Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.1989, Blaðsíða 43

Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.1989, Blaðsíða 43
MÁNUDAGUR 26. JÚNl 1989. 43 Meiming Fótboltaiiðiö sem leikur aðalhlutverkið í Framá. Fótbolts- spælarar og sparkiítróttur ítróttasamband Færeyja og Havnar Sjón- leikarafelag sýna gestalelk I Þjóöleik- húsinu: FRAMÁ Höfundar: Sigvard Olsson og Fred Hjelm. Þýðing á færeysku: Ásmundur Johannes- en. Leikstjóri: Sigrún Valbergsdóttir. Leik- mynd og búningar: Messíana Tómasdótt- ir. Lýsing: Frank Jakobsen og Niels Niels- en. Knattspyrna er alþjóðleg íþrótt, stemningin í kringum hana alls stað- ar hin sama og vandamálin lík. Þess vegna kemur ýmislegt kunnuglega fyrir sjónir í leikritinu Framá sem er sænskt að uppruna en var flutt af Havnar Sjónieikarfelagi frá Þórs- höfn í Færeyjum á sviði Þjóðleik- hússins nú um helgina. Þetta er annar gestaleikurinn frá Færeyjum nú á skömmum tíma en LeikList Auður Eydal hér kveður heldur betur við annan tón en í einleik Lauru Joensen um daginn, þar sem lýst var ævi vita- varðarkonu fyrr á öldinni. Framá er nútímaverk sem íjallar um hinn harða heim keppnisíþrótt- anna, mismunandi sjónarmið og hugsjónir hðsmanna, spennuna og vonbrigðin, sem fylgja tapi, og yfir- spennta gleði þegar vel gengur. Lífið í búningsklefanum minnir á laun- helgar fyrri tíma. Þangað má enginn óviðkomandi koma og þar eiga við sérstök lögmál. Höfundar sýna fram á sýndar- mennsku og falska ímynd sem fæst af þeim svokölluöu áhugamannalið- um, sem í raun hafa innan sinna vébanda vel launaða keppnismenri. Þeir draga líka fram hvemig keppn- isandinn og samstaðan brestur þegar illa gengur. Liðsmenn bregðast mis- jafnlega við fyrirsjáaniegu tapi, þá er ýmislegt látið fjúka og niðurbæld óánægja kemur 1 ljós. Lauslega er ýjað að lyQanotkun en lítið unnið úr þeim þætti. Yfirbragð verksins er annars létt og alvaran oftast langt undan. Spark- arar eru af ýmsum gerðum og taka hlutina misjafnlega hátíðlega. Bún- ingskiefinn er verndaður og lokaður heimur þar sem liðsmenn undirbúa keppnina samkvæmt ritúalinu. Þeir hita sig upp likamléga, en þó ekki síðm- andlega, og njóta þess að vera lausir frá hversdagslegu amstri. Ekkert kemst að nema fótbolti og leikurinn framundan er alltaf mikii- vægastur allra leikja. Messíana Tómasdóttir leggur áherslu á umgjörð sem minnir á helgidóm og stílfærir hana. Þetta tekst ágætlega þó að fullmikið af því góða hafi verið að hafa logandi kerta- fjós á hveijum klæðastandi í lok fyrsta þáttar. Fallegt fyrir augað en cdveg á skjön við raunveruleikayfir- bragð sýningarinnar. Meðlimir Havnar Sjónleikarfelags eru áhugaleikarar og til að full- manna áhöfn verksins þarf 21 karl- leikara. Framganga þeirra var að vonum misjöfn. Sum hlutverkin eru það smá að þau eru nánast uppfylling en í öðrum fá leikarar tækifæri til að sýna snöfurlega takta. Þar má nefna að þeir Brynjálvur Tórstún og Erling Eysturoy, sem leika Torbjörn og Birgi, stóðu sig ágætlega og Heine Davidsen leikur formanninn Erling Mortensen sannfærandi. Sigrún Valbergsdóttir leikstjóri snyrtir liðið til og fellir hópinn inn í leikmyndina. Hún er vön að vinna með áhugaleikurum og tekst að búa til ágæta liðsmynd úr þessum mis- reynda hópi. Auk knattspymumann- anna koma við sögu þjáífari, nudd- ari, fyrrnefndur formaður, Poulsen pylsugerðareigandi, sem styrkir lið- ið, og fleiri af hinum dæmigerðu og ómissandi áhangendum liðsins. Þessi færeyska heimsókn var reglulega ánægjuleg og eftir hana væri ekki úr vegi að sjá verkið aðlag- að íslenskum aðstæðum og sýnt hér. AE á veginn! Blindhæð framundan. Við vitum ekki hvað leynist handan við hana. Ökum eins langt til hægri og kostur er og drögum úr hraða. Tökum aldrei áhættu! ySE®0*'' Bókin um Hvítá Ég hef sennilega sagt það áður en leyfi mér að segja það upp á nýtt: