Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.1990, Blaðsíða 35

Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.1990, Blaðsíða 35
LAUGARDAGUR 17. NÓVEMBER 1990. 47 Lífestm Mynd þessi er tekin á Aberdour golfvellinum sem er rétt utan við Edinborg. Mekka golfsins. Klúbbhúsið i St. Andrews. Skógarvellir i Skotlandi bjóða upp á meira landslag heldur en sjávar- vellir. Mynd þessi er tekin á Gleneagles. Þegar Skotar segja sjálflr að landið þeirra sé heimili golfsins getur enginn efast um sannleiks- gildi þeirra orða. Það er ekki bara að í Skotlandi varð golfið fyrst að alvöruíþrótt heldur eru þar margir af þekktustu golfvöllum í heimin- um. í Skotlandi eru 420 átján holu golfvellir sem er ótrúlega mikið þegar höfð er í huga stærð lands- ins. Sjálfsagt er það aðeins á Flórída þar sem eru fleiri golfvellir ef reiknaðir eru golfvellir á hvern kílómetra. íslenskir golfleikarar fara nokk- uð til Skotlands, sérstaklega á vor- in, enda stutt að fara, en það ætti aö vera jafnmikið um að kylflngar færu til að leika golf í Skotlandi á haustin. Þá eru vellirnir enn í full- um skrúða. Það sem helst fælir landann frá því að leika golf í Skotlandi er hræðslan við að lenda í slæmu veðri. Og víst er að 'veðrið í Skot- landi er eins og hjá okkur, mjög duttlungafullt á vorin og haustin. Sjálfur hefur undirritaður farið í eina aprílferð til Skotlands til að leika golf og var þá mjög heppinn með veður. Þótt vellirnir séu ekki komnir í besta ásigkomulag á vorin þá er yfirleitt ekki hægt að kvarta yfir þeim. Það tekur aðeins rúmlega einn og hálfan klukkutíma að fljúga til Glasgow og þá um leið er maður kominn í golfparadís. Eins og áöur sagði nýta íslenskir golfleikarar sér nánast aðeins á vorin að „skreppa" til Skotlands og koma sér í æfingu. Aftur á móti ættu ferðaskrifstofur sem undirbúa golfferðir og ein- staklingar sem ætla sér í golf í okt- óber að athuga nánar Skotland. Veðrið í Skotlandi í október er yfir- leitt mjög gott og milt á okkar mælikvarða. Skotar segja sjálfir að október sé einn þeirra besti golf- mánuður. í október eru vellirnir enn í fullkomnu ásigkomulagi. Það getur verið vindasamt á haustin en í heild er golfveður eins og það ger- ist best við aðstæður sem íslend- ingar eru vanir. Undirritaður varö þess aönjót- andi að skreppa í stutta ferð til Skotlands um miðjan október og leika golf í tvo daga. Hitinn var 15-20 stig. Fyrri daginn var að vísu mikill vindur, en síðari daginn voru aðstæður fullkomnar, rakt loft, logn og engin sól. Algengustu golfferðir íslenskra kylfmga á haustin eru suður á bóg- inn til Spánar og Portúgal, eða þá vestur til Flórída. Það er skiljanlegt fyrir þá sem vilja sól og sumaryl að bregða sér á þessa staði en eins og allir sem þekkja til suður frá er orðið of dýrt að leika golf á Spáni og í Portúgal. Ekki er eins dýrt að leika golf í Flórída en á móti kemur að ferðir eru dýrar. Þeir sem ætla aftur á móti ein- göngu að leika golf spara mikið með því að fara í staðinn til Skot- lands. Þar er ódýrt að leika golf og bónus er að þar eru golfvellir sem alla kylflnga dreymir um að leika á. Að vísu verður að hafa fyrirvara á og panta tíma ef leika skal golf á völlum eins og SL Andrews, Glene- agles, Troon og Muirfield, svo ein- hverjir af þeim frægustu séu nefnd- ir. í Skotlandi varð golfið til Golf hefur verið leikið í Skotlandi í margar aldir. Skráðar heimildir eru til um að afbrigði af golfi hafi verið leikið á miðöldum. 1457 bann- aði James II konungur hermönn- um sínum að leika golf og lagði til að þeir æfðu skylmingar í staðinn. Allt frá þessari skráðu heimild eru til heimildir um að kóngafólk í Skotlandi hafi leikið golf í frístund- um sínum. Almenningur var einnig fljótur að taka við sér og voru notuð alls- konar sköft og í raun allir hlutir sem komið gætu að notum til að. koma litlu kúlunni í holuna. Leik- urinn þróast síðan í líkingu við það sem hann er í dag og golfvellir verða smátt og smátt til. Þegar talað er um sögu golfsins er St. Andrews í Skotlandi sá stað- ur sem óriúfanlega er tengdur sögu golfsins. í St. Andrews verður til . golfklúbburinn The Royal and An- cient Golf Club, stofnaður 14. maí 1754 af tuttugu og tveimur mönn- um sem spiluðu þar golf. Enn þann dag í dag eru reglur golfsins yfir- farnar í þessum klúbbi árlega og ef breytingar skal gera á reglunum þá er það ákveðið í St. Andrews. Þótt golfvellir séu fleiri en einn í St. Andrews, þá er það „Gamli völl- urinn“ sem fólk á við þegar talað er um staðinn. Á nútíma mæli- kvarða er „Gamli völlurinn" ekk- ert sérstaklega spennandi golfvöll- ur. Fallegur er hann ekki og virðist í fyrstu ekkert sérstaklega erfiður, en hann leynir á sér, eins og þeir vita sem leikið hafa völlinn. „Gamli völlurinn" er þannig byggður að farið er nánast beint áfram fyrstu níu holurnar og snúið við og haldið heim síðari níu hol- urnar. Þessi leið §r ástæðan fyrir því að á öllum skorkortum hvar sem er i heiminum stendur „út“ þegar fyrri níu holurnar eru leikn- ar og „inn“ þegar seinni níu hol- urnar eru leiknar. Þetta er aðeins eitt dæmi um þau miklu áhrif sem St. Andrews hefur haft á golfíþrótt- ina og engan skal undra þótt þessi staður sé kallaður „Mekka golfs- ins“. Golfvellir í Skotlandi Golfvöllum í Skótlandi er hægt að skipta í tvennt, svokallaðir Links-vellir sem eru við ströndina og við íslendingar köllum oftast sjávarvelli, en orðið Links þýðir í ströngustu merkingu golfvöllur. Allir elstu golfvellir í Skotlandi eru Links-vellir og opna breska meist- araramótið er ávallt haldið á slík- um velli, til skiptis í Skotlandi og Englandi. Þekktastur Links-valla er að sjálfsögðu St. Andrews, en aðrir þekktir sem ekki er hægt að ganga fram hjá þegar fjallaö er um Links- velli eru Troon, Muirfield, Carno- ustie og Turnberry. Hin gerðin af golfvöllum í Skot- landi eru innlandsvellir sem eru oftast skógi vaxnir og bjóða upp á meira landslag. Þeir bestu eru mun fallegri en sjávarvellirnir en geta ekki státað af jafnmikilli frægð og Links-vellirnir. Mjög margir góðir innlandsvellir eru í Skotlandi, en þekktastur í dag er tvímælalaust Gleneagles. Á Gleneagles svæðinu eru þrír golfvellir og sá fjórði er í undirbún- ingi. Vellirnir eru hver öðrum fall- egri, þótt Drottningarvöllurinn sé tvímælalaust þeirra fallegastur og einn fallegasti golfvöllur sem und- irritaður hefur leikið á. Það er aftur á mót Kóngsvöllurinn sem er hinn erfiði keppnisvöllur og þar fer fram árlega opna skoska meistarmótið. Áður hefur verið minnst á að þaö er ekkert auðvelt að komast til að leika golf á þekktustu golfvöllum Skotlands. Undirritaðar var við- staddur kvöldverðarboð í Skot- landi í haust þar sem meðal annars voru umræður um þá erfiðleika sem blasti við hinum almenna ferðamanni ef hann langaði að leika golf á þekktum golfvelli. Kom þar fram að nánast er ógjörningur að leika á Gleneagles nema búiö sé á hóteli því sem fylgir svæðinu. Þá kom þar einnig fram að nú eru hótelin sem fylgja þekktum golf- völlum farin að leggja áherslu á að bjóða pakkaferðir þar sem innifalið er ótakmarkað golf og í fáum orð- um sagt eru slíkar pakkaferðir mjög freistandi þegar verð er haft í huga að yfirleitt eru hótelin, sem eru á þekktum golfvöllum, í háum gæðaflokki. Gallinn við slíkar pakkaferðir,. sérstaklega fyrir útlendinga, er að þær veita aðeins leyfi á viðkomandi golfvelli, en það vita allir kylfingar sem til Skotlands koma að það nægir ekki að leika aðeins á einu svæði þótt það heiti Gleneagles eða St. Andrews. Það er aftur á móti verðugt verk- efni fyrir ferðaskrifstofur að vinna út frá svona pakka, láta hóp dvelja á tveimur til þremur stöðum því það eru margir stórkostlegir golf- vellir í Skotlandi þótt þeir státi ekki af frægu nafni. Sjálfsagt er hvergi í heiminum ódýrara að leika golf en í Skot- landi. Verðið er mismunandi en fyrir þá sem láta sér nægja almenn- ingsvelli er verðið aðeins í kringum 300 krónur á virkum dögum og 500 kr. um helgar. Á góðum klúbb- völlum er verðið þetta frá 1300-1900 krónur. Hærra verð er á keppnis- völlum og hærra eftir því sem þeir eru frægari. Undantekning er þó St. Andrews, því að á þessum fræg- asta golfvelli í heimi kostar aðeins 2300 krónur að fara hringinn. Dýr- ustu vellirnir eru Troon og Turn- berry en þar kostar 5500 krónur að leika einn hririg. Ekki langt á eftir í verði koma Carnoustie, Muirfield og Gleneagles. Allt of lítiö hefur verið gert í því hingað til að kynna Skotland sem golfpardís, áhersla er ávallt lögð á staði þar sem sólin skín og hitinn er um 30 gráður og dýrt er að leika golf. Þetta eru ekki bestu aðstæður fyrir íslendinga til að leika sitt besta golf. Við erum vanir allt öðr- um aöstæðum. Bestu aðstæður fyr- ir íslendinga til að leika sitt besta golf geta skapast í Skotlandi. Viss áhætta fylgir að vísu en er ekki alltaftekináhættaígolfi? -HK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.