Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.1990, Blaðsíða 44

Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.1990, Blaðsíða 44
56 Smáauglýsingar - Sími 27022 Toyota LandCruiser turbo dísil, árg. ’87, upphækkaður, 36" dekk, Capek dekk, 100% læsingar. Upplýsingar í síraa 91-611717. M. Benz 1017 '77, ber 4,7 tonn, ekinn 290 þús. Minnaprófsbíll. Upplýsingar í síma 98-31342 og vs. 98-31300. Lada Sport ’85, ekinn 85 þúsund, í góðu lagi. Verð 250-300 þúsund. Uppl. í síma 91-651449. BMW 316, árg. '84, til sölu, ekinn 77 þús. km, nýyfirfarinn hjá umboðinu, verð 580 þúsund, ath. skuldabréf. Uppl. í síma 11054. MMC Pajero dísil, árg. ’83, blágrámet., nýleg vél, bíll í topp- standi. Verð 700 þús. Upplýsingar í síma 91-84889. Toyota Corolla std, árg. '90, ekinn 19.000. Uppl. í síma 91-71798. Toyota Corolla GTi, 16 v., '88, rauður, álfelgur, rafmagn í rúðum og topp- lúgu. Ath. skipti á ódýrari. Uppl. í síma 91-40923. Toyota Hilux extra cab '89, vél 2,4 EFI, ekinn 4.000 km. Bíllinn er vsk-bíll og sem nýr. Uppl. í síma 91-52546. 46 þús. km, þjófavarnarbúnaður. Uppl. i síma 91-651047. Audi 100 CC '83 til sölu, ekinn 146 þús. km, innfluttur ’87, verð 750 þús., vetr- ardekk, toppeintak, skipti á ódýrari. Uppl. í síma 91-12817 eftir kl. 17. •V~N Trans Am 305 Fl ’86 til sölu, 4 gíra, sjálfskiptur, T-toppur, rafmagn í rúð- um, læsingum og sætum, hljómflutn- ingstæki. Einn með öllu. Uppl. í sím- um 91-672188 og 91-674305 eða 985- 25195. Þessi glæsilega Toyota Hilux Extra Cab, árg. ’89, fæst á góðum kjörum eða í skiptum ef samið er strax. Uppl. í síma 91-34929. Toyota Hilux, árg. ’85, til sölu, ekinn 72 þús. km, verð 1150 þús., 1000 þús. stað- greitt. Uppl. í síma 91-51815. Hjartans þakkir til allra þeirra sem glöddu mig á níræðisafmæli mínu þann 9. nóv. síðastliðinn með heimsóknum, skeytum, kortum, gjöfum og samtölum. Sérstakar þakkir fá börnin mín og starfsfólk hjúkr- unardeildar Vífilsstaðaspítala sem gerðu daginn ánægjulegan og eftirmi.nnilegan. Guð blessi ykkur öll og launi fyrir mig. Jón Einar Jónsson frá Skálanesi + í minningu VALS ARNPÓRSSONAR Margir hafa misst og margir sakna góðs vinar og samferðamanns. Margir hafa tjáð sig við, okkur nánasta fólkið hans með ómetanlega hlýjum kveðjum. Fyrir það viljum vió þakka heils hugar. Blessun fylgi ykkur öllum. Sigríður Ólafsdóttir LAUGARDAGUR 17. NÓVEMBER 1990. Andlát Steinunn Þorsteinsdóttir, Birkiteigi 4, Keflavík, lést í Sjúkrahúsi Kefla- víkur 15. nóvember. Rádstefnur Ráðstefna um rannsóknir í sameindaerfðafræði verður haldin á vegum Liffræðifélags ís- lands í Norræna húsinu laugardaginn 17. nóvember kl. 9.f.h. Efni ráðstefnunnar verður fjölbreytt. Haldnir verða fyrir- lestrar um mannerfðafræði, rannsóknir á hitakærum örverum, stofnerfðafræði, rannsóknir á visnu, rannsóknir á E. coli og rannsóknir tengdar matvælaiðnaði. Fluttir verða 16 fyrirlestrar og verður greint frá rannsóknum sem unnar hafa verið á Liffræöistofnun, Keldum, Raun- vísindastofnun, Blóðbankanum, Rann- sóknastofu