Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.1989, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.1989, Blaðsíða 8
1 8 Viðskipti ~~ Fasteignamarkaöurinn: •MÁNUDAGUR 26. JÚNÍ 1989. Mestur áhugi á raðhúsum og litlum einbýlishúsum - litlar verðhækkanir en búist við nokkurri hækkun í haust Einn vinsælasti staðurinn í bænum i áraraðir, vesturbærinn, nýtur minni vinsælda á fasteignamarkaðnum en áður. Stafar það af því að fólk telur sig þurfa orðið að sækja mikla þjónustu og verslun í austurbæinn og sam- göngur þangað úr vesturbænum séu bæði teiðinlegar og erfiðar á annatím- um. Mestur áhugi er nú á raðhúsum og htlum einbýlishúsum, í kringum 150 fermetra, á fasteignamarkaðn- um, að sögn fasteignasala. Vinsældir vesturbæjarins eru að dvína en aust- urbærinn orðinn eftirsóttari. Meiri áhugi er á Grafarvogi en áður hefur þekkst um nýbyggingarhverfi. Verð fasteigna hefur ekki náð að hækka jafnmikið og nemur verðbólgunni frá áramótum. Fasteignasalar eiga því allt eins von á að verðiö hækki í einu stökki þegar kemur fram á haust. Algengt verð á 3ja herbergja íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti er nálægt 5 milljónum. Dýrasta svæði bæjarins er í nýja miðbænum og er fólk til- búið að borga yfir milljón meira fyr- ir íbúð þar. Þetta eru helstu niðurstöður úr samtölum DV við fasteignasala um fasteignamarkaðinn. Svo virðist sem á þekktari fasteignasölum sé meira að gera núna miðað við árstíma en oft áður. Sumarið rólegur tími Sumarið er í venjulegu ári einn rólegasti timínn á fasteignamark- aðnum. Mest selst á tímabilinu fe- brúar - mars til loka maí. Rólegt er yfir sumarið. Á haustin tekur svo markaðurinn aftur nokkuð við sér og stendur það sölutímabil fram í desember. Þetta eru hin klassísku sölutímabil á fasteignamarkaðnum þegar hann er í jafnvægi. Árið í ár er talið vera mjög venjulegt á fast- eignamarkaðnum. Þar gætir ekki umframeftírspumar og heldur ekki kreppu. Það er eins og oft áður aö góðar eignir, vel staðsettar og nýlegar, fara tiltölulega fljótt. Góð raðhús og lítil einbýlishús, sem uppfylla þessi skil- yrði, seljast tiltölulega fljótt. Minnkandi áhugi á stórum einbýlishúsum Áhugi á stórum einbýhshúsum er augljóslega minni núna en fyrir nokkrum árum og geta stór hús oft orðið erfið í sölu. Segja fasteignasalar að með breyttum lifsstíl hafi fólk horfið frá því að binda mikla peninga í stórum húsum. Það vilji frekar búa í htlu sérbýh og ávaxta fé sitt í verð- bréfum þar sém meiri skattafríðindi sé að hafa en fasteignum og féð sé örugglega verðtryggt. Þannig vilji fólk njóta spamaðarins, sem það nær við að fara ekki í of stórt hús, og verja honum í önnur lífsins gæði, eins og minni vinnu og fleiri ferða- löe. Fréttaljós Jón G. Hauksson Rauða strikið er 18 milljónir Þak er á söluverðmæti húsa. Mörg hundmð fermetra glæsihús, vel stað- sett, með fahegum garði og lúxusinn- réttingum fara aldrei á meira en 18 mihjónir króna. Það er rauða strikið á fasteignamarkaðnum. Fólk réttiæt- ir það ekki fyrir sjálfu sér að búa í dýrara en 18 mihjóna króna húsi. Þetta er verðskalinn 3ja herbergja íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti selst núna á um 4,5 til 5 milljónir króna og 4ra herbergja á sama stað á um 5,5 til 6 mihjónir króna. Ofan á þetta verð er hægt að bæta rúmlega mhljón fyrir sams konar húsnæði á dýrasta staðnum í bænum sem er nýi miðbærinn í kringum Kringluna. Frekar htið framboð er af húsum í nýja mið- bænum og sölur þar ekki mjög tíðar. Raðhús, sem eru í kringum 150 fer- metrar, seljast á um 9 th 10 milljónir að jafnaði og