Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.1989, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.1989, Blaðsíða 15
MÁNUDAGUR 26. JÚNÍ 1989. 15 Lagasnilli toll- heimtufrúarinnar í DV sl. laugardag birtist viðtal við frú Þuríði HaUdórsdóttur sem ber hinn virðulega titil „yfirlög- fræðingur" tollstjóraembættisins. í viðtalinu telur frúin sér það helst til tekna að hún þori að mæta mér hvar og hvenær sem er. Segist hún hafa gert það tvisvar og haft sigur í bæði skiptin. í því felst bæði heiöur og viður- kenning fyrir mig ef þeir embætt- ismenn sem stýra valdbeitingum ríkisins gegn borgurum telja sér það helst til manndóms að vera óhræddir við mig. Lokunaraðgerð lögmæt? Máhð þar sem ég mætti frúnni snerist um tilraunir mínar f.h. Þýzk-íslenzka hf. til að fá skjóta dómsúrlausn um það hvort lok- unaraðgerð tollstjóra hjá fyrirtæk- inu væri lögleg eða ólögleg. Frúin var látin mæta við fyrirtökur út af þessu og lagasnilli hennar fólst í því að neita að samþykkja að leyfa bráðabirgðaopnun fyrirtækisins gegn fullkominni tryggingu meðan verið væri að fá úr því skorið fyrir dóminum hvort lokun fyrirtækis- ins hefði verið lögmæt. Neitunin var algerlega órökstudd. Líklega hefur frúin verið að hvíla andlega hæfileika sína til meiri átaka og hefur þess vegna ekki viljað eyða kröftunum í jafnvonlaust verk eins og að rökstyðja hvers vegna ís- lenska ríkið vill koma í veg fyrir að skjót úrlausn fáist um lögmæti valdbeitingar þess þótt full trygg- KjaUarinn Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttarlögmaður ing sé sett fyrir hagsmunum þess á meðan. í viðtalinu í DV útskýrir frúin afstöðu sína með því að enginn vafi hafi leikið á um lögmæti að- gerðarinnar. Ef enginn vafi var, hvers vegna þurfti þá með ofríki að koma í veg fyrir að úrlausn dóm- ara fengist um það? Akvæði 13. gr. laganna í söluskattslögum er ákvæði um að ágreiningur um greiðsluskyldu söluskatts fresti ekki eindaga hans. Ákvæðið er í 13. gr. laganna en í þeirri grein er verið að fjalla um ágreining viö kærumeöferð innan skattkerfisins (þ.e. tii ríkisskatt- stjóra og ríkisskattanefndar). Er undarlegt að sjá fólk með lögfræði- menntun halda því fram að ekki megi vegna ákvæðisins bera ágreining um skattskyldu undir dómstóla í tilvikum þegar skatt- kærumeðferð er lokið. í dæmi Þýzk-íslenzka hf. stóð svo á að ríkisskattanefnd hafið lokið meðferð málsins og hggur úrskurð- ur hennar fyrir. Úrskurður hennar felur í sér lokaúrskurð hjá skatt- yfirvöldum. Ágreiningur er um hvað í honum felst, þ.e. hvort fyrir- tækið skuldar samkvæmt honum söluskatt eöa ekki. Þó mér flnnist sjálfum augljóst af úrskurðinum að engin skattskuld sé til staðar og viti ekkert um á hverju innheimtu- menn byggja öndverða skoðun sína dettur mér ekki í hug að krefjast þess að þeir fyrir sitt leyti fahist á „I söluskattslögum er ákvæði um að ágreiningur um greiðsluskyldu sölu- skatts fresti ekki eindaga hans.“ Húsakynni Þýsk-íslenska. mína skoðun um þetta. Ég krefst þess hins vegar að hlutlaus dóm- stóh dæmi um ágreininginn en ekki annar málsaðihnn. Ef minn skiln- ingur er réttur felst í því að engin skuld er til staðar. Ef engin skuld er th staðar er ekki unnt að loka fyrirtæki til að knýja á um greiðslu. (Það er skrýtið að þurfa að standa í svona rökfærslu við íslenska emb- ættismenn.) Stjórnvöld fari að lögum Islensk stjórnvöld eiga ekki að hafa neinn annan metnað í störfum sínum en að fara að lögum. Það vekur ugg þegar framkoma þeirra er þannig að aht er gert sem unnt er th að koma í veg fyrir að fljót- virk svör fáist um lögmæti hátt- semi þeirra. Þegar þannig er staðið