Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.1989, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.1989, Blaðsíða 26
26 •989 r toÖL .62 HUOACnJMÁM MÁNUDAGUR 26. JÚNI 1989. Iþróttir „Norskir knattspyrnumenn leika með allt öðru hugarfari“ segir landsliðsmaðurinn Ölafur Þórðarson frá Akranesi sem leikur með norska félaginu Brann „Mér og fjölskyldunni hefur liðið mjög vel þann tíma sem við höfum dvahð í Bergen. Þetta er svolítið frábrugðið lífinu heima á íslandi. Veðrið í sumar hefur veiið í einu orði sagt frá- bært. Hér um slóðir hefur verið hitabylgja um þriggja vikna skeið. Ég sé ekki eftir því að hafa ákveðið að koma hingað til Bergen og leika knattspymu með Brann. Það sem hefur kom- ið mér einna mest á óvart er aðstöðumunurinn. Hér æfa og keppa félögin við bestu aðstæður en heima eru leikmenn að keppa við aðstæður sem eru varla mönniun bjóðandi," sagði Ólafur Þórðarson, lands- lif jmaður í knattspymu og leikmaður með norska félaginu Brann, í samtali við DV. Ólafur var þá nýkom- imi af æfingu en hann gekk til Uðs við félagið í vor og hefur fengið góða dóma fyrir leik sinn í norskum fjölmiðlum. Ólafur er þekktur fyrir mikla baráttu og eftir því hafa Norðmenn tekið og hrósað honum í hástert. Norska dagblaðið og Verdens Gang hafa í nokkur skipti vaUð Ólaf í Uð vikunnar. Þjálfari Brann er enginn annar en bróðir Ólafs, Teitur Þórðarson, en þetta er annað árið hans hjá Brann. Ólafur Þórðarson er 23 ára gam- aU Akumesingur. Hann lék í öUum yngri flokkunum með Skagamönn- um. Fyrsta meistaraflokksleikinn lék hann í Færeyjum er Akumes- ingar voru þar á keppnisferðaiagi 1982. Þó Ólafur sé ungur að árum hefur hann þegar leikið 32 lands- leiki fyrir íslands hönd. Hann hef- ur fram að þessu ekki misst úr landsleik frá því að hann var val- inn fyrst í landsUðið. ÓMur hefur komið sér vel fyrir í Bergen með fjölskyldu sína. Fjöl- skyldan býr í fjögurra herbergja íbúð skammt frá leikvangi félags- ins og er Ólafur aðeins um fimm mínútur að ganga á æfingar. Ólafur er giftur Friðmey Barkardóttur og eiga þau tvö böm, Valgeir og Ester Maríu. „Aðstæður allar eru fyrsta flokks“ - í hveiju liggur munurinn á ís- lenskri og norskri knattspyrnu? „Norskir knattspymumenn leika knattspymu með allt öðru hugafari en leikmenn í 1. deUdinni heima á íslandi. Það er meira spil hér í deildinni og leikmenn fara mun betur með knöttinn. Aðstæður er ekki hægt að bera saman en í Noregi em þær fyrsta flokks. Hjá Brann vinna leik- menn aðeins hálfs dags vinnu og koma þannig óþreytfir á æfingu sem hefst klukkan þrjú á daginn. Ég vinn hjá lagerfyrirtæki í Bergen sem selur varahluti til oUufyrir- tækja hér í borginni og líkar vinn- an ágætlega. Á íslandi vinna leik- menn hins vegar átta tíma á dag og lengur og koma þreyttir á æfing- ar. Það er einnig mun meira af góðum knattspymumönnum hér í Noregi en heima er hópurinn mun þrengri. Norðmenn em hins vegar mun fljótari að gefast upp þegar á móti blæs. Að þvi leytinu tU em þeir öðmvísi en íslendingar, sem vanir em að beijast, og er íslenska landsUðið besta dæmið í því sam- bandi.