Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.1990, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.1990, Blaðsíða 25
LAUGARDAGUR 17. NÓVEMBER 1990. 25 Vinbirgðirnar sem félagarnir tóku með sér til Akureyrar. (Ljósmyndir úr Það hálfa væri nóg.) Þórarinn ásamt eiginkonu sinni, Hildi Guðnýju Björnsdóttur, en myndin var tekin i tilhugalífinu. Þau fóru bæði í áfengismeðferð. fyrir lækni. Svo fékk ég sendan spíra til lyfsölunnar. Sá spíri var mjög naumt skammtaöur, fannst mér, ég var fljótur aö drekka hann allan. Drakk sprittiö ósoðið Ég kom mér í samband við sprúttarann á staðnum og verslaöi viö hann. En þau viðskipti ollu mér dáhtlum áhyggjum. Þaö var heldur ekki gott afspurnar fyrir lækni aö kaupa of mikið sprútt. Þess vegna fór ég að brugga og svo sauð ég allt sprittiö mitt. En þetta dugöi skammt. Maður drakk allt sem kom gegnum pósthúsið, allt frá sprúttsalanum, allan bjórinn sem maður bruggaði og mátti svo ekki vera að því að bíöa eftir því að hann gerjaðist. Maður drakk allt sprittið sem maöur sauð og endaöi með því að nenna ekki að standa í slíku og drakk bara brennslusprittið tært og þótti það bara ágætt. Ég blandaði þaö í appels- ínudjús, einn hluta af djús á móti einum hluta af vatni og einum hluta af spritti. En strax og maður kom í bæinn þá vildi maður ekki brennslu- spritt, þá drakk maður vodka og kók. En ég keypti samt aldrei mildð vín til þess að fara með norður. Ég vissi að ég myndi drekka þaö allt saman og þess vegna keypti ég lítið og reyndi þannig aö blekkja sjálfan mig. Allt líf drykkjumannsins er ein blekking. Eiginkonan jók einnig drykkju Siðasta árið á Hvammstanga var langverst. Ég fór suður haustið 1977 til þess að vinna tvo mánuði á fæð- ingardeild. Það þurfti ég að gera til þess að öðlast full læknaréttindi. Að því loknu sneri ég norður á ný. En upp úr áramótum 1978 missti ég svo gott sem alveg stjórn á drykkjunni og gat varla verið ódrukkinn meira en einn dag í einu. Ég fór að nota hveija einustu frístund til drykkju. Á sama tíma jók konan mín líka sína drykkju. Oft þegar ég kom ódrukk- inn af stofunni var vínlykt af henni og það fór afskaplega í taugarnar á mér. Ég vissi hins vegar ekki fyrr en rétt áður en við fórum bæði í með- ferð að hún misnotaði einnig róandi lyf. Ég lét hana aldrei hafa neinar slíkar pillur. Hún náði sér í þær sjálf án þess að ég yrði þess var. Ég hafði auðvitað lykil að apótekinu mínu. Ástandið á heimilinu var því oröið mjög alvarlegt, ekki síst í ljósi þess að við höfðum eignast fjórða barnið í apríl 1977, telpu sem hlaut nafnið Hildur. Við sáum þó yfirleitt sóma okkar í að sinna um barnið þrátt fyr- ir drykkjuna og skiptumst lengst af á um að drekka svo að annað okkar væri til taks til að annast börnin. En eigi að síður var heimilislífið illilega markað þessari miklu óreglu. Missti alla stjórn Ég átti líka í æ meiri erfiöleikum með að halda mér ódrukknum og missti loks algerlega stjórn á drykkj- unni. Ég gat oft ómögulega skilið af hverju ég var að drekka af því ég vildi það ekki. Ég lagði af stað með góð fyrirheit og ætlaöi að halda mér frá áfengi en það dugði kannski í einn og hálfan dag. En mér tókst þó að sinna starfi mínu að mestu, en oft leiö mér illa í vinnunni, sérstaklega sumarið 1978. Þá var Haraldur farinn í frí og Helgi Kristbjarnarson og Kristbjörn Tryggvason faðir hans voru læknar í Hvammstangahéraði á móti mér. Óregla mín h'efur vafa- laust lent talsvert á þeim. í september 1978 fór ég suður til Reykjavíkur til þess að reyna að fá bílprófið mitt aftur en það hafði ég misst þegar ég ók drukkinn frá Hótel Sögu þremur árum áður. Þá var lið- inn sá tími að ég gat sótt um náöun og fengið hugsanlega aö taka prófið aj'tur. Þegar ég kom suöur datt ég auðvitað í það. Dauðadrukkinn lagði ég af stað eitt sunnudagskvöldið á leið norður. Ég var svo