Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.1990, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.1990, Blaðsíða 19
LAUGARDAGUR 17. NÓVEMBER 19ð0. Verðlaunahöfundur aftur á svið: Ást og hatur fyrir þúsund árum - Kristín Loftsdóttir, 22ja ára, sendir frá sér nýja bók Kristín Loftsdóttir rithöfundur og unnusti hennar Árni Víkingur. DV-mynd BG „Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á því sem er gamalt en þótt þessi saga eigi að gerast fyrir kristnitöku þá skiptir það í raun ekki máli,“ segir Kristín Loftsdóttir, 22ja ára nemi í mannfræöi og rithöfundur, í samtali við helgarblaðið. Kristín er að gefa frá sér aðra bók sína, Fótatak tímans, sem þykir sérstök að mörgu leyti. Þetta er þó ekki frumraun Kristínar því áður hefur komið út eftir hana barna- og ungl- ingabókin Fugl í búri, sem hlaut verðlaun í samkeppni Vöku-Helga- fells árið 1988. Sú bók fékk mjög góðar viðtökur og hefur verið lesin í flestum skólum landsins, bömum til mikillar ánægju. „Það er búið að blunda lengi í mér að verða rithöfundur. Ég hef allt frá því ég var bam skrifað sög- ur og á alimargar sem ennþá hafa ekki komist á prent,“ segir Kristín. Áður en hún sest niður við rit- störfin teiknar hún sögupersónur sínar og skapar þær áður en frá- sögnin verður til. „Mér finnst gott að hugsa á þann hátt en ég nota einnig tímann t.d. á leið í skólann til að velta vöngum yfir efniviði bókar,“ segir hún. Kristín skrifaði Fugl í búri meðan hún var 1 Flensborg í Hafnarfirði og segist oft hafa skrifað í matsal skólans. Hún segir að fólk trufh sig ekki og það sé jafnvel betra að ein- beita sér þar sem khður er. Að því leyti er Kristín sennilega frábrugð- in mörgum öðmm rithöfundum. Ekkert framhald „Ég hef alltaf haft þörf fyrir aö segja sögur," segir hún. „Enda langaði mig alltaf til að verða rit- höfundur. Þetta vora þó kannski meiri draumórar en eitthvað sem ég ætlaði að stefna að. Þegar ég sá samkeppnina auglýsta fyrir nokkr- um árum þótti mér áhugavert aö reyna þó ekki léti ég mér detta í hug að mín saga yrði fyrir val- inu,“ segir Kristín ennfremur. „Ég veit að margir bjuggust við að út kæmi framhald af Fugli í búri en svo verður ekki. Mig langaði til að reyna eitthvað nýtt. Áhugi minn á því liðna er eigin- lega ástæðan fyrir því að Fótatak tímans gerist á þessum tíma. Að öðra leyti er söguþráður þannig að hún þarf að gerast fyrir meira en þúsund árum. Sagan fjallar um samband fóður og dóttur, það er þungamiðja hennar. Mér finnst erf- itt að skilgreina bókina en hún er um fjölskyldu sem býr afskekkt í litlum dal. Hún segir frá stúlkunni, ísgerði Huld, frá því hún fæðist og þar til hún er orðin fullorðin kona. Inn í söguþráðinn blandast fólkið í kringum hana, sem ekki er margt, afstaða samfélagsins til fjölskyld- unnar og átök kristninnar og heiðninnar. Þetta er ekki eins og íslendingasögurnar né heldur sagnfræðirit,“ segir Kristín enn- fremur. - Er ekki erfitt að setja sig inn í tímann fyrir þúsund árum? „Jú, það er mjög erfitt og mikil vinna í því sambandi. Ég las mjög mikið áður en ég byijaði á bókinni t.d. íslenska þjóðhætti og annað sem ég komst í. Ég tek mér þó oft skáldaleyfi og breyti hfsmynstri ef það hentar betur. Við vitum ekki Þannig skapar Kristin eigin sögupersónur áður en hún sest við skriftir - sem teikningar á blaði. allt frá þessum tíma og þess vegna er nauðsynlegt að fylla upp í eyð- urnar.