Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.1990, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.1990, Blaðsíða 8
8 LAUGARDAGUR 17. NÓVEMBER 1990. Sveitarstjóri Staöa sveitarstjóra í Raufarhafnarhreppi er laus til umsóknar. Umsóknarfrestur er til 10. desember. Upplýsingar gefur Sigurbjörg Jónsdóttir í símum 96-51151 og 96-51277. Mak-Sýn Gagnabanki fyrir Macintosh Allir módemnotendur eiga kost á að gerast meðlimir. Um 25.000 titlar af skrám eru í bankanum og mun fjölga fljótlega. Númer í módem er 62 48 88. Skrá yfir gögn verður hægt að fá á disklingum og gera pöntun bréflega eða í síma. Meðlimir fá aðgangsorð sem opnar þeim beinan að- gang i Gagnabankann 24 stundir á dag. Upplýsingar um afgreiðslu aðgangsorða og pöntun á efnisskrám á diskum eru milli kl. 18 og 20. Upplýsingasími 2 82 53 eða Mak-Sýn: Miklubraut 13, Reykjavík. mmmréM ii/f MEIRIHÁTTAR MICHEUN MARKAÐUR STÓRKOSTLEGT GRIP FRÁBÆR ENDING D^TOPPURINN Í DAG, MICHELIN. f—.---^ MICHELIN LAUSNARORÐIÐ S-200. FLESTAR FYRIRLIGGJANDI. MERKIO TRYGGIR GÆDIN. MICHELIN. 0LL MICHELIN ERU RADlAL TVÖFÖLD ENDING. HLJÓÐLÁT OG RÁSFÖST. HALLANDI GRIPSKURÐIR. STAÐSETTIR SNJÓ- NAGLAR. MJÚKAR HLIÐAR, MEIRI SVEIGJA. ÁKVEÐIN SNÚNINGSÁTT, 0PNARA GRIP. MICHELIN MICHELIN HMmmTöm m SKEIFUNNI 5.SIMAR 687517 OG 689660 Nýtt merki S.Í.H.U. auglýsir eftir tillögum að merki fyrir sam- bandið. 1. Merkið skal vera einfalt aö allri geró. 2. Vera lýsandi (táknrænt) fyrir S.Í.H.U. 3. Ekki má nota íslenska fánann, nema þá liti hans. 4. Merkið er ætlað til notkunar á fána og barmmerki. 5. Verðlaun verða veitt fyrir bestu tillöguna, kr. 50.000. Sambandið áskilur sér rétt til aó hafna öllumTillögun- um. Tillögurnar sendist til formanns S.Í.H.U., Yngva Jó- hannssonar, Hólastekk 3, 109 Reykjavík, fyrir 1. jan- úar 1991. Nafn sendanda fylgi tillögunni í lokuðu umslagi undir dulnefni. Stjórn S.Í.H.U. Hinhlidin Stefni á ad missa nokkur kíló - segir Birgir Gunnlaugsson hljómsveitarstjóri Birgir Gunnlaugsson hefur rekið eigin hljómsveit í þrettán ár en auk þess hefur hann gefið út barnaplöt- ur. Fyrst var það platan Jólatrés- skemmtun. Þá kom hljóðsnæida i samvinnu við Umferðarráð, síðan komu Rokklingarnir í fyrra og nú er væntanleg önnur hljómplata með þeim hópi. Rokklingarnir eru svipaðir og Mini-Pops sem urðu mjög vinsælir á árunum 1979-1981 um allan heim. Sextán börn eru flytjendur á nýju plötunni, af þeim eru fimm nýir sem valdir voru úr hópi 180 barna sem komu í prufu. Þaö er Birgir Gunnlaugsson sem sýnir hina hhðina aö þessu sinni: Fullt uiafn: Gunnlaugur Birgir Gunnlaugsson. Fæðingardagurogár: 28. júlí 1956. Maki: Signý Guðbjörnsdóttir. Börn: Hlaðgerður 17 ára, Drífa 14 ára, Þorsteinn 12 ára, Sara 9 ára og Ástrós 4ra ára. Bifreið: Toyota Corolla árgerð 1987. Starf: Hljómlistarmaður. Laun: Breytileg. Áhugamál: Laxveiöi en ég er mjög áhugasamur um hana og fer mikiö í veiöiferðir, sérstaklega í Kjós, Miðfjörð og Grímsá. Auk þess er tónlistin auðvitað mitt áhugamál. Hvað hefur þú fengið margar réttar tölur í lottóinu? Ég man ekki til þess að hafa spilað meö. Hvað fínnst þér skemmtilegast að gera? Veiöa lax. Hvað finnst þér leiðinlegast að gera? Það er n'ú það. Æth það sé ekki að gera skattframtalið. Uppáhaldsmatur: Það hlýtur að verá mjög lítið steikt nautakjöt. Uppáhaldsdrykkur: Kók. Hvað íþróttamaður stendur fremst- ur i dag að þinu mati: Það er góð spurning. Kristján Arason. Uppáhaldstimarit: Ég verð aö við- urkenna að það tímarit sem ég lit helst í er Sjónvarpsvísirinn. Hver er fallegasta kona sem þú hefur séð fyrir utan eiginkonuna? Þú spyrð mig sem horfi aldrei á kvenfólk, að minnsta kosti ekki síð- an ég kvæntist, eða það segi ég eig- inkonunni. Brtu hlynntur eða andvigur ríkis- stjórninni? Andvígur henni. Hvaða persónu langar þig mest að hitta? Mig sjálfan fyrir fjörutíu kílóum. Uppáhaldsleikari: Það er Peter Sell- ers. Uppáhaldsleikkona: Julie Roberts. Uppáhaldssöngvari: Pavarotti. Uppáhaldsstjórnmálamaður: Ingi Björn Albertsson. Uppáhaldssjónvarpsefni: Dallas, ég missi aldrei af neínum þætti þó ég horfi annars lítið á sjónvarp. Ertu hlynntur eða andvigur veru varnarliðsins hér á landi? Hlynnt- ur. Hver útvarpsrásanna fínnst þér best? Ég hlusta mest á rás tvö og Aðalstöðina en það fer eftir tíma dagsins hvora ég vel. Uppáhaldsútvarpsmaður: Eiríkur Jónsson. Hvort horfir þú meira á Sjónvarpið eða Stöð 2? Sennilega Stöð 2. Uppáhaldssjónvarpsmaður: Mér þykja þulurnar í Sjónvarpinu yfir- leitt mjög „fyndnar". Uppáhaldsskemmtistaður: Það verður að vera heimili mitt þvi ég fer aldrei neitt út að skemmta mér. Uppáhaldsfélag í íþróttum? Valur. Stefnir þú að einhverju sérstöku i framtíðinni? Ég stefni að því að veiða meiri lax og fækka nokkrum kílóum. Auk þess sem ég stefni að því aö vinna enn frekar með börn- um. Hvað gerðir þú í sumarfríinu? Kem- ur það á óvart ef ég segist hafa verið i laxveiði? Mitt sumarfrí var frá 17. júní til 1. september og fékk ég 25 eða 30 laxa í sumar. Einnig dvaldi ég nokkuö í sumarbústað minum með fjölskyldunni og hélt útiskemmtun í Húsafelli um versl- unarmannahelgina. -ELA Birgir Gunnlaugsson hljómsveitarstjóri. DV-mynd Hanna

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.