Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.1989, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.1989, Blaðsíða 11
0! 11 MÁNUDAGUR 26. JÚNl 1989. Útlönd Herða tökin Ráöamenn í Kína vöruöu í morgun þegna landsins við aö til frekari hreinsana gæti komið í öllum þrep- xun kommúnistaflokksins í kjölfar hreinsana í forystuliði flokksins á laugardag. Þá rak miðstjóm flokks- ins Zhao Zyiang úr formannsem- bætti kínverska kommúnistaflokks- ins. í hans stað tók Jiang Zemin, leið- togi flokksins í Shanghai, við flokks- forystunni. í morgun birtu dagblöð flokksins víðs vegar um land viðvörun ráða- manna sem <og lofgreinar og stuðn- ingsyfirlýsingar við Jiang. Zhao var gefið að sök að hafa verið of linur við mótmælaöldu náms- manna sem herinn braut á bak aftur fyrr í þessum mánuði. Hann var sviptur öllmn embættum en þó lögðu stuðningsmenn hans áherslu á að hann væri enn meðlimur kommún- istaflokksins. Engin opinber tilkynn- ing um örlög hans hefur þó verið gefin út að öðru leyti en að ráðamenn kveðast munu „kanna mál hans“. Þrír helstu stuðningsmenn Zhaos voru einnig lækkaðir í tign. Kínveijum var í gær gerð grein fyrir hertri pólitískri stefnu stjóm- valda. Umbótum í efnahagsmálum verður haldið áfram að sögn ráða- manna en ekki verður um pólitískar umbætur að ræða. Ljóst er að yfir- völd muni halda áfram á braut þeirri er Deng Xiaoping lagði fyrir Kín- verja, sagði einn vestrænn stjórnar- erindreki; efnahagslegar umbætur Kínverjar lásu um útnefningu Jiang Zemin í Dagblaði alþýðunnar, mál- gagni flokksins, í gær, sunnudag. Símamynd Reuter í Kína en hvorki andóf né mótmæli gegn pólitískri stjómarstefnu flokksins leyft. Atburðir síðustu vikna sýna glöggt að hinn 84 ára gamli Deng Xiaoping er hinn raunverulegi leiðtogi Kína. Deng hefur fáum embættistitlum á að skipa, hann er eingöngu formaður herráðsins, og sagði sig úr fram- kvæmdastjóm flokksins fyrir tveim- ur ámm. Jiang, sem er harðlínumaður í anda Li Peng forsætisráðherra, er kunnur fyrir tengsl sín við eldri ráðamenn í Kína, að sögn fréttaskýr- enda, og er talinn hlynntur miðstýr- ingu í efnahagsmálum. Útnefning hans leysir þó ekki pólitískan vanda þjóðarinnar að álití. stjómarerind- reka því enn er óljóst hver muni taka VÍð af Deng. Reuter Jiang Zemin, hinn nýi leiðtogi kínverska kommúnistaflokksins. Dósapressa! Pressið allt að 0,5 1 gosdósir/bjórdósir með einu handtaki! Hlægilega auðvelt.... Dósinni er einfaldlega tyllt í pressuna og handfanginu þrýst niður. KYNNINGARVERÐ kr. 2.875.- • Þannig pressaðar dósir taka 5-6 sinnum minna pláss. • Dósimar renna sjálfkrafa ofaní ílát eftir að þær em pressaðar. • Fækkar férðum með dósir og sparar um leið U'ma og fyrirhöfn. • Vemdið umhverfið og sparið samtímis peninga, hver dós kostar 5 kr. • Tilvalið í eldhúsið, geymsluna/þvottahúsið, bflskúrinn, sölutuma, sumarbústaðinn, eða bátinn. GRBP Umboðs- og heildverslun Dagi:8.6.*89 Sendið______stk. dósapressu(r) í: □ póstkröfu, eða setið á: □ VISA □ EUROCARD reikn.nr.____________________ Pósth. 609 - 121 Reykjavík sími: 91-13365 ■ 1 Póstsendumá Nafn —| Stór-Reykjavík- ■ ursvæðinuog ■ umlandallt. Fyll- Gata [ iðútogsendið Staður 1 inn pöntunarseð- P.nr. | ilinn, eða pantið 1 ísíma 91-13365.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.