Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.1990, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.1990, Blaðsíða 16
16 LAUGARDAGUR 17. NÓVEMBER 1990. Skák Ólympíuskákmótin eru mikil hátíö skákunnenda, þar sem saman koma margir snjöllustu meistarar heims. Yflr hundrað þjóöir eiga aö jafnaöi fulltrúa á mótunum. Hver sveit er skipuð fjórum aöalmönn- um og tveimur til vara og þar viö bætast liðstjórar, fararstjórar, dómarar og aörir starfsmenn, blaðamenn og áhorfendur - að ógleymdum andlegum leiötogum og sérstökum aöstoðarmönnum. Því er gjarnan þröngt á þingi í söl- um þeim er skýla mótunum. Nú er teflt í Novi Sad í Júgóslavíu í reisu- legri sýninga- og íþróttahöll er var vettvangur heimsmeistarakeppn- innar í borðtennis fyrir niu árum. Mótiö, sem hefst í dag, er 29. ólympíumótiö í skák; fyrsta mótiö var haldið í Lundúnum 1927 en frá 1950 hefur mótiö fariö fram á tveggja ára fresti. Sovétmenn hafa langoftast sigraö síöan í Helsinki 1952, eöa sextán sinnum. Aðeins tvívegis síðan hefur sigurinn fallið þeim úr greipum: í Haifa 1976 af þeirri einíoldu ástæöu aö þeir voru ekki meðal þátttakenda og í Buenos Aires er Ungverjar uröu hlutskarp- astir. Flestir veöja á sovésku sveitina í Novi Sad, þrátt fyrir aö tvo helstu veöhlaupahestana vanti - Karpov og Kasparov sem setjast aftur að tafli um heimsmeistaratitilinn í Lyon aö viku liðinni. Gelfand og Ivantsjúk eru þeirra skærustu stjörnur en er þetta er ritað er enn óvíst um þaö hvaöa öðrum meist- urum sveitin skartar. Jusupov og Beljavsky eru þar væntanlega á blaöi og eflaust ræöur sovéska Sveit íslands á ólympíuskákmótinu. Ólympíuskákmótið hefst í Novi Sad í dag - íslendingar síðast í 15. sæti meistaramótiö í Leningrad ein- hverju um aðra sveitarmenn. Leynivopnin heita Héöinn og Björgvin Sveit íslendinga veröur þannig skipuð: Á L borði teflir Helgi Ólafs- son; Margeir Pétursson á 2. boröi; Jón L. Árnason á 3. borði; Jóhann Hjartarson á 4. boröi; Héöinn Stein- grímsson er 1. varamaöur og Björg- vin Jónsson 2. varamaður. Liö- stjóri er Áskeli Örn Kárason, farar- stjóri Þráinn Guðmundsson og Gunnar Eyjólfsson leikari verður sérstakur aðstoðarmaður sveitar- innar. Þeir Héöinn og Björgvin eru ný- liöar í sveitinni en aðalmennirnir íjórir, sem raöaö er á borð eftir skákstigum, virðast jafnframt hafa skipaö sér á bás eftir reynslu: Helgi og Margeir eru nú aö tefla á sínu áttunda ólympíuskákmóti, Jón á sínu sjöunda og Jóhann á sínu sjötta. Þessi reynsla kemur sér vonandi til góða en hefur einnig sína annmarka - nú vita rnótherj- arnir svona nokkurn veginn á hverju þeir eiga von. Því má meö sanni segja að Héöinn og Björgvin séu leynivopn sveitar- innar. Héöinn er aöeins 15 ára gam- all og hygg ég aö hann sé yngsti liösmaöur ólympíusveitar íslands frá upphafi. Eins og kunnugt er vann hann sér sæti með frækileg- um sigri á Skákþingi íslands á Höfn í ágúst en síðan hefur hann ekki teflt. Björgvin varö annar á eftir Héöni á Höfn og eins og greint var frá í síöasta skákþætti kemur hann „heitur" frá Odessa, þar sem hann varö aftur í 2. sæti, nú á heims- meistaramóti stúdenta. Þeir eiga áreiðanlega eftir aö standá fyrir sínu i Novi Sad. Stefnt á eitt af tíu efstu sætunum Tefldar eru fjórtán umferðir eftir Monrad-kerfi, eins og verið hefur síðustu skipti. Þetta fyrirkomulag gerir það að verkum aö töluverð heppni spilar inn í - sköpum skipt- ir að hitta