Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.1990, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.1990, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 17. NÓVEMBER 1990. Fréttir - ef halda á uppi velferðarþjóðfélagi, sagði Steingrímur Hermannsson Steingrímur Hermannsson forsæt- isráðherra sagði meðal annars í yfm- litsræðu sinni á flokksþingi Fram- sóknarflokksins í gær að það væri hans álit að skattar hér á landi væru of lágir. Ef halda ætti uppi því vel- ferðarkerfi, sem allir væru sammála um að gera, yrðu skattar að hækka. Hann sagðist þó ekki vera hlynntur því að skattahlutfall yrði jafnhátt hér og annars staðar á Norðurlöndum, þar sem það væri yfir 50 prósent. Hér væri skattahlutfalliö 36 til 40 pró- sent. Það væri of lágt. Steingrímur sagði að um þrennt væri að velja. Að skera niður velferðarkerfiö, að fólk greiddi meira sjálft fyrir það sem er ókeypis í dag, eða aö hækka skatta. Fólk yrði einfaldlega að velja. Björguðum þjóðarskútunni Steingrímur rakti í tipphafi ræðu sinnar stöðu mála þegar ríkisstjórn undir hans forsæti var mynduð. Þá hafi blasað við hrun í aðalatvinnu- greinum þjóöarinnar. Með þeim ráð- stöfunum sem ríkisstjómin greip til, 9 milljarða skuldbreytingu í sjávar- útvegi og vaxtalækkun og fleiru, hefði tekist að snúa dæminu við. Hann sagði það engum vafa undir- orpið að „þjóðarsáttin", sem gerð var í febrúar á þessu ári, byggði á þeim undirstöðum sem ríkisstjórnin hafði byggt. Án hennar hefði „þjóöarsátt- in“ verið óframkvæmanleg. Lægsta verðbólga í 20 ár Hann sagði að verðbólgan 12 síð- ustu mánuði væri sú lægsta hér á landi síðan 1970. Þetta þakkaöi hann góðu starfi ríkisstjórnarinnar og því samstarfi sem hún hefði náð við verkalýðssamtökin og bændasam- tökin í landinu. Steingrími var tíðrætt um láns- kjaravísitöluna og nauðsyn þess að afnema hana. Hann sagðist hafa það Steingrímur Hermannsson flytur yfirlitsræðu sína á flokksþinginu i gær. Við hlið hans eru Halldór Ásgrímsson sjávarútvegsráðherra, Guðmundur Bjarnason heilbrigðisráðherra og aðstoðarmaður hans, Finnur Ingólfsson. DV-mynd Torill M. Wiggen eftir erlendum fjármálamanni aö hún væri okkur stórhættuleg. Ef út- lendingar kæmu hingað með fé og verðbólgan færi af stað myndu þeir fara úr landi með stórfelldan gróöa. Hann boðaði að tekið yrði á því alveg á næstunni að afnema lánskjaravísi- töiuna. „Svikamylla“ Þá lýsti forsætisráðherra yfir mikl- um áhyggjum vegna ferskfisksölu okkar á markaði Evrópubandalags- landanna. Á sama tíma og við flytjum fiskvinnslustöðvum þessara landa hráefni til vinnslu bera fiskflök frá íslandi háa tolla. „Þetta er ekkert nema svika- mylla,“ sagði Steingrímur Her- mannsson. Hann sagði að miklar vonir hefðu verið bundnar við Aflamiðlun en því miður hefði aflamiðlunin ekki tekist eins og vonast var til. Eigum ekki erindi í EB Hann ræddi nokkuð um álmálið og sagði það fjarri lagi að það væri kom- ið í höfn. Hann sagðist eiginlega ganga með krosslagða fingur upp á hvern dag núorðið. Og um EFTA-EB viðræðurnar sagði Steingrímur að þar væri um stóralvarlegt mál að ræöa. Það gæti varðað sjálfstæði EFTA-ríkjanna. Hann lýsti áhyggj- um sínum vegna breyttrar stefnu Norðurlanda í þessum málum. „Við eigum ekkert erindi í Evrópu- bandalagið. Við eigum að ná við það viðunandi samningum og ekki gefast upp í því máh þótt á móti