Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.1990, Blaðsíða 52

Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.1990, Blaðsíða 52
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birt- ist eða er notað í DV, greiðast 2.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 5.000 krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. Ritstjórn * Auglýsíngar - Áskrift - Dreifing: Simi 27022 LAUGARDAGUR 17. NÓVEMBER 1990. Kafbátaduíl í trollið: Samsvarar 500 kílóum af dínamíti „Sprengjusérfræðingurinn sagði mér að þetta væri þriðja tilfellið á skömmum tíma sem svona dufl flnnst. Þetta er innvolsið úr bresku tundurdufli. Forsprengjan var virk, sprengiefnið og hvellhettan. Það vantaði hins vegar rafgeymi og kveikibúnaðinn. Sérfræðingurinn sagði að sprengiefnið í svona dufli jafnaðist á við 500 kíló af dínamíti. Við ákváðum að fara með sprengjuna inn til Eskifjarðar. Þetta var svo híft í land þar,“ sagði Sigurður Kristjáns- son, skipstjóri á Blika EA frá Dalvík, í samtali við DV. Báturinn fékk kafbátadufl'af hafs- i .V- botni í trollið um 30 mílur suðaustur af Reyðarfirði um klukkan þrjú í fyrrinótt. Sprengjusérfræðingur frá Landhelgisgæslunni sá um að brenna sprengiefnið úr duflinu í malarnámi í dal inn af Eskifirði síð- degis í gær. Sigurður sagði að duflið hefði orðið fyrir nokkru hnjaski þegar það var híft inn með trollinu í fyrrinótt. „Þetta getur sprungið við högg. Þeg- ar trollið er híft inn getur þetta orðið fyrir höggum en hlíföarhúðir veija þó eittvað. Samt held ég aö það séu ■'*’ ' ekki miklar líkur á að þetta springi. En það er ástæða til að ganga vel frá þessu um borð og klára túrinn þótt maður fái svona. Við vorum bara svo stutt frá. Þess vegna fórum við með þetta tii Eskií]arðar,“ sagði Sigurður. -ÓTT Slys í Bjamarey VE: Varð undir sfldarmáli 900 kílóa löndunarmál féll niður á ( r*~ 28 ára gamlan mann sem var að vinna í lest Bjarnareyjar VE 501 í gærmorgun. Verið var að hifa málið í land, en þaö var fullt af síld, þegar tógstroffa slitnaði. Málið féll niður í lestina og lenti á manninum. Hann fótbrotnaði illa og hlaut einnig rif- beinsbrot. Maðurinn var fluttur meö sjúkraflugvél til Reykjavíkur en þar var hann lagður inn á Borgarspítal- ann. Annaö slys varð í Friöarhöfn í fyrrakvöld þegar gámahurð sviptist upp í vindi og skall á höfði konu. Slysið varð á svokallaðri Binna- bryggju. Konan skarst illa á höfði og var hún lögð inn á sjúkrahúsiö í Vestmannaeyjum. .í- * -ÓTT r5& LOKI Geta þeirekki hrotið eins og aðrir í Grafar- voginum? 6 mánaða barni stolið á Akureyri: Itnlcci1 leg Irfsreynsla Gyifi Kxistjánsson, DV, Akureyri: „Ég hélt á timabih að mig væri að dreyma, þetta er svo óraun- verulegt og svo hrikaleg lífs- reynsla," sagöi Hálldóra Kristjáns- dóttir á Akureyri en hún og maöur hennar urðu fyrir þeirri óskemmti- legu lifsreynslu í gær að 6 mánaða gömlum syni þeirra hjóna var stol- ið í barnavagni sem stóð fyrir utan verslun þeirra í Hafnarstræti. Barnið fannst síðan heilt á húfi um tveimur klukkustundum síðar. Halldóra og Flosi Jónsson, maður hennar, reka Guilsmíðastofuna Skart við göngugötuna á Akureyri og sagði Hafldóra að venjan væri sú að sonur þeirra svæfi i vagnin- um við búðardyrnar. Síðan er fltið eftir drengnum af og til en þegar það var gert í gærmorgun var vagninit horfinn. „Við hlupum fyrst um hér í göt- unni og grunaði að vagninn heíði verið hreyfður aðeins til. Við fund- um hins vegar ekki vagninn