Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.1990, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.1990, Blaðsíða 15
LAUGARDAGUR 17. NÓVEMBER 1990. 15 Ég sá í þingtíðindum að búið er að leggia fram frumvarp til laga um umboðsmann barna. Þetta mun ekki vera í fyrsta skipti sem tillög- ur hér að lútandi eru lagðar fram en að þessu sinni hefur frumvarpið vakið mig til umhugsunar um stööu barna og unglinga og þá sér- kennilegu hugmynd að sérstakur umboðsmaður taki að sér að gæta hagsmuna þeirra. Maður hefur sosum velt því fyrir sér hver sé hugarheimur barna. Hvers konar veröld blasir við þeim, hvers konar líf er þeim búið? Mað- ur hefur verið barn sjálfur og man óljóst eftir uppeldi og æsku og treg- ar stundum það sakleysi og skírlífi sem var þessum árum samfara. Lífiö var leikur og ekki alltaf mikil hugsun ef í áhyggjum er talið. En af þessu óvænta tilefni frumvarps- ins hef ég verið að reyna að riíja upp hvort þjóðfélagið hefði getað veriö betra við mig eða hvort ég hefði þurft á umboðsmanni að halda til að gæta hagsmuna minna gagnvart hinum fullorðnu. Var ég kannski leikinn grátt? Fór ég ein- hvers á mis? Get ég hugsanlega lagt fram skaðabótakröfur gagn- vart ríki og borg eða jafnvel for- eldrum mínum fyrir miska og óréttlæti og glötuð tækifæri? Uppspretta ævintýra Ekki man ég eftir öðru en ástúð og umhyggju, góðum skóla og kröfulausum árum. Maður var ánægður með sitt og bæði þjóð- félagið og forráðamennirnir héldu í höndina á manni svo lengi sem það var hægt. Leiddu mann til þroska. Það væri þá helst að maður hefði sjálfur misnotað aðstöðu sína og barnaskap með óknyttum og prakkarastrikum sem reyndu á þolinmæði hinna fullorðnu. Sveikst um að lesa heimafogin, gerði nágrönnunum skráveifu og bauð hættum fjörunnar og götunn- ar byrginn. Stalst til að róa á bát- kænum út fyrir skerjagarðinn, hékk aftan í bílum og drullaði sig út í forarvilpunum löngu áður en þvottavélamar gerðu heimihshald- ið léttara. Það datt engum krakka í hug að efna til mótmæla út af ófullkomn- um leikvöllum, né heldur að stilla sér upp með kröfuspjöld og krefjast dagheimila. En þá voru heldur ekki lyklabörnin komin til sögunnar og þá var vinnumarkaður eigin- kvenna heima í eldhúsi. Mamma var heima, dymar stóðu opnar og skjólið var tif staðar. Börnin höfðu athvarf. Böm þeirra daga voru frjáls eins og fuglamir, fundu ekki til stéttaskiptingar og létu hverjum degi nægja sína þjáningu í auðlegð þeirrar fábreytni sem gerviþarfirn- ar og nútíminn hafa smám saman eyðilagt. Fábreytnin var í því fólgin að þá var ekkert sjónvarp og þá voru engin myndbönd. Þá voru ekki sjoppur og þá vom ekki skíðaferð- ir, utanferðir eða bílferðir daglegt brauð æskunnar. Fábreytnin var fólgin í ósnortnum leikvelli tún- anna og fjörunnar og náttúrunnar frá hendi skaparans. Þessi fá- breytni var endalaus uppspretta leikja og ævintýra vegna þess að æskan var laus við að láta mata sig úr sjónvarpi eða dekra sig í útlönd- um. Vettvangur lífsins var í túninu heima. Eftirmyndirnar Tímarnir breytast og nýjar kyn- slóðir eru komnar til sögunnar, ný börn, ný æska sem vex úr grasi við aðrar aðstæður og annars konar heim. En skyldu kröfurnar hafa breyst eða hugarheimur þeirra vera öðruvísi sem fóru á mis