Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.1989, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.1989, Blaðsíða 18
18 MÁNUDAGUR 26. JÚNÍ 1989. Fréttir Háskólaritgerð um Lífsbjörg 1 norðurhöfum: Best fyrir Greenpeace að fara ekki í málaferli „Það verður ansi erfit fyrir Gre- enpeace að afsanna að uppökumar af drápi kengúranna og kópanna séu ekki settar á svið. Eg bíð alla vega í ofvæni eftir að sjá rökstuðn- ing Greenpeace fyrir því að mynd- imar séu ekta,“ er haft eftir Carst- en Fledelius, magister í kvik- myndavísindum við Kaupmanna- hafnarháskóla, í ritgerð um mynd Magnúsar Guðmundssonar, Lífs- björg í norðurhöfum. Ritgerðin er unnin af nemanda við kvikmyndavísindadeild há- skólans, Mette Mus Thorsen. Hún byrjar á að greina frá ýmsum stað- reyndum í kringum Greenpeace, meðlimaflölda, starfsaöferöum og samtökunum sem áhrifaaðila. Þá segir frá gagnsókn Magnúsar með myndinni Lífsbjörg í norðurhöfum og síðan era atburðir í kringum sýningu myndarinnar, hér á landi, í Danmörku og víðar raktir. Þá eru svör Greenpeace rakin. í lokin er greint stuttlega frá and- svari danska blaðamannsins Leifs Blaidels við svörum Greenpeace þar sem hann segir að Greenpeace- samtökin verði að horfast í augu við þá staðreynd að hafa verið tek- in með buxumar niðri. Vísar hann meðal annars til fjölda hótana um málsókn sem ekki hafi orðið að Sauðárkrókur: Bærinn kaupir af kaupfélaginu Þórfialtur Asmundason, DV, Sauðárkróki; Samningar hafa tekist um kaup Sauðárkróksbæjar á nokkrum hús- eignum og lóðum Kaupfélags Skag- firðinga í norðurbænum. Þessi hús verða að hopa vegna nýs skipulags að gamla bænum sem gerir ráð fyrir byggingu íbúðarhúsnæðis á lóðun- um. Kaupverð er rúmlega 32 milljónir sem greiðist með jöfnum greiðslum á 6-10 árum á lánskjörum eins og verðtryggðum útlánum Búnaðar- banka. Forráðamenn beggja aðila hafa lýst yfir ánægju með samning- inn og telja hann báðum til hagsbóta. Um er að ræða húseignina Freyju- götu 9, þar sem bíla- og vélaverk- stæðið er til húsa, vörageymslu neð- an Freyjugötu og vörageymslu neð- an Aðalgötu. Þessar eignir verða af- hentar á árunum 1992-1994. Þá era það lóðir að Freyjugötu 28, Skagfirð- ingabraut 5b og lóð kolageymslu við Aðalgötu er komi til afhendingar strax við undirskrift samnings. Ratsjárnef nd bygg- ir í Bolungarvík Siguijón J. Sigurðsson, DV, fsafiiðk Atvinnuástand í Bolungarvík er mjög gott um þessar mundir og hefur reyndar verið í allan vetur. Nú era byggingarverkefnin og útiverkin að fara í fullan gang eftir harðan vetur. Meðal byggingarverkefna, sem unnið verður að í sumar, má nefna aö haldið veröur áfram með bygg- ingu grunnskólans og vistheimili aldraðra. Þá era í byggingu fjórar íbúðir á vegum Verkamannabú- staðanefndar og Byggingaþjónusta Jóns Friðgeirs Einarssonar er að reisa þriggja íbúða raðhús. Þá mun Ratsjámefnd reisa í Bol- ungarvík í sumar fjögurra íbúöa hús, auk bygginga á vegum einstakl- inga. Eitt iðnaðarhúsnæði er í bygg- ingu og framkvæmdir við fisk- vinnsluhús hefiast í sumar. Einnig verður eitthvað um verkefni við rat- sjárstöðina á Bolafialli. Skagaströnd: Heilsugæslustöðin fékk góðar gjafir Birgir Árnason, DV, Skagaströnd; Kvenfélagið Eining á Skagaströnd var stofnað í mars 1927 og er það eini félagsskapurinn sem hér hefur þrif- ist enda hafa kvenskörangar stjóm- að því frá upphafi. Núverandi for- maður er Guðrún Soffia Pétursdóttir. Hinn 31. maí sl. buðu kvenfélags- konur hreppsnefnd og sveitarsfióra, héraðslækni og hjúkrunarkonum í kaffi í Fellsborg. Tilefnið var af- hending á tækjum, .stuttbylgjustól, þurrkuvagni og hfióðbylgjutæki, til heilsugæslustöðvarinnar hér á Skagaströnd. Mun láta nærri að þau hafi kostað um hálfa milfión króna, sem komu úr sjúkrasjóði Höfðakaup- staöar. Hann var stofnaður 24. júlí 1947. Sfióm sjóðsins skipa Soffía Lár- usdóttir, Bima Blöndal og Ása Jó- hannsdóttir. Markmið hans er að styrkja heilsugæslu og heilbrigðis- mál hér í bæ. Bygging sjúkrahúss var markmið stofnenda á sínum tíma en hefur ekki enn orðið að veruleika. Soffía Lárasdóttir afhenti sveitar- sfióra gjafabréf fyrir tækjimum og þakkaði sveitarsfiórinn rausnarleg- ar gjafir. Þá vora nýju tækin skoðuð svo og önnur starfsemi heilsugæslu- stöðvarinnar. Sjúkraþjálfarar