Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.1990, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.1990, Blaðsíða 6
6 LAUGARDAGUR 17. NÓVEMBER 1990. Útlönd James Baker talar opinskátt um Persaflóadeiluna: Okkur vantar pólitískar f orsendur fyrir hernaði - Anker sneri heim til Danmerkur með aðeins 16 gísla Aö mati James Baker utanríkis- ráðherra verða Bandaríkjamenn að finna sterkari pólitískar sem og hernaðarlegar forsendur fyrir stríði við Persaflóann til að nokkur von sé um að leysa deiluna með samning- um. Baker átti í gær viðræður við emb- ættismenn hjá Evrópubandalaginu. Hann sagði eftir fundinn að andstæð- ingar íraka í Persaflóadeilunni yröu að sannfæra Saddam Hussein um að honum stæði í raun og veru ógn af herjunum i Saudi-Arabíu til að nokk- ur von væri um friðsamlega lausn. „Ef Saddam telur veldi sínu ekki ógnað af okkur er engin von til þess að deilunni við Persaflóa ljúki með friði. Friðsamleg lausn er jú það sem við vonumst eftir,“ sagði Baker. Baker sagði að ein leiðin til aö skjóta Saddam verulega skelk í bringu væri að Sameinuðu þjóöirnar heimiluð beitingu hervalds gegn írökum. Næstu daga verður Baker á fundum með ráðamönnum í Evrópu. Tilgangur fundarhaldanna er aö fá fleiri ríki til að styðja harðari stefnu gagnvart írak en til þessa. Stuðning- •ur Breta og Frakka er þegar vís en hik hefur komið á leiðtoga margra annarra ríkja á síðustu vikum. Embættismenn í fylgdarliði Bakers sögðu aö Bandaríkjamenn hefðu full- an hug á að fá slíka ályktun sam- þykkta fyrir lok þessa mánaðar en þá tekur Jemen við forsæti í Öryggis- ráði Sameinuðu þjóðanna af Banda- ríkjunum. Hosni Mubarak, forseti Egypta- lands, mæltist til þess í gær að Bandaríkjamenn létu hjá líða fyrst um sinn aö fá heimild Sameinuðu þjóðanna til að fara með hernaði á hendur írökum. Mubarak ræddi um að ákvörðun um þetta gæti beðið í allt að þrjá mánuði svo Irakar gætu metið'stöðu sína að nýju. Jefgeni Primakov, sérlegur sendi- maður Gorbatsjovs, hefur einnig mælt með aö enn verði reynt að semja við Saddam. Baker sagðist í gær sannfærður um að þetta væri skoðun Primakovs en hvorki Gor- batsjovs né Sévardnadse, utanríkis- ráðherra Sovétríkjanna. Eftir fundinn í gær var Baker harð- oröur í garð fyrrverandi leiðtoga í Evrópu fyrir fjölmargar ferðir til ír- aks að ná í gísla. Sagði hann að þess- ir menn létu Saddam nota sig eins og nytsama sakleysingja. Baker taldi að árangurinn af flakkinu í „gömlu mönnunum" væri sá einn að Saddam teldi að Vesturlönd stæðu ekki ein- huga gegn honum. Anker Jörgensen kom heim í gær frá Bagdad með 16 gísla. Þá eru eftir 58 Danir í írak en Anker tókst ekki að fá þá lausa. Anker var rétta viku í Bagdad og var ósáttur viö að fá ekki fleiri gisla lausa. Reuter/Ritzau HaHHínumenn ráðast á Gorbatsjov Mikhail Gorbatsjov flutti Æðsta ráðinu sannkallaða hrollvekju i gær. Hér ræðir hann við aðstoðarmann sinn eftir ræðusína. Simamynd Reuter Ivan Polozkov, leiðtogi Kommún- istaflokks Rússlands, hefur ráðist harkaleg gegn Mikhail Gorbatsjov, forseta Sovétríkjanna, og stefnu hans og boðað harða andstöðu við per- estrojkuna í Æðsta ráðinu. Polozkov er meðal harðlínumanna af gamla skólanum í Sovétríkjunum. Hann lét þau orð falla á fundi flokks- ins í Rússlandi í gær að Gorbatsjov hefði misst alla stjórn á sovésku þjóð- lífi sem best sæist af því aö efnahag- urinn væri að hruni kominn. Polozkov hvatti Gorbatsjov til að koma aftur á lögum og reglu í landinu. Um leið sakaði hann Gor- batsjov um að stefna að því