Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.1990, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.1990, Blaðsíða 33
LAUSARDAGUR-17. NÓVEMBER1990. ! 45 Handbolti unglinga Legómótið FH vann í tveimur flokkum Legómót handknattleiksdeildar UMFA var haldið fyrir yngstu flokk- ana fyrir stuttu. Leikið var í 5. og 6. flokki karla og 3. 4. og 5. flokki kvenna. FH vannáinn- byrðis viðureign í 5. flokki karla stóö baráttan á milli FH og Gróttu en einnig bland- aði UBK sér í baráttuna um efstu sætin. FH og Grótta urðu jöfn í fyrsta og öðru sæti en bæði liðin unnu íjóra leiki. FH hlaut þó sigurlaunin þar sem innbyrðis viðureign þessara liöa endaði með sigri FH, 54 en varnar- leikurinn var í hávegum hafður í þeim leik. UBK náði bronsverðlaunum með því að vinna þrjá af leikjum sínum. Valsmenn komu næstir með fjögur stig og ÍA og UMFA ráku lestina með tvö stig hvort félag. ÍAvann keppni B-liða ÍA hafði mikla yfirburði i keppni B-hða og fékk liðiö aðeins á sig þrjú mörk í fjórum leikjum sem liðið vann. Valur varö í öðru sæti, tapaði fyrir ÍA, gerði jafntefli við UMFA en vann aðra leiki sína. UMFA varð í þriðja sæti, Breiða- blik kom næst en Fylkir rak lestina. r Grótta varð í 2. sæti Legómóts 5. flokks karla en Gróttuliðið tapaði úrslitaleik mótsins gegn FH, 3-5. Valsstrákarn' ir sem hér fá á sig eitt mark í leiknum gegn Gróttu enduðu i fjórða sæti, tveimur stigum á eftir UBK. Valsstúlkurnar í 3. flokki kvenna lentu í 2. sæti á Legómótinu. Hér er ein þeirra í harðri rimmu. Umsjón: Heimir Ríkarösson og Lárus H. Lárusson Fylkir tapaði ekki leik Fylkir vann alla leiki sína í 6. flokki karla og haíði markatöluna 23-5 eftir flmm leiki. Iæikur Fylkis og Gróttu endaði með sigri Fylkis, 7-2-en aðrir andstæðingar náöu mest að skora eitt mark framhjá sterkri vörn Fylk- is. Valur kom næst Fylki en eini tap- leikur þeirra aö þessu sinni var gegn sigurliðinu. ÍA varð í þriðja sæti með sex stig, síðan kom UMFA með flögur stig. í tveimur neðstu sætunum uröu Uð Gróttu og UBK en Grótta náði að tryggja sér flmmta sætið með því að bera sigurorð af UBK, 5-3 sem ekki vann leik að þessu sinni. FH vann með yfirburðum Sterkt hð FH í 3. flokki kvenna átti ekki í neinum vandræðum með að vinna andstæðinga sína í Legómót- inu að þessu sinni. FH-ingar unnu alla sína leiki og úrslitaleikinn gegn Vai unnu FH-stúlkurnar, 7-5. Valsliðið, sem að miklu leyti er skipað leikmönnum úr 4. flokki, varð í 2. sæti með þrjú stig en ÍA sem að- eins vann UMFA endaði í þriðja sæti. Neðst í keppninni varð lið UMFA sem vann ekki leik að þessu sinni en gerði jafntefli við Val, 6-6. Valur vann í 4. flokki Valur vann alla leiki sína í 4. flokki kvenna og úrslitaleikinn gegn Gróttu unnu þær, 8-7, og mátti ekki á milli sjá hvort liðiö væri sterkara. Grótta varð í öðru sæti, tapaði aðeins leikn- um gegn Val. FH varð í þriðja sæti með sex stig, síðan komu Hauka- stúlkumar í flórða sæti með flögur stig. UMFA vann botnslaginn gegn ÍR, 54 og unnu ÍR-ingar því ekki leik að þessu sinni. Lítið skoraö í úrslita- leik 5. flokks kvenna Úrslitaleikur 5. flokks kvenna var á mhli FH og Gróttu og endaði hann með minnsta mögulegum marka- ' mun, 2-1. Grótta vann því alla sína leiki en FH tapaði aðeins þessum eina leik. Valur varð í þriðja sæti með því að sigra UMFA, 2-0, sem endaði í flórða og síðasta sæti móts- ins. Fram vann í R Um síðustu helgi var leikið í 2. flokki karla og var leikið í Selja- skóla. Tveir leildr voru á dagskrá, þ.e. Fram gegn ÍR og Víkingar gegn Val. Leikur Fram og ÍR var jafn og spennandi mestan hluta leiksins, en það var greinilegt að þreyta sat í leik- mönnum Fram sem flestir voru að spila erflðan 1. deildarleik daginn áður. Fram hafði jafnan yfirhöndina og í leikhléi var staðan, 10-9, en loka- tölur leiksins urðu, 20-17, Fram í vil. Markahæstir í hðinu voru þeir Karl Karlsson með 6 mörk og Páll Þór- ólfsson með 5 mörk. ÍR liðið kom of seint í leikinn og var illa undir hann búið. Barátta er þeirra helsta vopn en varla er hægt að telja þá hklega til afreka. Marka- hæstur ÍR-inga var Gunnar Gunri- arsson með 5 mörk og þeir Njörður Árnason og Grétar Grétarsson með 3 mörk hvor. Valsarar mættu ekki til leiks og verður það að teljast hryggilegt fyrir þetta annars mjög sterka hð. Þeir eiga þó enn séns því ef þeir vinna bæði KR og Fram standa þeir uppi sem sigurvegarar. Það er alltaf sorglegt þegar leik- menn verða fyrir tjóni af völdum mistaka hjá stjórn eða framkvæmda- stjóra eins og í þessu tilfelli. I slandsmótið um helgina Leikið verður á íslandsmótiriu í þriðja flokki karla og kvenna og fimmta flokki karla nú um helgina. í þriðja flokki karla fer fyrsta deild- in fram í Seljaskóla, önnur deildin verður á Akureyri, þriðja deildin verður í Reykjavík og flórða deild A-riðill verður í Sandgerði og B- riðih er á Húsavík.. I þriðja flokki kvenna verður fyrsta deildin í Vestmannaeyjum, önnur deildin er í Grindavík, þriðja deildin verður á Akranesi. í flmmta flokki karla veröur fyrsta deildin í Kaplakrika í Hafnarfirði, önnur deildin verður spiluð í Voga- skóla, þriðja deildin í Hveragerði og sú flórða í Vogaskóla. Víkingar meistarar Víkingar tryggðu sér um helgina Reykjavíkurmeist- aratitilinn í 2. flokki kvenna með jafntefli gegn hði KR. Barátta KR-inga Það var ljóst í byrjun að KR-ingar ætluðu að selja sig dýrt í þessum leik enda til mikils að vinna. KR hafði yfir mestan part leiksins og oft 2-3 mörk, en seigla Vík- inga 1 lok leiksins sýndi að þær verðskulduðu meist- aratignina réttilega. Það eru því Víkingsstúlk- unar sem standa uppi sem sigurvegarar, Fram í öðru sæti og KR rekur lestina í því þriðja. Mynd af Reykjavíkur- meisturum Víkings verða birtar með öðrum meistara- myndum. Víkingar urðu Reykjavikurmeistarar í 2. flokki kvenna er lið þeirra gerði jafn- tefli við KR, 13-13 og tryggðu þessi urslit Fram annað sætið en KR varð aö gera sér þriðja sætið að góðu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.