Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.1990, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.1990, Blaðsíða 20
LAUGARDAGL'R 17. NÓ.VEMHER ip90. Kvikmyndir Pacific Heights: Schlesinger í góðu formi Aðalhlutverkin í Pacific Heights eru leikin af Matthew Modine, Melanie Griffith og Michael Keaton. Það er orðið langt síðan hinn ágæti breski leikstjóri, John Schlesinger, hefur sent frá sér jafnkröftuga mynd og nýjasta kvik- mynd hans, Paciflc Heights, er. Pacific Heights er sálfræðiþriller sem fjallar um unga sambýlisfólkið Drake Goodman og Patty Palmer, sem Matthew Modine og Melanie Grifflth leika. Allt virðist leika í lyndi hjá þeim þar til þau taka upp á því að leigja litla íbúð sem þau eiga í kjaliara hússins sem þau búa í. Sem leigjanda fá þau Carter Hay- es sem leikinn er af Michael Kea- ton. í fyrstu virðist hann vera hinn fullkomni leigjandi en eftir aö hann er fluttur inn ketnur fljótt í ljós að hann er ekki allur þar sem hann er séður og smám saman reynir hann að yfirtaka líf unga fólksins. í fyrstu gera þau sér ekki grein fyrir hvað er að gerast en snúast síðan til varnar því að ef þau tapa missa þau hvort af öðru, heimihð og týna jafnvel lífinu. Það sem verst er fyrir þau er að Hayes hefur lög- in sín megin. John Schlesinger var einn af ungu bresku leikstjórunum á sjötta áratugnum sem vöktu athygli með raunsæjum kvikmyndum. Á því Kvikmyndir Hilmar Karlsson tímabili leikstýrði hann A Kind of Loving, Billy Liar og Darling sem gerði hann heimsfrægan. Leiðin var því greið fyrir hann til Holly- wood. Þar leikstýrði hann fyrst Far From The Madding Crowd sem var yfirhlaðið drama. Ef einhverjir urðu fyrir von- brigðum hurfu þau með hans næstu mynd, Midnight Cowboy. Schlesinger hefur þrívegis fengið óskarsverðlaun og eftir hann liggja margar gæðamyndir. Má þar nefna Sunday, Bloody Sunday, The Day of The Locust, Marathon Man og Falcon and the Snowman. Fyrir þremur árum hvarf hann aftur heim til Bretlands og leik- stýröi Madame Sousatzka, mynd sem fékk mjög góða dóma og minnti um margt á hans fyrstu myndir en fáir komu til að sjá hana. Pacific Heights hefur aftur á móti verið sýnd við metaðsókn vestan hafs að undanfórnu og sýnir að John Schlesinger á nóg eftir þótt orðinn sé 66 ára. -HK Dennis Hooper leikstýrir Don Johnson Guirnar R. Sveinbjömsson, DV, Englandi: Nýjasta kvikmynd Dennis Hoo- per nefnist The Hot Spot og er ver- ið að frumsýna hana víða þessa dagana. Aðalhlutverkið leikur Don Johnson. Ásamt honum leika stór hlutverk í myndinni Jennifer Connelly og Virginia Madsen. Við kynningu myndarinnar á fundi með fréttanönnum í London fyrir skömmu líktu framleiðendur The Hot Spot myndinni við klass- íska ástar-þrillera eins og The Post- man Always Rings Twice og Body Heat. Hvort slík samlíking á rétt á sér verða auðvitaö gestir kvik- myndahúsanna að dæma um en útsendari DV leyfir sér þó að segja að þaö sé full ástæöa til að beija myndina augum. Don Johnson leikur Harry Madox sem einn góðan veðurdag birtist í smábæ einum í Texas þar sem heldur lítið virðist vera um að vera utan einn „skemmtistaður" þar sem boðið er upp á bús og fá- klæddar dansmeyjar. Þorpsbúar fá þó um ýmislegt að hugsa með til- komu Madox í bæinn um leið og eldsvoðar og bankarán blása lífi í daufa tilveruna. Madox fær vinnu sem bílasali en þess á milli sem hann selur bíla á hann í ástarsambandi við tvær konur, önnur þeirra er eiginkona atvinnurekanda hans og hin starf- ar með honum. Þótt Madox verði yfir sig hrifinn af samstarfskon- unni er hann áöur en hann veit af fastur í vef eiginkonunnar sem Jennifer Connelly og Virginia Madsen leika kon- urnar tvær í lífi Harrys. skaffar honum fjarvistarsönnun þegar ásaka á hann um bankarán. Þrátt fyrir vandræðin er Madox ákveöinn aö koma sér burt úr bæn- um og vill taka sína heittelskuðu með sér. Þau búa sig til brottfarar en þá hringir síminn. Eiginkona yfirmannsins er í símanum og til- DonJohnson leikur Harry Madox sem finn- ur nægan skammt af vand- ræðum í smábæ íTexas. kynnir þeim að eiginmaðurinn sé látinn og biður þau jafnframt um að líta inn áður en þau fara. Madox er lítið hrifin af heimboðinu en kærastan telur hann á að koma, nokkuð sem hún hefði betur látið ógert því eiginkonan hefur ýmis- legt við samband þeirra að athuga. Myndin fer rólega af stað en batn- ar eftir því sem á líður og það er fróðlegt