Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.1990, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.1990, Blaðsíða 31
43 LAUGARDAGUR 17. NÓVEMBER 1990. „Betri rödd, hreinna hús'' - segir Brian Eno sem raulaði með ryksugu í hendi og syngur nú á plötu í fyrsta sinn í 13 ár Á vordögum tók poppsíðan til um- fjöllunar nýja plötu fornvinanna úr Velvet Underground, þeirra Lou Reed og John Cale, en hún kallaö- ist Songs For Drella og var tileink- uð minningu íjöllistamannsins Andy Warhol. Sú útgáfa væri ekki í frásögur færandi ef annar höfund- ur vérksins hefði ekki tekið sig til í sumar og ráðist í gerð nýrrar plötu, Wrong Way Up, sem nú er nýlega komin á markað. Það er John Cale sem ekki slær slöku við og fagnar nú sinni annarri breið- skífu á fimm mánuðum. Samstarfs- maðurinn á nýju plötunni er ekki lakari en hinn fyrri, önnur andans hetja, Brian Eno. Gamlir félagar Kynni Cale og Eno má rekja aftur til ársins 1974 þegar sá síðarnefndi útsetti sólóplötuna Fear fyrir Cale. Eftir þá plötu skildu leiðir, Cale hélt sig á sólóbrautinni á meðan orðstír Eno sem útsetjara fór vax- andi. Eftir þátttöku hans í Berlín- ar-trílógiu David Bowie 1977-79 var Eno orðinn eftirsóttur samstarfs- maður nýbylgjusveita. Á næstu árum var hann 1 slagtogi með hljómsveitum á borð við Talking Heads, Ultravox og Devo. í seinni tíð er Brian Eno væntanlega þekkt- astur fyrir að hafa, í félagi við Dani- el Lanois, virkjað tónlistargáfur fjórmenninganna í U2 til nýrra sigra á plötunum The Unfor- gettable Fire og The Joshua Tree. Til að gera langa sögu stutta þá liðu 15 ár þar til Cale og Eno rugluðu saman reytum á ný en það var í fyrra er þeir héldu til Moskvu vopnaðir tannburstum og hljóð- færum. í næsta nágrenni Kremlar- múra stjórnaði Brian Eno upptök- um á sólóplötu John Cale, Words for the Dying sem var leikgerð á ljóðum velska skáldsins Dylan Thomas. í Moskvu kviknaði hug- myndin að Wrong Way Up og urðu grunnar að þremur lögum til þar eystra. Hugmyndaflug- stjórinn Eno Eins og tónlistarunnendur vita hefur Brian Eno sent frá sér nokkr- ar „tilrauna“-plötur í gegnum tíð- ina, plötur þar sem Eno hefur látið reyna á möguleika listformsins um leið og hann hefur reynt að víkka út skilgreininguna á tónhst. Inn í skilgreininguna hefur hann viljað taka umhverfishljóð, þögnina og hvaðeina sem grípur athygli eyr- ans. Allt er þetta hluti af tónlist lífs- ins að hans mati. Þessi afstaöa skýrir m.a. af hverju 13 ár eru liðin frá því að Eno söng síðast á eigin plötu. Verk á borð við Music for Airports og My Life in the Bush of Ghosts hafa innihaldið tónlist í viðasta skilningi hugtaksins, instrumental NB. Nokkur ár eru nú liðin frá því aö Brian Eno sendi síðast frá sér plötu. Hann hefur vermt útsetjarastólinn eins og fram hefur komið auk þess sem mynd- listin hefur sífellt tekið meira af tíma listamannsins. Á því sviði hefur Eno aðallega unnið með hreyflmyndir og notað videotækn- ina á frumlegan máta með árangri sem vakið hefur athygli víða um Finnska blússveitin Honey B. and the T-bones. Brian Eno. Umsjón Snorri Már Skúlason heim. Undirritaðan rekur minni til að fyrir fáum árum hafi staðið til að Brian Eno sýndi list sína hér á landi, hvað sem verður. Nýja platan Wrong Way Up er ólík flestu því sem Brian Eno hefur gert á eigin plötum á síðustu árum og í raun- inni allt frá því á fyrstu sólóplötu sinni Here Come The Warm Jets frá árinu 1974. Platan liggur nær John Cale og ekki er fráleitt að hann hafi forðað Eno frá því að falla í það kviksyndi pælinga sem Eno hefur viljað sökkva sér í þegar hann hefur haft alræðisvaldið al- gjörlega á sinni hendi. Wrong Way Up er að