Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.1989, Síða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.1989, Síða 29
 i'\V , •• -í i : : ,■ |H ■ «*>» - 1111 ®| ~ " ■ ,'s. __ Wm ^ytgrT ' r ' P , i - , - - : : , «11111 AW^f: ÍfllNÍÍÍ:;:: . iv' '' ’ ' ' Ipplllllll _ MÁNUUAGUJi 30. OKTÓBER 3989. Iþróttir þremur snertingum, síðan tveimur og loks einni. Númer eitt hjá hon- um er að halda boltanum sem lengst. Síðan leikum við á öðrum helmingi vallarins og farið er í sömu hlutina. Síðan er endað með skotæfingum. Hann hamrar síðan á sömu atriðunum allan tímann.“ Komst aftur inn í liðið á mettíma „De Mos tók mig strax fyrir eftir meiðslin og gerði mér ljóst að hann vildi að ég kæmi inn í liðið sem fyrst sem og varð raunin á. Ég var með sjúkraþjálfara á séræfingum allan tímann og ég fann að De Mos stóð 100% með mér. Þetta hjálpaði mér geysilega mikið. Sjálfur var ég ekki hrifinn'af því að byija þetta snemma að æfa og var það nokkuð sem ég hafði alls ekki búist við að geta. Læknirinn, sem skar mig upp, hefur sagt að þetta sé alveg ótrú- legt. Hann var svolítið hræddur um að ég byrjaöi of snemma. Svo fram- arlega sem ég fyndi ekki fyrir verkjum var ég ákveðinn í að gera mitt besta. Og aðeins tveimur og hálfum mánuði eftir uppskurðinn var ég byrjaður að æfa af fullum krafti." Áfram hjá Anderlecht „Það kemur vel til greina að ég verði áfram hjá Anderlecht eftir þetta keppnistímabil," segir Arnór oghelduráfram: „Samningurminn við félagið rennur út í vor. Það er frábært að vinna með De Mos og það er ekki síst þess vegna sem ég vil jafnvel vera áfram. En auðvitað fer þetta eftir ýmsu eins og til dæm- is því hvað verður í boði að tímabil- inu loknu. Ef eitthvað verulega spennandi kemur upp er ég reiðu- búinn til að skoða það. Ég er búinn að vera 11 ár í Belgíu. Það er auðvit- að geysilega gaman að leika með Anderlecht þegar gengur svona vel og það er markmið okkar að verða meistarar í vetur. Síðan kemur Evrópubikarinn þar á eftir. Við erum búnir að vinna bikarkeppn- ina tvö síðustu árin þannig að minni áhersla verður lögð á þa keppni." Álitlegar aukagreiðslur „Ef okkur tekst að slá Barcelona út úr Evrópukeppni bikarhafa get ég ekki séð hvaða lið getur haldið okkur frá því að komast í úrslita- leik keppninnar. Það er helst Sampdoria frá Ítalíu og reikna ég þá með að við höldum áfram að leika eins og við höfum gert hingað til á tímabilinu. Þetta er sterkasta hð Anderlecht sem ég hef leikið með. Það er mjög mikilvægt að Anderlecht gangi vel í Evrópu- keppninni ef ég á annað borð er að • Aad de Mos, þjálfari Anderlecht, er hér til hægri. Hann er talinn einn besti þjálfari i Evrópu í dag. Aad de Mos segir að Arnór sé gífurlega mikiivægur í liði Anderlecht. hugsa um að fara frá félaginu þar sem næsta umferð er ekki fyrr en í mars og apríl. Einmitt þá byija Uðin að leita að leikmönnum. Évr- ópubikarkeppnin er mikils metin á þeim tíma. Eg segi ekki að ég hugsi um þetta þegar ég hleyp inn á vöU- inn því að þá kemst ekkert annað að hjá mér en sigur. Ég hef aldrei þolað að tapa. Ég er orðinn vanur að sigra eftir að hafa verið afian þennan tíma hjá toppliði eins og