drukkinn að ég stóð varla. Eg hefði vafalaust ekki gert þetta ef ég hefði verið á öðru eða þriðja glasi en ég var algerlega búinn aö missa dómgreindina þarna. Ég var alltaf að dotta öðru hverju en vakn- aði svo á síðustu stundu til þess að rétta bílinn af. Ég ætlaði að leggja bílnum við Laxá í Kjós og leggja mig, en hætti svo við það og sofnaði undir stýri og velti bílnum. Ég varð að skríða út um afturrúðuna. Ég slapp nánast ómeiddur en Hafnarfjarðar- lögreglan kom og fór með mig á lög- reglustöðina. Ég var ekki lengi þar heldur lét ná í mig. En þetta ferðalag varð til þess að ég gat ekki sótt um að fá bílprófið aftur næstu þrjú árin. Fyrstu þrjú árin sem ég var edrú var ég próflaus. Eftir bílveltuna fór ég noröur og seldi skömmu síðar bílinn gegnum síma. Um haustið kom Haraldur félagi minn aftur og ég hugsa að það hafi komið honum á óvart hve drykkja mín hafði aukist og ástandið var orð- ið slæmt. Loks kom þar að ég gat ekki meira og leitaði mér aðstoðar. Þann 22. nóvember 1978 fór ég með Norðurleiðarrútunni suður til Reykjavíkur til þess að fara í áfengis- meðferð hjá SÁÁ í Reykjadal." (Ath. Millifyrirsagnir eru blaösins) -ELA Heilsugæslustöð á Húsavík Boðinn er út lokafrágangur heilsugæslustöðvar á Húsavik, þ. á. m. málun inni, frágangur gólfa og raflagna, innréttingar, hreinlætistæki og frágangur lóðar. Verkið er boðið út í einu lagi. Gólfflatarmál húss- ins er um 1477 m2. Tilboð óskast í verkið bæði miðað við verklok 31. maí 1991 og mið- að við verklok 31. október 1991. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Borgartúni 7, Reykjavík, til og með fimmtudegi 29.11. gegn 10.000,- kr. skilatryggingu. Tilboð verða opnuð á skrifstofu IR., Borgartúni 7, þriðjudaginn 4. desember nk. kl. 14.00. IIMIMKAUPASTOFIMUN RÍKISINS BORGARTUNI 7. 105 REYKJAVIK Frá Menntaskólanum við Hamrahlíð Við skólann er laus staða fjármálafulltrúa. Leitaó er eftir manni með bókhaldsþekkingu og reynslu af fjár- málastjórn. Viðkomandi skal hefja störf í janúar 1991. Laun samkvæmt kjarasamningum opinberra starfs- manna. Nánari upplýsingar gefur konrektor, Sverrir Einarsson, á skrifstofu skólans. Við skólann er einnig laus staða skólaritara. Um er að ræða hálft starf. Æskilegt er að umsækjendur hafi nokkra tungumálaþekkingu og vélritunarkunn- áttu. Laun samkvæmt kjarasamningum opinberra starfsmanna. Nánari upþlýsingar gefur áfangastjóri, Steingrímur Þórðarson, á skrifstofu skólans. Fræðslu- og jafnréttisfulltrúi Akureyrarbær auglýsir lausa til umsóknar stöðu fræðslu- og jafnréttisfulltrúa. I júní s.l. ár samþykkti bæjarstjórn Akureyrar jafnrétt- isáætlun til fjögurra ára og er verksvið fræðslu- og jafnréttisfulltrúa að vinna að framkvæmd hennar. Einnig er honum ætlað að sjá um fræðslu- og endur- menntunarmál starfsfólks. Starf þetta er hið fyrsta sinnar tegundar hérlendis og því um spennandi brautryðjendastarf að ræða. Krafist er a.m.k. þriggja ára háskólanáms, t.d. á sviði félagsvísinda, uppeldis- og kennslufræða eða sálar- fræði. Reynsla af kennslustörfum æskileg. Laun eru samkvæmt kjarasamningi Akureyrarbæjar og STAK. Meirihluti þeirra sem nú gegna stjórnunar- og ábyrgðarstöðum hjá Akureyrarbæ eru karlar en stefnt er að því að jafna stöðu kynjanna sbr. 9. grein laga nr. 65/1985 um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla. Konur eru því hvattar til að sækja um starfið. Nánari upplýsingar um starfið veita Hugrún Sig- mundsdóttir form. jafnréttisnefndar í síma 96-27461 e. kl. 20.00 og starfsmannastjóri í síma 96-21000. Æskilegt er að umsækjandi geti hafið störf sem fyrst. Umsóknarfrestur er til 7. desember n.k. og skal um- sókn send starfsmannastjóra á umsóknareyðublöð- um sem fást hjá starfsmannadeild Akureyrarbæjar, Geislagötu 9, sími 96-21000. Bæjarstjórinn á Akureyri.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.