í Frumulíffræði á Landsspíta- lanum og hjá Krabbameinsfélaginu. Ráð- stefnan er öllum opin og er erigin aö- gangseyrir. Dagskráin hefst kl. 9 í Nor- ræna húsinu og stendur til kl. 17.10 laug- ardaginn 17. nóvember. Tónleikar Tónleikar íslensku hljómsveitarinnar íslenska hljómsveitin heldur fyrstu tóri- leika starfsársins í Langholtskirkju nk. sunnudag, 18. nóvember, kl. 17. Stjórn- andi verður Örn Óskarsson. Tónleikarn- ir bera yfirskriftina „Söngur og hörpu- sláttur” sem gefur vísbendingu um inn- tak hluta efnisskrárinnar. Sérstakur gestur íslensku hljómsveitarinnar á þessum tónleikum verður bandaríska sópransöngkonan Lynn Helding. Á efnis- skránni verður m.a. frumílutt nýtt ís- lenskt tónverk, Hörpukonsert eftir Misti Þorkelsdóttur, og mun Elisbet Waage hörpuleikari fara með einleikshlutverk- ið. Aðgöngumiðar fást við innganginn og fá skólanemendur helmingsafslátt af miöaverðinu. Ráðstefnur Ráðstefna um þýðingarskylduna Menntamálaráðuneytið, íslensk mál- nefnd og útvarpsréttarnefnd gangast sameiginlega fyrir ráðstefnu um skyldu sjónvarpsstöðva til að þýða erlent dag- skrárefni sem sýnt er í sjónvarpi. Þýðing- arskyldan hefur verið til umræöu að undanfömu og mun á ráðstefnunni leit- ast við að fjalla um helstu sjónarmið sem komið hafa fram í þeim efnum og varpa ljósi á tæknilegar hliðar málsins. Ráð- stefna þessi verður haldin í Borgartúni 6, Reykjavik, laugardaginn 17. nóvember nk. og hefst kl. 13.30. Ráðgert er að ráð- stefnunni ljúki kl. 17. Öllum er heimill aögangur meðan húsrúm leyfir. Leikhús Leikfélag Kópavogs sýnir leikritiö Skitt með það á sunnu- dag, þriðjudag og fimmtudag í félags- heimih Kópavogs. Hljómsveitin íslands- vinir leikur undir. Unglingadeild Leikfélags Hafnarfjarðar frumsýnir í kvöld kl. 20 leikritiö „Gull- drengirnir” í Bæjarbíói, Hafnarfirði. Fyrirlestrar Háskólafyrirlestur Dr. Carlos Steel, prófessor í heimspeki við kaþólska háskólann í Leuven í Belg- íu, flytur opinbera fyrirlestra í boöi Heimspekideildar Háskóla íslands og Félags áhugamanna um heimspeki á næstunni. Fyrri fyrirlesturinn verður fluttur sunnudaginn 18. nóvember kl. 14.30 í stofu 101 í Lögbergi. Hann nefnist „Moral Ends and Natural Ends in Aqu- ins“. Síðari fyrirlesturinn, sem nefnist „Thomas and the Reno vation of Philosop- hy’’ verður fluttur þriðjudaginn 20. nóv- ember kl. 17.15 í stofu 101 í Lögbergi. Heilagur Tómas Aquinas var einn merk- asti heimspekingur miðalda og lagði grundvöll aö heimspeki kaþólsku kirkj- unnar. Hann hefur haft gifurleg áhrif á jugsunarhátt kaþólskra manna, einkum frá því á 19. öld. Fyrirlestrarnir verða fluttir á ensku og eru öllum opnir. Laugardagskaffi Kvennalistans Laugardagskaffi með ungum skáldkon- um laugardaginn 17. nóvember kl. 10.30-13 á Laugavegi 17. Fundir Kvenfélag Asprestakalls verður með fund í félagsheimili kirkj- unnar þriðjudaginn 20. nóvember kl. 20.30. Fundarefni: Spiluð verður félags- vist. Tilkyimingar Félag eldri borgara Opið hús í dag í Risinu, Hverfisgötu 105, kl. 14 spiluð