Hjálmar R. Bárðarson er einhver mesti kraftaverkamaður sem nú fyrirfinnst í íslenskri bókaútgáfu. Einn síns liðs hefur hann sett saman fjóra doðranta um ísland og aðskiljaniegar náttúrur þess, bæk- umar ís og eldur, ísland - svipur lands og þjóöar, Fuglar íslands og nú síðast Hvítá frá upptökum til ósa, og þá á ég við að hann hefur gert allt nema litgreina og prenta bækur sínar: samið texta, tekið myndir eða safnað þeim saman, teiknað kort og aðstöðumyndir, séð um útlit og stjómað dreifingu. “ Allt þetta hefur Hjálmar leyst af hendi með sóma og hvergi slakaö á kröfum. Bækur hans em ekki skrifaðar fyrir sérfræðinga heldur okkur hin, íslendinga sem útlendinga, sem fáum eins mikið út úr því að ferðast í huganum eins og að flakka um íslensk fjöli og firnindi eða vilj- um að minnsta kosti búa okkur rækilega undir slíkt flakk. Stærðarinnar vegna em bækur Hjálmars nefnilega ekki eins ákjós- anlegir ferðafélagar og þær gætu verið, sem er kannski eini ókostur- inn við þær. Hugmyndin að nýjustu bók Hjálmars, Hvítá frá upptökum til ósa, kviknaði upp við Langjökul er hann tók eftir kristalstærri lind sem seytlaði út úr fjallshlíðinni og rann í litlum læk út í kolmórautt jökulvatnið fyrir neðan. Umhverfi, landslag og mannlíf Hugmyndin var einfaldlega sú „að fylgja vatni lindarinnar á óra- langri leiðinni til sjávar, litast um á þeirri leið og kynnast umhverfi, landslagi og mannlífi meðfram án- um sem stefna að sama ósi og vatn litlu lindarinnar". Hjálmar R. Bárðarson. Bókmenntir Aðalsteinn Ingólfsson Ég veit ekki til þess að þessari hugmynd eða „konsepti" hafi áður verið beitt við samsetningu bókar hér á landi en minnist hins vegar útlendra myndabóka um fræg fljót frá upptökum til ósa. Við þessi efnistök stjómar rennsli vatnsins framvindu bókar- innar og gerir höfundi kleift að tengja saman vistkerfi og sögu. Það gerir Hjálmar á mjög skýran og læsilegan hátt, tekst jafnvel að finna nýja fleti á gömlu og vel þekktu efni, til dæmis sögunni af Eyvindi og Höllu, Reynistaðar- bræðrum eða staðháttum við Gull- foss og Geysi. Ýmislegt fleira hefur hann og grafiö upp. Þar munar kannski mest um vandaðar Ijósmyndir hans sem em í senn blátt áfram og upplýsandi í besta skilningi. DV-mynd Hanna Víðmyndir Ekki getur hann um tæknilega hlið ljósmyndunar sinnar en til þessa hefur Hjálmar verið Hassel- blad-maður og er það sjálfsagt enn. Einna tilkomumestar þóttu mér víðmyndir Hjálmars, til dæmis myndir hans frá Kili, bls. 48-56, af Kerlingarfjöllum, bls. 104-105, af Hvítárvatni, bls. 120-121, af Hvítá, bls. 136-137, og Geysissvæðinu, bls. 232-233, svo nefndar séu örfáar þeirra 622 litmynda sem í bókinni eru. Raunar man ég í svipinn ekki eft- ir annarri bók um íslenska náttúm, þar sem víðmyndir leika eins stórt hlutverk. Margar þeirra veita lesandanum óefað nýjan skilning á samhenginu í íslensku landslagi. Fyrri bækur Hjálmars hafa veitt mér, fjölskyldu minni og útlendum gestum ómælda ánægju. Bókin um Hvítá verður ekki til að draga úr ánægjunni. -ai. D Ð I I I ERT ÞÚ AO LEITA AÐ GÖÐUM NOTUÐUM BlL? ÞÚ FINNURHANN HJÁOKKUR CHRYSLER USER XE 2,2 L turbo, 146 hö, '84, sjálfsk., vökva- og veltist., lítur vel úí. VOLVO 740 GLE station, árg. '8$, hvítur, eklnn 41.000 km, sjállsk. Verð 1.290.00. TOYOTA TERCEL 4x4 st. árg. '87, graenn, ek. 33.000 km, 5 gíra. Verð 725.000. V0LV0 745 GLE, staHon, árg. ’86, grár, ekinn 40.000 km, sjálfek. Verð kr. 1.330.000,- VOLVO 244 GL árg. ’87, blár, ekinn 34.000 km, sjállsk. Verð 950.000. VOLVO 240 GL árg. '86, silf- urgrár, eklnn 67.000 km, 5 gira. Verð 825.000. DAIHATSU CHARADE CX árg. '88, blár, met„ ek. 21.000 km, sjálfsk. Verð 580.000. VOLVO 740 GLE, árg. '88, dökkgrár, ek. 27 þús km, sjálfsk.,m.öllu.V. 1.500.000,- Brimborg hf. Faxafeni 8, s. (91) 685870 BILAGALLERI I I

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.