leynt og ljóst að koma á kapítalisma í stað Sovétskipulagsins. „Atburðir síðustu vikna benda því miður ótvírætt til þess að harmleikur bíði sovésku þjóðarinnar," sagði Polozkov. „Ég krefst þess að forset- inn leiti allra leiða til að endurvekja virðingu fyrir stjórnvöldum. Að öðr- um kosti verðum við að endurskoöa afstöðu okkar til stjórnarinnar." Á sama tíma og Sovétmenn gátu lesið ræðu Polozkov í blöðunum hélt Gorbatsjov ræðu í Æðsta ráðinu þar sem hann hvatti til nýrrar sóknar í efnahagsmálum svo komast mætti hjá algeru hruni í landinu. Ræða Gorbatsjovs vakti mikla at- hygli enda hefur hann ekki áðúr tal- að svo berum orðum um þann vanda sem steðjar að í Sovétríkjunum. Ræða Gorbatsjovs þótti kröftug og Milljarða krafistfyrir stóðhest Breska Lloyds tryggingafélagið þarf trúlega aö greiða 50 milljónir dollara í tryggingabætur fyrir fallinn stóðhest frá Kentucky í Bandaríkjunum. Þetta svarar til um 2,7 milljarða íslenskra króna. Fari svo að tryggingafélagið greiði bætumar verður þetta hæsta fjárhæð sem nokkru sinni hefur veriö greidd fyrir hest, lif- andi eða dauðan. Stóðhesturinn, sem hér á í hlut, var kallaður Alydar. Hann var n\jög eftirsóttur meðal hrossa- ræktenda í Bandaríkjunum og hafði verið það mörg undanfarin ár. Þar í landi eru góðir stóó- hestar dýrari en í öðrum löndum. Alydar var felldur eftir að hann fótbrotnaði í hesthúsi sínu. Reuter hann fór mikinn í ræðustólnum. „Okkur hefur ekki aðeins mistekist að bæta ástand efnahagsmála heldur Loks hagnaður af viðskiptum í Færeyjum Fyrstu þrjá ársfjórðungana á þessu ári högnuðust Færingar á viðskipt- um sínum viö útlönd. Þetta er í fyrsta sinn í mörg ár að teljandi afgangur verður að útflutningstekjunum. Það sem af er þessu ári er hagnað- urinn á viðskiptunum orðinn nærri fjórir milljarðar íslenskra króna en á sama tíma í fyrra varð aðeins óverulegur hagnaöur. Ástæðan fyrir þessari hagstæðu þróun er fyrst og fremst sú aö mjög hefur dregið úr innflutningi. Mestu munar þar um að innflutningur á bílum hefur dregist verulega saman og einnig á öllum varningi til byggingar- og atvinnustarfsemi. Innflutningurinn á bílum hefur dregist saman um 68%. í heild hefur innflutningur minnkað um 17% en útflutningur aukist lítillega. Rítzau hefur það beinlínis versnað að mun,“ sagði Gorbatsjov. „Það sama er að segja af pólitíska sviðinu. Við höfum Eggjum og tómötum kastað í Glistrup Egg og tómatar dundu á danska þingmanninum Mogens Glistrup þegar hann kom fram á fyrsta fundi nýja Hagsældarflokksins. Flokkinn stofnaði hann eftir að endanlega slitnaði upp úr sam- starfi með Framfaraflokknum. Glistrup fékk sendingar fund- argesta í andlitið ogfót hans ötuð- ust út. Atvik þetta varð í Slag- else. Ekki voru það þó fylgismenn Glistrups sem reiddust honum svo mjög heldur réöst hópur and- stæöinga nýja flokksins inn á fundinn. Ekki komu nema 100 manns til fundarins sem þótti stormasamur. Ritzau verið í vörn nógu lengi og nú er kom- inn tími til aö blásið verði til sókn- ar. Reuter Verð á olíu fer lækkandi Síðustu daga hefur heimsmarkaðs- verö á olíu lækkað jafnt og þétt og var í gær þegar mörkuðum var lokað komið niður fyrir 30 dali á tunnuna. Sem fyrr í haust er helsta skýring- in á breytingum á olíuveröi rakin til ástandsins viö Persaflóa. Síðustu daga hefur heldur þótt friðvænlegt þar um slóöir og fáar harðorðar yfir- lýsingar gengið milli deiluaðila. Ekkert bendir til varanlegrar lækkurnar á verðinu því um leiö og leikurinn æsist við Persaflóann hækkar verðið á ný ef marka