félagsvist. Ath: kl. 17 hefjast líkamsæfmgar í Risinu undir stjórn Guð- rúnar Nílsen. Göngu-Hrólfar hittast nk. laugardag kl. 10 í Risinu, Hverfisgötu 105. Angus Rollo á Fógetanum Fram til 25. nóvember mun hinn frábæri Angus Rollo skemmta á Fógetanum, Að- alstræti 10, með gríni, söng og píanóleik frá kl. 22 á kvöldin. Enginn aðgangseyrir. Jólabasar Á morgun kl. 14 heldur kvennadeild Reykjavikurdeildar Rauða krossins sinn árlega jólabasar á Hótel Lind, Rauðarár- stíg 18. Þar verður á boðstólum margs konar handavinna, kökur og jólakort kvennadeildarinnar. Allur ágóði rennur til bókakaupa fyrir sjúklingabókasöfn spítalanna í Reykjavík. Jólakort Amnesty International íslandsdeild mannréttindasamtakanna Amnesty International hefur gefið út jólakort sem seld verða til styrktar sam- tökunum. Kortið prýðir ohumynd eftir Ninu Tryggvadóttur listmálara. Kortið er fáanlegt með eða án jólakveðju. Einnig eru fáanleg merkispjöld fyrir jólapakka, lítil kort og póstkort. Samtökin hafa nú starfað í 29 ár og hlotið margs konar við- urkenningu eins og til að mynda friðar- verðlaun Nobels árið 1977. Islensk deild í samtökunum hefur starfað frá 1974 og byggt vaxandi starfsemi sína á félags- gjöldum og frjálsum framlögum einstakl- inga. Sala jólakorta hefur þó verið drýgsta tekjulindin undanfarin ár. Leit- ast hefur verið við að fá verk góðra ís- lenskra listamanna til að prýða kortin. Tekið er á móti pöntunum á skrifstofu samtakanna að Hafnarstræti 15, Reykja- vík milli kl. 16 og 18, eða á símsvara sam- takanna. Síminn er 91-16940. Hægt er að fá kortin send. Landsráðsstefna Samtaka herstöðvaandstæðinga Landsráðstefna Samtaka herstöðvaand- stæðinga verður að þessu sinni haldin laugardaginn 17. nóvember í sal Dags- brúnar aö Lindargötu 9, Reykjavík. Ráð- stefnan hefst kl. 10 f.h. og stendur til kl. 18. Hún er opin öllum félögum samtak- anna og- eru herstöðvaandstæðingar hvattir til að mæta. Á landsráðstefnu eru lagðar línurnar fyrir starflð á næsta starfsári og kjörin ný miönefnd. Meðal þess sem rætt verður að þessu sinni eru áætlanir um að efna til Keflavíkurgöngu næsta sumar. Einnig hvemig herstöðva- andstæðingar geti best beitt sér í kom- andi kosningabaráttu. Samtökin hafa boðið Guðrúnu Halldórsdóttur, þing- manni Kvennalistans, og Steingrími J. Sigfússyni, þingmanni Alþýðubandalags- ins, til að reifa hvernig breytt ástand í heiminum hefur áhrif á herstöðvarmálið hér á landi. Hefst sú umræða kl. 13.30. Upplýslngar um ráðstefnuna og skráning þátttakenda er í síma 25549 milli kl. 13 og 17 alla virka daga. Styrkveiting Hin norræna list- og hstiðnaðamefnd (NKKK) var sett á laggirnar samkvæmt nomænu verkefnaáætluninni um menn- ingarsamvinnu Norðurlandanna í apríl 1990. Verkefni nefndarinnar er að styrkja nomæna samvinnu á öllum sviðum hsta- og hstiðnaðar og mun veita styrki til verkefna á sviði myndlistar, byggingar- listar, iðnhönnunar, listiönaðar og textíl- hstar. Jafnframt er nefndinni ætlað að að miðla upplýsingum um nomæna hsta- starfsemi innan og utan