Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.1989, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.1989, Blaðsíða 16
16 MÁNUDAGUR 26. JÚNÍ 1989. Spumingin Hvaö fannst þér um Tjarnarskólamálið? Guðrón Jónsdóttir: Mér fannst þetta fáránlegt. Útskrift bams á ekki að stjómast af slíkum deilum. Bryndís Emilsdóttir: Er ekkert inni í þessu. Ásmundur K. Ólafsson: Mér fundust skólastýrumar ganga of langt og verða bæði sér og skólanum til skammar. Linda Hafsteinsdóttir: Mér fannst þetta bara lélegt. Framkoma skóla- stýranna var fáránleg. Hildur Björnsdóttir: Ég veit ekkert um þetta mál. Hrafnkell Ásgeirsson: Mér fannst það vera hneyksli hvemig komið var fram við bamiö. Lesendur G.E. skrifar: „Orður og titlar úrelt þing, eins og dæmin sanna, notast oft sem uppfylling í eyður verðleikanna." Þessi frábæra vísa Steingríms Thorsteinssonar kemur árvisst upp í hugann um leið og nýjustu fréttir um orðuveitingar, þ.e.a.s. dilkadrátt, birtast í blöðunum öllum til mæðu nema þiggjendunum sjálfum. Mér er spum: Hver hefur afrekaö meira í lífmu 18 bama móðir við Amarfjörð, sem kom öllum sínum krógum á legg þrátt fyrir kröpp kjör, eða t.d. erind- reki eða kaupsýslumaöur úr Reykja- vík sem eiga þá hugsjón eina í lífinu að ota sínum tota í eftirsókn valda og veraldargæða með endalausu brambolti? Hafa alla sína tið búið í vellystingum, þegið mjög góð laun, kýlt vömbina sýknt og heilagt og aldrei þurft að þola píslargöngur um lífsins stigu. Hver fær orðuna?! íhugið málið. Löngum hefur það ráð dugað best til að verða menn með mönnum að gerast dindill einhvers flokks og láta hann svo hampa sér og hossa og uppskera að lokum oröu ef heppnin er með manni! Meistari Kjarval skildi þennan táraskopleik mætavel og mætti eitt sinn með gamlan og gisinn tannbursta í barminum í orðuboð. Hann þrufti ekkert dingl- umdangl sér til sáluhjálpar, var sam- mála Sartre sem sagði: „Maðurinn er það sem hann gerir úr sér.“ „Orður og titlar úrelt þing,“ orti Steingrimur Thorsteinsson. „Orður og titlar Jón Axel Ólafsson er meðal nokkurra góðra dagskrárgeröarmanna Stjörn- unnar að mati Bjarna. Góðir þættir á Stjörnunni Bjami hringdi: Þar sem mikið hefur verið skrifað um Stjömuna nýlega og sumt af því neikvætt þá langar mig til að segja nokkur orð. Mér finnst Margrét Halldórsdóttir vera sérstaklega góður dagskrár- gerðarmaður. Þættimir hennar em mjög ferskir. En einnig em Gunn- laugur og Jón Axel góðir. Hringið í síma 27022 milli kl. 9 og 16, eða skrifið. ATH. Nafrt og sími verður að fylgja bréfum. Hugleiðingar um Fossvogsbraut Kópavogsbúi skrifar: „Sverðin slíðruð" var fyrirsögn Þjóð- viljans á grein sem birtist í blaðinu sl. miðvikudag og fjallaði hún um samkomulag milli Reykjavíkur og Kópavogs um að jafna ágreining sinn varðandi Fossvogsbraut. Væntanlega þýðir þetta að yfirvöld höfuöborgarinnar og fjölmennasta bæjar landsins muni geta komist að samkomulagi eins og skynsömum aðilum sæmir en ekki eins krakkar sem er hefndin efst í huga. Stríðsöxin grafin og Kópavogsbúar hafa aftur leyfi til að blanda sínu msli við msl nágranna sinna í norðri. Annars er það undarlegt að Reyk- víkingum skuli hafa dottið í hug að fóma Fossvoginum undir hraðbraut. Víst myndi slík braut létta mjög á þeirri umferð sem nú fer um Bú- staðaveg og Nýbýlaveg i- Kópavogi en það hljóta að vera aðrar lausnir á vandanum en Fossvogsbraut. Það er fjöldamargt sem mælir gegn því að brautin verði lögð, ofanjaröar allavega. Fyrst má auðvitað geta þess að tveir grunnskólar yrðu alveg við brautina, Snælandsskóli og Foss- vogsskóli. Átti brautin að koma við enda íþróttamarks á lóð Snælands- skóla. Það þarf auðvitað ekki að spyija að því hversu mikil slysa- hætta yrði af slíkri nálægð brautar- innar við skóla. í öðru lagi er Fossvogurinn sem vin á höfuðborgarsvæðinu og hefur mik- ið verið notaður til útivistar. í snjó- þyngslunum í vetur kom þó best í ljós hversu heppilegur til útivistar dalurinn er. Streymdi fólk að alla leiö ofan úr Breiðholti til að fara á gönguskíði þar. Var vinsælt aö ganga frá skógræktinni inn að Blesugróf og þaðan til baka, eða öfugt. Er það góður spotti og vissulega góð hreyf- ing. Töluðu menn um það að mun betra væri að vera i Fossvoginum heldur en á Miklatúni því minni mengun væri í Fossvogsdalnum. Og það leiðir hugann að mengunar- vandanum. Ef brautin yrði lögð skapaðist gífurleg mengun í dalnum því vind hreyfir lítið þar. íbúar neðstu húsanna í dalnum, bæði. Kópavogs- og Reykjavíkurmegin, myndu ekki þora að opna glugga af ótta við að fá útblástur bfia beint inn í stofu tfi sín. Og hver kærir sig um slíkt? Það er vonandi að farsæl lausn finnist á vandanum svo báðir aðilar ' geti unað sælir við sitt - en Fossvog- inn má ekki eyðileggja með hrað- braut. Reykjavík og Kópavogur ættu heldur að vinna í sameiningu að því að koma upp góðri útivistaraöstöðu í dalnum. Fossvogurinn er sem vin á höfuðborgarsvæðinu. Nýir íþóttaskór hurfu Edda Baldvinsdóttir kom: Dóttir mín fór á æfingu hjá Knatt- spymufélaginu Val við Laufásveg sl. þriðjudagskvöld. Eftir æfinguna, þegar hún ætlaði að klæða sig í skóna, voru þeir horfiúr. Hér er um ræða hvíta og svarta Adidas íþróttaskó í númerinu 37 eða 37'A. Þeirra er auðvitað sárt saknað af eigandanum og er stuldurinn mjög svekkjandi þar sem skómir vom nýir. Ég vil biðja foreldra að athuga hvort börn þeirra hafa komið heim með slíka skó nýlega. Eftir þessa reynslu tel ég rétt að foreldrar brýni fyrir bömum sínum að skfija ekki skóna eftir fyrir utan heldur setja þá fremur í plastpoka og taka þá með sér inn í búningsklefana þegar þau fara á æfingar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.