Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.1990, Blaðsíða 46

Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.1990, Blaðsíða 46
58 LAUGARDAGUR 17. NÓVEMBER 1990. Afmæli dv Þorvarður Árnason Þorvaröur Árnason forstjóri, Kársnesbraut 9, Kópavogi, er sjö- tugurídag. Þorvaröur er fæddur á Hánefsstöö- um í Seyðisfjarðarhreppi og ólst þar upp. Hann var í Eiðaskóla 1936-1938 og íþróttaskóla Jóns Þorsteinssonar 1939-1940. Þorvaröur var í Sam- vinnuskólanum 1941-1943 og í fram- haldsnámi í verslunarfræðum í Stokkhólmi 1945-1946. Starfsferill Þorvarður vann á uppvaxtarárun- um við útgerö föður síns og vann hjá Kaupfélagi Austfjarða á Seyðis- firði milli þess sem hann var i skóla 1938-1946. Hann vann hjá Sambandi ísl. samvinnufélaga 1946-1954 og var lengst af verslunarstjóri í fataversl- uninni Gefjun í Rvík. Þorvarður stofnaði verslunarfélag með Gylfa Hinrikssyni og 1954 stofnuðu þeir ísbúðina hf. sem hefur rekið Dairy Queen-ísbúðirnar alla tíð síðan. Hann stofnaði með Margréti systur sinni saumastofuna Sportver sem saumaði fatnað fyrir íþróttafélög og framleiddi síðan mikiö af vörum úr íslenskri ull. Síðan komu fleiri inn í þetta félag og stofnuöu Fataverk- smiöjuna Sportver sem starfaði í yfir tuttugu ár. Dótturfyrirtæki Sportvers, Herrahúsið, var stofnaö 1965 og hefur það síðanrekið fata- verslaniríRvík. Þorvarður var formaður íþrótta- félagsins Hugins á Seyðisfirði og var í stjórn Ungmenna- og íþróttasam- bands Austurlands. Hann var í stjórn Breiðabliks í Kópavogi og í stjórn ÍSÍ1964-1976. Þorvarður var í Olympíunefnd íslands og í stjórn Golfklúbbs Reykjavíkur. Hánn var í bæjarstjórn Kópvogs og í safnaðar- nefnd Kópvogssóknar. Þorvarður var í stjórn Iðnlánasjóðs og hefur starfað í Rotaryklúbbi Kópavogs frá stofnun. Fjölskylda Þorvarður kvæntist 7. desember 1946 Gyðu Karlsdóttur, f. 11. maí 1926. Foreldrar Gyðu voru Karl Finnbogason, skólastjóri á Seyðis- firði, og kona hans, Vilhelmína Ingi- mundardóttir. Börn Þorvarðar og Gyðu eru Guðrún, f. 6. september 1947, hárgreiðslumeistari í Kópa- vogi, vinnur hjá Leikfélagi Reykja- víkur, hún á tvö syni; Helga, f. 16. júlí 1949, gift Magnúsi Þrándi Þórð- arsyni, viðskiptafræðinema í Los Angeles, og eiga þau þrj ú börn; Margrét, f. 14. maí 1953, myndlistar- maður í Kópavogi, gift Einari Árna- syni, námsráðgjafa hjá mennta- málaráðuneytinu, og eiga þau tvær dætur; Vilhelmína Þóra, f. 15. maí 1955, kennari í Rvík, gift Stefáni Franklín endurskoöanda og eiga þau þrjár dætur, og Þorvarður Karl, f. 22. desember 1962, starfsmaður á Reykjalundi. Systkini Þorvarðar eru: Vilhjálm- ur, f. 15. september 1917, hrl., kvænt- ur Sigríði Ingimarsdóttur; Tómas, f. 21. júlí 1923, seðlabankastjóri, kvæntur Þóru Kristínu Eiríksdótt- ur, og Margrét, f. 1. október 1928, leiðbeinandi í Rvík, var gift Guðjóni Valgeirssyni hrl., móðir