Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.1989, Side 27
MÁNUÐAGUR 30. OKTÓB'ER 1989.'
íþróttir
Rallvertíðlnm lauk um helgina:
Stórsigur feðganna
- Rúnar vann lokarallið og er yngsti sigurvegarinn frá upphafi
• Rallfeðgarnir óku Lyngdalsheiði eins og ballettdansarar og náðu þar forskoti sem nægði þeim til sigurs. Rúnar
Jónsson er þar með yngsti handhafi rallgulls i íslandssögunni, tvítugur að aldri. DV-mynd ás
Hjóbarðahallarbræður tóku vel á
móti stormsveitum sunnlenskra sér-
leiða þegar þær náðu endamarki í
síðasta ralli ársins, KUMHO-dekkja-
ralli sem haldið var á laugardag.
Keppnin sú var hreinlega sprengd í
tætlur með dúndrandi flugeldasýn-
ingu svo að jafnvel kontraskæruliðar
hefðu leitað skjóls og Túttukastalinn
(Hj ólbarðahölhn) hvarf í reyk og rop-
vínslöður að lokinni furðusögustund
með keppendum innan um kóresk
KUMHO-dekk. Sannarlega glæsileg-
ur endir á góðu keppnistímabili rall-
ökumanna.
Léttur sigur
Ánægðastir allra voru auðvitað rall-
feðgarnir, Rúnar og Jón, sem geta
nú loks fagnað sigri að nýju eftir
sætaskiptin fyrir ári og hnökrótt
gengi í sumar. Þetta er fyrsti, rall-
sigur Rúnars í ökumannssætinu og
eftir sjö tilraunir, þar af tvö silfur-
sæti, er hann yngstur íslendinga að
ná þeim áfanga, tvítugur að aldri.
Hann hóf þessa keppni með tilþrifum
og reif sig lausan frá keppinautunum
með frábærum akstri á fyrstu sérleið
sem var um glerhála Lyngdalsheiði.
Svefneklar
Að frátaldri ofursúkkunni óku
helstu keppinautarnir, nýkrýndir ís-
landsmeistarar, Ólafur/Halldór á
Talbot Lotus annars vegar og Birg-
ir/Gestur á Toyota hins vegar, Lyng-
dalsheiðina í svefni og vöknuðu upp
við vondan draum á Laugarvatni
u.þ.b. hálfri annari mínútu á eftir
Escort Rúnars og Jóns.
Örlaði jafnvel á grun um að Es-
cortinn væri búinn aldrifi en það
reyndust tálvonir og hið eina til
varnar að traðka bensínfjöl harðar.
Þeim Talbotbræðrum tókst að
hrista af sér slenið um stund og söx-
uðu aðeins á forskotið á Hjálparfoss-
leið og Stangarleið í Þjórsárdal en á
Heklubraut var gamanið á enda,
stýrisarmur brotnaði og hafði það í
för með sér stjórnarslit framhjól-
anna með tilheyrandi hægri og
vinstri öfgum.
„Flikk Flakk“
Þeir Birgir og Gestur fóru sjaldgæft
heljarstökk í endamarki Hjálparfoss-
leiðar með aðstoð stökkpalls frá
náttúrunnar hendi og ef þeir ná að
æfa og fullkomna lendinguna aðeins
betur er hklegt að Fimleikasamband
íslands fái áhuga á atriðinu sem
nýrri keppnisgrein með fijálsri að-
ferð. Þeir sluppu líkamlega óskadd-
aðir frá þessum ósköpum en eiga
mikið verk fyrir höndum í bílskúrn-
um.
Súkkan söm við sig
„Hæ htli“ ofursúkkan var sem ljós í
myrkrinu og tillti sér ásamt blómum
skrýddri áhöfn í silfursæti sem oftar
og þeir Ævar og Ari geta verið ríg:
montnir að vertíðarlokum og upp -
skáru bikarmeistaratitil Bíigreina-
sambandsins í flokki óbreyttra bíla.
Þeir hafa lokið öllum sex keppnum
ársins, fimm þeirra í verðlaunasæti
og hafa náð að narta í hæla hestöflum
hlaðinna sérsmíðisgripa. Og nú að
leiðarlokum eru þeir í öðru sæti í
íslandsmeistarakeppninni. Frábær
árangur!
Þeir kepptu eins og búðarbíl sæm-
ir, án aðstoðarmanna og varahluta-
lagers, héldu sig í öðru sætinu á auð-
um sjó, náðu ekki að ógna því fyrsta
enda töfðust þeir talsvert þegar þeir
komu að Halldóri og Ólafi með Tal-
botinn fastan á milli barða á Heklu-
braut.
Hjörleifsnautur
Eftir áningu á HvolsveUi voru áður-
taldar fjórar leiðir eknar til baka. Þá
var botninn dottinn úr baráttunni
um fyrsta og annað sætið en slagur-
inn um þriðja sætið upphófst. Þórð-
ur/Jón á Opel héldu því um tíma en
gáfu síðan eftir með lekan vatskassa
og svo fór að lokum, eftir akstursslag
við Pál/Jóhann á Subaru Turbo, að
smíðisgripur hagleiksmannsins Hör-
leifs Hilmarssonar af gerðinni Toy-
ota, ökumenn Guðmundur/Sigurður
hrepptu þriðja sætið. Ákveðinn akst-
ur þessarar áhafnar gleður augað,
árangur þeirra er eftirtektarverður
og von er á meiru.