Anderlecht. Ég tel að það verði stór munur á að leika síðari leikinn gegn Barcelona en við eigum að geta haldið forskotinu, að minnsta kosti eigum við að geta skorað hjá þeim. Þá verða þeir að skora fjögur mörk hjá okkur til að slá okkur út. Ef þeir ná að skora fljótlega í leikn- um verður gífurleg pressa á okkur. Stjórn Anderlecht ákvað að greiða leikmönnum aukalega fyrir að komast áfram í keppninni. Hver leikmaður fær um 750 þúsund ís- lenskar krónur ef við komumst áfram. Það er því líka til mikfis að vinna peningalega séð.“ Misjafnir leikmenn I liði Anderlecht „Ég hef leikið fiórar stöður á velfin- um það sem af er keppnistímabil- inu. Verið í stöðu bakvarðar, sókn- artengiliðs, úti á hægri kantinum og svo varnartengiUðs, tekiö leik- menn úr umferð. Að vissu leyti er þetta erfitt en ég lít á það númer eitt fyrir mig að leika sem mest og vera í toppformi allt tímabiUð. Þeir leikmenn, sem sett hafa mestan svip á leik Anderlecht undanfarið, finnast mér vera DeGryse og Jankovic. Sá fyrrnefndi er geysi- lega góður, Utifi og snaggaralegur, og það er mjög gott að leika með honum. Hann er alltaf á hreyfingu og tilbúinn að fá boltann. Svo er andstæðan, Júgóslavinn Jankovic, eða meistari „slow motion“ eins og hann er oft nefndur. Hann er geró- Ukur leikmaður, stór og seinn, en hreint ótrúlegur leikmaður. Hann hefur yfir að ráða frábærum send- ingum og góðu auga fyrir spili. Svona mætti lengi telja hina mi- sjöfnu leikmenn sem Íeika með liði Ándrlecht og mynda þessa sterku heild sem hefur gert það að verkum að við föruin ósmeykir í hvaða leik sem er og við ætlum okkur að slá Barcelona út úr Evrópukeppn- inni,“ sagði Arnór Guðjohnsen. Laus staða Staða löglærðs fulltrúa við embættið er laus til um- sóknar. Umsóknarfrestur er til 25. nóv. nk. Frekari upplýsingar veitir undirritaður. Lögreglustjórinn á Keflavíkurflugvelli, 27. október 1989 FÉLAGSMÁLASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR VONARSTRÆTI 4 - SlMI 25500 Starfsmenn óskast í útideild Við óskum eftir starfsmönnum í fullt starf og hluta- starf. Æskilegt er að viðkomandi hafi menntun/starfs- reynslu á sviði félags- og uppeldismála. Útideildin sinnir leitar- og vettvangsstarfi meðal unglinga í Reykjavík. Markmiðið með starfinu erfyrst og fremst að hjálpa unglingum til að komast hjá erf- iðleikum og aðstoða þá ef þeir lenda í þeim. Nánari upplýsingar um störfin eru veittar í símum 20365 og 621611. Umsóknir sendist starfsmanna- haldi Reykjavíkurborgar, Pósthússtræti 9, á eyðu- blöðum, sem þar fást, fyrir 14. nóvember næstkom- andi. 35 - 12,5X15 (Marshall) /7 V/SA Jeppadekk Verð aðeins 12.900. Staðgreitt 11.600. Einnig allar algengustu stærðir af fólksbflasnjódekkjum. Mjög gott verð. luémmrm m SKEIFUNNI 5, SÍMAR 68-96-60 OG 68-75-17 ÞAKJÁRN • Þessi mynd var tekin er Anderlecht mætti Barcelona I fyrri leik liðanna í Evrópukeppni bikarhafa i Belg- iu. Anderlecht sigraði, 2-0, en síðari leikurinn fer fram á miðvikudaginn. Þjónustuaðili: BLIKKSMIÐJAN FUNI sími 91-78733 Stuttur afgreiðslufrestur Gott verð Söluaðili: MÁLMIÐJAN hf. sími 91-680640

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.