Valgeirs tónlistarmanns. Ætt Foreldrar Þorvarðar voru Árni Vilhjálmsson.f. 9. apríl 1893, d. í janúar 1971, útvegsb. á Hánefsstöð- um, erindreki Fiskifélags íslands og skipaskoðunarmaður á Austur- landi, og kona hans, Guðrún Þor- varðardóttif, f. 7. janúar 1892, d. 26. október 1957. Föðurbróðir Þorvarð- ar er Hjálmar, fyrrv. ráðuneytis- stjóri, faðir arkitektanna Helga og Vilhjálms. Annar föðurbróðir Þor- varðar var Þórhallur, afi Snorra Sigfúsar Birgissonar tónskálds. Þriðji föðurbróðir Þorvarðar var Hermann, aíi Lilju Þórisdóttur leik- konu. Fjórði fóðurbróðir Árna var Sigurður á Hánefsstöðum, faðir Svanborgar á Hánefsstöðum. Föð- ursystur Þorvarðar voru Stefanía, skrifstofumaður, og Sigríöur, móðir Vilhjálms Einarssonar, skólameist- ara á Egilsstöðum, föður Einars spjótkastara. Árni var sonur Vil- hjálms, útvegsb. á Hánefsstööum, Árnasonar, b. á Hofi í Mjóafirði, Vilhjálmssonar. Móðir Árna var Guðrún Konráðsdóttir, systir Ragn- hildar, langömmu Gísla, fóður Ingv- ars, ritstjóra Tímans. Móðir Árna var Björg, systir Stefaníu, móður Vilhjálms Hjálmarssonar, fyrrv. ráðherra. Björg var dóttir Sigurðar, b. á Hánefsstöðum, bróður Gunn- ars, afa Gunnars Gunnarssonar skálds. Siguröur var sonur Stefáns, b. í Stakkahlíð, Gunnarssonar, b. á Hallgilsstöðum á Langanesi, Gunn- arssonar, b. á Ási í Kelduhverfi, Þorsteinssonar, ættföður Skíða- Gunnars-ættarinnar. Móðir Sigurðar var Þorbjörg Þórðardóttir, b. á Kjarna i Eyjafirði, Pálssonar, ættfóöur Kjarnaættar- innar, langafa Friðriks Friðriksson- ar æskulýðsleiðtoga. Móðir Bjargar var Sigríður Vilhjálmsdóttir, systir ÁrnaáHofi. Guðrún var dóttir Þorvarðar, út- vegsb. í Keflavík, Þorvarðarsonar, beykis í Keflavík, Helgasonar, lang- afa Þorvaröar Helgasonar leiklist- Þorvarður Árnason. arfræðings. Móðir Þorvarðar Helga- sonar var Guðrún Finnbogadóttir, verslunarmanns í Rvík, Björnsson- ar, fóður Jakobs, langafa Vigdísar Finnbogadóttur forseta. Móðir Guðrúnar Þorvarðardóttur var Margrét Arinbjarnardóttir, út- vegsb. á Tjarnarkoti í Innri-Njarð- vík, bróður Gunnars, fööur Ólafs rithöfundar og afa Gunnars Björns- sonar prests. Arinbjörn var sonur Ólafs, verslunarstjóra í Innri-Njarð- vík, Ásbjarnarsonar, b. í Njarðvík, Sveinbjarnarsonar, bróður Egils, fóður Sveinbjarnar rektors, föður Benedikts Gröndals. Móðir Mar- grétar var Kristín Björnsdóttir, b. á Skrauthólum á Kjalarnesi, Tómas- sonar, og konu hans, Margrétar Loftsdóttur, systur Odds, afa Bjarna Jónssonar vígslubiskups. Sigurður Þorleifsson Sigurður Þorleifsson, b. og odd- viti Beruneshrepps, Karlsstöðum, Studioblóm Þönglabakka 6 Mjódd, sími 670760 Blóm og skreytingar. Séndingarþjónusta. Munið bláa kortið. Flísar í alla íbúðina # AtFABORG ? BYGGINGAMARKAÐUR SKÚTUVOGI 4 - SÍMI 686755 Beruneshreppi, S-Múlasýslu, verð- ur sextugur á morgun. Starfsferill Sigurður er fæddur