Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.1989, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.1989, Blaðsíða 28
28 MÁNUDAGUR 26. JÚNÍ 1989. t x) u ; ? > aM Iþróttir Nú fara allir á fjórðungsmót á Iðavöllum - sex félög standa að mótinu sem fram fer dagana 29. júní - 2. júlí Fjórðungsmót austfírskra hestamanna verður haldið á Iðavöllum við Egilsstaði dagana 29. júní til 2. júh næstkomandi. Austfírðingar halda sín íjórðungsmót til skiptis á Hornafirði og Egilsstöðum. Það eru sex hestamannafélög sem standa að mótinu en Freyfaxi hefur séð um undirbún- ing að þessu sinni enda verður mótið haldið á umráða- svæði félagsins. í félaginu eru um það bil 200 manns og eru þeir dreifðir um allt Fljótsdalshérað og nær- hggjandi firði. r V,,. .. .. ..... .... 2 m.V. mMÍlri'. ... Mótssvæðið á Iðavöllum er tilbúið fyrir fjórðungsmót. DV-mynd Vigdís M. Sveinbjörnsdóttir Austfirðingar búast við töluverð- um manníjölda á mótið og hafa hagað undirbúningi í samræmi við það. Undirbúningur hefur reyndar staöið yfir í langan tíma. Mikil vinna hefur verið lögð í aðstöðu- og vaUarbætur. Byggð hafa verið hús fyrir snyrtiaðstöðu og svo stjómstöð. Skipt hefur verið um jarðveg í kappreiðabrautinm og svæðið rykbundið. Einnig hafa tjaldstæði verið endurbætt og gróð- ursett tré og limgerði þar í kring. Mikil áhersla hefur verið lögð á að gera hreinlætisaðstöðu sem besta og eins verður mikið lagt upp úr því að veitingaaðstaða sé næg. Stutt er í aðra þjónustu því Egils- staðir eru um það bil 12 kílómetra frá Iðavöllum. Færeyingar skoða Austfjarðahross Austfirðingar hafa frétt af hesta- mönnum með ferðahross frá Akur- eyri, Homafirði, Vík, Vopnafirði og Þistilfirði. Einnig munu Færey- ingar mæta á staðinn að skoða austfirsk hross. Sýninga- og keppnishross verða rétt rúmlega þijú hundmð. í A- fiokki gæðinga verða leiddir fram 23 fákar en 27 í B-flokki. 14 ungling- ar koma með gæðinga sína og 18 böm. Rúmlega þrjátíu úrvals tölt- arar keppa og era meðal þeirra Snjall frá Gerðum, Muni frá Ketils- stöðum, Tryggur frá Vallanesi og ef til vill Kjami frá Egilsstöðum. Þeir Snjall og Kjami hafa orðið ís- landsmeistarar í tölti. Kynbótahross verða um þrjátíu samtals. Þrjár hryssur verða af- kvæmadæmdar, þær Bára og Ör frá Ketilsstöðum og Ljónslöpp frá Skorrastað. Auk þess verða rúm- lega tuttugu hryssur sýndar sem einstaklingar. Flosi frá Brunnum verður sýndur með afkvæmum en einstakir stóðhestar eru tveir, Bjártmr frá Egilsstöðum og Dofri frá Höfn, báöir fiögurra vetra. Sýnd verða hross frá tveimur rækfim- arbúum, Jaðri í Suðursveit og Ket- ilstöðum á Völlum. Dagskrá verður svipuð og undan- farin ár. Fimmtudaginn 29. júní hefst mótið klukkan 10.00 með dómum á kynbótahryssum. Klukk- an 13.00 hefiast dómar á B-flokki gæðinga og klukkan 16.00 dómar á gæðingum unglinga, 12 ára og yngri. Klukkan 18.00 hefiast dómar á hryssum með afkvæmi og klukk- an 20.00 veröur töltkeppni. Föstudaginn 30. júní hefst dag- skráin klukkan 9.00 með dómum á stóðhestum en klukkan 10.00 hefi- ast dómar á gæðingum unglinga í eldri flokki. Gæðingar í A-flokki verða sýndir og dæmdir frá klukk- an 13.00 og klukkan 16.00 hefiast kappreiðar. Um kvöldið verður sölusýning og dansleikur. Laugardaginn 1. júlí hefst dag- skrá klukkan 9.30 með kappreiðum en klukkan 12.00 verður mótið sett. Þann dag verða gæðingar í A- og B-flokki, ásamt gæðingum bama og unglinga, kynntir. Einnig verða kynbótahross og ræktimarhópar sýnd og úrslit í töltkeppninni. Mótinu lýkur sunnudaginn 2. júlí. Dagskráin hefst þann daginn með úrslitum í 150 og 250 metra skeiði en einnig verða kynbóta- hross sýnd og dómum lýst. Úrslit verða í öllum flokkum í gæðinga- keppni og loks verður mótinu slitið klukkan 18.30. -EJ „Kort fyrir hestamenn ná yfir altt ísiand“ Eiríkur Jónsson skrifar um hestamennsku Margir hestamenn rekast á hindranir er þeir ferðast um landið á fákum sínum. Þessar hindranir geta verið smáar sem stórar en eiga það sameiginlegt að tefia ferðalanginn og lengja ferðina. Ólafur B. Schram er einn þeirra hestamanna sem hefur ferðast um hálendið og óbyggðir íslands á sumrin. Hann hefur jafnan reynt að skipuleggja ferðalög sín til þess að gera ferð- ina auðveldari og ánægjulegri. Þegar hann hafði farið um flesta þá staði sem vinsælir eru hjá hestamönnum leitaði hann á aðrar slóðir en komst þá að því að upplýsingar voru torfengnar. Eins sá hann að margar þeirra upplýsinga, sem voru fáanlegar, voru ekki lengur í gildi vegna breyttra aðstæðna. „Eg ákvað að skella mér út í að safha saman og skrá upplýs- ingar um reiðleiðir á íslandi og gefa þær út,“ segir Ólafur. „Ég hafði samband við Kára Amórsson, formann Landssam- bands hestamannafélaga, og honum, og ekki síður Hjalta Pálssyni framkvæmdastjóra LH, leist vel á hugmyndina og þeir buðu fram alla aðstoð sína. Það hefur tekið töluverðan tíma að safna upplýsingmn. Það eru vissulega til skriflegar upplýs- ingar um flestar reiðleiðir að fomu og nýju en ekki á einum stað,“ segir Ólafur. „Er að safna áskrifendum að kortunum" „Það sem ég ætla að gera er að gefa út yfirprentað kort með upp- lýsingum um reiðleiðir á íslandi. Með hverju korti verður lausblaða- handbók af stærðinni A5 þannig að auðvelt verður að bæta inn í hana blöðum eftir því sem við á vegna nýrrar útgáfu, viðbóta og leiðréttinga. í möppunni verður: 1. Upptalning á náttstöðum, kofum eða sæluhúsum. 2. Upptalning á ferðaþjónustubæj- um, þjónustu þeirra og aðstöðu fyr- ir hestamenn. 3. Lýsing á reiöleiðum. Vísað er til skriflegra heimilda sem era þekkt- ar. Kortin veröa níu og verða tvö þeirra gefin út í júlíbyijun. Þau munu ná yfir Mið-ísland og Vestur- land. Hin kortin verða gefin út á næstu árum. Nú er ég að safna áskrifendum að þessari útgáfu. Allir kaupendur verða skráðir þannig að hægt verð- ur að senda þeim nýjar útgáfur, viðbætur og leiðréttingar. Það er enn hægt að gerast áskrifandi að takmörkuðu upplagi 1. útgáfu og er heimilisfangið Pósthólf 894,101 Reykjavík," segir Ólafur „Óbyggðir ófærar eins og er“ „Það er sennilega kaldhæðnislegt að kortin séu að koma út núna því ekki hefur árað jafnilla í langan tíma. Óbyggðimar era svo til ófær- ar núna og erfitt að sjá fyrir hvort eða hvenær hægt verður aö fara á fiöll á hestum. Enda hefur Náttúra- vemdarráð beðið hestamenn að hlífa miðhálendinu í sumar. Ég tel aö fólk ætti ekki að ana út í ferða- lög þó að kortin séu að koma út. Þau era frekar framtíðareign. Von- andi er þó hægt að nota kortið, sem nær yfir Vesturland, í sumar, á ferð um Borgarfjörð og Snæfellsnes. Við hestamenn verðum að gera okkur grein fyrir því að landið okk- ar er framtíðarútreiðarsvæði. Við verðum aö umgangast viðkvæman hálendisgróður af tillitssemi ef við ætlum okkur að geta riðið frjálst og óhindrað um hálendið. Það er á ábyrgð okkar hestamanna að fara að tilmælum Náttúravemdarráðs og hlífa landinu við ágangi í erfiðu árferði eins og nú er. Við ætlumst til þess að landeig- endur og aðrif sem láta sig náttúra- vernd varða sýni okkur skilning þegar við hyggjum á ferðalög og því er ekki nema eðilegt að við sýn- um ábyrgð þegar ástandið er eins og það er nú. En þeim, sem geta ekki staðist freistinguna að fara á fiöll bendi ég á að hafa með sér fóður og sefia upp aðhöld fyrir hross á ógrónu landi svo gróður verði ekki fyrir skemnmdum," segir Ólafur B. Schram að lokum. -EJ 1 Áð skammt frá Skjaldbreiði í einum af leiðangri Ólafs B. Schram. DV-mynd Ólafur B. Schram Kort af miðhálendinu með reiðleiðum sem fjallað er um í útgáfu Olafs B. Schram.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.