“ Þorstein frá Úlfsstöðum, sem Krist- ínu fannst eiga vel við söguþráð- inn. Ljóðabók Þorsteins kom út fyrir hálfri öld. Arni er einnig viö nám í háskólanum, í uppeldis- fræðum. Kristín segir að þótt hún sé að gefa núna út bók fyrir fullorðið fólk eigi hún eftir að senda frá sér fleiri barna- og unglingabækur. „Mér fmnst mjög skemmtilegt að skrifa fyrir börn og finnst leiðinlegt að það skuli oft teljast minna merki- legt aö skrifa fyrir þau. Oft er eins og rithöfundar séu ekki alvöru ef þeir skrifa barnabækur og þaö þyk- ir mér rangt. Ég hef lesið fyrir börn og fmnst þau mjög einlægir hlust- endur. Þau láta það líka í ljós ef þeim mislíkar." Þessi ungi rithöfundur er sann- færður um að verðlaunabókin hafi auðveldað leið inn á bókamarkað- inn. „Ekki síst vegna þess stuðn- ings og þakklætis sem ég fékk,“ segir Kristín. „Ég fékk geysimikinn stuöning frá foreldrum mínum og unnusta. Ókunnugt fólk hefur einnig þakkað mér og foreldrum mínum fyrir Fugl í búri.“ Kristín segir að margar andstæð- ur takist á í nýju bókinni, Fótatak tímans, svo sem ást og hatur, kristni og heiðni, ungt fólk og eldra fólk. „Ég reyni aö koma á framfæri skilningi fólks hvert á ööru. Um- burðarlyndi gagnvart öðrum er einn boðskapur sögunnar." - Verður ekki erfitt fyrir þig að kynna þessa bók þar sem hún ger- ist fyrir þetta löngu? „Ég vona aö fólk sé forvitið um lífið hér á árum áöur. Hins vegar má ekki rugla þessu viö sagnfræði- rit og tíminn er aukaatriði. Þetta er fyrst og fremst saga um fólk sem gæti allt eins veriö að gerast í dag. Boðskapurinn á rétt á sér,“ svarar Kristín. „Sagan á fullan rétt á sér en ég er svolítið hrædd um að hún týnist í bókaflóðinu." Margar bækur í kollinum Kristín segist ætla að .júka sinu námi í Háskóla íslands og fara síð- an í framhaldsnám. „Draumurinn er að verða síðan rithöfundur í fullu starfi. Það eru mjög margar bækur í kollinum á mér sem bíða eftir að verða skrifaðar. Ennþá hef ég ekki ákveðið hver þeirra verður fyrir valinu næst." - Þig skortir þá ekki hugmynda- flugið? „Nei, frekar er það vandamál að þegar ég skrifa flækjast aðrar bóka- persónur fyrir mér. Það er ekkert gott þegar maður þarf aö einbeita sér. Annars læt ég ekki ritstörfin trufla mig frá námi þó mig langi til að hella mér út í aðra bók,“ segir Kristín Loftsdóttir. -ELA INN S. 77560 VESTAN Bjóðum 3 valmöguleika: • 1. Umboðssala. • 2. Vöruskipti. • 3. Kaupum vöru og staðgreiöum. Gerum tilboð í búslóðir og vörulag- era. Komum á staðinn og verðmetum. Meðal annars er til sölu i verslun okkar: Sólaiett Iri kr. 15.000. Ko|ur Irá kr. 5.000. ...........Hljómflutningssamstæða frá kr. 15.000. ísskópar fró kr. 10.000. PC-tölvur frá 65.000, einnig leikjatölvur. Skrifboró frá kr. 5.000. Þvottavélar frá kr. 24.000. Stoluorgel frá kr. 10.000. Opiö virka daga kl. 9-18, laugardaga kl. 10-16 HÚSGAGNAMIÐLUN HF. SMIÐJUVEGI 6C 200 KÓPAVOGUR Gudlaugur Laufdal verslunarstjóri. Mikill undir- búningstími Kristín segir að bókin hafi verið í vinnslu í um það bil eitt og hálft ár. „Mikill tími fór í undirbúnings- vinnu. Ég byrjaði á sögunni fyrir einu og hálfu ári og sat við sl. tvö sumur og skrifaði. Það gefst ekki mikill tími með náminu að skrifa, sem mér finnst mjög leiðinlegt," segir hún. Áhugamál Kristínar snúast að miklu leyti um fólk og hún segir að það hafi ekki verið síst þess vegna sem hún valdi sér mann- fræði í háskólanum. Hún segir að mjög langt sé síðan sögupersónur hennar urðu til. Það hafi verið þeg- ar hún.vann í frystihúsi sautján ára gömul. Persónurnar hafa þó breyst með árunum. Kristín segist enga fyrirmynd hafa af þeim, þær verða til í hugarheimi hennar. Kristín býr ásamt unnusta sín- um, Árna Víkingi, í Hafnarfirði þar sem liún er fædd og uppalin. Fugl í búri var tileinkuð Árna en í nýju bókinni birtast ljóð eftir afa hans, THOMSOM£|SJÓNVÖRP Á

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.