Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.1990, Blaðsíða 45

Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.1990, Blaðsíða 45
LAUGARDAGUR 17. NÓVEMBER 1990. 57 Meiming Ljóðagerð sem hefur lítið gildi fyrir aðra en höfimdinn í þessari bók eru 27 ljóð, mjög mislöng. Þó nokkuð ber á naumhyggju sem mjög tíðkast nú meðal íslenskra ljóðskáida. Eins og nafn- ið bendir til er þá reynt að gera ljóð af sem allra minnstu efni, finna eins konar lág- marksljóðrænu. Þetta er vandasamt og mér sýnist árangurinn sjaldan góður, heldur ekki í þessari bók. Sem dæmi mætti nefna ljóðin „Haf„Til þín“, „í skemmtigarði“ og þetta: Gatan Hér áður gekk ég þessa götu mörgu sinni þetta er stuttur stígur með grá hús til beggja handa um daginn sá ég þar mann meö skrýtna húfu nú hef ég gleymt hvað gatan heitir Hér er, sem sjá má, allt með venjulegasta hætti svo að í samtali mætti þetta þykja of ómerkilegt tii að segja það. En þá á ég erfitt með að skilja hvaða erindi þetta á í ljóðabók. En satt að segja er útkoman ekki betri í löngum ljóðum eins og „Sigling" aftast í bók- inni, átta blaðsíðna ljóð. Einnig hér er allt svo kunnuglegt, margnotað, bæði sjálf grundvallarhugmyndin, að hkja æviskeiði manna við sighngu og allt sem af því er dreg- ið, til dæmis: Andvana hafið teygir sig eftir öllum megin- stefnum jarðskautanna, eftir öllum brotabrotum gráðuhringsins. teygir sig og teygir. Svo fjarlægur er himinninn að hann veröur ekki greindur. Þú ert fangi! luktur inni í endalausum alheiminum. Hvar eru dyrnar? Hvar veggir til að ljósta hnefum og hrópa? Stefán virðist ekki leggja hart að sér við ljóðagerð heldur fyrst og fremst fylgja þeim fyrirmyndum sem hann hefur hrifist af. Því er vandsvarað hvaða gildi svona ljóðagerð hefur fyrir aðra en höfundinn sjálfan. En skyldi hún ekki mega flokkast með áhuga- leikhúsum, lúðrasveitum og kórum sem tví- mælalaust eru nokkurs konar grundvöllur menningarlífs í landinu, gerir fólk móttæki- iegra fyrir hámenningu en eila myndi? Það er að vísu allt saman hópstarf en yrkingar ekki. En upplestrarkvöld, ljóðatímarit og fjöldi ljóðabóka stuðlar væntanlega að því að æ fleiri lesa ljóð og yrkja. En þá skiptir miklu að það sé ekki bara meðtekið gagnrýn- islaust. Þetta er önnur ljóðabók Stefáns. 1985 kom Haustheimar sem mér fannst stórum vand- aðri. Ef til vill er skýringin sú að höfundur sé í þessari nýju bók á brautum sem hann hefur ekki farið áður. Ljúkum þessu á því að líta á það ljóð sem mér fmnst best heppnað, það er fyrsta ljóð bókarinnar, sex tveggja lína erindi. Hið fyrsta setur sviðið, heimur bernskunnar er gleymdur. En síðan rifjast þó ýmislegt upp. Þetta hefur veriö í sveit; endurminningin sýnir haga, skóga, klettabelti, tinda. Erindi 2^4 sýna svo þrjú samhliða atriði úr fortíð- inni. í hverju þeirra mætast annars vegar himinn og svo óefniskennt fyrirbæri sem morgnar en hins vegar fyrrgreind aðalatriði landslagsins. í fyrri tvö skiptin er ljósið ger- Stefán Sigurkarlsson. Bókmenntir Örn Ólafsson andi en skógarnir í þriðja. Þannig skynjar lesandi endapunkt í þessum þremur atriðum fortíðarmyndarinnar. Þessi sígilda stígandi í þrítekningu birtist líka í tímarás; fyrst leggj- ast ský að klettabeltum, svo hverfa þau smám saman er líður á morguninn, loks rík- ir tært, heiðblátt loftið, þrungið ilmi. Þessu er öllu líkt við eitthvað ljúft, með persónu- gervingu. Orðalagið „að vefja örmum" virð- ist liggja til grundvallar 2. erindi og í 3. er- indi er það væntanlega eitthvað í líkingu við blómvendi sem morgnar snúa úr þessum sömu skýjum. Loks er það fingert.starf að spinna þræði. Það er því samræmi í hug- blænum á þessari fortíðarlýsingu og and- spænis karlmanninum sem talar í ljóðinu birtist í þessu kvenmynd sem vefur örmum, snýr blómvendi, spinnur þræði. Það er áhri- faríkt hve knöpp persónugerving haustsins er í næstsíðasta erindi. Einnig síðasta erindi sýnir mjög knappt hverfulleika mannlífsins gagnvart eilífri hringrás árstíðanria. Brot Nú eru hagar bernsku minnar orpnir gleymsku þó minnist ég þess að í þá tíð vöfðu himnar klettabeltin