Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.1989, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.1989, Blaðsíða 30
30 MÍANUDAGUR 26* ’jtlNÍ 1989. íþróttir Frétta- stúfar SteveJones sigursæll Steve Jones sigraöi á opna kanadíska meistaramótinu í golfi sem lauk í gær. Jones spilaöi á 17 höggum und- ír pari og tryggöi sér þar meö rúmlega 160 þúsund doliara verölaun. í ööru sæti varö Clark Burroughs, sem haföi forystu lengi vel á mótinu. Mark Calcavecchia og Mike Hulbert komu næstir á eftir í 3.-4. sæti á 15 undir pari. Jack Nicklaus og Nick Faido náöu sér ekki nógu vel á strik og urðu neöar í röðinni. Þess má geta aö Steve Jones er nú í öðru sæti yflr verðlaunahæstu at- vinnugolfara ársins. Aðeins Tom Kite hefur unniö til hærri veröiaima en Jones í ár. Woosnam vann á Irlandi lan Woosnam tryggði sér sigur á opna írska golfmótinu eftir hörkuspennandi keppni viö heimamanninn Phihp Walton. Kapparair lentu í aukakeppni eftir að hafa end- aö jafnir með 10 högg undir pari. Eftir mikinn taugatitring og spennu náði Woosnam aö halda haus og sigra. „Ég var oröinn ansi taugaóstyrkur 1 lokin,“ sagöi Woosnam, ánægö- ur eftir sigurinn. Nokkuð mik- ill vindur. setti svip sinn á keppnina sem samt sem áöur var í alla staöi mjög skemmti- leg og spennandi. Túnis vannZaire Túnis sigraöi Zaire, 1-0, í D-Afrfkuriðli heimsmeistara- keppnirmar í knatt- spyrnu í gær. Leikurinn fór fram í Túnisborg og skoraði Maaloul eina mark leiksins úr vítaspyrnu í síöari hálfleik. Zambía er efst í riölinum en Túnisbúar koma næstir á eftir. Egyptar töpuöu óvænt í B-riöli HM-keppn- innar í Aftíku sigraöi /7* Líbería landslið ..... Egypta, 1-0. Sigur Li- beríumanna kom nokkuð á óvart þar sem Egyptar eru tald- ir með sterkasta Uðiö í riölin- um. James Debah, sem reynt hefúr fyrir sér sem atvinnu- maður í Englandi, skoraði sig- urmark heimamanna. Elnar vann Cristfan Staub Einar Sigurgeirsson, ÍK, varö sigurvegari í öðru punktamóti Tennissambands ís- Jands sem fram fór á Víking- svelli um helgina. Einar keppti í fyrsta skipti hérlendis eftir langa dvöl í Ástralíu og Banda- ríkjpnum. Hann sigraöi Crist- ian Staub í úrslitaleik, 6-0 og 6-2. Napólí í ööru sæti \lapólí hafnaði í öðru sbeti í ítölsku 1. deild- inni eftir 1-0 sigur á botnliðinu Como í gær. Alexandro Renica skoraöi eina mark Napólí. Inter Mílanó, sem þegar er búið að tryggja sér titilinn, sigraði Fi- orentina, 2-0. Evrópumeistarar AC Mílanó uröu að láta sér lynda 3. sætiö i l. deildinni. Þeir enduðu keppnistímabiliö þó með glans og unnu stórsigur á Bologna, 4-1. AC Milanó hafnaöi aðeins einu stigi á eftir Napólí. Marco Van Basten skoraöi tvö mörk fyrir Evrópu- meistarana gegn Bologna. Tór- íno féll niöur í 2. deild í fyrsta sinn i 30 ár. • Árni Kópsson sigraöi með tiiþrifum og misbauð raunveruleikaskyni áhorfenda eða var það mengun frá hláturgasinu. Fimm jeppar ultu - blkarkeppni Bllabúöar Benna háö í Jósepsdal Torfærumenn fengu útrás fyrir fiör- inginn um helgina. Þó ekki innan- bæjar eða með lögregluna og land- vemd á hælunum, heldur í malamámi Jósepsdals á skipulögðu svæði undir sterkri handleiöslu Jeppaklúbbs Reykjavíkur í bikarmóti Bílabúðar Benna. Erfiðar þrautir vom lagðar fyrir þá aldrifskónga sem háðu harða og spennandi keppni sem fjölmargir áhorfendur kunnu vel aö meta. Götubílaflokkur í flokki "venjulegra" jeppa sem all- ir vom af Willis gerð bar Stefán Gunnarsson höfuð og herðar yfir keppinautana, sigraðist á hverri þraut og hlaut 2.080 stig. Annar varð Þórður Gunnarsson með 1.775 stig og þriðji Trausti Sigvaldason sem hlaut 1.695 