Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.1990, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.1990, Blaðsíða 23
23 LAUGARDAGUR 17. NÓVEMBER 1990. í þáttunum er fjallað um ást og hatur. Örlagarík saga fjölskyldu á stríðstimum. Ófriður og örlög er dýrasti myndaflokkur sem framleiddur hefur verið e upphafi trúlofuð diplómatanum Leslie Slote en verður yfir sig ást- fangin af Byron. Natalie og Byron eru í Varsjá þegar Hitler ræðst inn í Pólland. Þau komast til Ítalíu en gera sér grein fyrir hættunni samfara því að vera gyðingur í veldi Hitlers. Pug sneri frá Berlín til Englands að skipun Roosevelts. Þar upplifir hann hættuástand í London ásamt hjákonu sinni Pamelu Tudsbury. Pamela vili giftast Pug en hann hefur sterk tengsl við fjölskyldu sína og er ekki tilbúinn til þess. Hins vegar á Rhoda, eiginkona hans, sér ástmann sem er Palmer Kirby. Þannig bland- ast ástamál inn í söguþráð fyrri þáttaraðanna. Jane Seymour í stað Ali MacGrew Ófriður og örlög byrjuðu þar sem Bhkur í lofti enduöu. Margir þekktir leikarar koma við sögu í þáttunum og má þar nefna Robert Mitchum sem leikur aðalhlutverkið sem fyrr, Robert Mitchum, gamli Hollywood- leikarinn, fer með aðalhlutverkið í Ófriður og örlög, hlutverk Pugs. Hér ásamt eiginkonunni Rhodu, sem leikin er af Polly Bergen. Vicktor „Pug“ Henry. Jane Seymour fer með hlutverk Natalie, sem er tengdadóttir Pugs en Ali MacGraw fór með hlutverkið í fyrri þáttunum, John Gielgud fer með hlutverk Aar- on Jastrow en aðrir eru: Polly Berg- en, Victoria Tennant, David Dukes, Peter Graves, Chaim Topol, Jeremy Kemp og Ralph Bellamy. Nokkur ný hlutverk eru í þáttunum frá þeim fyrri og fara allmargir leikarar með þau og má nefna: Hart Bochner, Mic- hael Woods, Barry Bostwick og fleiri. í þáttunum eru frægar sögupersón- ur sem uppi voru í seinni heimsstyrj- öldinni svo sem Hitler, Eisenhower og Winston Churchill svo einhverjir séu nefndir. Þættirnir eru sagðir lif- andi og lýsa atburðum er áttu sér stað mjög vel. Sagan segir þó einna helst frá fjöl- skyldu Vicktors Henry, sem var yfir- maður í bandaríska hemum, staddur í Þýskalandi í upphafi stríðs. Þætt- irnir snúast um starf hans og fjöl- skyldu, ást og grimmd. Synir Pugs eru báöir í hernum en Byron, eldri sonurinn, á í miklum erfiðleikum með að ná eiginkonu sinni, Natalie, og syni þeirra úr fangelsi á Ítalíu. Hún á þó kost á að flýja í flótta- mannabát en tekur ákvörðun um að gera það ekki á síðustu stundu. í staðinn fer hún með föðurbróöur sín- Aukablað Matur og kökur fyrir jólin Miðvikudaginn 28. nóvember nk. mun aukablað um matartil- búning fyrir jólin og jólasiði fylgja DV. Þeir auglýsendur, sem hafa áhuga á að auglýsa í þessu auka- blaði, hafi samband við auqlýsinqadeild DV hið fyrsta í síma 27022. Vinsamlegast athugið að skilafrestur auglýsinga er til fimmtu- dagsins 22. nóvember. Ath! Telefaxnúmerið okkar er 27079. um til Siena þar sem þau njósna um þýska embættismenn. Þá mun mikið ganga á hjá aðalsöguhetjunni Pug í einkalífinu. Hann vill vingast við eig- inkonuna samtímis sem hann fær bréf frá Pamelu sem vill endurtaka ástarævintýri þeirra í London svo lítillega sé sagt frá söguþræðinum. Fyrri þáttaröðin sló öll "sýningar- met í Bandaríkjunum árið 1983 og er í dag þriðji vinsælasti myndaflokk- urinn sem sýndur hefur verið. Reiknað er með aö um 140 milljónir Bandaríkjamanna hafi fylgst með þeim þáttum. Sjónvarpsáhorfendur ættu því að eiga spennandi sunnu- dagskvöld í vændum í vetur. -ELA SAMBANDSINS HÖLTAGÚRÐUM SÍMI 68 55 50 VK> MIKLAGARD & KAUPFÉLÖGIN BÆKURNAR OG HUNDRUÐ ANNARRA BÓKA Á MJÖG HAGSTÆÐUJ VERÐI V bókaútéáía BOKALAGERINH f/V T1 f f y\ lÆM BOKALAGERINN Stöðugur bókamarkaður SKJALDBORGARHÚSINU Ármúla 23 - Sími 31599 Opiö á Laugardögum

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.