að málum er gott að geta teflt fram og fjarstýrt embættismönnum sem hægt er að láta staðfastiega neita öhum óskum um eðlhega málsmeð- ferð vegna þess að þeir skhja ekki rök og rugla öhu saman í lögfræð- inni sinni. Þannig fulltrúar „þora“ að mæta hverju sem er hvar sem er því að þeir virðast ekkert skhja af þvi sem fyrir þeim verður. Umbjóðandi minn gat ekki rekiö fógetamálið th enda og haldið fyrir- tækinu lokuðu þann tíma sem það tók. Þess vegna varð hann að láta undan og borga án þess að geta fengið svar við spurningunni um lögmætið. Þess svars verður aflað í endurkröfumáhnu þótt það muni taka tíma. í því máh verðskuldar jafnvel hinn rangláti málstaður tollheimtumannsins meiri mál- flutningsthþrif en sáust af hans hálfu á dögunum. Jón Steinar Gunnlaugsson Erfðablöndun í laxi Nýlega sótti ég fund Armanna, sem er félag áhugamanna um nátt- úruvemd og stangaveiði með flugu, í fahegu félagsheimili þeirra, Árós- um, í Dugguvogi. Fundurinn var um fiskvemdar- mál. Frammælandi á fundinum var Ámi ísaksson veiðimálastjóri en síðan fóm fram fyrirspurnir og líflegar umræður. Það kemur reyndar ekki á óvart hversu veiði- menn þekkja árnar vel og laxa- stofnana. Þarna vom menn sem ræddu málin af þekkingu og skhn- ingi. Ahyggjur þeirra voru augljósar. Þeir óttuðust að eldislax mundi smám saman útrýma vihta laxin- um og þau náttúruauðæfi, sem villti laxinn er, mundu hverfa. í ahri þessari umræðu er aðalat- riðið að menn ýki ekki hættuna, sjái ekki drauga í hveriu horni og missi sjónar af skynsamlegum rök- um. Fiskeldismenn eru reiðubúnir th viðræðna og samvinnu um skyn- samlegar leiðir. Forystumenn veiðimanna, s.s. Rafn Hafnfjörð, formaður Landssambands stanga- veiðifélaga, og Böðvar Sigvaldason, formaður Landssambands veiðifé- laga, hafa báðir starfað að reglu- gerðarsmíð um þessi mál. Þótt þeir hafi haldið fast á málstað sinna fé- laga hafa þeir ætíð leitað lausna og gert sér grein fyrir að þarna verða menn að finna leiðir sem flestir geta sætt sig við. Eldislax-villtur lax í máh veiðimálastjóra kom fram að í eldi á íslandi em nær ein- vörðungu vhltir stofliar. Matfisk- eldi á laxi er svo ungt hér á landi að ekki er unnt að tala um eldislax nema e.t.v. þjá tveim fyrirtækjum. Rannsóknir Norðmanna, sem ræktað hafa lax í áratugi, sýna ekki erfðafræðhegan mun á eldislaxi og vhltum laxi. KjaLarinn Guðmundur G. Þórarinsson alþingismaður Á íslandi eru menn því nær ein- göngu að ræða um blöndun vhltra stofna. Enn vitum við htið um erfðafræðhegan mun hinna ýmsu laxastofna í íslenskum ám. Allir laxveiðimenn vita þó að stofnamir em mismunandi eftir ám. Jafnframt eru í ghdi strangar reglur um flutning laxfiska milh svæða. Umræðan takmarkast þá við blöndun vhltra laxastofna inn- an ákveðinna svæða. Hins vegar er spurningunni ósvarað hvaða áhrif slík blöndun hefur. Sjálfsagt getum við verið sammála um að rétt sé að halda laxastofnum hverrar ár sem „hreinustum" en th skamms tíma hefur talsverð blöndun átt sér stað án þess að fiskeldismenn kæmu th. Dæmi eru um að veiðiár hafi ver- ið ræktaðar upp með seiðum ann- ars staðar frá. Selá í Vopnaflrði var um tíma ræktuð upp með seiðum frá Kollafjarðarstöðinni. Elhðaám- ar voru í mörg ár ræktaðar upp með seiðum úr Soginu. Kollafjarðarstöðin hefur í áratugi dreift seiðum um landið en veiði- málastjórn fuhyrðir að áhrif þess séu í lágmarki. Á fundinum upplýsti veiðimála- stjóri að á ein í Færeyjum væri ræktuð upp með Elhðaárstofni. Laxinn dafnaði þar vel sem sýndi að aðlaga mætti lax nýjum heim- kynnum á nokkmm árum. Jafnframt benti veiðimálastjóri á að erfðasamsetning breytist af völdum náttúrunnar