að sjá samvinnu Don Jo- hnsons og Dennis Hooper. Reyndar sagði Hooper að það væri ómögu- legt að sjá annan en Johnson í hlut- verki Madox og bætti því við að alveg eins væri hægt kalla mynd- ina The Last Tango in Texas. Dennis Hooper hefur um langt árabil verið umdeildur leikari og leikstjóri. Hans fyrsta mynd sem leikstjóri var Easy Rider sló sú kvikmynd eftirminnilega í gegn en eftir þann sigur komu mörg mögur ár. Hooper hefur nú náð aftur virð- ingu þeirra sem stjórna í Holly- wood og leikur og leikstýrir af full- um krafti. Hans síðasta mynd sem leikstjóri á undan The Hot Spot var Colours. Don Johnson er þekktastur fyrir leik sinn í sjónvarpsþáttunum Miami Vice en meðal kvikmynda sem hann hefur leikiö í má nefna Sweet Hearts dance og Dead Bang. Jennifer Connelly er nýstirni í Hollywood, ekki orðin tvítug, en á þó að baki leik í nokkrum kvik- myndum, má þar nefna Once Upon a Time in America sem hún lék í tólf ára gömul og Labyrinth. Það er með japanskar kvikmynd- ir eins og aðrar sem ekki eru með ensku tali, ekki er hægt að berja þær augum hér á landi nema efnt sé til sérstakra sýninga. Það er ein- mitt vegna sérstakra sýninga að hægt er að kynnast japanskri kvik- myndagerð á síðari árum í næstu viku í Regnboganum er þar verður efnt til japanskra kvikmyndadaga. Sýndar verða fimm kvikmyndir sem veröa aöeins kynntar hér á effir. Shogun Samurai gerist í borginni Edo sem nú heitir Tokyo árið 1632. Æðsti stjórnarherrann, svokallað- ur Shogun, er látinn. Virðist sem eitrað hafi verið fyrir hann. Fyrsti sonurinn er réttmætur arftaki en sá sem er annar í rööinni hafði verið í miklu uppáhaldi hjá fóður sínum og hefur stuðning móður sinnar og flestra ættingja. Fyrsti sonutinn hefur einnig sína stuðn- ingsmenn og segir myndin frá blóð- ugri baráttu um völdin. Ég er þú, þú ert ég er nútíma- mynd sem fjallar um Kazuo og Kazumi sem hittast í framhalds- skóla. Það kemur í ljós aö þau þekkjast, höíðu verið saman í bamaskóla. Ekki era þau mjög hrifin hvort af öðra, að minnsta kosti ekki hún af honum. Þau fylgj- ast þó oft að og dag einn er þau eru á leið heim byrja þau að rífast. Hún hrasar og dettur niður í grjóturö. Hann reynir aö hjálpa henni en það tekst ekki betur til en svo að hann dettur sjálfur og bæði missa þau meðvitund. Er þau rakna við er komín upp einkennileg staöa. Það Regnboginn: virðist sem hann sé kominn inn í hennar Ukama og hún í hans. Þetta furðulega ástand á eftir að skapa ýmis vandræði. Mynd þessi var gerð 1982 og er leikstjóri hennar Obayashi Nobuhiko. Villt blóm heitir á frummálinu Nogiku-no Haka og fiallar um Masao sem er 15 ára og frænku hans, Tamiko, sem er tveimur árum eldri. Þau hafa veríð góöir vinir frá barnæsku. Masao á heima í gömlum bóndabæ sem stendur á fljótsbakka og þangað kemur Tam- iko til að annast Kiku, móður Masao, sem er mjög heilsutæp. Allt virðist í besta lagi en undir niðri krauma gróusögur og hleypidómar sem eiga eftir að koma upp á yfir- boröið. Leiksfjóri þessarar myndar er Shinichiro Sawai. Og þá... heitir á frummálinu Sorekara og gerist i Tokyo 1909. Deisuke er yngri sonur ríks kaup- manns, Toku að nafni. Daisuke er rithöfundur en lifir á peningum fóður síns, vinnur ekkert og kann vel aö meta hið ljúfa líf. Faðir hans vill aö hann giftist en fyrir því er enginn áhugi. En svo kemur gam* all skólabróðir hans i bæinn og með honum eiginkona hans sem Da- isuke hafði verið afar ástfanginn af i skóla. Það kemur svo í ljós að hún hafði einnig verið ástfángin af honum. Myndast nú þríhyrningur sem getur ekki leitt af sér annað en vandræði. Leikstjóri er Morita Yoshimitsu og leikstýrði hann þessari mynd 1988. Fimmta og síöast myndin er Og- in, ást hennar og trú. Gerist mynd- in á sextándu öld. Ogin er dóttir þekkts manns að nafni Rikyo. Hún er ástfangin af Ukon Takaayama sem er kristinn lávaröur en hann er giftur og getur því ekki endur- goldið ást hennar. Eins og sjá má af þessari upptaln- ingu er hér eingöngu ura dramatí- skar myndir að ræða sem sumar hverjar byggast á hefðum sem eru okkur framandi. Þaö er því gott tækifæri fyrir áhugamenn um kvikmyndir að kynnast japanskri kvikmyndagerð. Hún er að mörgu leyti ólík þeirri kvikmyndagerð sem tíðkast á Vesturlöndura þótt Vesturlandabúar hafi fyrr á árum sótt ýmsan lærdóm til japanskra kvikmyndageröarmanna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.