og áður en langt leið voru margir farnir að leita með okkur,“ sagði Halldóra. AUt lögreglulíð bæjarins, sem til- tækt var, leitaði einnig barnsins en án árangurs þar til lögreglumenn, sem áttu leið á Fjórðungssjúkra- húsið, komu auga á vagninn þar í forstofu og var bamið sofandi i vagninum. Við frekari rannsókn málsins kom í Ijós að kona, sem er þar á geðdeild, haíði komist i bæinn og haft barnavagninn á brott með sér en kona þessi er ekki heil á geðsmunum. Litli drengurinn hafði greinilega ekki látið þetta mikið á sig fá held- ur sofið alian tímann á meðan leit- in að honum stóð yfir og amaði ekkert að honum. Mikill eldur kviknaói í æðardúni í bíiskúr við Langholtsveg 7 síðdegis í gær. Bílskúrinn var alelda þegar slökkvi- lið kom á vettvang. Verið var að þurrka dúninn með steinolíuhitablásara. Sá sem var við þurrkunina fór i kaffi. Þegar hann kom út aftur var kominn töluverður eldur í bílskúrinn. Talið er að neisti hafi farið frá blásaranum í dúninn. Töluvert tjón varð í bílskúrnum og brann flest það sem brunnið gat. DV-mynd S Horfur á sunnudag ogmánudag: Frost víðast hvar Spáð er norðlægri átf, fremur hægri suðvestanlands en hvass- ari austan til á landinu. É1 um norðanvert landið og ööru hverju einnig vestanlands. Bjart veður að mestu á Suður- og Suöaustur- landi. Vægt frost víða um land. Andvaka íbúar: Ókennileg hljóð berast frá Foldaskóla „Það er einna helst hægt að líkja þessu ókennUega hátíðnihljóði við hljóðið sem heyrist þegar stiUimynd sjónvarps er á. íbúar við Jöklafold, sem búa næst Foldaskóla, hafa marg- sinnis kvartað yfir þessu hljóði án þess að fá svör,“ segir Kristjana Guð- jónsdóttir, íbúi við Jöklafold. „Hljóðið heyrist einna helst á kvöldin og nóttinni en einnig á dag- inn ef stillviðri eru. Það veldur íbú- um götunnar svefntruflunum og sumir hafa kvartað undan höfuðverk vegna þess. Við höfum kvartað við bæjarverk- fræðing, VinnueftirUt ríkisins, Heil- brigðiseftirUtiö, skólastjórann og Ágúst Jónsson verkfræðing en hann hafði yfirumsjón með byggingu skól- ans. Við byrjuðum að kvarta í vor. í sumar var slökkt á loftræstikerfi skólans. Eftir það heyrðist hljóðið ekki en þegar skóflnn byrjaði aftur í haust og loftræstikerfið var gangsett á ný fór að bera á þessu hljóði á nýj- an leik,“ segir Kristjana. „Það er rétt að kvartað hefur verið undan einkennilegum hátíðnihljóð- um sem berast frá skólanum, segir Arnfmnur Jónsson skólastjóri. „Ég hafði samband við Ágúst Jóns- son verkfræðing vegna kvartana sem okkur bárust í vor. Hann kannaði máUð en varð ekki var við nein tor- kennileg hljóð. Máhö fór svo í salt. í haust fór svo að bera á kvörtunum aftur og þá var enn á ný haft sam- band við Ágúst. Hann hafði svo sam- band við rafvirkja vegna þess að mönnum dettur einna helst í hug að hljóðið stafi af galla í götulýsingu í götunni eða í ljósastaurunum sem eru umhverfis skólann. Þaö þriðja sem mönnum hefur komið í hug er að hátíðnihljóðið stafi frá loftræsti- kerfi skólans." -J.Mar Sjómannadeilan: Slitnaði upp úr I gærdag - fundurá sunnudag Um klukkan fimm í gær slitnaði upp úr samningafundi Farmanna- og fiskimannasambands íslands og Landssambands íslenskra útvegs- manna hjá ríkissáttasemjara. Deiluaðilar höfðu þá setið á fundi frá klukkan 10 um morguninn. Lausn kjaradeilunnar virðist því ekki í sjónmáli. Næsti fundur í deilunni hefur verið boðaöur klukkan 17.00 á sunnudag. -J.Mar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.