Grínið
Spámenn hafa svo mælt að einungis
tvær leikaðferðir séu nothæfar til
rall-keppnisþátttöku, annars vegar
fyrsta sætið í fúlustu alvöru eða á
hinn bóginn skælbrosandi leikara-
skapur. Þeir félagar Úlfar/Guðmund-
ur, komnir á afaaldurinn, eru verð-
ugir fulltrúar þess síðartalda. Sér-
búnaður dollaragrínsins, að undan-
skildum öryggisbúnaði, er gervigras
á þakinu hvar þrjár golfkúlur kúrðu
ahan laugardaginn sem tákn fyrir
jafnmargar þátttökutilraunir.
Þeir notuðu gaddakeðjur sem vopn
á snjófölið, allt þar til þær átu upp
hjólskálarnar og gusta tók um áhöfn-
ina. Þrátt fyrir síðasta sætið í keppn-
inni var ánægjan mikil með þann
áfangasigur að ljúka keppni og ham-
ingjan fullkomnuð þegar aðstoðar-
ökumaðurinn kleif toppinn í enda-
marki með golfkylfu í hrömmunum
og sló með glæsilegum sveiflum kúl-
umar þrjár af „gríninu" yfir höfuð
áhorfenda út í myrkrið.
Úrslit
1. Rúnar/Jón, Escort........1.22:08
2. Ævar/Ari, Suzuki.........1.25:53
3. Guðm./Sigurður, Toyota....l.28:17
4. Páh/Jóhann, Subaru....1.29:22
5. Þórður/Jón, Opel.........1.30:36
6. Kristján/Bjöm, Datsun.1.33:59
7. Ágúst/Siguijón.Toyota.1.33:59
8. Ómar/Hörður, Nissan...1.37:18
9. Helgi/Haraldur,Subaru.... 1.45:52
10. Úlfar/Guðmundur, Nova... 1.50:11
Það vom 22 áhafnir skráðar til
keppninnar og aðeins 10 tókst að
komast í endamark, sumum tókst
jafnvel ekki að komast af stað því að
keppnin hófst snemma um morgun
og einhverjir sváfu yfir sig. „Gengur
bara betur næst“.
-ás/bg
Reykjavík:
Opið hús
að byrja
„Við eigum von á að veiðimenn
fjölmenni á opiö hús hjá okkur í
vetur og það fyrsta verður föstu-
daginn 10. nóvember, helgina eftir
aðalfundi Landssambands stanga-
veiðifélaga í Munaðarnesi,“ sagði
Stefán A. Magnússon, formaður
skemmtinefndar Stangaveiöifélags
Reykjavíkur, í gærdag. En vetrar-
starf stangaveiðifélaganna er víða
að komast i fullan gang og hafa
hafa Ármenn og Stangaveiöifélag
Hafnarijarðar þegar haldið opið
hús núna.
„Það verður boðið upp á ýmislegt
þetta fyrsta kvöld. Árni Isaksson
veiðimálastjóri mun ræða sumarið
sem var að liða í veiðinni og koma
meö einhverjar fræðilegar skýring-
ar. Þorsteinn E. Jónsson mun ræða
um Grænlandsferð sem hann og
fleiri fóru í. Síðan munu veröa af-
hent Footloose-verðlaunin fyrir
1988 og mun Jón Stefánsson hljóta
þau,“ sagði Stefán formaður enn-
fremur.
-G.Bender
w rv" ,,M'” iwiHHiwwi aw.^Hrviu..v.uy«, vy
Böðvar Slgvaldason, lormaður Landssambands velðllélaga, munu mlk-
ið koma við sögu á aðallundinum í Borgarfiröi nœstu helgi. Rafn mun
hætta sem lormaður og Böðvar mun ræöa úthafsveiðamar.
DV-mynd G.Bender
Landssamband stangaveiðifélaga:
Grettir kjör-
inn næsti
formaður?
- aðalfundurinn um næstu helgi
Stangaveiðimenn víða af landinu þessum fundi og þaö er formanns-
munu fjölmenna upp í Borgarfjörð kjöriö. Rafn Hafnfjörö, sem setið
um næstu helgi og halda aðalfund hefur sem formaður í fjögur ár,
sinn. gefur ekki kost á sér. „Það hefur
Ótrúleg spenna hggur í loftinu verið leitað logandi ljósi aö nýjum
fy rir þennan fund, bæði í sambandi formanni og Grettir Gunnlaugsson,
við það sem ræða á, úthafsveiöar félagi í Stangaveiðifélagi Reykja-
og virðisaukaskattinn á veiðileyfi, víkur og formaður ámefndar
ogkosninguformanns. Verðaþessi Svartár í Húnavatnssýslu, er lík-
mál rædd og reynt að fá einhvem legur til verða næsti formaður LS,
botn í þau. Finnst mörgum veiði- hundrað prósent öruggt,“ sagði
manninum sem endanlega eigi aö heimildamiaður Ókkar í gær.
ganga af stangaveiðimönnum Við sjáum hvað setur og hvað
dauöum með því að setja þennan fundurinn kýs, þettaverður spenn-
skatt á veiðileyfl sem ekki hafa andi fundur.
þótt með því ódýrara í seinni tíð. -G.Bender
En það verður fleira spennandi á