við ævintýrin mín? Hvað er það sem rekur ábyrga og ágæta alþingis- menn til að bera fram framvarp um umboðsmann barna? Víst skal ég játa að bemskan er að fjarlægj- ast og gleymast og víst er það rétt að allir þeir sem fullorönir eru og hafa þó áður verið börn kunna minnstu skilin á högum barna. Það er eins og fólk týni fyrst og fremst sinni eigin lífsreynslu. Verði við- skila við ungdóminn um leið og það hefur tækifæri til. Fátt er erfiðara fullorðnum manni en að setja sig í spor barnsins eða unglingsins og allar eru skammirnar og fortölurn- ar sprottnar af þeirri heimsku að hafa gleymt því hvernig maður var sjálfur. Við gleymum þeim freistingum sem við féllum fyrir, við þorum ekki að kannast við eftirmyndir okkar, við hneykslumst yfir þeim syndum sem við drýgðum eitt sinn sjálf. Við viljum öll að börnin verði eins og við vorum ekki. Eða þá að við viljum að börnin verði eins og við viljum hafa þau. Af því stafa árekstramir. Sökin er ekki síður okkar en bamanna. Ef barnið geldur fyrir lakara málfar eða lestrarerfiðleika þá er það okkur að kenna. Ef ungl- ingurinn fer á glapstigu reiðileysis og öryggisleysis þá er við okkur að sakast. Þá erum við búin að svipta hann frelsinu og kippa frá honum skjóhnu sem hafa verið forréttindi æskunnar. Frelsið fær hann í vöggugjöf, skjólið fær hann frá heimilinu, þroska sinn fær hann af umhverfi sínu og uppeldi. Ef hér bjátar eitthvaö á þá getur enginn umboðsmaður lagfært gallana, hvað þá tilskipun frá Alþingi. Vandinn á sér miklu dýpri rætur. Hugsandi einstaklingar Mér býður í grun að unglingur- inn horfi stundum forviða á heim hinna fullorðnu. Á æðibunugang- inn, írafárið, kapphlaupið við lífs- þægindin og spyrji hvers konar framtíð sé honum búin. Er ekki aðskilnaður æsku og elli, ungdóms og manndóms, fólginn í því að hin- ir fullorðnu vanrækja uppeldis- hlutverk sitt? Hlaða undir sjálfa sig í stað þess að sinna börnunum. Gleypa gerviþarfirnar en gleyma undirstöðunum. í greinargerð með fyrrnefndu frumvarpi segir meðal annars: „Böm eru einfaldlega ekki tekin alvarlega sem lifandi og hugsandi einstaklingar. Og það er þungur dómur yfir jafnréttinu í þessu landi ef rétt er að sextíu og sjö þúsund og fimm hundruð einstaklingar eða rúmur fjórðungur landsmanna búi við svo fullkomið virðingarleysi hinna fullorðnu fyrir lífi þeirra og starfi." Já, það er rétt að bömin eru ekki tekin alvarlega eða þá hitt að það er ekki á þau hlustað. Þau lifa í sínum eigin heimi og eru sennilega jafnókunnug okkar heimi eins og við erum ókunnug þeirra. Kyn- slóðabilið hefur sagt til sín. En þessi aðskilnaður þarf ekki alltaf að vera til ills eöa börnunum til tjóns. Þau sjá veröldina með sínum eigin augum og eru jafnvel gleggri á brestina og kómedíuna í alvör- unni. Þau eru að minnsta kosti ekki skemmd eða spillt af langri lífsreynslu. Lítil heimsmynd Mér barst í hendur fyrir nokkr- um dögum lítil bók eftir tvo stráka, 14 ára og 16 ára að aldri. Ljóð og sögur sem þeir kalla sauömeinlaust þykkildi. Þessir strákar þurfa ekki á umboðsmanni að halda. Þeir hafa ekki verið bornir ofurliði af tilskip- unum fullorðna fólksins. Bókin er ekkert menningarafrek og gefur sig ekki út fyrir það. En hún er full af skopskyni og nýjum sjónar- hornum: lítil