hth einbýhshús eihtið meira. Frávik eru frá þessu. Skiptir þar staðurinn og útht húsanna mestu máh. Síðan er ahur gangur á verði stórra einbýhshúsa. Algengt verð fyrir mjög stór og góð einbýhshús er 14 th 16 mhljónir. Staðurinn skiptir mjög miklu máh á einbýhshúsa- markaðnum. Þau ahra glæshegustu, hugsanlega á góðri sjávarlóð með góðu útsýni, fara hæst á um 18 mhlj- ónir króna. Það er toppurinn. Háerra fer fólk ekki. Grafarvogur kemur á óvart Grafarvogurinn hefur á margan hátt komið á óvart hjá fasteignasöl- um. Meiri áhugi er á honum en oft áður hefur þekkst um nýbygginga- hverfi, eins og th dæmis Breiðholtið á sínum tíma. Flest húsanna í Graf- arvogi eru hka með nýjum lánum húsnæðisstjórnar og við það hækka þau í verði. Fólk er thbúið að borga frá 300 þúsund og aht upp í 500 þús- und krónum meira fyrir hús með þessum nýju, stóru lánum. Minni áhugi á vesturbænum Einn besti staöurinn í bænum til þessa, vesturbærinn, nýtur nú minnkandi áhuga fólks. í áraraðir hefur verið gifurlegur áhugi á hús- Haföi umíjöHimin um hreyflana áhrif? Viðhorf farþega hefur ekki breyst gagnvart Boeing-vélum - segir Siguröur Helgason, forstjóri Flugleiða Sigurður Helgason, forstjóri Flug- leiða, segir að viðhorf farþega og flugfélaga í heiminum hafi ekkert breyst og sé enn mjög jákvætt gagn- vart Boeing-vélum þrátt fyrir mikla umfiöhun á dögunum er flugmála- yfirvöld víða um heim kröfðust þess að breytingar yrðu gerðar á hreyfl- um Boeing-véla af gerðinni 737 en Aldís og Eydís, hinar nýju flugvélar Flugleiða, er einmitt af þeirri gerð. Upphaf málsins má rekja th þess aö sprunga fannst í hreyfildiski Boeing 737-400 vélar í Bretlandi. Eftir það fyrirskipuðu flugmálastjómir að vél- ar með sams konar hreyflum yrðu skoðaðar. „Skipt var um hreyfildisk og blöð á þeim diski þannig að hreyflunum var í raun breytt í aðra gerð hreyfla sem hefur verið notuð í áraraðir í Boeing og DC-8 vélum með mjög góð- um árangri. Þeir hreyflar eru viður- kenndir af öhum flugmáiastjómum í heiminum," segir Sigurður. Hafa farþegar hætt viö aö fljúga meö vélunum - Nú hafa margir spurt sig að því að undanfómu hvort þetta mál skaöi ekki félagið th lengri tíma litið og að fólk hræðist jafnvel að fljúga með vélum af þessari gerö. Hafið þið hjá Flugleiðum orðið varir við hræðslu íslenskra farþega og hefur verið um afpantanir að ræða sem rekja má th þessa máls? „Nei, við höfum ekki orðið varir við breytt viðhorf farþega og að hætt hafi verið að fljúga með okkur vegna þessa máls. Ég held einmitt að fólk hafi metið það við okkur hvað við vorum varkárir. Við létum strax rannsaka hreyflana og þaö fannst ekkert athugavert. Aö lokinni þeirri skoðun var hreyflunum breytt. Á meðan vom aðrar vélar í áætlun." Hafa erlend flug- félög afpantað? Sigurður segir ennfremur að þau flugfélög erlendis, sem noti þotur af Boeing 737 gerð, hafi sömu sögu að segja og Flugleiðir um að farþegar hafi sýnt máhnu skilning og við- horfið th vélanna hafi ekki breyst. -- Hvað um erlend flugfélög, hafa þau afpantað vélar af þessari gerð? „Nei, það er enn slegist um þessar vélar og öh helstu félög í heiminum Sigurður Helgason, forstjóri Flug- leiða, segir að félagið hafi ekki orð- ið fyrir afpöntunum eða breyttu við- horfi farþega gagnvart nýju Boeing- vélunum. „Fólk hefur sýnt málinu skilning og ég held að það hafi metið það við okkur hvaö við vorum varkárir." eru með pantanir. Síðast á fimmtu- daginn pantaði bandaríska félagið Texas Intemational um hundrað vél- ar. En þess má geta að félagið á hin þekktu flugfélög Continental og East- ern.