Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.1990, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.1990, Blaðsíða 10
10 LAUGARDAGUR 17. NÓVEMBER 1990. Myndbönd DV-listinn Lítið hefur verið um útgáfu stór- mynda að undanförnu. Það sést best á listanum. Þar eru þaulsetnar vinsælar myndir sem komu út fyr- ir nokkrum vikum. Þegar vöntun er á slíkum myndum á markaöinn koma inn á listann ódýrar myndir sem oft hverfa jafnharðan aftur. Miklar hasarmyndir eins og þær þrjár, Best of the Best, See no Evil, Hear no Evil og Flashback, sem koma stormandi inn á hstann þessa vikuna. 1 (1) Sea of Love 2(4) SkiPatrol 3 (2) War of the Roses 4 (10) Relentless 5 (•) Best of the Best 6 (-) See no Evil, Hear no Evil 7 (3) Tango and Cash 8 (-) Flashback 9 (9) The Fabulous Baker Boys 10 (7) Let It Ride ★★ © Draumur fjár- hættuspilarans LET IT RIDE Útgefandi: Háskólabió. Leikstjóri: Joe Pytka. Aóalhlutverk: Richard Dreyfuss, David Johansen, Teri Garr og Allen Garfield. Bandarísk, 1989-sýningartími 102 min. Leyfö öllum aldurshópum. Einhver alversta pest sem menn geta fengið er sjálfsagt sú veiki sem lýsir sér í því að vera forfallinn ijárhættuspilari. Hvað oft ætli slík- ir menn segi ekki við sjálfa sig: „Nú hlýtur heppnin að vera með mér.“ Þessi mannlýsing á við Jay Trotter sem Richard Dreyfuss túlkar í Let it Ride, laufléttri gamanmynd sem lýsir einum degi í lífi íjáhættuspil- ara sem eftir áralangar þrautir og stress, hefur loks heppnina með sér. Heppni er kannski ekki alveg rétta orðið því fyrsti vinningur hans þennan eftirminnilega dag er í gegnum upplýsingar sem fengnar eru hjá vini hans sem hleraði tal tveggja manna um hver „átti“ að vinna fyrsta hlaupiö. Vinurinn tel- ur mennina bulla en Trotter telur sér trú um að loksins sé heppnin gengin í lið meö honum. Hann læt- ur ekki staöar numið, eftir að hafa unnið í fyrsta hlaupinu, trúir því aö þetta sé hans dagur og heldur áfram veðmálunum ... Það besta við Let it Ride eru skondnar persónur sem koma úr öllum áttum á veðreiðarnar. Ef handritið hefði verið skothellt þá heföi hér verið um góðan farsa aö ræða. En þótt mörg einstök atriði séu fyndin þá er heildin ekki nógu góö. Richard Dreyfuss leikur þann heppna og er fyrirferðarmikill í ofleik sínum. Hann nýtur stuðn- ings frábærra aukaleikara með David Johansen (Buster Poindext- er) fremstan í flokki. Þá eru þær lítiö síðri Jennifer Tilly og Michelle Philips sem leika kvenpeninginn sem dansar í kringum gullkálfinn. Það má hlæja og hafa gaman af Let it Ride en hún skilur ekki mik- ið eftir í lokin nema þá löngun að gaman væri nú að vinna einu sinni stórt í happdrætti eöa á veðreiö- um... -HK I@J Skíðaglens og gaman SKI PATROL Útgefandi: Skilan Leikstjóri: Richard Correll ellir handriti Steve Long Mitchell og Craig W. Van Sickle. Aðalhlutverk. Roger Rose, Corby Timbrook, Martin Mull og Ray Walston. Leyfð öllum aldurshópum. Hvað sem segja má um þessa mynd þá nýtur hún talsveröra vinsælda meðal barna og unglinga og er þar með skýrt dæmi um að ekkert sam- hengi er milli gæða og vinsælda. Myndin er óumdeilanlega mjög lé- leg. Hún lýsir átökum milli góðra skíðamanna og vondra. Góðu mennirnir reka vinsælan skíöastað í Snæfjöllum en vondu mennimir reyna með svikum og undirferli að koma þeim á kaldan klaka og sölsa staöinn undir