Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.1990, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.1990, Blaðsíða 3
LAUGARDAGUR 17. NÓVEMBER 1990. Fréttir Lögreglan á Egilsstöðum handtók tvo unga menn: Avísanafalsarar brenndu og skemmdu í bústað aldraðra - köstuðu áfengisflöskum og brenndu fatnað innandyra Tveir aðkomumenn, um og innan við tvítugt, voru handteknir á Egils- stöðum á fimmtudag eftir að hafa valdið skemmdum í sambýli aldr- aöra og falsað ávísanir úr stolnu hefti. Piltarnir ætluðu að gista á Hótel Valaskjálf aðfaranótt fimmtudags- ins. Um kvöldið var þeim vísað út af hótelinu. Sömu nótt hringdu pilt- amir á dyrasíma í sambýli aldraðra við Miðvang. Þeir vöktu íbúa sem hleypti þeim inn í húsið. Þegar inn var komið brutu piltarnir áfengis- flöskur með því að kasta þeim á inn- Fleiri konur óska eftir með- ferðáVogi Líkumar fyrir því að íslensk ung- menni þurfi síðar á lífsleiðinni að leita sér meðferðar vegna áfengissýki eða annarrar vímuefnaneyslu eru verulegar, segir Þórarinn Tyrfings- son, yfirlæknir á Vogi. Á blaðamannafundi sem haldinn var á fimmtudag kynnti Þórarinn ýmsar tölulegar upplýsingar sem safnað hefur verið saman á með- ferðarheimilinu á undanfömum árum. Samkvæmt þeim em flestir þeirra sem óska í fyrsta sinn eftir meðferð á aldrinum 20 til 50 ára. Konur virðast koma aðeins seinna en karlar. Fyrir 15 ára pilt era líkurnar á að hann þurfi meðferð síðar á ævinni tæplega 30 prósent. Fyrir 15 ára stúlku eru líkumar hins vegar mun lægri eða tæplega 12 prósent. Að sögn Þórarins hafa konur í síauknum mæli leitað eftir meðferð en nú era þær um 26% af öllum sjúkl- ingum á Vogi. Hann segir fyrirséð að hlutur kvenna muni aukast á næstunni og að þess sé skammt að bíða að þriðjungur sjúklinganna verði kvenkyns. Þórarinn segir að árlega leiti um 1600 einstaklingar eftir hjálp á Vogi og þar af hafi um 600 ekki fengið meðferð áður. Hann segir athuganir sýna að um helmingur þeirra sem leita sér meðferðar, 25 ára eða eldri, noti ekki áfengi eða önnur vímuefni næstu tvö árin. Þá er talið að tæplega þriðjungur þeirra sem leiti sér að- stoðar í annað sinn nái bata. Hvað árangur varðar er ekki munur á körlum og konum. -kaa Fj ármálaráðuneytið: Sniðgengur ráðninganefnd ríkisins í skýrlu Ríkisendurskoðunar um stjórnsýsluskoðun hjá launaskrif- stofu ríkisins kemur meðal annars fram að ráðninganefnd ríkisins hafði heimilað 13,17 stööugildi við launa- deild fjármálaráðuneytisins. Þrátt fyrir óbreytta heimild hefur starfs- mönnum fjöigað á skrifstofu ríkisins og eru nú 32. Segir í skýrlunni að það veki at- hygli að fjármálaráðuneytið, sem ætti að vera öðrum fyrirmynd í ráðn- ingamálum skuh hafa sniðgengið með öllu ráðninganefnd ríkisins. Þá kemur fram að lagt hafi verið í tug milljóna króna kostnað við hönn- un launa og starfsmannakerfa hjá ýmsum stofnunum innan ríkiskerf- isins. Frá árinu 1987 til ársloka 1989 hefur kostnaður við kjarasamningagerð hjá ríkinu aukist um 12 milljónir að raungildi. Hefur hann hækkað úr 9 milljónum króna í 21 milljón, eða um 130 prósent. -S.dór anstokksmuni. Við svo búið tóku þeir fatnað og bréfarusl og kveiktu í því. Enginn varð var við piltana í húsinu fyrr en líða fór að morgni. Þegar betur var að gáð voru þeir horfnir. Ekki kviknaði í út frá því sem mennirnir kveiktu í. Á fimmtudagsmorgun voru þeir síðan handteknir. Þeir voru þá fót- gangandi á leið til flugvallarins. Við yfirheyrslur hjá lögreglunni játuðu þeir skemmdarverkin á sig. Þeir við- urkenndu einnig að hafa stolið ávís- anahefti í Reykjavík sem þeir notuðu viö að framfleyta sér fyrir austan. Hæsta ávísunin, sem vitað var um að þeir höföu skrifað út á Egilsstöð- um, nam 15 þúsund krónum. Þeir höfðu meðal annars borgað fyrir sig með ávísunum í leigubíla og sjoppur. Mennirnir voru færðir í fanga- geymslur lögreglunnar á Eskifirði þar sem slíkar geymslur eru ekki fyrir hendi á Egilsstöðum. -ÓTT FYRIR BREYTINGARAlDURlNiy NÁTTÚRULÆKNINGABÚÐIN Laugavegi 25, sími 10263. Fax 621901 Fjorar olikar Sparileiðir - fyrir fótk sem fer stnar eigin leiðir í sparnaði! Sparileiðir Islandsbanka eru fjórar því engir tveir sparifjáreigendur eru eins. Þeir búa við mismunandi aðstœður og hafa mismunandi óskir. Sparileiðirnar taka mið af því og mœta ólíkum þörfum sparifjáreigenda eins og best verður á kosið. Sparileið 1 er mjög aðgengileg leið til að ávaxta sparifé í skamman tíma, minnst þrjá mánuði. > 4 Sparileið 2 gefur kost á góðri ávöxtun þar sem upphœð innstœðunnar hefur áhrif á vextina. Sparileið 3 er leið þar sem sparnaðar- tíminn ákveður vextina að vissu marki og ríkuleg ávöxtun fœst strax að 12 mánuðum liðnum. Sparileið 4 býður vaxtatryggingu á bundið fé, því þar eru vextir ákvarðaðir til 6 mánaða í senn. Innstœðan er bundin í a.m.k. 24 mánuði. Kynntu þér nánar Sparileiðir íslandsbanka. Leiðarvísir liggur frammi á öllum gfgreiðslustöð- um bankans. ISLANDSBANKI -í takt við nýja tíma! k i.A.. ÍSLANDSBANKA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.