Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.1990, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.1990, Blaðsíða 14
14 LAUGARDAGUR 17. NÓVEMBER 1990. Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaóur og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoöarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELiAS SNÆLAND JÖNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiösla, áskrift, ÞVERHOLTI 11,105 RVÍK.SlMI (91 )27022- FAX: (91)27079 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1100 kr. Verð i lausasölu virka daga 105 kr. - Helgarblað 130 kr. Klippa hálsbindi Skortur menntaskólanema á mælskulist hefur verið tilefni blaðadeilu undanfarnar vikur. Svo virðist sem lið hafi unnið mælskukeppni á klósettbröndurum og með því að klippa hálsbindi af fundarstjóra, en annað lið hafi tapað með því að láta hið síðarnefnda hjá líða. Keppni af þessu tagi virðist felast í, að keppendur draga um, hvort þeir mæli með eða móti umræðuefni, sem þeim er sett fyrir. Þetta getur verið ágæt þjálfun fyrir verðandi lögfræðinga, því að þeir lenda oft í að verja eða sækja mál án þess að geta valið sér málstað. Samt mundi málflytjanda gagnast lítt að segja klósett- brandara í dómsal eða klippa hálsbindi af dómara. Ýkj- ur menntaskólanema í þessu minna á aðrar ýkjur, sem einkenna þá. Tolleringar voru í gamla daga meinlaust rugl, sem núna er búið að afskræma á ýmsa vegu. Kappræður í mildara formi en nú virðast tíðkast hafa löngum einkennt málfundafélög í skólum. íslend- ingum virðist henta vel hin lögfræðingslega hugsun, að mælska felist í að fá erfiðan málstað í fangið og þurfa að bera hann fram með margvíslegri hundalógík. Meira að segja er sagt, að lögfræði útúrsnúninga hafi einkennt íslendinga öldum saman. Er þá vísað til þeirrar þjóðaríþróttar fyrri alda að sigla til Kaupin- hafnar með tapað mál og þjarka þar út með seiglunni breyttan úrskurð langþreyttrar konungshirðar. Halldór Laxness orðar það svo: „Því hefur verið hald- ið fram að íslendíngar beygi sig lítt fyrir skynsamlegum rökum, fjármunarökum varla heldur, og þó enn síður fyrir rökum trúarinnar, en leysi vandræði sín með því að stunda orðheingilshátt og deila um titlíngaskít sem ekki kemur málinu við; en verði skelfmgu lostnir og setji hljóða, hvenær sem komið er að kjarna máls.“ Þess verður vart meðal þekktra stjórnmálamanna íslenzkra, að þeir hafi snemma tekið í skóla trú á yfir- burði sína í þessari sérgrein mælskulistar og líti á sig sem burtreiðamenn, er hafi sælastan sigur af því að snúa sem bezt og mest út úr sem erfiðustum málstað. Svo gaman hafa tveir flokksformenn af því að hlusta á hundalógík sjálfra sín, að þeir hafa ferðazt saman um landið á svokölluðu „rauðu ljósi“, til að landsmenn geti klappað riddaramennsku burtreiðamanna lof í lófa. En þeir klippa þó ekki bindið af fundarstjóranum. Annar þeirra heldur sem ráðherra fund með blaða- mönnum svo sem á þriggja mánaða fresti. Þar leggur hann sig fram um að sanna, að svart sé hvítt og hvítt sé svart. Nú síðast sannaði hann með sjónhverfmgum, að skattar væru óvenjulega lágir hér á landi. Eftir hvert svona bað fara málsaðilar og fjölmiðlar úti í bæ að reyna að kafa niður í sjónhverfmguna. Þeg- ar þeir eru búnir að finna hið rétta og gagnstæða í málinu, er ráðherrann búinn að missa áhugann og far- inn að undirbúa nýja leiksýningu, nýjar burtreiðar. Raunar er íslenzk þjóðmálaumræða svo fámenn, að samkomulag myndast ekki um, á hvaða lágmarksplani hún skuli