Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.1990, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.1990, Blaðsíða 22
22 LAUGARDAGUR 17. NÓVEMBER 1990. Ófriður og örlög í Sjónvarpinu: Fólk kom grát- andi til mín - segir aðalleikkona þáttanna, Jane Seymour, sem segir hlutverkið eftirminnilegt „Ég býst við að hlutverk mitt sem Natalie hafi breytt lífi mínu. Atriðin sem við lékum viö upptökur eru svo minnisstæð að þeim gleymi ég aldr- ei. Einnig voru móttökur áhorfenda í Bandaríkjunum þannig, þegar þættirnir voru sýndir, að allt gerir hlutverk mitt mjög eftirminnilegt," segir Jane Seymour, ein aðalleik- kona þáttanna, ÓtViður og örlög, sem Sjónvarpið sýnir á sunnudagskvöld- um um þessar mundir. Þriðji þáttur- inn verður sýndur annað kvöld en þeir eru alls þrjátíu. Þess má geta að þetta er síðari hluti framhaldsmynd- ar en fyrsti hlutinn, Blikur á lofti, var sýndur fyrir nokkrum árum. Þessi þáttaröð, sem er frá árinu 1989, er ein sú dýrasta sem sögur fara af, kostaði 120 milljónir Bandaríkjadala í framleiðslu. „Viðbrögð fólks voru ólýsanleg. Það kom grátandi aö mér á götum og jafnvel faðmaöi mig. Spurningin var oft þessi: „Hvernig gátuð þið vit- að hvað við upplifðum?" Það var mjög margt sem ég lærði með hlut- verkinu og ýmislegt sem ég skildi betur,“ segir Jane Seymour. „Foreldrar mínir komu til Póllands til að vera viðstaddir upptökur. Móð- ir mín sat í fangelsi í Indónesíu en sagöi okkur börnunum aldrei frá þeim grimmilegu atburðum sem þar áttu sér stað. Eg vissi það ekki fyrr en ég lék Natalie. Að hafa foreldra sína við upptökur var sérstök lífs- reynsla. Þeir ætluðu rétt að kíkja og fylgjast með í smátíma en voru frá sex á morgnana til sex á kvöldin og fylgdust með upptökum meðan á þeim stóð alla dagana. Oft á tíðum fékk minningin fr.á gömlum tíma svo á foreldra mína að þeir grétu,“ held- ur Jane áfram. Veiktist við upptökur „Ég sjálf tók hlutverkið svo alvar- lega að ég veiktist. Matarlystin var engin, ég horaöist og það endaði með því að ég fékk lungnabólgu. Eftir að kvikmyndatöku var lokið viö mynd- ina fékk ég eftirþanka og var virki- lega langt niðri. Það tók mig langan tíma að komast á fætur á nýjan leik segir hún. Jane Seymour fékk heiöursverð- laun frá Simon Wiesenthal-stofnun- inni eftir leik sinn í Ófriður og örlög. Einnig hefur hún unnið fyrir gyð- ingasamtök. Þessi tæplega fertuga leikkona, sem byrjaði feril sinn sem ein af James-Bond stúlkum, hefur náð mjög langt á framabrautinni. „Ég hef verið heppin að fá að leika margar skemmtilegar konur,“ segir Jane sem heitir réttu nafni Joyce Frankenberg. „Ég er hrifin af konum sem hafa verið sterkar og barist fyrir sínu hlutskipti. Þó er ég hrifnust af þeim konum sem upplifðu stríðið enda vel ég hlutverk sem fá fólk til að hugsa og hrífast með. Þegar ég var ung stúlka hafði ég mestan áhuga á ballett en sextán ára ákvaö ég að verða leikkona. Fyrsta hlutverk mitt var í mynd Richard Attenboroughs, Oh, What á Lovely War, sem leiddi af sér lítið hlutverk í myndinni, One Dinlinjen. Þar á eft- ir kom James Bond mynd. Sú mynd gaf mér stórt tækifæri en um leiö fékk ég ákveðinn stimpil á mig þann- ig að í mörg ár fékk ég einungis hlut- verk sem kynbomba," segir Jane Jane Seymour fer með eitt aöalhlutverkið I Ófriður og örlög. Hún segir að hlutverkiö hafi verið erfitt og tekið mikið á hana. Seymour. „Þetta hefur sem betur fer breyst og ég hef verið í alvarlegum hlutverkum undanfarin ár.