Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.1989, Blaðsíða 40
Lífsstfll
MÁNUDAGUR 26. JÚNÍ 1989.
Hringborðsumræður DV:
Húseigendur verja stórfé í mis-
heppnaðar málningarframkvæmdir
almenningur er illa upplýstur um ástand húsa
„Auðvltað fer stórfé í
misheppnaðar málning-
arframkvæmdir- og lé-
leg steypa er notuð. En
þettaergífurlega nókið
mál/' segir Bjöm Mar-
teinsson, verkíræðingur
hjá Rannsóknastofnun
byggingariðnaðarins.
Hvers vegna flagnar og „pok-
ar“ málning oft af útveggjum,
2-3 árum eftir að málað var?
íbúar í fjölbýlishúsum og öðr-
um mannvirkjum standa marg-
ir frammi fyrir því að þurfa að
borga tugi eða hundruð þús-
unda króna í málningar- og við-
haldsframkvæmdir. Sem dæmi
má nefna að bara hreinsun
málningar af meðalstórri blokk
kostar 1 'A-3 milijónir króna.
Þá á jafnvel eftir að greiða sömu
upphæð fyrir steypuviðgerðir
og annað eins fyrir málningar-
viimu. Steypuskemmdir eru
staðreynd á nýjum sem göml-
um húsum á íslandi.
En eru notaðar réttar aðferðir
og efni við viðhald húsa á ís-
landi? Hvernig á almenningur
að snúa sér til að forðast óþarfa
eyðslu peninga í gagnshtlar við-
haldsframkvæmdir? Af þessu
tflefni efndi DV til hringborðs-
umræðna um máhð. Þátt í um-
ræðunum tóku Sigrún Bene-
diktsdóttir, sem situr í sfjóm
Húseigendafélagsins, Kristinn
Eggertsson máliúngarvöru-
kaupmaður, Óskar Maríusson,
tæknilegur framkvæmdastjóri
hjá Málningu hf., Bjöm Mar-
teinsson verkfræðingur og
blaðamaðurDV.
Misheppnuð
verk komast
ekki til skila
Það var Kristinn Eggertsson
sem sem hóf umræöumar.
Hann hefur selt málningarvör-
uríum25ár.
Kristinn: Upplýsingar til hús-
eiganda um hvemig á að fram-
kvæma málningarverk er ekki
um að ræða frá hinu opinbera.
Það sem misheppnast í máln-
ingarvinnu kemst illa til skila
til dreifingaraðila - bæði í sam-
bandi við vinnu á steini og
timbri. Nýjar málningarteg-
undir, sem hafa komið á mark-
aðinn, finnst mér ekki hafa
staðist það sem til er ætlast af
þeim þannig að við erum komin
í heilan hring - að málningunni
sem var notuð á milh 1950 og
1960. Við höfum að vísu aukið
við hana undirvinnu og silan-
burð. En sú aðferð, sem hefur
verið viðhöfð, að setja nógu
þykka málningu, hefur verið til
óþurftar. Á löngu tímabili var
notuð þessi sendna og þykka
akrýlmálning sem allar verk-
smiðjur voru með og var t.d.
mikið notuð í Fossvogi. Þar eru
miklar steypuskemmdir.
- Blm:Kemurþaðekkisteyp-
unni sjálfri við, Bjöm?
Bjöm: „ Jú, þaö gerir það nú.
En það er ýmislegt í vinnu-
brögðum og hraða sem hefur
Heimilið
breyst á þessum árum - óvenju-
lega léleg og „opin“ steypa
gagnvart vatni hefur verið not-
uð, ekki bara alkalívirk. Við
höfum gengiö í gegnum tímabil
þar sem áberandi er að málning
hefur ekki enst eins og hún
gerði áður. En við á íslandi
þurfum að mála steypu til þess
að loka henni - það þarf hins
vegar ekki víða erlendis. Því
eigum við erfitt með aö flytja
reynslu erlendis frá. Okkar
gijót þarf yfirborðsmeðhöndl-
un og íslendingar em ahtaf að
þreifa sig áfram í þessum efn-
um.“
Rb stundar
ekki málningar-
rannsóknir
- Hvarstandaíslendingari
þessum þreifingum?