sig. Þekktar klisjur vaða uppi og fátt kemur á óvart. Burðarásarnir eru annars vegar fimleg og oft á tíðum skemmtileg glæfraatriði á skíöum undir dynj- andi rokktónlist og dans- og söngat- riði sem eru látin fylla upp klént Pray they never havetoréscueYOU...I handrit til þess að myndin nái fullri lengd. Grínið beinist einkum að litlu fólki, heimsku og ágjörnu fólki, konum og þeim sem ekki kunna á skíðum. Það er vel hægt að þola 90 minút- ur af þessu en metnaður framleið- enda er enginn og fátt hægt að segja annað en verði þeim að góöu sem viljahorfaáósköpin. -Pá ★★★★ Von, trú og hugrekki PELLE SIGURVEGARI Útgefandi: Háskólabió. Leikstjóri: Bille August. Aóalhlutverk: Max von Sydow og Pelle Hvenegaard. Dönsk, 1988 - sýningartimi 157 mínútur. Leyfö öllum aldurshópum. Pelle sigurvegara hefur verið mikið hampað og státar af óskars- verðlaunum og gullpálmanum í Cannes svo eitthvað sé nefnt. Myndin á þetta fyllilega skilið. Hér um að ræða lítið meistarverk sem yljar manni um hjartaræturnar, um leiö og hún segir frá harðri og miskunnarlausri lífsbaráttu á síð- ustu öld. Aðalpersónurnar eru Pelle og faöir hans sem koma frá Svíþjóð til Danmerkur í atvinnuleit. Það er ekki nóg með að eina vinnan sem þeir fá er að sjá um fjósið á sveitabæ þar sem vinnuaílið er nánast þrælar, heldur eru feðgarn- ir látnir búa í fjósinu. Faðirinn er ekki sterkur á svell- inu og það sem hann þráir mest er að' finna sér eiginkonu sem geti fært honum kaffi í rúmiö á sunnu- dögum. Pelle verður fyrir miklum vonbrigðum með föður sinn sem lætur berja sig áfram án þess að svara nokkurn tímann á móti. Pelle lítur aftur á móti upp til vinnu- manns sem lætur ekki berja sig áfram möglunarlaust. Endalok vinnumannsins eru sorgleg og er það í eina skiptið sem hggur við að Pelle missi trúna á framtíðina. Um leið og sögö er saga þeirra feöga blandast inn í atburðarásina aðrar persónur, til að mynda óhamingjusöm húsmóðir sem veit að maður hennar getur ekki látið stúlku í pilsi í friði og ungt par sem elskast, sú ást fær þó dapurleg endalok. Pelle á í eilífum útistöðum við jafnaldra sína vegna þess aö hann er sænskur, en vonin um betra líf annars staðar styrkir hann í trúnni þegar allt virðist vonlaust. Bille August hefur tekist að skapa ótrúlega lifandi kvikmynd sem tek- ur mann heljártökum og sleppir manni ekki fyrr en að sýningu lok- inni. Hinn ungi Pelle Hvenegaard sýnir mjög þroskaöan leik af jafn- ungum dreng. Það er samt Max von Sydow sem ber af eins og gull af eiri og er hreint út sagt stórkostleg- ur í hlutverki hins veikgeðja föður. Þessi snjalli leikari hefur sjálfsagt ekki sýnt betri leik síðan hann var upp á sitt besta í myndum Ingmar Bergmanns á sjötta og sjöunda ára- tugnum. Hann nær að sýna hvert einasta geðbrigði þessa vesalings sem er góðmennskan uppmáluð en hefur ekki dug í að gera neitt. Og það er leikur von Sydows sem hjálpar mikið til að gera Pelle sig- urvegara að því meistaraverki sem hún er. -HK ★★!4 #1 Þegar einn er ekki nóg DEAD RECONNING Útgefandi: Laugarásbíó. Leikstjóri: Robert Lewis. Aóalhlutverk: Cliff Robertson, Rick Springfield og Susan Blakely. Bandarisk, 1989 - sýningartimi 88 min. Bönnuö börnum innan 16 ára. Tveir menn, ein kona. Annar mannanna á aura og er kominn af besta aldri. Þessi setning segir í raun allt um