hafa verið fengnir hingað en hafa gert stuttan stans. Tæki til þjálfunar era hér nfiög góð en hins vegar er hús- næði of lítið til þess að hægt sé að nýta þau að fullu. Einingar-konur afla fiár á ýmsan hátt, t.d. með merkja- og kaffisölu, hlutaveltum og bösurum, jóla- og minningarkortasölu en afraksturinn er ekki alltaf mikfil. neinu. Síðast er kafli undir nafninu: „Óháð rannsókn á Lífsbjörg í norð- urhöfum". Þar er rætt við fyrr- nefndan magister við Hafnarhá- skóla. Hann hefur unniö að rann- sóknum á fiölda heimildamynda, meðal annars mynda frá stríðinu í Afganistan. í ritgerðinni segist magisterinn vera að vinna að rann- sókn á myndinni og fiallar um myndbútana umdefidu sem Magn- ús fékk hjá Greenpeace. „Það hefur verið ómögulegt að vinna að uppökum á myndum þessum án samvinnu milli dráps- mannanna og kvikmyndafólksins. Þetta era mjög góðar myndir meö nærmyndum og í myndröðunum er þannig ákveðin fiáning." Síðan segir hann: „Mynd Magn- úsar er greindarlegt andsvar við árás Greenpeace á þjóðirnar í Norður-Atlantshafi. Það má skilja að myndin dregur taum annars aðfians. En Magnús gerir sömu skyssu og Greenpeace. Hann gerir ekki grein fyrir því samhengi sem skýrir af hveiju Greenpeacemenn halda því fram að hvalveiðar ís- lendinga séu svona hræðilegar. Greenpeacesamtökin era auðmýkt í mynd Magnúsar og samtökin tapa greinfiega andlitinu í myndinni." Þá segir magisterinn að Greenpe- ace standi frekar höllum fæti með tilliti til málshöfðana. Hafi samtök- in því hreinlega reiknað út að hag- kvæmast væri að höfða ekki mál. Skaðinn yrði jafnvel meiri. Segir hann að Greenpeace vilji helst þegja myndina í hel og muni gera sitt besta tfi að fá fólk tfi að gleyma henni. „Greenpeace verður alveg öragg- lega með heitt baráttumál á ferð- inni í desember. Þá er síðasta tæk- ifæri fyrir fólk að gefa peninga í málefni eins og þeirra, peninga sem dragast frá skatti.“ -hlh Þeir bíða úreldingar. Togarinn Þorsteinn og togbáturinn Þorlákur Helgi, sem eru í eigu Samherja hf. á Akureyri, liggja bundnir við Torfunefsbryggju eins og undanfarna mánuði. Þarna munu þeir væntanlega verða fram á árið 1991 þegar Samherji fær nýjan togara frá Spáni en þá verða þessi gömlu skip sett í úreldingu. DV-mynd GK „Þetta verður stórlaxasumar“ - segir Tumi Tómasson á Hólum í HjáLtadal ÞórtiaDur Asraundssan, DV, Sauðáikróki; „Það bendir allt til að þetta verði stórlaxasumar og útlit er mjög gott með göngur. Hins vegar er líka fyrir- séð að aðstæður fyrir veiðimenn tfi að ná laxinum verða ekkert sérstak- ar fyrripart sumars þar sem ár verða vatnsmiklar og mórauðar vegna mikilla sifióa á hálendinu," sagði Tumi Tómasson hjá Norðurlands- deild Veiðimálastofhunar á Hólum. Tumi segir það ætíð þannig að á hveiju sumri gangi laxinn í ámar í tvennu lagi, stóri laxinn og sá smái. Stóri laxinn byiji að ganga um mán- aðamótin maí - júní og gangi fram í júlí. Smái laxinn fari að ganga viku af júlí og gangi fram eftir hausti. í fyrra hafi verið óvenjumikið af smáum laxi, sem nú er orðinn stór, og því lofar þetta veiðisumar góðu. Aðspurður um silungsveiðina sagði Tumi að þeir hefðu ekki fylgst það vel með henni að gott væri að spá fyrir um hana. Þó virtist sem talsverð sveifla hefði orðið upp á við í bleikjunni á síðustu árum. Súðavikurhlfö: Jarðýtan, sem sést efst i hlföinni, fór fram af á föstudag þegar unnið var við aö ýta niður grjóti. Engin slys hlutust af og vel gekk að ná henni upp á ný. DV-mynd BB, ísafirði Vegurinn í Súða- víkurhlíð lagfærður Siguijón J. Sigurðsson, DV, ísafiröi; Nú er unnið við að lækka, breikka og byggja upp 3,1 kflómetra af vegin- um í Súðavíkurhlíð. Verkiö hófst í september sl. en þá tókst ekki að Ijúka því og var því hafist handa á ný fyrir skömmu. Lagfæringum á aö ■vera lokið um næstu mánaðamót. Tfiboð verktaka Jóns & Magnúsar er rúmar 16 milljónir króna og inni í verkinu er einnig símaskuröur er þurfti að færa. í byijun ágúst mun Vegagerð ríkisins klæða veginn var- anlegri klæðingu þannig að eftir það ætti aurbleytuvandamálið í Súöavík- urhlíð aö vera úr sögunni. Síöar í sumar verður lokiö við aö lagfæra millikaflann frá nýja veginum og aö klæðingunni við Hamarsgatið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.