vera. Þetta er ólíkt því, sem er í ýmsum ná- grannalöndum, þar sem þegjandi samkomulag er um, að staðreyndir séu raktar og ekki sé snúið út úr. Mælskulist í tali og skrifuðu máli felst ekki í sérís- lenzkri þjóðaríþrótt orðhengilsháttar og langsóttra lög- skýringa. Hún felst ekki í að fara að tala um annað, þegar sést í kjarna máls, eða í að klippa hálsbindi. Hún felst í að raða upp staðreyndum í þeirri röð, að ljós sé röksemdin, sem staðreyndirnar segja sjálfar. Jónas Kristjánsson Fulltrúadeildin demókrata fram yfir aldamót Kosningar til Bandaríkjaþings, fylkisstjóra og fylkisþinga í síöustu viku ollu engum straumhvörfum á þingi í Washington, þar sem Demó- krataflokkurinn styrkti nokkuð yfirburðastöðuna sem hann hafði fyrir, en þær gerðu endanlega út af við hernaðaráætlun ráðagerðar- manna í forystu Repúblikana- flokksins um að byggja á sigursæld í forsetakosningum undanfarið til að gera hann að varanlegum meiri- hlutaflokki í alríkismálefnum, jafnt á sviði löggjafar sem fram- kvæmdavalds. Kosningasigrar Ronalds Reagan og síðar Georges Bush voru eink- um glæsilegir á því svæði Banda- ríkjanna sem nefnt er sólarbeltið og nær yfir fylkin næst Mexíkóflóa í austri allt vestur til Kalifomíu. Á þessu svæði hefur fólki fjölgað verulega því aö þar hefur vaxtar- broddur atvinnulífs, hátækniiðn- aður og greinar sem honum fylgja einkum valiö sér stað. Að sama skapi hefur fólki fækkað, í beinum tölum eða hlutfallslega, á ryðbelt- inu svokallaða, fylkjum í norðri og austri sem byggja á gamaldags þungaiðnaði og hafa verið höfuð- vigi demókrata frá því rísandi verkalýöshreyfing varð máttar- stólpi flokksins á valdadögum Frankhns Delano Roosevelt. Á tíu ára fresti, eftir manntal þegar ártal endar á núlli, er sætum í fulltrúadeild Bandaríkjaþings skipt á ný á milli fylkjanna í sam- ræmi við fólksfjöldabreytingar. Þingsæti færast til fylkja meö auk- inn íbúafjölda frá þeim sem búa- við fólksfækkun. Þar sem breyting verður, hvort heldur þingsæti bæt- ast við eða þeim fækkar, þarf að breyta allri kjördæmaskipan þar sem um einmenningskjördæmi er að ræða. Fylkisstjóri og fylkisþing ákveða nýju kjördæmaskipting- una. Frá því í öndverðri sögu Banda- ríkjanna hefur þessi endurskoðun kjördæmaskiptingar verið eitt helsta ráð valdaflokks á hverjum stað til að hámarka möguleika sjálfs sín á að koma mönnum í full- trúadeild sambandsþingsins í Was- hington en spilla aö sama skapi fyrir keppinautum. Er það gert' á Erlend tíðindi Magnús Torfi Ólafsson þann hátt að kjördæmamörk eru dregin til að þjappa fylgi andstæð- inga saman í sem fæstum kjör- dæmum en dreifa eigin fylgi þannig að sigurlíkur séu í sem flestum kjördæmum. Þessi aðferð til að hafa áhrif á kosningaúrslit með kjördæmaskip- an hlaut þegar árið 1812 sérstakt heiti sem enn er í fuliu gildi, Gerry- mandering. Er þaö af því dregið, að Gerry - fylkisstjóri í Massac- husetts - skipti Essex-sýslu í þágu repúblikana, þannig að annað kjör- dæmið, sem úr varð, líktist helst salamöndru. Dómstólar hafa á síö- ari áratugum sett þessu athæfi skorður en þó hafa valdaflokkar enn verulegt svigrúm til aö skipta kjördæmum í eigin þágu. Draumur framsýnna manna í Repúblikanaflokknum hefur allan þennan áratug verið að nýta fylgið í sólarbeltinu til að komast í þá aöstööu að geta ráðið kjördæma- skiptingu í mestu fólksíjölgunar- fylkjunum eftir manntahö 1990. Kosningarnar í síðustu viku gerðu endanlega út af við þá framtíðar- sýn. Von er að repúblikönum sé hug- leikið að bæta stöðu