Dead Reckoning sem er frekar ófrumlegur þriller þar sem ástríður og peningar ráða ferð- inni. Oft er hægt að gera ágæta þrillera úr ofnýttu efni, en þá verður hand- ritiö að vera skothelt sem því miður er ekki raunin um Dead Reckon- ing. Persónur eru allar óljósar og handritið er veikt skrifað og eiga leikendur oft erfitt með aö koma rullunni sinni sannfærandi frá sér. Cliff Robertson og Susan Blakely leika vel efnuð hjón. Dag einn sýn- ir eiginkonan manninum bát sem hún hefur keypt handa honum, fyr- ir hans peninga að sjálfsögðu. Sjálf- sagt þykir að prófa bátinn og hafði eiginkonan ráðið mann til að leið- beina þeim hjónum. Það er ekki rétti maðurinn sem mætir heldur ungur maður sern maður fljótlega grunar um að vera hrifmn af eiginkonunni. Dagsferð- in verður lengri þegar óveður skell- ur á og þau verða að leita skjóls í vita einum sem er á eyöieyju. Þá kemur fljótlega í ljós að ekki hafa aliir gert hreint fyrir sínum dyrum. Ekki einu Cliff Ropbertson sem er ágætur leikari getur gert sér mat úr .máttlausu handriti, hvað þá Susan Blakely eða Rick Spring- field, sem er víst þekktari fyrir af- rek sin á tónlistarsviðinu. Þótt De- ad Reckoning ætti að vera nokkuð spennandi þá er sú spenna í algjöru lágmarki og einhvern veginn kemst það aldrei á hreint hvað skeði í raun. í lokin er sem sagt nokkrum spurningurn ósvarað sem gott hefði verið að fá svör við. -HK ★ !4 Jfl Óvæntur heimsendir NIGHT OF THE COMET Útgefandi: Steinar hf. Leikstjóri: Thom Eberhardt. Aöalhlutverk: Robert Beltran, Catherine Mary Stewart og Sharon Farrell. Bandarísk, 1984-sýningartimi 95min. Bönnuð börnum innan 12 ára. Það eruyaldan sem vel hefur tek- ist til með myndir sem fjalla um dauöa alls mannkyns. Til að gera heimsendi sannfærandi yrði kostn- aðurinn að vera gífurlegur viö öll tækniatriði. Hingað til hafa lang- flestar kvikmyndir um heimsendi verið af ódýrari gerðinni og fyllir Night of the Comet þann flokk. Hér segir frá spennandi augna- bliki í mannkynssögunni þegar halastjarna fer mjög nálægt jörö- inni. Allir bíöa spenntir til að sjá hvað skeður. Jú, eitthvað sem við fáum aldrei skýringar á gerist og gerir það aö verkum að allir sem eru utandyra sem og innandyra leysast upp og aöeins fótin verða eftir. Alhr, nema þeir sem voru svo NIGH JF THE COMETO lt was th« iMt thlrig on e«rth ch«V evsr axpeotBd. heppnir að vera í járnbyrgðu her- bergi. Aöalpersóna okkar í myndinni hafði sofið hjá. vini sínum sem var sýningarmaður í kvikmyndahúsi og í sýningarklefanum var allt járnbyrgt. Vinurinn verður þó fljótlega drepinn af óargadýrum í mannsmynd sem ganga laus um götur borgarinnar. Einn hópur haföi þó gert ráð fyr- ir þessu. Hópur sem var í byrgi niöri í jörðinni. Nú fer hópurinn á kreik til að leita uppi mannverur sem hafa komist lífs af og er ekki vert að láta uppi til hvers... Þaö er fátt sem gleður augað í Night of the Comet. Söguþráðurinn er sundurlaus og ótrúverðugur meö eindæmum. Það sem skemmir mest er slæmar sviðsetningar og tæknileg vankunnátta. Leikarar geta ekki gert betur en þeir gera. Ekki er hægt að segja að boðið sé upp á gáfulegar samræður þeirra á milli. Það eru ekki nema höröustu aðdáendur vísindaskáldsagna sem geta skemmt sér yflr nóttinni þegar halastjarnan kom. -HK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.