og manna í mörgum ám og hefur gert frá alda öðh. Þar átti hann t.d. við breyting- ar á árbotnum og hrygningarstöðv- um af völdum náttúmnnar og neta- veiði. Rannsóknir em hins vegar htlar sem engar th þess að styðjast við. Kynbættur eldislax Eigi laxeldi að blómgast sem at- vinnugrein á íslandi verður hins vegar nauðsynlegt að kynbæta eld- isstofnana. Vel má vera að shkur lax sé óæskilegur upp í árnar. En samkvæmt þeim upplýsingum, sem ég hef, hefur Norðmönnum ekki tekist að sanna að eldislax tímgist viö vhltan lax. Hins vegar er á það að hta að slíkar kynbætur taka áratugi ef þær eiga að bera árangur. Veiðimenn telja aðalhættuna stafa frá eldislaxi sem sleppur úr kvíum. Líklega er ekki um hættu að ræða nema mikið magn sleppi í langan tíma. Eha hreinsar náttúr- an stofninn fljótt aftur. Á hitt er einnig að hta að eldismenn gera að sjálfsögðu aht sem þeir geta th þess að hindra að laxinn sleppi, eha þrífast þeir ekki lengi í þessari at- vinnugrein. Þannig era kafarar reglulega sendir niður th að aðgæta netin. Með þessum orðum er ég aö reyna að segja mönnum að heimur- inn er ekki að farast. Sérfræðingar Veiðimálastofnunar hafa sumir tekið nokkuð mikið upp í sig um þessi mál en veiðimálastjóri er sjálfur ekki í þeim hópi, hann hefur reynt að gæta hófs. Eigi að síður eiga menn að sjálf- sögðu að fara með gát. Stangaveiði- menn eru sjálfir besti eftirhtsaðh- inn eins og formaður Ármanna' sagði á fundinum. Þeir eru um allar ár og hafi þeir augun hjá sér sjá þeir strax ef einhveriar breytingar verða. Sjálfsögð varúðarráðstöfun er að frysta svil úr helstu laxastofnunum ef eitthvað skeður, sem ég reyndar hef ekki trú á. Tvær fyrirspurnir Th þess að skýra þessi mál dálítið hefi ég borið fram tvær fyrirspurn- ir á Alþingi th landbúnaðarráð- herra. Fyrri fyrirspurn: „Fyrirspum th landbúnaðarráð- herra um skyldleika ahra íslenskra laxastofna frá Guðmundi G. Þórar- inssyni. 1. Hefur landbúnaðarráðuneytið látið fara fram, eða ráðger-, vís- indalegar rannsóknir á erfða- fræðhegum mismun laxastofna í íslenskum ám? 2. Telja sérfræðingar landbúnað- arráðuneytis og Veiðimálastofn- unar að erfðafræðhegur munur sé á íslenskum eldislaxi og ís- lenskum vhltum laxastofnum? 3. Hvernig verður fylgst með hvort breytingar verða á erfðasam- setningu laxa í ám sem eldislax gengur í?“ Síðari fyrirspurn: „Fyrirspurn th landbúnaðarráð- herra um framleiðslu og sölu laxa- seiða frá Laxeldisstöð ríkisins í Kollafirði frá Guðmundir G. Þórar- inssyni. 1. Hvaðan og af hvaða stofni eru hrogn sem Laxeldisstöðin í Kohafirði hefur notað til klaks? 2. Hver hefur framleiðsla seiða verið ár fyrir ár frá 1961 th dags- ins í dag? 3. Hvernig hefur seiðunum verið ráðstafað: a. th hafbeitar í Kollafirði, b. th fiskeldisstöðva, hvaða stöðva og hve mikið th hverrar, c. th sleppinga í ár, í hvaða ár og hve mikið í hveija? Svar óskast ár fyrir ár frá 1961 th dagsins í dag.“ Svar kom fram á þingi við annarri fyrirspuminni en ég vonast th að fásvar skriflega við hinni fljótiega. í svari landbúnaðarráðherra kom fram aö engar ömggar að- ferðir hafi verið þróaðar th að greina sundur laxastofna eftir upp- runa. Veiðimálastofnun áætiar að hefja rannsóknir á skyldleika ís- lenskra laxastofna með rafdrætti eggjahvituefna strax á þessu ári. Byriað verður á ám við sunnan- verðan Faxaflóa. Ráðgert er að frysta svh úr þeim stofnum sem áhtið er að verði fyrir mestum áhrifum af flökkulaxi. Guðmundur G. Þórarinsson „Eigi laxeldi að blómgast sem atvinnu- grein á Islandi verður hins vegar nauð- synlegt að kynbæta eldisstofnana.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.