blási. En að ganga í bandalagið tel ég ekki koma til greina," sagði Steingrímur Hermannsson. Flokksþing Framsóknarflokksins: Skattar á íslandi eru alls ekki nógu háir Hradfrystihús Hofsóss gjaldþrota Stjóm Hraðfrystihússins h/f á Hofsósi óskaði eftir því við skipt- aráöanda, í vikunni, að hann úr- skurðaði félagiö gjaldþrota. Sam- kvæmt upplýsingum Marteins Friðrikssonar stjórnarformanns skuldar Hraðfrystihúsið á milli 140 og 150 milljónir króna en hók- færðar eignír þess eru um 90 milJjónir. Stærstukröfuhafareru Byggðasjóður, Atvinnutrygg- ingasjóður og Fiskveíðasjóöur. I fréttatilkynningu frá stjóm HraðfrystihússHofsósssegir: „Á- kvörðun stjómarinnar byggist meöal annars á því að hún telur að hagur skuldheimtumanna munl versna ef dráttur veröur á uppgjöri. Tekjur veröa minni en áfallandi kröfur og ekki hægt að gera upp vanskil. Kröfur frá eftirlitsstofhunum um mjög kostnaöarsamar endur- bætur liggja fyrir en ekki verður séð hvernig hægt er að raæta þeim, né heldur að kaupa við- bótarkvóta tO þess að tryggja starfsemi allt áriö. Eftir skuldbreytinguna og ný hlutafjárframlög á síðasta ári hefur stjómin stöðugt unnið að því að styrkja eiginfjárstöðu fyr- irtækisins, en ekki hefur tekist aö fá frekari hlutafjárframlög." Halldór Þ. Jónsson, sýslumaður Skagfirðinga, mun taka gjald- þrotabeiðnina fyrir nú eftir helgi. -J.Mar Jóhannes Nordal: Undrandi á ummæium for- sljóra Granges - taflrfrekarhjáerlenduviðsenijenduninn „Ég er mjög undrandi á því að Aronson skuli ræða um þessi mál á þennan hátt meðan samningaviö- ræður standa yfir. Auk þess er ég ósammála honum ef hann er að gefa í skyn að stjórnmálalegar aðstæður á íslandi hafi tafið þessa samninga, segir Jóhannes Nordal, stjómar- formaður Landsvirkjunar. Á fimmtudaginn var lýsti Aronson, forstjóri Gránges, sem er eitt fyrir- tækjanna í Atlantsál-hópnum, þvi yfir í útvarpsviðtali að fyrirtækiö hygðist jafnvel hætta viö að taka þátt i að reisa álver hér á landi. Ástæðuna kvað Aronson vera þá að á íslandi væru stjómmálamenn of uppteknir við að nota álmálið í póli- tísku eiginhagsmunaskyni. Jóhannes kom í gærkvöldi til landsins frá Kaupmannahöfn af samningafundi með fulltrúum Atl- antsál-hópsins. Hann segir engar óeölilegar tafir hafa oröið á samningunum, en ef eitt- hvað sé þá hafi þær orsakast vegna þess að hinir erlendu viðsemjendur þurfi sinn tíma til að ganga frá eigin málum. -kaa Ólympíuskákmótið: Eystrasaltsríkjunum var haf nað „Það fór svo að kröfu Eystrasalts- ríkjanna um að skáksveitir þeirra fengju að tefla á ólympíuskákmótinu var hafnað. »Fulltrúar þeirra ganga nú um meðal talsmanna annarra skáksveita og biðja um stuðning. Þaö er bara því miður orðiö of seint. Mótið verður sett í kvöld og byrjað aö tefla á morgun,“ sagði Þráinn Guömundsson, fararstjóri íslensku skáksveitarinnar á ólympíuskák- mótinu, þegar DV ræddi við hann í gær. í gær höfðu 114 lönd skráð sveitir til leiks. Veður er hins vegar vont í Júgóslavíu, mikil þoka og dimm- viðri, og því er ekki víst að allar sveit- irnar komist tímanlega á skákstað. í gær var ákveðið hverjir tefla í íslensku sveitinni í fyrstu umferð í dag. Helgi Ólafsson verður á 1. boði, Margeir Pétursson á 2., Jón L. Áma- son á 3. og Héðinn Steingrímsson á 4. borði. Þráinn var spurður hvers vegna íslendingar styddu Campomanes til forseta, eftir allt sem gekk