heimsmynd tveggja bræðra sem hafa verið að skoða sig um í heimi hinna fullorðnu. Hvað til dæmis um þetta skot: „Vinur! Ertu á launum hjá ríkinu eða varstu bara svona fátækur upp á eigin spýtur?" Eða þetta: „Eitthvað, ástin ásækir mig í gegnum merg og bein. Ég flýt áfram eftir fljótT óvissunnar. Hvað er að? Skyldi ég hafa gleymt að borga afnotagjöldin?" Fyrri sneiðina skilja flestir en sú seinni er skilaboð til fullorðna fólksins, lýsing á hugarástandi fjöl- skyldufóðurins sem lifir í nagandi óvissu og streitu og hefur mestar áhyggjurnar af afnotagjöldum sjónvarpsins eða öðrum skyldu- greiðslum. Eltingaleikurinn viö skuldirnar, hræðslan við að tapa af gerviþörfunum. Þetta er heimur fullorðna fólksins í augum ung- dómsins. Skyldi ekki frekar þurfa umboðsmann fyrir þetta fólk? Umhverfi æskunnar hefur breyst. Hún lifir öðruvísi lífi en æskan á undan henni. Það má sjálf- sagt finna að mörgu sem henni er boðið upp á og það er rétt sem sagt er í greinargerðinni að börn era einfaldlega ekki tekin alvarlega sem lifandi og hugsandi einstakl- ingar. En lifandi eru þau og hugs- andi eru þau, eins og þykkildið hér aö framan ber vott um. Syndaregistrið Börn eru sjálfstæðar verur og eiga auðvitað sitt tilkall til réttinda og aðstöðu. Kennsla, aðbúnaður, dagvist á barnaheimilum, leik- svæði, uppeldi, sjónvarpsefni, skil- yrði til uppvaxtar og vernd gegn ofbeldi eru allt hagsmunamál barna. Þaö væri hins vegar aftur- hvarf til fortíðar að safna þessum réttindamálum saman undir einn hatt og skipa sérstakan umboðs- mann til þeirrar hagsmunagæslu. Hvað með okkur hin sem berum ábyrgð á börnum, eigum þau og ölum þau upp? Hverjar eru okkar skyldur? Á umboösmaðurinn að vera með nefið niöri í barnavernd- inni, hafa viðtalstíma fyrir van- nærð börn eða hafa yfirumsjón með unglingum á gelgjuskeiðinu? Hvar endaði það vandræðaregist- ur? Það rúmaðist að minnsta kosti ekki inni á einni biðstofu! Þjóöfélagið getur ekki hlaupið frá ábyrgð sinni meö þvi að kasta öll- ■um sínum syndum á bak við sig og umboðsmanninn. Börnin leita ekki athvarfs hjá hinu opinbera. Þau eru ekki aðskilinn hópur í samfélaginu. Börn og unglingar njóta ekki jafnréttis þótt einhver segi það í þingsályktunartillögu eða lagafrumvarpi að þau eigi aö njóta jafnréttis. Foreldrar, full- orðnir og almenningur í heild standa börnunum nær heldur en eitthvert ópersónulegt embætti hjá hinu opinbera. Það er í rauninni sá eini tilgangur í lífinu að búa börnum framtiðarinnar sómasam- legt umhverfi. Við ýtum þeirri skyldu ekki út af borðinu. Og allra síst Alþingi sem hefur það hlutverk að setja lög og samþykkja fiárveit- ingar sem taka tillit til barna. Hins vegar veltir maður því fyrir sér hvort foreldrar hafi gefist upp. Hvort trúin á mátt stofnana sé móðurástinni yfirsterkari. Getur það virkilega verið svo að alþingis- menn telji hagsmunum barnanna betur borgið í höndum yfirvald- anna í stað foreldranna? Þarf rílds- valdið að vera allsherjarverndari og almáttugt i jafnsjálfsögðu máli eins og barnavemd? Hvernig væri að spyrja ungling- inn á heimilinu eða bamið í ein- lægni um svör við þeim spurning- um? Hvernig væri að kynslóðirnar færu að tala saman? Ellert B. Schram

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.