“ Lék Wallis Simpson Jane Seymour lékk Wallis Simpson í „Konan sem hann elskaöi" og einn- ig Mariu Callas Onassis sem hún fékk Emmyverðlaun fyrir. Eftir að hún lék Natalie í Ófiður og örlög fékk hún hlutverk sem Maria Anontoi- nette í „Franska byltingin“. „í þeim þáttum fengu börnin mín, Sean, íjögra ára, og Katie, sjö ára, lítil hlut- verk. Þegar ég er á ferðalögum tek ég þau alltaf meö mér,“ segir leik- konan. „Ég veit að ég er fræg kona en reyni alltaf að standa á jörðinni. Ég á önn- ur áhugmál en vinnuna og hef gaman af að umgangast fólk í öðrum störf- um. í Hollywood er ég eins lítið og Úr sjónvarpsmyndaflokknum Ófriður og örlög, frændinn Aaron, Byron, Natalie og sonurinn. mér er unnt. í rauninni er ég samt allt of lítið heima hjá okkur í Bath á Englandi. En á hverju sumri reyni ég aö fá gott frí svo öll fjölskyldan geti verið saman. Hér í Bath slappa ég nefnilega vel af og safna kröftum fyrir næsta verkefni." Eiginmaður Jane Seymour er David Flynn. „Viö kunnum best við okkur hér í Bath en húsið okkar í Kaliforníu notum við einungis þegar ég er að leika þar. Þar njótum við strandarinnar, förum í reiðtúra og þess háttar. Einnig eigum við íbúð í París en þar búum við einungis þegar það hentar," heldur leikkonan áfram. Upptökur í tíu löndum Ófriður og örlög er ekki einungis dýrasti myndaflokkur sem fram- leiddur hefur veriö. Hann var lengi í vinnslu og upptökur fóru fram í tíu löndum, Frakklandi, Ítalíu, Austur- ríki, Júgóslavíu, Sviss, V-Þýskalandi, Englandi, Póllandi, Kanada, Banda- ríkjunum og á Hawaii. Síðari hluti myndaflokksins er í þrjátíu hlutum og byggður, eins og sá fyrri, á bókum Hermans Wouks „Winds of War“ og „War and Remembrance“ sem einnig gerði kvikmyndahandritið. Höfund- ur gerði miklar kröfur til þess aö sögulegir atburðir væru færðir í rétt- an stíl. Höfundurinn, Herman Wouk, gaf út fyrri bók sína árið 1971. Hann byrjaði að skrifa bókina árið 1962 og hún segir frá hans eigin upplifun við ameríska flotann í byrjun heims- styrjaldarinnar. Wouk fór í ferðalög til Evrópu, Sovétrikjanna og ísrael á þeim tíma sem hann skrifaði bæk- urnar til að hafa allt nákvæmlega staösett. Bókin er vel unnin enda vel launuð af aödáendum um allan heim. Bókin varð metsölubók og svo var einnig um síðari bókina sem kom út árið 1978. Hún fjallar um fjölskyldu Henrys frá því að Bandaríkin drag- ast inn i heimsstyrjöldina áriö 1941 fram til ágústloka ársins 1945. Það þótti nokkuð djarft aö reyna að koma bókunum í sjónvarpsþætti en upp- tökur á þeim hófust í Frakklandi 6. janúar 1986. Ástir og örlög Sagt er að seinni myndaflokkurinn Ófriöur og örlög sé ekki síðri en fyrri - jafnvel betri. Reynt var að koma því svo fyrir að allar upptökur færu fram á réttum stööum. Fyrri myndaflokkurinn endaði þar sem Bandaríkjamenn sprengdu Pe- arl Harbor og þar byrjar sá síðari. í fyrri myndcdlokknum gerðust hlut- irnir hratt í kringum íjölskyldu Henrys, eiginkonu hans Rhodu og þrjú uppkomin börn þeirra. Pug verður áríöandi milligöngumaður Hvíta hússins þar sem hann er stað- settur í Berlín og ráðgefandi fyrir Roosevelt forseta. Hann hittir meðal annarra Mussolini, Göring og Churc- hill og auk þess hittir hann marga þekkta menn sem uppi voru á þess- um tíma. Sonur Pugs, Byron, starfar á ítalíu fyrir amerísk/gyðingættaðan rithöf- und, Aaron Jastrow. Systurdóttir hans og aðstoðarmaður Natalie er í

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.