flestu leyti aðgengileg og þægileg áheyrnar án þess að í neinu sé slakað á í frumleika. Að þessu sinni er frumleikinn þó í því formi að hann höfðar til fjöldans. Lögin eiga það flest sammerkt að vera einföld að uppbyggingu en fá meðferð sem auka gildi þeirra og dýpt. Augljóst er að tvíeykið hefur farið af stað með það eitt að leiöar- ljósi að gera plötu sem fullnægði kröfum þeirra sjálfra en ekki hljómplötufyrirtækis eða markað- ar. Wrong Way Up er laus við rembing, hún sýnir skapara sína glaða í góðum fíling. Heimilislegur andi svífur yfir vötnum, þannig grípur sonur Eno’s í hljómborð á plötunni, en Wrong Way Up var einmitt tekin upp á heimili Brian Eno í Suffolk á Englandi. Tónlistin sem þeir félagar bera á borð minnir á stundum á Roxy Music 8. áratug- arins og í rólegri lögunum svífur andi Leonards Cohen yfir vötnum. Að öðru leyti er.erfitt að teyma tvíeykið á bás. Ánægjulegt er að heyra Brian Eno þenja raddböndin eftir langt hlé. í 13 ár hafði hvorki heyrst hósti né stuna frá Eno á plötu. Sjálfur segist hann aldrei hafa verið söngpípa góð en þó hafi hann smám saman fengið trúna á röddina, þökk sé dugnaöi hans við tiltektir. Eno hefur nefnilega haft þann kæk að setja gospeltónlist á fóninn í hvert skipti sem hann býr sig undir að ryksuga húsið sitt og á meðan hann geysist um húsið eins og hvítur stormsveipur hefur hann sungið hástöfum með. Með tímanum tók hann eftir því að röddin var orðin betri og húsið til „hreinna" fyrirmynda. John Cale og Brian Eno hafa gert plötu sem seint verður talin til meistaraverka rokksins, Wrong Way Up er hins vegar einlæg og tíðum frumleg og það eru þættir sem skipta máli. Á jafnri plötu standa rólegu lögin upp úr, lög á borð við Cordoba og The River en fast á hæla þeirra koma One Word og Spinning Away. Góðirgestir „Með réttu má segja að við séum rokkband undir sterkum blúsá- hrifum,“ sagði Esa Kuloniemi, söngvari og gítarleikari finnsku hljómsveitarinnar Honey B. and the T-Bones, þegar hann var beðinn um að lýsa sveitinni. Honey B. and the T-Bones á rætur að rekja til smábæjar í austur Finnlandi ekki fjarri landamærum Sovétríkjanna. „Krummaskuð er kannski réttasta lýsingarorðið yfir staðinn því að sem unglingur þurfti ég að panta allar mínar hljómplötur frá Hels- inki og jafnvel Svíþjóð. Á þeim tíma lá maður í John Mayall, gömlu Fle- etwood Mac, Cream og Jimi Hendr- ix en síðar áttu gömlu blúsjaxlarn- ir Robert Johnson, Muddy Waters og B.B. King hug minn allann," segir Kuloniemi. Á þessum orðum má sjá í hvaða geira tónlistarinnar Honey B. and the T-Bones eru, því Kuloniemi segir gömlu meistarana hafa haft mikil áhrif á hljómsveit- ina. Reyndar ættu íslenskir tónlistar- unnendur að þekkja fyrirbærið því að hljómsveitin kemur til íslands í þriðja sinni á miðvikudaginn nk. og verður hér fram yfir helgi blús- áhugamönnum til ánægju og ynd- isauka. Blús-rokk tríóið sem hefur verið á faraldsfæti síðustu misseri og þá aðallega í Bandaríkjunum, Kanada og vestur Evrópu verðurmeð fimm tónleika hér á landi. Á Borginni á miðvikudagskvöld, á Tveimur vin- um á fimmtudags-, fóstudags- og sunnudagskvöld og á Akranesi á laugardagskvöld. íslensku hljóm- sveitirnar Vinir Dóra og Gal í Leó inunu troða upp með tríóinu finnska. Hljómleikar Finnanna hafa feng- ið ágæta dóma erlendis og i kana- dísku blaöi sagði gagnrýnandi að þar sem hann sat og hlýddi á leik Honey B. and the T-Bones hafi hann verið farinn að halda að ræt- ur blúsins lægju norður í ballar- hafi en ekki í sveittum Suðurríkj- um Bandaríkjanna, svo mikil var tilfinningin og hitinn í leik hljóm- sveitarinnar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.