í Fossgerði í Beruneshreppi og var nokkra mán- uði í farskóla. Hann var á mót- ornámskeiði í Reykjavík 1948 og var í sjómennsku tvö ár. Sigurður hefur verið b. á Karlsstöðum frá 1950 og hefur verið í sjósókn á trillubát frá Krossi í mörg ár með þorskanet og hákarlalínu. Hann hefur verið vita- vöröur í flörutíu ár og í brúarvinnu- flokki hluta úrfjórum sumrum. Fjölskylda Sigurður kvæntist 10. júní 1951 Kristbjörgu Siguröardóttur, f. 29. september 1927. Foreldrar Krist- bjargar eru: Siguröur Sigurðsson, b. á Skjöldólfsstöðum, og kona hans, Arnleíf Kristjánsdóttir. Börn Sig- urðar og Kristbjargar eru: Stefanía Mekkín, f. 8. nóvember 1951, gift Sveini Elíssyni, húsasmíðameistara í Hafnarfirði, og eiga þau tvö börn; Sipíður Arnleif, f. 29. júlí 1953, gift Kára Húnfjörð Bessasyni, skipa- smiði í Rvík, og eiga þau tvær dæt- ur; Sólveig Þórþildur, f. 1. febrúar 1957, húsmóðir í Hafnarfirði, 'og á hún tvö börn; Sigrún Guðleif, f. 7. október 1958, gift Ólafi Ásgeirssyni, verkstjóra í Rvík, og eiga þau þrjú börn; Siggerður Ólöf, f. 25. desember 1963, kennari í Hafnarfirði, gift Stef- áni Ásgeiri Guðmundssyni fulltrúa; Jóna Kistín, f. 27. ágúst 1967, gift Þór Jónssyni, sjómanni á Djúpavogi, og eiga þau tvo syni. Stjúpsonur Sig- urðar er: Siguröur Arnþór Andrés- son, rafvirkjameistari á Akureyri, kvæntur Sigrúnu Garðarsdóttur kennara og eiga þau tvo syni. Systur Sigurðar eru: Þorgerður, gift Eiríki Jónasi Gíslasyni, brúar- smiði í Kópavogi, og eiga þau sex börn, og Ragnhildur, gift Jóni Hannibalssyni, kennara í Mosfells- bæ, og eiga þau þrjú börn. Ætt Foreldrar Sigurðar voru: Þorleif- ur Hildibjartur Sigurðsson, f. 23. ágúst 1892, d. 9. febrúar 1958, b. og hreppstjóri í Fossgerði á Berufjarð- arströnd, og kona hans, Stefanía Þorvaldsdóttir, f. 23. apríi 1902, d. 30. mars 1989. Föðurbróðir Sigurðar var Bergur, afi Þórhildar Þorleifs- Sigurður Þorleifsson. dóttur alþingismanns. Þorleifur var sonur Sigurðar, b. og söðlasmiðs í Fossgerði, bróður Bergs er átti Bergshús á Skólavörðustíg og leigöi því Þórbergi eins og frá er greint í Ofvitanum. Sigurður var sonur Þor- leifs, b. á Sléttabóli á Síöu, Bergsson- ar, prests á Prestbakka, Jónssonar. Móðir Þorleifs var Katrín Jónsdóttir eldprests Steingrímssonar. Móðir Sigurðar var Guörún Þorgeirsdótt- ir, b. í Eystri-Dalbæ, Árnasonar og konu hans, Þorgerðar Jónsdóttur, b. á Efri-Steinsmýri, Sveinssonar. Móöir Þorleifs í Fossgerði var Sól- veig Pétursdóttir, b. á Fossi á Síðu, Jónssonar, spítalahaldara á Hörgs- landi, Jónssonar. Móöir Péturs var Þorbjörg Bergsdóttir, systir Þorleifs á Sléttabóli. Móðir Sólveigar var Sigríður Steingrímsdóttir b. í Þykkvabæ, Jónssonar og konu hans, Sigríðar Jónsdóttur, b. í Holti á Síðu, Pálssonar. Stefanía var dóttir Þorvalds, b. á Karlsstööum á Beruijarðarströnd í Hornafirði, Ólafssonar, b. í