á þegar hann náði stólnum af Friðriki Ölafs- syni um árið. Þráinn sagði að hinir tveir sem keppa við hann væra tald- ir alveg óhæfir. Þá hefur Campoman- es tekist að vinna Matanovic, sem ætlaði að keppa við hann, á sitt band og verður hann 1. varaforseti. „Það er sá maðurinn sem við vild- um styðja. Og fyrst hann ætlar aö vinna meö Campomanesi munum við styðja það framboð," sagði Þrá- inn. -S.dór Afgreiðslutími írjáls: „Borgin ekki iengur í bamapíuleik“ Borgarstjórn Reykjavíkur sam- þykkti á fundi í fyrrakvöld með 13 samhljóða atkvæðum að gefa afgreiðslutíma verslana fijálsan. Forseti borgarstjórnar, Magnús L. Sveinsson, Sjálfstæðisflokki, og Sigurjón Pétursson, Alþýðu- bandalagi, sátu hjá. „Þetta þýðir að borgaryfirvöld eru ekki lengur í barnapíuleik með afgreiðslutima verslana heldur eru þeir sem hlut eiga að máli, kaupmenn og verslunar- fólk, látnir ráða afgreiðslutiman- um. Enda er það eðlilegt,“ segir Davið Oddsson borgarstjóri. • Samkvæmt hinni nýju sam- þykkt verður afgreiðslutíminn frjáls að því undanskildu að óheimilt er að liafa opið frá klukkan 23.30 á kvöldin til 7.00 á morgnana nema meö sérstöku leyfi. Söluturnar kunna hugsan- lega að fá leyfi fyrir nætursölu. Afgreiðslutími verslana í Reykjavík hefur i áratugi verið þrætuepli. Magnús L. Sveinsson, forseti borgarstjórnar og fram- kvæmdasúóri Verslunarmanna- félags Reykjavíkur, hefur barist gegn frjálsum verslunartíma með þeim rökum að of mikið álag yrði á verslunarfólki. „Reykvíkingar hafa svarað þess- um ströngu reglum með því -að laumast út í nágrannabæjarfélög- in til að versla. Frá áramótum verður það liðin tið,“ segir Davíö. -JGH Fæni þorskar hafaveiðsten á síðasta ári Þorskafli fyrstu 10 mánuði árs- ins var 274.522 þúsund tonn en sömu mánuði i fyrra höfðu veiðst 298.017 þúsund tonn. Samdráttur- inn nemur þvi 23.495 þúsund tonnum. Alls er áætlað að heild- arþorskafli þessa árs verði á milli 310 og 320 þúsund tonn. Þetta kemur fram í bráða- birgðatölum frá Fiskifélagi ís- lands yfir fiskveiðar fyrstu 10 mánuði ársins. Meira hefur hins vegar veiðst af ýsu en á sama tima í fyrra. Munar þar um 5000 tonnum. Fyrstu ío mánuðina veiddust 50.248 þúsund tonn en á sama tíma í fyrra höfðu veiðst 45.195 þúsund tonn en gert er ráö fyrir að heildarýsuaflinn verði á bilinu 65 til 68 þúsund tonn. Sömuleiðis hefur flskast mun meira af ufsa í ár en á sama tíma í fyrra og munar þar 16.500 tonn- um. Fram til mánaðamóta var ufsafaflinn 78.027 þúsund tonn en var á sama tíma í fyrra 61.552 þúsund tonn. Áætlað er að heild- araflinn verði 95 þúsund tonn. Af karfa höfðu fiskast 74.698 þúsund tonn fram til mánaða- móta en á sama tíma í fyrra höfðu fiskast 68.836 þúsund tonn. Það hefur því fiskast tæpum 6000 tonnum meira í ár. Áætlað er að heildarkarfaaflinn verði um 90.000 tonn. -J.Mar Steingrímur Njálsson: Dómur mildaður Hæstaréttardómur er fallinn í máli Steingríms Njálssonar. Sakadómur dæmdi Steingrim í 18 mánaða fangavist er hann tók ungan dreng inn á heimili sitt og afklæddi hann. Kona þekkti Steingrím og hljóþ'* inn á eftir barninu og náði því út. Hæstirétt- ur hefur nú mildað dóm undir- réttar. Steingrimur var dæmdur í 12 mánaða fangavist og kemur varöhaldsvist frá 17. febrúar til frádráttar. Steingrímur losnar því úr haldi í febrúar. -JH

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.