Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.1990, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.1990, Blaðsíða 9
LAUGARDAGUR 17. NÓVEMBER 1990. Vísnaþáttur Stóðu öll vopn á von- ummanns Fátæktin hefur oröiö mörgum manninum trafali á lífsleiöinni og komið í veg fyrir aö meðfæddir hæfileikar næöu þroska. En ég er ekki frá því aö of miklar eignir geti haft svipaðar afleiöingar því miklar eignir krefjast mikilla um- svifa. Ég hef stundum hugleitt þaö hvers viröi ríkur maöur væri ef hann missti allar eigur sínar. í mörgum tilvikum væri harla lítiö eftir ef vel væri aö gáö. Aö umbún- aöi leiðis í kirkjugarði og minning- argreinum í dagblööum slepptum er spuming hvor meira hefur borið úr býtum, sá ríki eða hinn fátæki. „Hugur einn þaö veit“ og svari hver fyrir sig. Bjarni Jónsson frá Gröf lýsir skoðun sinni á lífinu þannig: Áfram tifar tímans kvöm, tekst henni margt að gera. Framhaldssaga fyrir börn finnst mér lífið vera. Fátækt og jafnvel örbirgö hafa oft og tíðum látiö meira eftir sig en mikill auður, vel gerð staka lifir lengur en nokkurt mannvirki. Benjamín Hjálmarsson (af sumum talinn sonur Hjálmars frá Bólu, móðir hans dó að honum nýfædd- um), bóndi í Lambanesi í Saurbæ, kvaö: Klæöi og fóður guð mér gaf, greitt nam lifiö teygja. En fóður og móöur átti ég af ekki neitt að segja. Þaö hafa fleiri en Bólu-Hjálmar átt erfitt uppdráttar í Akrahreppi í Skagafirði. Gísh Gíslason í Hjalta- staðahvammi þar í sveit kvaö: Man ég söng og kvæðaklið, kastaði á öngvan byrði. En ég hef löngum unaö við alltof þröng skilyröi. Ég man þá foröum sótti sjó, sjaldan skorti þorið. En hlut frá boröi hef ég þó heldur skarðan borið. Jón Kr. Lárusson, skipstjóri frá Amarbæli á Fellsströnd, lýsir amstri dægranna á eftirfarandi hátt: Gekk mér illa aö ganga í takt, gein oft við mér svaðið. Lífsins hörðu hundavakt hefi ég lengi staðið. Ef dæma skal eftir stöku Árna Óla blaðamanns hefur líf hans ekki alltaf verið leikur: Stóðu öll vopn á vonum manns, vóðu að svipir fomir. Glóðum elds að höfði hans hlóðu refsinornir. Og þó eftir sé leitað koma bænir á stundum fyrir lítið. Jóhann M. Kristjánsson, bóndi á Lágafelli í Miklaholtshreppi: Ég bað um frelsi og farsæld háa. Tjóðurhæl hlaut ég við teiginn lága. Árangurinn verður þá ef til vill eitthvað í þá veru sem Eiríkur Páls- son á Uppsölum í Eyjafirði lýsir svo: Flest í veröld amar að og ýmsa grætir, - færra er hitt sem böhð bætir. Steinbjörn Jónsson frá Háafelli hefur svipaða sögu að segja: Vísnaþáttiir Torfi Jónsson Vonin mín hún fór á fjöll, fennti og dó í giljum. Gleðin, hún varð úti öll í lífshríðarbyljum. Steingrímur Davíðsson, skólastjóri á Blönduósi: Tapist auður, tel ég lítilsvert, tapist vinir, þá er margt til baga. Dvíni traustiö, bölið verður bert, bresti heiður, þin er glötuð saga. Jóhann Garðar Jóhannsson, tré- smiður í Reykjavík, orti: Mjög óþjálan strýk ég streng, starfi brjálast virkur. Afar hála götu geng gegnum sálarmyrkur. Bjöm Sveinbjörnsson svaraði: Sálarmyrkur gegnum gekk, glataði styrk og hætti aö rata. Fór að yrkja en aldrei fékk aftur virkilegan bata. Sé málefnið gott sem barist er fyrir verður ósigurinn bærilegri en ella. Þorsteinn Gíslason, ritstjóri og skáld: Síðast glaðir sigla í strand, sama er hvað þeir gjörðu, þeir sem aðeins áttu land, elskuöu það og vörðu. Lífsreynslan er margvísleg eins og kemur fram í vísu Friðjóns Jónas- sonar, bónda á Sílalæk í Aðaldal: Lífs á vegi er soltið, saðst, saman dregið, glatað, elskað, hlegið, grátið, glaðst, gefið, þegið, hatað. En hann bætir við: Þó að margt mig gleddi gest, gifta mín því réði, að hjartanu ornað hefur best heimafengin gleði. Hér mætti trúlega segja amen eftir efninu. En væri ekki ráð að taka Sigurð Sigurðsson, sýslumann á Sauðárkróki, sem gott fordæmi er hann kveður? Að þreyta skeiðið oss er ætlað hér, þar enginn veit hvert næsta fót- mál ber, en líti ég eld sem logar bjart og glatt, ég ljúfrar stundar nýt og orna mér. Torfi Jónsson n FÉLAGSMÁLASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Síðumúla 39- 108 Reykjavík - sími 678500 STARFSMAÐUR Starfsmann vantar í eldhús í félags- og þjónustumiö- stöð aldraðra að Norðurbrún 1. Ráðningartími frá 1. desember. Um er að ræða 100% starf. Uppl. gefur forstöðumaður á staðnum eða í síma 686960. Um- sóknarfrestur er til 23. nóv. Umsóknum skal skila til Félagsmálastofnunar Reykjavíkurborgar, Síðumúla 39, á umsóknareyðu- blöðum sem þar fást. Vöndubu barnaskórnir frá^77 Teg. 8166 Stærö: 27 - 33, kr. 3350,- Stærö: 34 - 36, kr. 3550,- Litir: Svart lakk / Hvítt leöur Teg. 8185 Stærð: 24 - 30, kr. 3650,- Stærö: 31 -38, kr. 3850,- Litir: Svart leður Teg. 8436 Stærð: 25 - 33, kr. 3350,- Stærö: 34 - 38, kr. 3550,- Litir: Svart lakk / Hvítt leöur Teg. 7495 Stærö: 27 - 30, kr. 3450,- Stasrö: 31 -34, kr. 3770,- Litir: Svart lakk komnir í miklu úrvali Póstsendum Teg. 8148 Stærö: 20-27, kr. 2980,- Litir: Svart lakk / Hvítt lakk Hvítt leður SKOVERSLUN KOPAVOGS Hamraborg 3, sími 4 17 54 auknecht ÞYSK GÆÐATÆKIA G0ÐU VERÐI KÆUSKÁPAR FRYSTISKÁPAR 0G MARGT FLEIRA ELDAVÉLAR 0G 0FNAR UPPÞVOTTAVÉLAR ÞV0TTAVÉLAR ÞURRKARAR WfrMHHh KAUPFÉLÖGIN UM LAND ALLT SAMBANDSINS HÓLTAGÖRÐUM SÍMI 68 55 50 VIÐ MIKLAGARÐ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.