stig fyrir sín tilþrif frá dómurunum þrem. Sérbúinn flokkur Fyrir 10 ámm gátu úrslit í torfæm- keppni ráðist af því hversu snöggur keppandi var að drekka appelssín, skrifa nafnið sitt, eða negla nagla í spítu og þriggja tonna diesel trukkur sigraði eftir að ílestir brutu framdrif- ið á moldarabaröi. Nú er öldin önn- ur. Ljósmyndarar veröa að beina linsum sínum til himna þegar hlát- urgasskrímslin virðast ætla á braut umhverfis jörðu eftir að hafa sigrast á ómanngengu þverhnýpi. Ámi Kópsson heitir maður og hef- ur smíðað sér farartæki undir nafn- inu Heimasætan, byggt á Bronco grind og hefur sérstaka eiginleika til torfæruaksturs. Fyrirbærið minnir einna helst á formúla eitt kapakst- ursbíl og hagar sér sen slíkur á jafn- sléttu, líkt og fjallageit í hliðarhalla og þegar íjallsbrúnin endar eins og vel lukkað geimskot frá Góðrarvon- arhöfða. Hann sigraðist á öllum þrautum utan einni og vann keppnina vand- ræðalaust með 2.160 stig enda þó úrslit réöust ekki fyrr en í tímaþraut sem var síðust. Fimm af keppinaut- um hans höföu þá hrapað veltandi niður hlíðamar en gátu samt allir haldið áfram eftir lagfæringar. Jón S. Halldórsson alhliða aksturs- íþróttamaður háði hér frumraun sína í torfæmastri á sérbúnum Je- epster. Eftir mikla eldskím í mis- lukkuðu fjallaklifri náði hann sér bærilega á strik og átti fræðilega möguleika á fyrsta sæti þegar kom aö tímaþrautinni. Eftir allt sitt skó- slit á bensínfiölinni áttu menn von á að Jón nyti reynslunnar, en áhang- endum sínum til sárra vonbrigða var hann algjörlega taktlaus og þarf að æfa sig fyrir næstu keppni. Hann naut þess að Gunnar Guðmundsson (4.sæti) náði engu stigi úr tímabraut- inni og endaði í 2. sæti með 1.980 stig. Haraldur Ásgeirsson íslandsmeist- ari í torfæru mætti á Jeepster. Hann hóf keppnina með hangandi hendi en eftir mikið brölt á dekkjaþraut virtist hann vakna til meðvitundar og reyndi a.m.k. við þær þrautir sem eftir voru. Þriðja sætið féll í hans hlut, 1.925 stig. Þrátt fyrir að appelsíndrykkja sé aflögð keppnisgrein í torfæraakstri mun sigurvegarinn geta veitt sér slíkan munað því verölaunafé gott sæti gefur. -ÁS/BG • Sovétmenn sigruöu ítali og hlutu bronsverðlaun fyrir vikið. Hér eru sov- ésku leikmennirnir að skora körfu í leiknum. HM-keppnin í körfuknattleik: Júgóslavar heimsmeistarar - eftir stóran sigur á Grikkjum í úrslitaleik Júgóslavar unnu auðveldan sigur á Grikkjum, 98-77, í úrslitaleik Evr- ópukeppninnar í körfuknattleik sem fram fór í Júgóslavíu. Júgóslavar voru álitnir mjög sigurstranglegir fyrirfram og það kom á daginn að Grikkir höfðu ekkert í þá að gera. Júgóslavar vom búnir að ná.10 stiga forystu strax eftir 3 mínútna leik og staðan í hálfleik var síðan 54-34 fyrir Júgóslava. Síöari hálfleik- ur var einungis formsatriði og í lokin skildi 21 stig liðin aö. „Það er ekki erfitt aö vera þjálfari með svona frábært lið í höndunum. Þetta era geysilega efnilegir leik- menn sem em uppistaðan hjá okkur og það em miklar vonir bundnar viö liðið fyrir næstkomandi heimsmeist- arakeppni í Argentínu og ólympíu- leikana í Barcelona," sagði Ivkovic, þjálfari júgóslavnesku Evrópumeist- aranna, eftir úrslitaleikinn. Sovétmenn höfnuðu í 3. sæti á mótinu en þeir unnu ítali, 104-76. Flestir bjuggust við að Rússar myndu leika til úrslita en þeir töpuðu óvænt með einu stigi fyrir Grikkjum í undanúrslitunum. í leiknum um 5. sætið lögðu Spán- verjar Frakka að velli með 95 stigum gegn 87. Búlgarar sigruðu Hollend- inga, 91-86, og höfnuðu í 7. sæti á Evrópumótinu. -RR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.