„Bjöm: Við hjá Rannsókna-
stofhun byggingariönaðarins
höfum ekki stundað málningar-
rannsóknir. Hins vegar hafa
steypurannsóknir og virkni á
svoköhuðum vatnsfælum
(monosilan, innsk. blm.) verið
gerðar. En eins og minnst hefur
verið á, höfðum við tímabil með
þéttum málningartegundum
sem vom shtsterkar þegar þær
entust á annað borð. En vanda-
máhð er að við höfum bæði
dætni um hús þar sem málning-
in endist í 10-15 ár og önnur hús
sem hafa verið máluð við mjög
svipaðar kringumstæður þar
sem aht misheppnast. Það þýðir
að erfitt er að ráðleggja fólki í
gegnum síma eða á rituðu
máh.“
Sigrún: „Hefur þú einhveija
skýringu á þessum mismun-
andi árangri - stjórnast þetta
ekki lika af viöhaldi?"
Bjöm: „Þetta felst bæði í um-
hverfisálagi, hvort hús stendur
áveðurs, fyrir sa-áttinni, og að
hluta tíl í hversu góð steypan
erhveijusinni."
Sigrún: „Ég myndi segja að
steypan getur verið gífurlega
mismunandi. Þetta fór nú dáht-
ið eftír steypustöðvum en mér
finnst að skýringin geti ekki
bara legið þar. Getur þetta ekki
líka farið eftir viðhaldi, máln-
ingu og hvemig undirbúningi
er hagað. Ég hef lengst af fund-
ið að fólk heldur að það sé nóg
að fara í málningarvöruversl-
unina en ekki til þeirra sem
betur þekkja til og kynna sér
hlutina."
Fyrst á að
þurrka húsið
Óskar: „Þið einfaldið hlutina
of mikið. Það er engin ein lausn
til í sambandi við utanhúss-
málningu á steini sem hægt er
að koma á framfæri við húseig-
endur. Það verður að sjúk-
dómsgreina húsið og athuga
hvort einhveijar eða hvers kon-
ar skemmdir em í því. Þetta á
að rannsaka á staðnum. Vatn
og raka verður að fiarlægja úr
múmum. Hér rignir að meðal-
tah annan hvem dag og það er
hætta á rakaskemmdum í
steypu ef vatn kemst inn í hana.
Rakajafnvægiö er hátt í múr á
suður- og austurhhðum húsa í
Reykjavík - þar sem regn mæð-
ir á. Skemmdir eru aðahega þar
sem vatnsupptakan er mest.
Upp úr 1980 fundu menn það
út að eina leiðin, sem fær var
til að stöðva skemmdir af völd-
umraka-.alkah-eðafrost- -
skemmda, var að þurrka út-
veggina. Þá kom á markaðinn
ný kynslóð af svoköhuðum sih-
konefnum sem hafa þá eigin-
leika að geta smogið inn í múr-
inn. í framhaldi af því þoma
útveggimir. Þá hófst ný þróun
á utanhússmálningu sem opnar
fyrir rakaútstreymi og lokar
fyrir vatnsupptöku."
Eitt ár er ekki nóg
fyrirhreinsað hús
- almenningur veit
ekki af því
- Blm.:Hefurþessiþróungefist
einsogskyldi?
Óskar: „ Já, það hefur tekist.
En það tekur 2-3 ár aö þurrka
útveggi, t.d. með því að hreinsa
málningu af, shanbera og
stöðva vatnsupptöku með því
móti. Þróunin stendur enn
yfir.“
- Blm.: Nú er algengt að hús
séu málningarhreinsuð og látin
standa í eitt ár. Er sú aðferð þá
orðin úrelt - þarf að láta þau
standa „opin“ í 2,3 eða 4 ár -
verða neytendur ekki að vita
afþessu?