“ „Byrjuðum illa en bjartsýnn á framhaldið“ - Tíu umferðum er nú lokið í norsku 1. deildinni. Ertu ánægður með frammistöðu Brann-liðsins? „í dag er staða okkar ekki svo slæm. Við fómm að vísu mjög Ula af stað í deUdinni en það hefur loð- aö við Brann-Uðið að hefja keppnis- tímabU með þessum hætti. Þegar út í aivöruna er komið virðist eitt- hvað fara úrskeiðis. í síðustu um- ferðum höfum við rétt úr kútnum svo um munar og erum aðeins fimm stigum á eftir efsta Uðinu, LiUeström. Það er mikið eftir af deUdinni og aUt getur gerst. „Knattspyrnuáhugi í Bergen er gífurlegur“ - Af fréttum að dæma virðist áhugi á knattspyrnu vera hvað mestur i Bergen. Hefur þú orðið var við þennan áhuga? „Já, heldur betur. Áhuginn á knattsgymu hér í Bergen er gífur- legur. í borginni snýst nánast aUt um knattspymu og borgarbúar styðja vel við bakið á okkur. Á heimaieUd koma í kringum fimmt- án þúsund áhorfendur en um helg- ina er stórleikur þegar Rosenborg kemur í heimsókn og þá er búist við um átián þúsund áhorfendum. AðalstuðningsaðUi Uðsins er Hansa-ölgerðin í Bergen og að auki kemur stuðningur frá ýmsum öðr- um aðUum. Stuðningsmenn Uðsins spyija mikið um Bjama Sigurðsson en hans er sárt saknað hér í Berg- en. Markmaðurinn, sem tók stöðu Bjama þegar hann fór tU íslands, hefur staðið sig ágætlega en hann er samt ekki eins góður og Bjami. Bjarni er þekktur hér enda eðlUegt því hann stóð sig með prýði þau ár sem hann lék með Uðinu.“ „Kitlar að leika á meginlandi Evrópu“ - Hefur þú áhuga á að leika knatt- spyrnu annars staðar en í Noregi? „Ég samdi við Brann tU tveggja ára svo að ég mun einnig leika með félaginu á næsta keppnistímabUi. Að því loknu er aldrei að vita hvað tekur við. Ég get ekki neitað því að það kitlar mig að leika með góðu félagsUði í Evrópu og að því stefni ég. Ef maöur stendur sig vel er sá möguieiki aUtaf f>TÍr hendi. Út- sendarar félagsUða frá meginlandi Evrópu fylgjast grannt með norsku knattspymunni. Tíminn mun hins vegar leiða í ljós hvað tekur við að Noregsdvölinni lokinni." „Teitur að gera góða hluti hjá félaginu“ - Hvemig líkar þér að vinna undir stjórn bróður þíns, Teits Þórðar- sonar? „Þetta er annað ár Teits hjá Brann og mér líkar mjög vel að vinna undir hans stjóm. Hann er fær þjálfari og er að gera góða hluti hjá félaginu. Hver þjáUari þarf sinn aðlögunartíma og er Teitur ekki undanskilinn í þeim efnum. Æfing- ar hans em skemmtílegar og leik- menn og forráðamenn félagsins láta vel af störfum hans.“ Tveggja vikna frí í deildinni 10. júlí - Svo þú ert bjartsýnn á framhaldið hjá félaginu. „Ef taka á mið af frammistöðu liðsins í síðustu leikjum er ég bjart- sýnn á gott gengi í næstu leikjum. 10. júlí verður gert hálfs mánaðar hlé á 1. deUdar keppninni og von- andi verður staða okkar góð þá. Leikmenn fá einnar viku frí frá æfingum og þeim tíma hef ég ákveðiö að verja heima á íslandi í faðmi fjölskyldunnar,“ sagði Ólaf- ur Þórðarson hress í bragði. -JKS Ur'. ■ ' .... .. ' '#' ■ "1 IIIIHI • Olafur Þórðarson er mikill baráttujaxl og gefur hvergi eftir. Hér er hann í baráttu um knöttinn í landsleik íslands og Austurrikis. DV-mynd BG

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.