skýjum og morgnar sneru af hvítum tindum bleika vendi og ilmskógar spunnu þræði sína úr himinblámanum vindur fór hér um í gær með fangið fullt af laufi hann kemur aftur í apríl . og þá verð ég farinn Skuggar vindsins Ljóö eftir Stefán Sigurkarlsson. Mál og menning 1990, 44 bls. Mike Oldfield - Amarok: Illskiljanlegt torf Til að fá einhvern botn í nýjustu plötu Mike Old- field, Amarok, verður að þekkja nokkuð til tónhstar- ferils hans sem hófst með shkum glæsibrag að erfitt er að finna nokkra samlíkingu. Oldfield var ekki orðinn tvítugur þegar hann sendi frá sér sína fyrstu plötu, Tubular Behs, og þvílíkt verk. Fimmtíu mínútur af heillandi og framandi tónlist leik- inni af honum sjálfum á ótal hljóðfæri. Aldrei hafði annað eins heyrst og Oldfield var lyft upp í efstu hæð- ir dýrkunar sem hefur reynst honum erfiður stallur. í kjölfarið fylgdu verk sem voru eins uppbyggð og Tubular Bells en ekki eins gó'ð. Það er helst Ommadawn frá 1975 sem hefur eigin og sterkan kar- akter. Þegar fólk hætti að hafa áhuga á flóknum verkum Oldfields tók hann til við að semja styttri lög með ágætum árangri og náðu sum þeirra hátt inn á vin- sældalista. Oldfield var sjálfur óánægður með slíkt framlag, sagði að ekkert væri auðveldara en að semja vinsælt dægurlag. Þar er líka greinilegt þegar htiö er á síðustu plötur Oldfields að metnaðurinn er lítill. Með Amarok kastar hann frá sér öllum veraldlegum gæðum ef svo má að orði komast og reynir að rífa sig úr þeirri lægð sem hann hefur verið í sem tónskáld en því miður, hann tekur ranga stefnu. í stað þess aö reyna eitthvað ferskt og nýtt, sem ég efast ekki um að hann hefur hæfileika til að gera, fer hann aftur til fortíðar. Greinilegt er að miðið er tekið á Tubular Behs og með misheppnuðum árangri reynir hann að endurvekja þá dulúð og þann ferskleika sem einkenndi meistaraverk hans. Fyrir utan að hverfa til fortíðar gerir hann stór mis- tök í að hafa Amarok eitt samfellt verk sem tekur sextíu mínútur í flutningi. Skynsamlegt hefði verið fyrir hann að skipta því niður í kafla. Það gekk að vísu upp á Tubular Bells, aðallega vegna þess*að stef- in voru ótrúlega góö. Á Amarok er ekkert slíkt fyrir hendi og þvi verður ■ tónlistin illskiljanlegt torf sem erfitt er að festa hendur á. Oldfield leikur á flestöll hljóðfæri sjálfur og tækni- lega er verkið vel gert en tilfinninguna vantar. Engar upplýsingar um tónlistina fylgja með. Aftur á móti má ráða af smásögu einni eftir William Murray sem prentuð er á kápuna að fortíðin með dulúð hins óráðna sé það sem Oldfield sé að fjalla um. í sögunni má einnig skynja leit að hinum eina sanna tóni og Mike Oldfield. Nýjar plötur gæti það staöið fyrir Oldfield sem sífellt virðist vera í leit að einhverju sem enginn veit hvað er. Amarok er aðeins fyrir þá sem mikið pæla í tónlist. Það er þolinmæðisverk að hlusta á þann Oldfield sem hér birtist okkur. Þótt ég hafi sagt að Oldfield taki ranga stefnu á hann skilið þann virðingarvott sem fylgir því að kasta markaðslögmálinu frá sér og koma með verk sem í raun er ekki hægt að leika nema í heilu lagi. -HK Hilmar Karlsson Sviðsljós Bemstein allur Leonard Bernstein lést nýlega á heimili sínu í New York 72 ára að aldri. Bernstein var í Ufanda Ufi risi í heimi klassiskrar, tónlistar bæði vegna aíkasta sinna á sviði lújómsveitarstjórnar og hinna fjöl- mörgu verka sem hann samdi. Nægir að minna á messu tíl minn- ingar um Kennedy forseta og svo söngleikinn sívinsæla, West Side Story. Bernstein eignaðist ekki píanó fyrr en tíu ára að aldri vegna þess að faðir hans vildi að hann tæki við fyrirtæki fjölskyldunnar sem seldi snyrtivörur. Bernstein fór í Harvard-háskólann og fékk síðan tækifæri lífs síns 1943 þegar Bruno Walter fékk honum tónsprotann í hendur í fyrsta sinn. Bernstein vai- alla ævi umdeildur maður sem lifði skrautlegu Ufi. Þrátt fyrir að hann færi aldrei leynt með samkynhneigð sína var hann ávallt giftur Feliciu Montealagre frá Chile og gat við henni tvær dætur og einn son. Bernstein á efri árum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.