Oskar: „Þú mátt ekki einfalda
þetta svona. Við höfum komið
þessu á framfæri við ráðgjafar-
verkfræðinga og verkfræðinga
Reykjavíkurborgar með ágæt-
um árangri - þeir tala okkar
tungumál. Einnig höfum við
reynt að koma upplýsingunum
til hins almenna notanda en það
hefur ekki tekist. Það hefur ver-
ið reynt að koma þessu fram-
færi í auglýsingum, blöðum og
sjónvarpi. Auk þess fara endur-
söluaðilar á námskeið í sam-
bandi við nýjungar tvisvar á
ári. Hvers vegna árangurinn
hefur ekki orðið sem skyldi skal
ég ekki dæma um. Mér er sagt
að ég sé of tæknilegur í mí num
málflutningi og það kann að
vera rétt. Ég held sjálfur að
ákvarðanataka í utanhúss-
málninugu, þegar um skemmd-
ir er að ræða, sé að færast frá
eigandanum sjálfum yfir til
ráðgjafa og sérfræðinga. Þess
vegna beini ég meira mínum
upplýsingum til þeirra. Mér
hefur mistekist að koma boð-
skapnum sem skyldi til hins
almenna húseiganda. En það
hefurveriðreynt."
Húseigendur
standa illa að vígi
- Blm: Hvemig standa húseig-
endur gagnvart þessum mál-
efnum?
Sigrún: „Ég held að þeir
standi að jafnaði iha og eru ráð-
þrota gagnvart þessu vanda-
máli. Það er náttúrlega nauð-
synlegt að koma svona upplýs-
ingum til hins almenna neyt-
anda, það er ekki nægjanlegt
að upplýsa bara fagmenn. Við
vitum það að íslendingar hafa
löngum viljað gera hlutina
sjálfir. Þeir rabba við málning-
arvörumanninn. Margir eru
með tiltölulega lítil hús meö htl-
um skemmdum og vilja mála
sjálfir. Þá er ákaflega nauðsyn-
legt að þeir geri sér grein fyrir
þessum hlutum. Vissuiega geta
verkefnin verið þannig að þeir
verða að leita til fagmanna. En
hvort það er lögfræði-, lækna-
mál eða eitthvað annað þá verð-
um við koma upplýsingunum
til skila. Þá er bara spumingin
hvort það á að vera á ábyrgð
framleiðenda, Húseigendafé-
lagsins, Neytendasamtakanna
eða opinberra aðila. Það eru
hagsmunir allra að fram-
kvæmdum sé ekki klúðrað og
að þær séu ekki gerðar dýrari
en þörf er á. En úr því að þessi
vitneskja hggur fyrir þá er um
að gera að reyna koma henni
beint til neytandans."
Óskar: „I mínum augum er
ekkert málningarvandamál til.
Það er hægt að leysa þessi mál
ef nútíma þekkingu er beitt.
Spumingin er hvað maður vih
borga mikið fyrir lausnina. Því
meira sem sparað er tíl þvi
meiri áhætta er tekin. Ekki vhja
allir shanbera og láta hús sín
standa málningarlaus í 3 ár.
Óskar Maríusson fram-
kvæmdastjóri: „Það
tekur 2-3 ár að þurrka
blauta útveggi. Þeim
upplýsingum hefur ver-
ióreyntaókomatilhins
almenna notanda-en
það hefur raisheppn-
ast"
„Húseigendur standa
ráðþrota frammi fyrir
þessum málningar-
vandamálum. Upplýs-
ingar eiga að geta kom-
isttil neytenda á skiljan-
legu máli frá framleið-
endum." SigrúnBene-
diktsdóttir er lögfraeð-
ingur og situr í stjóm
Húseigendafélagsi ns.