Öðrum- Garöi, Einarssonar. Móðir Stefaníu var Mekkín Eiríksdóttir, b. í Hlíð í Lóni, Jónssonar og konu hans, Þor- bjargar Jónsdóttur, b. á Hauksstöð- um á Jökuldal, Erlendssonar, b. í Hellisfirði, Árnasonar. Móöir Er- lends var Guðrún Þórarinsdóttir, ættmóðir Hellisfjarðarættarinnar. Sigurður tekur á móti gestum í dag, laugardaginn 17. nóvember, á heimili sínu. Til hamingju með afmælið 18. nóvember 85 ára 50 ára Birna Jónsdóttir, Freyjugötu 13, Sauðárkróki. Örn Óskarsson, Skarðshlið 2A, Akureyri. Helga Ármannsdóttir, Ljósabergi 30, Hafnarfiröi. Guðmundur Sverrir Jósefsson, Sporðagrunni 13, Reykjavík. Sigurður Guðjónsson, Arnarhrauni 21, Hafnarfirði. Ólafur Ingi Axeleson, Vanabyggð 5, Akureyri. Hrafn Óskarsson, 80 ára Jórunn Þórðardóttir, Rituhólum 1, Reykjavík. 75 ára Sigurveig Eyjólfsdóttir, Skálatanga 1, Innri-Akraneshreppi. Elín Sigurðardóttir, Lyngholti 3, Akureyri. Guðmundur Karlsson, Vaðlaseli 1, Reykjavík. Langholtsvegi 86, Reykjavík. 40 ára 70 ára Sveinsína G. Steindórsdóttir, Sigurður Magnusson, Ægisgrund 6, Skagaströnd. Helga Sveinsdóttir, Miðvangi 8, Hafnarfirði. Sigurrós Torfadóttir, Hrafhistu, Reykjavík. Furuhlíð 1, Sauðárkróki. Oddfriður Þ. Benediktsdóttir, Greniteigi 11, Keflavík. Ásgrimur Ragnar Kórason, Viðigrund 4, Akranesi. Jóhannes Ingvar Lárusson, Hólavegi 37, Siglufiröi. Guðrún Njálsdóttir, Amarhrauni 26, Hafnarfirði. Guðbjartur Danielsson, 60 ára Hreiðar Björnsson, Álfaheiði 24, Kópavogi. Þórey Ásmundsdóttir, Þórufelli 10, Reykjavik. Friðþjófur Björnsson, Skrlðuselí 7, Reykjavik. Kirkjubraut 35, Njarðvík. Gerður Jónsdóttir, Tungusíöu 27, Akureyri. Lilja Th. Laxdai, Kleppsvegi 126, Reykjavík. Jónas Ástvaldur Þorsteinsson Jónas Ástvaldur Þorsteinsson, Neskinn4, Stykkishólmi, verður sjötugurámorgun. Jónas fæddist á Ytri-Kóngsbakka og ólst þar upp. Hann var þar síðan bóndi til ársins 1987 er hann flutti til Stykkishólms. Fjölskylda Jónas kvæntist 11.6.1955 Aðal- heiði Bjarnadóttur, f. 26.9.1932, hús- móður, en hún er dóttir Bjarna Jónssonar og Laufeyjar Valgeirs- dóttur í Bjarnarhöfn. Börn Jónasar og Aðalheiðar eru Þorsteinn, b. á Ytri-Kóngsbakka, en sambýliskona hans er Kristín R. Helgadóttir og eiga þau þrjú börn; Bjarni, vélstjóri í Grundarfirði, kvæntur Ólafíu D. Hjálmarsdóttur og eiga þau þrjú börn; Agnar, b. á Innri-Kóngsbakka, kvæntur Svölu Jónsdóttur og eiga þau þrjú börn. Fósturdóttir Jónasar er Guðbjörg S. Guðbjartsdóttir, afgreiðslustúlka í Keflavík, en sambýlismaður henn- ar er Svavar Gunnarsson. Jónas Ástvaldur Þorsteinsson. Foreldrar Jónasar: Þorsteinn Bergmann Jóhannsson og Guðrún Kristjana Jónasdóttir. Fósturforeldrar Jónasar: Þor- steinn Jónasson og Þorleif Kristín Sigurðardóttir. Jónas tekur á móti gestum í félags- heimihnu Skildi laugardagskvöldið 17.11. eftir klukkan 20.30.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.