Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.1990, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.1990, Blaðsíða 18
18 LAUGARDAGUR 17. NÓVEMBER 1990. Veidivon Þeir voru á öllum aldri, kastararnir sem mættu þennan sunnudagsmorgun í Laugardalshöllina fyrir skömmu er við litum inn. DV-myndir G.Bender B j ,, y ■ ■ 'i,,- ímÉ msB-, Þessi blómarós reyndi að ná réttu handtökunum fyrir næsta sumar og gekk það bara bærilega. Veiðidellan er ótrúleg: Fluguköst æfð í morgunsárið á sxmnudögum Þó stutt sé síðan veiðimenn drógu inn stangirnar og þær eigi að vera uppi á hillu þessa dagana þýðir það alls ekki vetrarstopp hjá veiðimönnum. Það eru fluguhnýtingar og köst sem eru æfð yfir vetrar- mánuðina víða um land. Þess- ar æfingar halda veiðimönn- um í góðri æfingu fyrir næsta veiðitíma. Það er sunnudagur og einn og einn veiðidellugæi leggur leið sína í Laugardalshöll og íþróttahús Kennaraháskólans til að æfa fluguköst í morg- unsárið. Þegar ég kem inn í Laugar- dalshöll eru mættir á milli 15 og 20 kastarar á öllum aldri. En það er engin kona í hópn- um, aðeins_ein lítil blómarós. Hvar eru allar konurnar sem fengu veiöidelluna í sumar og veiddu margar sinn maríulax? „Þetta er þokkleg mæting en mætti vera miklu betri en að- sóknin tekur kipp eftir jóhn en þá erum við meö miklu færri tíma,“ sagði Gísli Guð- mundsson, formaður Kast- klúbbsins. Kastarnir hugsa um það eitt að æfa sig vel og undir vegg er sögð ein og ein veiðisaga frá sumrinu. Hver var að segja að veiði væri della? Ekki ég. - G.Bender Þjóðar- spaug DV Notaðar tennur Tannlæknir einn í Vestmanna- eyjum smíðaði fyrir löngu tennur í lögreglumann í bænum en gekk illa að fá þær greiddar. Einhverju sinni mættust tannlæknirinn og lögreglumaðurinn á götu og sá síðarnefndi spurði hvert hinn væri að fara. „Ég er að fara niður í prent- smiðju með auglýsingu.*' „Hvað ert þú að auglýsa?" spurði lögreglumaðurinn hissa. „Lítið notaðar gervitennur til sölu. Eru til sýnis uppi í Stefáni lögreglumanni," svaraði læknir- inn og skundaði burtu. Báðarhendur Fyrir mörgum árum ók maður niður Bankastrætið og hafði fall- ega stúlku á hnjám sér. Pyrir vik- ið hafði hann ekki nema aðra höndina á stýrinu. Aksturiag bílsins var því fremur skrykkjótt og fór svo að lögreglan stöðvaði hann. „Af hverju notarðu ekki báðar hendurnar?“ spurði lögreglu- þjónninn. „Ég verð nú að stýra með ann- arri,“ svaraði ökumaðurinn. Dýrtíðin Drykkjumaður eimi komst svo aö orði eftir síðustu áfengis- hækkun: „Brennivínið er orðið svo fjári dýrt aö maður er hættur að gera keypt í matinn.“ Hárið Maður á opinberri skrifstofu í Reykjavik laumaðist burtu úr vinnutímanum en var gripinn glóðvolgur þegar hann ætlaði að setjast við skrifboðið sitt á ný, klukkutíma síðar. „Hvar í tjandanum hefur þú verið?“ spurði skrifstofustjórinn reiður. „Ég skrapp í klippingu," svar- aöi skrifstofumaðurinn. „Og notaðir vinnutímann til þess,“ sagði skrifstofusfjórinn. „Já, af hverju ekki?“ gall í hin- um nýklippta. „Hárið óx í vinnu- tímanum Finnur þú fímm breytingar? 81 Ég hef fundið út að ég hef nákvæmlega sömu mál og Sophia Loren - bara ekki á sömu stöðum. Nafn:........ Heimilisfang: Myndirnar tvær virðast við fyrstu sýn eins en þegar betur er að gáð kemur í ljós að á myndinni til hægri hefur fimm atriðum verið breytt. Finnir þú þessi fimm atriði skaltu merkja við þau með krossi á hægri myndinni og senda okkur hana ásamt nafni þínu og heimilisfangi. Að tveimur vikum liðnum birtum við nöfn sigurvegara. 1) Hitateppi fyrir bak og hnakka, kr. 3.900,- 2) Svissneska heilsupannan, kr. 2.990,- Vinningarnir koma frá Póst- versluninni Príma, Hafnar- firði. Merkið umslagið með lausninni: Finnur þú fimm brey tingar? 81 c/o DV, pósthólf 5380, 125 Reykjavík Vinningshafar fyrir sjötug- ustu og níundu getraun reyndust vera: 1. Gyða Brynjólfsdóttir, Gautlandi 5, 108 Reykjavík. 2. Sóldís B. Tryggvadóttir, Týsgötu 3, 101 Reykjavík. Vinningarnir verða sendir heim.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.