sína í fulltrúa- deild Bandaríkjaþings. Þar hafa demókratar haft meirihluta óslitið frá árinu 1954 og síðasta kjörtíma- bil höfðu þeir 258 af 435 fulltrúa- deildarsætum. Kosningastjórar repúblikana og Bush forseti gerðu stórátak í af- staðinni kosningabaráttu til að styrkja stöðu flokksins til að hafa áhrif á kjördæmaskiptinguna framundan með því að styðja fram- bjóöendur hans til sigurs í sólar- beltisfylkjunum Flórída og Texas, sem talið er að bæti við sig samtals sjö fulltrúadeildarsætum fyrir næstu kosningar, 1992. Þetta mis- tókst á báðum stöðum. Ann Ric- hards, höfuöóvinur Bush í stjórn- málum í Texas, sigraði Clayton Williams í Texas og í Florida vann Lawton Chiles frægan sigur á frá- farandi fylkisstjóra, Bob Martinez. Þessir sigrar demókrata skipta því meira máh þegar að kjördæma- skiptingu kemur að fylkisþingin eru líka í þeirra höndum. Sigur repúblikanans Pete Wilson í Kali- forniu, sem líkast til bætir við sig sjö fulltrúadeildarsætum, hefur ekki sömu úrslitaáhrif því þar verður hann að hafa demókrata á fylkisþinginu með í ráöum. Árið 1992 verða 105 fulltrúadeild- arþingmenn, hátt í íjórðungur, kjörnir í þeim þrem fylkjum sem hér hafa verið rædd. Alls hafa demókratar úrslitaáhrif á nýju kjördæmaskiptinguna í ijórum af fimm fiölmennustu fylkjunum, Flórída, New York, Pennsylvania og Texas. Áhrifin má marka af því að reiknað hefur verið út að munað geti 20 til 25 þingsætum til eða frá milli flokkanna hvernig nýju kjör- dæmaskiptingunni verður hagað í einungis tveim fylkjum, Flórída og Kaliforníu. Niðurstöður fyrir næsta kjör- tímabil af kosningunum er að demókratar bættu við sig níu full- trúadeildarsætum og einu í öld- ungadeild. Hafa þeir nú 267 sæti í fulltrúadeild á móti 167 repúblikön- um og einum sósíalista en 56 í öld- ungadeild móti 44. En til lengri tíma htið fullyrða bandarískir stjórnmálafréttamenn að staðan meðal fylkisstjóra og á fylkisþing- um geri demókrötum fært að tryggja sér með nýrri kjördæma- skiptingu á næsta ári meirihluta í fulltrúadeildinni fram yfir alda- mót. En auk þess sem repúblikönum mistókst aö hrifsa aðstöðu til meg- inákvarðana um kjördæmabreyt- ingar úr höndum demókrata breyttust valdahlutíoll í flokknum. Föllnu frambjóðendurnir í Flórída og Texas, þeir Martinez og Will- iams, eru íhaldsmenn, steyptir í mót Reagans-áranna. Sigursælir frambjóðendur repúblikana til fylkisstjóra í áhrifafylkjum, eins og Wilson í Kaliforníu, Edgar í 111- inois og Weld í Massachusetts, eru úr þeim armi flokksins sem kallar sig hófsaman eða framfarasinnað- an, er jafnvel orðaöur við frjáls- lyndi, og styðst verulega við fylgi úr stórborgunum. Verða þeir ber- sýnilega áhrifamenn á flokksþing- inu sem mótar stefnu Repúblikana- flokksins fyrir forsetakosningarn- ar 1992. Enn er þess að geta að þótt efling þingstyrks demókrata á Banda- ríkjaþingi láti ekki mikiö yfir sér í tölum hefur hún töluverða pólit- íska þýðingu, staða flokksins var svo öflug fyrir, einkum í fulltrúa- deild, að ekki meiri breyting en þetta torveldar Bush forseta og repúblikönum á þingi að mynda þar meirihluta meö íhaldssömum demókrötum eða að hindra að þingið hnekki beitingu forseta á heltimaryaldi við laaasetningu. Demókratinn Ann Richards fagnar sigri i fylkisstjórakosningu í Texas yfir Clayton Williams, sem allir spáðu sigri i upphafi. En i kosninga- baráttunni gerði hann sig að sliku fifli að stuðningur Bush forseta mátti sín einskis. Simamynd Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.