á viðráðanlega mótherja í síöustu umferöunum og fá Monrad-meðbyr í seglin, eins og það er gjarnan nefnt. Monrad- vindar ólympíumótanna eru fjór- falt öflugri en venjulegir, þar eö teflt er á fjórum boröum í einu. Á ýmsu hefur gengið hjá íslensku sveitinni hvaö þetta varöar. Best gekk í Dubai 1986 er sveitin hafnaöi í fimmta sæti. Á síðasta ólympíu- móti, í Þessalóniku fyrir tveimur árum, uröu íslendingar í 15. sæti. íslendingar eru væntanlega i sjö- unda sæti á stigum ef aðalmennirn- ir fjórir eru einungis reiknaöir meö. Eitt tíu efstu sætanna veröur að telja mjög viöunandi árangur. Viö verður óánægöir með allt þar fyrir neðan en þeim mun ánægðari sem ofar dregur. Mótinu lýkur meö verölaunaafhendinu 4. desember. Frá opna mótinu í Vín Eins og greint var frá í skákþætti sl. laugardag sigraöi Margeir Pét- ursson ásamt fimm öðrum á opnu Skák Jón L. Árnason móti í Vín í Austurríki fyrir skemmstu. Margeir vann flestar skákir allra á mótinu, sex aö tölu, geröi tvö jafntefli en tapaði einni. Lítum á eina vinningsskáka Mar- geirs, gegn Svianum Engqvist. Svínn teflir ónákvæmt í byrjun tafls og lendir í þrengingum en tals- veröa útsjónarsemi þarf þó af Mar- geirs hálfu til aö komast gegnum varnarmúrinn. Er Margeir brýst fram á miðboröinu í 34. leik nær hann myljandi sókn og þá þarf ekki aö spyrja aö leikslokum. Hvítt: Margeir Pétursson Svart: Engqvist (Sviþjóð) Grúnfeldsvörn 1. c4 c6 2. Rf3 d5 3. e3 Rf6 4. Rc3 g6 5. d4 Bg7 6. Be2 0-0 7. 0-0 Rbd7 Óvénjulegur leikur en þarf ekki að vera slæmur - sjálfur sagðist Margeir hafa beitt honum á svart! En meö næsta leik færir hann sér í nyt að riddarinn hefur ekki lengur aögang að c6 reitnum og nær ör- smáu en öruggu frumkvæði. 8. cxd5 cxd5 9. Bd2 Rb6?! Riddarinn stendur ekki sérlega vel á þessum reit. 10. Db3 Bg4 11. Hfcl Re4! Rétt ákvöröun. Svartur leitar eft- ir uppskiptum til að létta á stöðu sinni og tekur um leið fyrir mögu- leika hvíts á Rc3-b5. 12. Bel Rxc3 13. Bxc3 Bxfi 14. Bxf3 Dd7 15. Be2! Hfc8 16. Bb5 Dd8? Nú leggst Svíinn í vörn og gefur Margeiri frjálsar hendur. Betra er 16. - Dc7 sem heföi truflaö áform hvíts. 17. a4! e6 18. a5 Rd7 19. a6 b6 20. Da4 Hc7 21. Bc6 Hac8 22. Bb7 Hc4 23. Ddl Hb8 24. b3 Hc7 25. Bb4 RfB 26. Hxc7 Dxc7 27. Hcl Dd8 28. Df3 Re8 29. Df4 Bf8? Þrátt fyrir aö svarta staöan sé þröng og vandtefld er ekki hlaupið að því aö komast í gegn. En síðasti leikur svarts markar upphafiö að einstefnu - niður á viö. Eftir 29. - Bf6! heföi svartur hótaö aö elta drottningu hvits með biskupnum. Þá heföi 30. h3 Bg5 31. Dh2 gefiö hvítum möguleika á aö tefla áfram en hvitur á einungis heldur betra tafl. 30. Bxf8 Kxf8 31. Hc6 Ke7 32. h3 h5 33. De5 Rd6 # í AiSii A A W A A a a A A A & ABCD E F G H 34. e4! dxe4 Svariö við 34. - Rxb7?, eða 34. - Rxe4? yrði að sjálfsögðu 35. Hc7 + meö vinningsstööu. En nú losnar um drottningarpeöið. 35. d5! Dd7 36. Dc3 Einnig gefur 36. dxe6 Dxe6 37. Hc7+ Kd8 38. Dxe6 fxe6 39. Hg7 vinningsstööu. Ef nú 36. - Rb5 getur hvítur leikið 37. De5 til baka, eöa 37. Dc4 Rd6 38. Dcl! sem lofar einn- ig góöu. Svarta staðan er töpuö og honum tekst ekki að blíöka goðin með því aö gefa drottningu sína. 36. Rxb7 37. Hc7 Rc5 38. Hxd7 + Kxd7 39. b4 Ra6 40. Dc6+ Ke7 41. dxe6 fxe6 42. Dxe4 Kd6 Og svartur gafst upp um leið, því aö hvítur skákar af honum riddar- ann í næsta leik. -JLÁ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.