Norðurlandanna sem og að örva starf barna og æskufólks á hstasviðinu. Aðalstöövar nefndarinnar em á nomænu hstamiðstöðinni á Svea- borg, Helsinki. Umsóknir um styrki til nefndarinnar sendast til Nordiskt Konst- centrum, c/o Staffan Carlén, Sveaborg, SF - 00190, Helsinki, Finland, sími (9)0- 668143. Umsóknarfrestur fyrir þetta ár er 20. nóvember nk. Trúnaðarbréf afhent Nýskipaðir sendihemar Austumíkis, Tékkóslóvakíu og HoUands aíhentu í dag forseta Islands trúnaðarbréf sin að við- Ýmis verkefni Júdósambands Islands á næstunni í dag, laugardaginn 17. nóv., keppa þeir Halldór Hafsteinsson og Bjami Friðriks- son á opnu júdómóti í Ósló. HaUdór í 86 kg flokki og Bjami í 95 kg flokki. Er þetta í annað skipti sem Norðmenn skipuleggja þetta alþjóðlega mót. Laugardag og sunnudag 24. og 25. nóvember nk. munu þrir íslendingar keppa á opna Skandin- avíska júdómótinu, sem fer aö þessu sinni fram i Vejen, smábæ skammt frá Kolding i Danmörku. Þeir em: Freyr Gauti Sigmundson í 78 kg flokki, HaUdór Hafsteinsson í 86 kg flokki og Bjarni Frið- riksson í 95 kg flokki. Mót þessi em hald- in til skiptis á Norðurlöndunum, árlega. Keppt er bæði í karla- og kvennaflokkum. Laugardaginn 1. desember fer fram í GrindaVík sveitakeppni Júdósambands íslands. Keppt verður í íþróttahúsinu og hefst keppni kl. 12. Félag harmóníkuunnenda heldur hattabaU í Hreyfilshúsinu í kvöld, 17. nóvember, frá kl. 21-02. Verðlaun verða veitt fyrir skrautlegasta höfuðfatiö. Hljómsveitin Tiglar leika ásamt söng- konunni Ömu Þorsteinsdóttur, einnig leikur Garðar Jóhannesson ásamt söngv- aranum Bimi Þorsteinssyni og fleiri fé- lagsmönnum. Sunnudagsspilavist Barðstrendingafélagsins er á sunnudaginn 18. nóvember kl. 14 í Skipholti 70. Allir velkomnir. Kaffiveit- ingar. Félag eldri borgara Opið hús í Goðheimum, Sigtúni 3, á morg- un, sunnudag, kl. 14 frjálst spil og tafl, kl. 20 dansað. Opið hús í Risinu, Hverfis- götu 105, nk. mánudag frá kl. 14 frjáls spUatími. Haldin verður skáldakynning rút. þriðjudag í Risinu, Hverfisgötu 105, kl. 15. Húsið opnað kl. 14. Þar munu nokkur skáld lesa úr verkum sínum sem koma út fyrir jólin. Húnvetningafélagið Félagsvist laugardaginn 17. nóvember kl. 14 í Húnabúð, Skeifunni 17. Allir vel- komnir. Kvenfélag Seljasóknar verður með sölubás í Kolaportinu í dag, laugardaginn 17. nóvember. Maríusystur á ferð Forystusystir hinna evengelisku Maríu- systra á Norðurlöndum, systir Phanúela, og systir Jósúana frá Noregi em staddar hér á landi 14.-22. nóvember. Stuðnings- hópur systrasamfélagsins hér á landi hefur starfað síðan 1983. Systir Phanúela talar viö guðsþjónustu í Laugarneskirkju sunnudaginn 18. nóvember kl. 11. Mönn- um gefst kostur á að ganga í stuðnings- hóp systranna og eru allir þeir sem vilja hvattir til að kynnast systrunum og starfi þeirra. stöddum Jóni Baldvini Hannibalssyni utanríkisráðherra. Þeir eru: sendiherra Austurríkis, dr. Frans Wunderbaldinger, sendiherra Tékkóslóvakíu, hr. Igor

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.