsins hafa aftur á móti hafnað öllu samstarfi við PA- SOK-flokk forsætisráðherrans, sós- íalistaflokkinn, á meðan Papandreou er við stjómvölinn. PASOK flokkurinn tapaði stórt í Fyrrum eiginkona Papandreous, Margrét, heimsótti hann á sjúkra- húsið. Papandreou og Margrét, sem hlutu lögskilnað aðeins fáum dögum fyrir kosningarnar síðastliöinn sunnudag, hafa vart talað saman í rúmt ár. Simamynd Reuter Stjórnarkreppa í Grikklandi Unnið að hreinsun eftir oliuslysið i Rhode Islandfylki í Bandarikjunum um helgina. Simamynd Reuter Oiían flýtur í Bandaríkjunum Birgir Þórissan, DV, New York: Bandaríkjamenn fundu víöar olíu um helgina en þeir kærðu sig um, þökk sé skipstjórum þriggja olíu- skipa. Tvö olíuskip strönduöu við austurströndina og eitt lenti í árekstri í Texas. Alvarlegasta óhappið var strand risaoliuskips frá Umguay á Delaw- erefljóti. Óttast er að meira en þrjár milljónir lítra af þungri brennsluolíu hafi farið í fljótiö. Enn lekur úr skip- inu þrátt fyrir aö kapp hafi verið lagt á að dæla úr því. Betur fór en á horfðist með strand grísks oliuskips við Narragansettflóa í Rhode Island-fylki. Talið er að sext- án hundmð þúsund lítrar af dísilolíu hafi streymt í sjóinn en mikið sólskin um helgina hraðaði því að olían leystist upp. Hreinsuð olían inniheld- ur þó mun meira af eiturefnum en óhreinsuð. Óvíst er hvaða áhrif eit- urefnin hafa á dýralíf. Mjög auðug fiskimið, einkum skelfisksmið, em í flóanum. Skipstjóra skipsins láðist að taka um borð hafnsögumann og sigldi svo beint í strand. Hann á málssókn yfir höíði sér en eigandi skipsins hefur lofað að borga skaðann. Auðveldastir viðfangs voru níu hundmð þúsund lítrar af jarðoliu sem flæddu í höfnina í Houston í Texas eftir árekstur olíuflutninga- pramma og flutningaskips. Þessi þrjú slys eru mun smærri í sniðum en strand Exxon Valdes viö Alaska í mars síðastliðnum. Yfir fjörutíu milljónir lítra af olíu fóm þar í sjóinn. Enn er verið að hreinsa til í því máli, bæði sakir og mengun. OUufélög og strandgæslan hafa verið harðlega gagnrýnd fyrir að vera illa búin undir svona slys. Þetta kemur sér sérstaklega illa fyrir olíu- félögin þar sem Bandaríkjaþing tek- ur innan skamms ákvörðun um hvort olíuborun verður leyfð á vemduðum svæðum undan strönd- um Flórída, Kaliforníu og Alaska. Andstaða almennings hefur marg- eflst eftir óhöppin, að sama skapi hefur dregið úr trúverðugleika full- yrðinga olíufélaga um að óhætt sé að bora.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.