má fyrri reynslu. Enn vantar þó mikið á að olía fáist á sama verði og var fyr- ir Persaflóadeiluna. Verö á bensíni lækkaöi einnig í gær. Um miðja dag seldist tonnið af því á um 300 dali og haföi þá lækkaö um 25 dali það sem af var vikunni. Verð á gulli helst svipað þessa dag- ana eða um 380 dalir fyr.r únsuna. -TT Konur fá ekki að aka bílum Ríkisstjórn Saudi-Arabíu hefur stranglega varað konur við að mótmæla banni sem ríkir við bif- reiðaakstri kvenna í landinu. Fjörutíu og sjö konur komu sam- an í höfuðborginni Riyadh fyrir skömmu og óku brott frá móts- staðnum í eigin bílum til að mót- mæla banninu. Stjórnvöld hafa lýst þessu at- hæfi sem óvirðingu við hefðir landsmanna. Opinberlega hefur því verið lýst yfir að aksturinn hafi verið „heimskulegur" og að komið verði í veg fyrir að mót- mæli af þessu tagi verði endur- tekin. Jafnframt hafa öll mót- mæli i landinu veriö bönnuð meðan á deilunni við Persaflóa stendur. Reuter Peningamarkaður INNLÁNSVEXTIR (%) hæst Innlán óverðtryggð Sparisjóðsbækur ób. 2-3 Ib Sparireikningar 3ja mán. uppsögn 2.5-3 Allir 6mán. uppsögn 3,5-4 nema Bb Ib.Sb 12mán.uppsögn 4-5 Ib 18mán. uppsögn 10 Ib Tékkareikningar, alm. 0,5-1 Bb Sértékkareikningar Innlán verðtryggð 2-3 Ib Sparireikningar 3ja mán. uppsögn 1,5 Allir 6mán. uppsögn 2.5-3.0 Allir Innlánmeð sérkjörum 3-3,25 nema ib Ib Innlán gengistryggð Bandarikjadalir 6,5-7 Ib Sterlingspund 12,25-12,5 Ib.Bb Vestur-þýskmörk 7-7,1 Sp Danskarkrónur 8,5-8,8 Sp ÚTLÁNSVEXTIR (%) lægst Útlán óverðtryggð Almennirvixlar(forv.) • 12,25-13,75 Bb.Sp Viðskiptavíxlar(forv.)(1) kaupgengi. Almennskuldabréf 12,5-14,25 Ib Viðskiptaskuldabréf(1) kaupgengi Allir , Hlaupareikningar(yfirdr.) 15,5-17,5 Bb Utlan verðtryggð Skuldabréf 7,75-8,75 Lb.Sb Utlán til framleiðslu Isl.krónur 12,25-13,75 Lb.Sb SDR 10,5-11,0 Lb.Sb Bandarikjadalir 9,5-10 Lb.SB Sterlingspund 15.25-15.5 Lb.Sb Vestur-þýsk mörk 10-10.2 Allir Húsnæðislán 4,0 nema Sp Lífeyrissjóðslán 5-9 Dráttarvextir 21,0 MEÐALVEXTIR Óverðtr. nóv. 90 12,7 Verðtr. nóv. 90 8.2 VÍSITÖLUR Lánskjaravisitala nóv. 2938 stig Lánskjaravísitala okt. 2934 stlg Byggingavísitala okt. 552 stig Byggingavísitala okt. 172,5 stig Framfærsluvísitala okt. 147,2 stig Húsaleiguvísitala óbreytt l.okt. VERÐBRÉFASJÓÐIR Gengi bréfa verðbréfasjóða Einingabréf 1 5,161 Einingabréf 2 2,800 Einingabréf 3 3,395 Skammtímabréf 1,736 Auðlindarbréf 1,000 Kjarabréf 5,097 Markbréf 2,717 Tekjubréf 2,013 Skyndibréf 1,519 Fjölþjóðabréf 1,270 Sjóðsbréf 1 2.473 Sjóðsbréf 2 1.790 Sjóðsbréf 3 1,722 Sjóðsbréf 4 1.479 Sjóðsbréf 5 1,037 Vaxtarbréf 1.7480 Valbréf Islandsbréf 1,071 Fjórðungsbréf 1,046 Þingbréf 1,071 Öndvegisbréf 1,062 Sýslubréf 1,077 Reiðubréf 1,054 HLUTABRÉF Söluverð að lokinni jofnun m.v. 100 nafnv' Sjóvá-Almennar hf. 688 kr. Eimskip 570 kr. Flugleiðir 230 kr Hampiðjan 176 kr. Hlutabréfasjóður 174 kr. Eignfél. Iðnaðarb. 186 kr. Eignfél. Alþýðub. 131 kr. Skagstrendingur hf. 420 kr. Islandsbanki hf. 179 kr. Eignfél. Verslunarb. 140 kr. Oliufélagið hf. 605 kr. Grandi hf 225 kr. Tollvorugeymslan hf. 110 kr. Skeljungur hf. 667 kr. Ármannsfell hf. 235 kr. Útgerðarfélag Ak. 325 kr. Olís 200 kr. (1) Við kaup á viðskiptavíxlum og vió- skiptaskuldabréfum, útgefnum af þriðja aðila, er miðað við sérstakt kaupgengi, kge. Skammstafanir: Bb= Búnaðarbankinn, lb = lslandsbanki Lb = Landsbankinn, Sb = Samvinnubankinn, Sp = Sparisjóð- irnir. Nánari upplýsingar um peningamarkað- inn birtast í DV á fimmtudögum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.