“ Að sögn Sigurðar er ekkert lát á pöntunum á 737 vélunum og áður en pöntun Texas Intemational kom th sögunnar hafi verið búiö að panta 1413 vélar af þessari gerð, þar af hafi um 585 vélar verið afgreiddar. Svo margar pantanir hafi ekki borist í eina gerð af flugvél áður. Tap Flugleiða umtalsvert Um tap Flugleiða vegna röskunar á áætlun félagsins, sem breytingarn- ar á Aldísi og Eydísi höfðu í fór með sér, segir Sigurður aö ekkert hggi endanlega fyrir en ljóst sé aö það sé umtalsvert. „Hreyflarnir eru í ábyrgð þannig að sjálfar breytingarnar em okkur aö kostnaðarlausu. Hins vegar ger- um við ráð fyrir að annar kostnaður, eins og leiga flugvéla, hótelkostnað- ur, uppihald farþega og starfsmanna ytra og aukin yfirvinna, lendi á félag- inu,“ segir Sigurður. -JGH næði í vesturbænum. Það sem veldur minni áhuga á vesturbænum núna er að fólk telur sig þurfa að sækja mikla þjónustu í austurbæinn og ber fyrir sig erfiðar samgöngur þangað á annatímum. Verðið á fasteignamarkaðnum hef- ur ekki náð að hækka í takt við verð- bólguna á þessu ári. Þess vegna telja fasteignasalar að svo geti farið í haust, þegar markaðurinn fer aftur verulega af staö, að fram komi stökk- hækkun. Við sjáum hvað setur en raunverð fasteigna hefur samkvæmt þessu far- iðlækkandiáárinu. -JGH Peningamarkaður INNLÁNSVEXTIR (%) hæst Innlán óverðtryggð Sparisjóðsbækurób. 14-18 Úb,Ab Sparireikningar 3jamán.uppsögn 15-20 Vb,Ub 6 mán. uppsögn 16-22 Vb 12mán. uppsögn 18-20 Úb 18mán. uppsögn 32 Ib Tékkareikningar, alm. 3-9 Ab,Sp Sértékkareikningar 4-17 Vb,Ab Innlán verðtryggð Sparireikningar' 3ja mán. uppsögn 1-2 Vb 6mán. uppsögn 2,5-3 Allir Innlán með sérkjörum 27-35 nema Sb Ab Innlán gengistryggð Bandaríkjadalir 8-8,75 Ab Sterlingspund 11,75-13 Lb.Bb,- Vestur-þýsk mörk 5,25-6 Ib.Vb,- Sb Sb,Ab Danskarkrónur 7,75-8,25 Lb.lb,- ÚTLÁNSVEXTIR (%) Vb,Sp lægst Útlán óverðtryggð Almennirvíxlar(forv-) 31-34,5 Lb Viðskiptavíxlar(forv.)(1) kaupgengi Almennskuldabréf 33-37,25 Sb Viöskiptaskuldabréf (1) kaupgengi Allir Hlaupareikningar(yfirdr.) 34,5-39 Lb Útlán verðtryggð - Skuldabréf 7,25-8,75 Lb Utlántilframleiðslu Isl. krónur 27,5-34,5 Ob SDR 10-10,5 Lb Bandaríkjadalir 11-11,25 Allir Sterlingspund 15,75-16 nema Ob Allir Vestur-þýsk mörk 8,25-8,5 nema Ob Ob Húsnæðislán 3,5 Lífeyrissjóðslán 5-9 Dráttarvextir 42,8 MEÐALVEXTIR Överðtr. júní 89 29,3 Verðtr. júní 89 7,9 VÍSITÖLUR Lánskjaravísitalajúní 2475 stig Byggingavísitala júní 453stig Byggingavísitalajúní 141.6 stig Húsaleiguvísitala 1,25% hækkun 1. apríl VERÐBRÉFASJÓÐIR Gengi bréfa veröbréfasjóða Einingabréf 1 3,966 Einingabréf 2 2,202 Einingabréf 3 2,591 Skammtímabréf 1,367 Lífeyrisbréf 1,994 Gengisbréf 1.768 Kjarabréf 3,928 Markbréf 2,084 Tekjubréf 1,739 Skyndibréf 1,194 Fjölþjóðabréf 1,268 Sjóðsbréf 1 1.896 Sjóðsbréf 2 1,515 Sjóðsbréf 3 1,342 Sjóösbréf 4 1,119 Vaxtasjóðsbréf 1,3445 HLUTABREF Söluverð að lokinni jöfnun m.v. 100 nafnv.: Sjóvá-Almennar hf. 300 kr. Eimskip 360 kr. Flugleiöir 175 kr. Hampiðjan 164 kr. Hlutabréfasjóður 128 kr. Iðnaðarbankinn 157 kr. Skagstrendingur hf. 212 kr. Útvegsbankinn hf. 135 kr. Verslunarbankinn 145 kr. Tollvörugeymslan hf. 108 kr. (1j Við kaup á viðskiptavíxlum og viðskiptaskuldabréfum, útgefnum af þriðja aðila, er miðað við sérstakt kaup- gengi, kge. Skammstafanir: Ab = Alþýðubankínn, Bb= Búnaðarbankinn, lb = lðnaðar- bankinn, Lb= Landsbankinn, Sb = Samvinnubankinn, Úb= Útvegsbankinn, Vb = Verslunarbankinn, Sp = Sparisjóð- irnir. Nánari upplýsingar um peningamarkaö- inn birtast i DV á fimmtudögum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.