Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.1990, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.1990, Blaðsíða 11
.0G6I H3HM3VÖVÍ .TI HUDAQHADUAJ 01 MUlrAKlJAGtm ÍA W6VBMBER 1990:............ '■■■'------------------- ----------• ........ ... -...—.........................» Menning ,,Blindur flokksþræll hef ég aldrei verið" Björn Pálsson, sem kenndur er viö Löngu- mýri í Austur-Húnavatnssýslu, sat á Alþingi frá 1959 til 1974 fyrir Framsóknarflokkinn. Meðal þjóðarinnar er hann þó minna kunnur fyrir afrek í stjórnmálum en harðfylgi og snilli í málaferlum. Á þeim vettvangi hefur hann att kappi við sýslumenn í héraði ára- tugum saman og oftast haft betur. Nafnið á þessari bók, þar sem Björn rekur lífshlaup sitt fyrir einum virtasta höfundi viðtalsbóka, Gylfa Gröndal, á vel við. Björn kveðst ávállt hafa reynt að hafa gaman af því sem hann tekur sér fyrir hendur, og oft- ar en ekki hefur hann skemmt öðrum í leið- inni. Það á bæði við um málarekstur og stjórnmál en um hið fyrrnefnda segir Björn einmitt: „Ef menn þurfa að standa í málaferlum, er best að reyna að hafa gleði af því og gera það svo vel, að þeir vinni máhn; þá er þetta mun ódýrari skemmtun en að flækjast til Mallorca". Fjórir meginþættir Bókinni er skipt í fjóra kafla sem fjalla um ólíka meginþætti í lífi og starfl Björns á Löngumýri. í fyrsta kaflanum rekur hann ættir sínar, segir oft skemmtilegar §ögur af litríkum for- feðrum sínum og eftirminnilegum sveitung- um. Annar kaflinn íjallar um nám Björns í bændaskólanum að Hólum, heimsreisu hans í lok þriðja áratugarins, fyrstu búmennsku- árin þar sem kapp hans og dugnaður skilaði góðum árangri, og störf hans fyrir sam- vinnuhreyfmguna, en Björn var í nokkur ár kaupfélagsstjóri á Skagaströnd og rak þaöan útgerð með góðum árangri. Segir hann nokk- uð frá samskiptum sínum við hrokafulla skömmtunarstjóra ríkisbankanna. Mörgum munu vafalaust þykja tveir síðari kaflanir forvitnilegastir en þar segir Björn annars vegar frá afskiptum sínum af stjórn- málum og hins vegar frá dómsmálunum frægu þar sem meðal annars var tekist á um eignarhald á skinni af refi sem slapp úr búi Björns, um þá frægu Löngumýrar-Skjónu og um böðun fjár með valdboði og liðssafnaði. Dreymdi fall Jóns á Akri Björn segir skemmtilega frá pólitískum átökum bæði á landsvisu og í héraði. Hann segir kost og löst á mörgum stjórnmálafor- ingjum sem hann hafði samskipti við um dagana og fer ekki í felur með álit sitt frekar en venjulega. Þegar Björn fór fyrst í framboð í Austur- Húnavatnssýslu var Jón Pálmason á Akri „eins og kóngur í ríki sínu“ þar nyrðra og talið ólíklegt að nokkrum tækist að fella hann. Björn kveðst hafa ákveðið að gefa kost á sér til framboðs 1959 eftir að hann dreymdi atkvæðatalningu. Á borði lágu atkvæðaseðl- ar í fjórum bunkum, tveir stórir og svo jafn- ir að ekki var hægt að sjá hvor væri hærri: „Ég þykist vita, að þykku bunkarnir séu atkvæði okkar Jóns Pálmasonar, og er aö velta því fyrir mér, hvor okkar hafi náð kosn- ingu. Þá heyri ég kallað hárri raustu: Jón féll!“ segir Björn. Þetta fór eftir. í kosningun- um vann Björn með 28 atkvæða mun. Björn segir hér í gamansömum dúr frá þessari kosningabaráttu, þar sem hann lagði í vana sinn að hæla Jóni á Akri á hvert reipi í stað þess að hallmæla honum, og talning- unni sem var æsispennandi. Honum tókst að verja sæti sitt í fernum kosningum eftir þetta. Oft munaði þó mjóu, til dæmis árið 1967 þegar „drottinn sendi mér Eykon“ eins og Björn oröar það. Eykon fékk að kenna á gamansemi Björns sem lagði í vana sinn á kosningafundum að koma mönnum í gott skap: „Sá, sem veldur leiðind- um, hlýtur að tapa; þurrspeki gengur ekki, og rætni og rótarskapur getur verið nei- Björn á Löngumýri leikur við hunda sína á heimaslóóum. DV-mynd GVA Bókmenntir Elías Snæland Jónsson kvæður; gamansemin er beittasta vopnið,“ segir hann um kosningabaráttuna. Ráðherrasóttin og vitleysan Framsóknarílokkurinn er frægur fyrir for- ystuhollustu, en Björn var lítt fyrir undir- gefni og kveðst aldrei hafa verið „blindur ílokksþræll". Hann rekur hér m.a. er hann neitaði að vera á móti samningnum um ál- verið í Straumsvík. Björn var aldrei valinn til æðstu metorða af flokksbræðrum sínum og fékk því aldrei þá „ráðherrasótt“ sem hann lýsir svo ágæt- lega: „Jafnvel bestu menn breytast, þegar þeir verða ráðherrar; þeir reyna að rétta úr hoknum herðum og tylla sér á tá í sífellu; sumir líta jafnvel til himins, eins og helgir menn. Og geispa í tíma og ótíma á þingfund- um!“ Honum frnnst líka árangur þingsetunnar lítill: „Þegar ég settist fyrst á þing, hélt ég í bjart- sýni minni, að ég gæti gert eitthvert gagn með því að vera á móti því, sem vitlaust var. En eftir að hafa gegnt þingmennsku í sextán ár, var mér orðiö ljóst, að ekki er hægt að ráða við vitleysuna; það hefur eng- inn getað og mun enginn geta.“ Það var oft gaman aö heyra Björn á Löngu- mýri í ræðustóli á Alþingi og á almennum fundum. Sú ánægja rifjast upp viö að lesa þessa umbúðalausu frásögn hans af sjálfum sér og samferðamönnum. Björn kvæntist Ólöfu Guömundsdóttur árið 1945. Þau eignuðust tíu börn og er bókin skreytt mörgum myndum af fjölskyldunni. Þau mistök hafa orðið við vinnslu bókar- innar aö á bls. 220-223 hafa nokkrar máls- greinar fallið út en aðrar eru tvíbirtar. ÉG HEF LIFAÐ MÉR TIL GAMANS. Björn á Löngu- mýri segir frá. Höfundur: Gylfi Gröndal. Forlagið, 1990. Gott verð • Góð kiör Opið í dag til kl. 16, sunnudag kl. 14-16. REYKJAVÍKURVEGI66,220 HAFNARFIRÐI,SÍMI 54100. , HÚSGAGNASÝNING Nýjar sendingar af þýskum hornsófum og ítölskum sófaborðum. Ath! SmíðUm einnig hornsófa eftir máli. Loðfóðruð leðurstígvél. St. 36-42. Litir: svartur, blár, bordo. Spyrjið um Askel frá Euro skó. Kr. 7.995,- KRINGLAN 8-12 • SÍMI: 686062 Póstsendum samdægurs

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.