Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.1990, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.1990, Blaðsíða 17
LAUGARDAGUR 17. NÓVÉMBER 1990. 17 Bridge Kveðja til tveggja valin- kunnra bridgemeistara Nýlega eru látnir tveir af bestu bridgemeisturum íslands fyrr og síðar, Gunnar Guðmundsson og Lárus Karlsson. Gunnar vann það afrek ásamt félaga sínum, Einari Þorfmnssyni, að ná öðru sæti í fyrstu heims- meistarakeppninni í bridge árið 1950. Einar og Gunnar voru þá valdir í sveit Evrópu ásamt fjórum sænskum bridgemeisturum, Wern- er, Kock, Wohlin og Lilliehook. Andstæðingar þeirra voru Banda- ríkjamenn og Englendingar. Hér heima vann Gunnar alla titla sem í boði voru og sex sinnum stóð hann á verðlaunapalhnum sem ís- landsmeistari í sveitakeppni. Er þá ótahnn fjöldi Reykjavíkurmeist- aratitla og félagsmeistaratitla hjá Bridgefélagi Reykjavíkur. íslands- meistari í tvimenningi varð hann árið 1955 ásamt Gunnari Pálssyni. Atvikin höguðu því þannig að viö Gunnar vorum yfirleitt andstæð- ingar við spilaborðið og er óhætt að segja að oftast haföi hann betur. í spilamennsku sinni var Gunnar öryggið uppmálað og það var fjarri honum að taka óþarfa áhættu. Við spilaborðið var prúðmennsku hans viðbrugðiö sem gerði það að verk- um að hann var virtur og dáður, bæði af andstæðingum sem sam- herjum. Fyrir utan að spila í heimsmeist- arakeppninni 1950 spilaði Gunnar á Evrópumótum fyrir ísland árin 1950, 1951, 1956, 1961 og á Ólympíu- mótinu 1960. Besti árangurinn var í Brighton 1950 en þá náðu íslend- ingar þriðja sæti. Það er 'óhætt að segja að Lárus Karlsson hafi verið einn litríkasti sphari íslendinga frá upphafi. Á15 ára tímabili frá 1947 til 1962 var hann ávallt í fremstu röð íslenskra bridgemeistara. Það hófst með glæsilegum sigri á sveit enska landsliösins árið 1947. Árið 1949 var Bridge Stefán Guðjohnsen Lárus Karlsson og Gunnar Guðmundsson sem íslandsmeistarar 1965. fyrsta íslandsmótið í sveitakeppni haldið á Akureyri og var Lárus í sigursveitinni ásamt Guðlaugi Guðmundssyni, fngólfi Isebarn og Torfa Jóhannssyni. Fjórum sinn- um stóð hann aftur á verðlauna- pallinum sem sigurvegari í íslands- mótinu og árið 1956 var hann ís- landsmeistari í tvímenningi ásamt Einari Þorfinnssyni. Enn eru ótaldir Reykjavíkur- meistaratitlar og sigrar hjá Bridge- félagi Reykjavíkur en Lárus var einn af stofnendum þess. Lárus var „náttúruspilari" og undrafljótur að sjá þá möguleika sem í boði voru. Hann og Kristinn Bergþórsson voru eldfljótir að hugsa og spila og oftar en ekki unnu þeir óvinnandi spil með því að keyra upp hraðann þannig aö andstæðingarnir gættu ekki að sér. Það gefur augaleið að hæfileikar Lárusar fóru ekki fram hjá-lands- hðsnefndum, enda spilaði hann 15 sinnum í landsliðinu, þar af níu sinnum á Evrópumótum, tvisvar á Norðurlandamótum, ólympíumóti 1960 o.fl. Atvikin höguðu því þannig að hér heima vorum við Lárus oftast and- stæðingar viö bridgeborðið en hins vegar sphuðum viö nokkrum sinn- um i landsliðinu sem makkerar. Eins og Gunnar var Lárus sér- stakt prúðmenni við spilaborðið og aldrei hægt aö sjá hvort honum mislíkaði við makker sinn eða and- stæðinga. Ég hef haft marga spila- félaga í gegnum árin og held að Lárus sé einn sá prúðasti og hæfi- leikarnir voru óumdeildir. . Gott dæmi um þessa eiginleika Lárusar kom fyrir á Evrópumóti í Baden-Baden í Þýskalándi árið 1963. Við Lárus spiluðum saman Ég verö að játa að það flögraði að mér að dobla en þar eð það var beiðni um laufútspil féll ég frá því. Það væri óráðlegt að fría lauflitinn fyrir hjartaniðurköst. En Lárus spilaði út hjartagosa og ég hældi honum í huganum. En þegar blindur kom upp leist mér ekki á blikuna, enda var sagnhafi fljótur að renna heim 12 slögum. Hann drap á ásinn, trompaði hjarta, tók þrjá hæstu í tígli, kast- aði tveimur laufum, trompaði síð- an tvö lauf og tvö hjörtu og endaði í blindum: * - V - ♦ 106 + 87 r—r—i * ÁKG8 V - V ♦- —-— + - ♦ D1096 . V - ♦ - + - Sagnhafi sphaði laufi úr blindum, lét trompáttu og lagði upp og sagð- ist eiga afganginn. Lárusi er best lýst þegar hann setti spil sín svipbrigðalaust í bakk- ann og tók til við næsta sph. Stefán Guðjohnsen ♦ - V - ♦ 3 + D109 gegn Pólverjum og lentum í því sem ég vildi kalía „púkapressu". A/O * - V KD75 ♦ 106542 + Á872 ♦ ÁKG832 V Á632 ♦ 7 + G6 ♦ D1096 V G1098 ♦ G98 + K4 Við Lárus sátum í n-s og hlustuð- um á eftirfarandi sagnir: Norður Austur Suður Vestur pass 1spaði pass 21auf pass 2hjörtu pass 3 tíglar pass 4 spaðar pass 5 spaðar pass 6 spaðar pass pass « /í>4 V 4 ♦ ÁKD3 TAinnco Landstvímenningur 1990 Útreikningi Landstvímenningsins 1990 er nú lokiö. Alls tóku þátt 247 pör í þessum tvímenningi sem sphað- ur var víðs vegar um landið vikuna 15.-19. október síðasthðinn. Það er 35 pörum fleira en síðasta ár sem er ágætt miðað við að vitað var um að 2 stór félög á Reykjavíkursvæðinu gátu ekki verið með þar sem þátttaka þeirra skaraðist svo mikið innbyrðis við önnur félög á svæðinu. Stofnanakeppni BSÍ Stofnanakeppni Bridgesambands íslands hófst sunnudaginn 11. nóv- ember. Aðeins 9 sveitir mættu th keppni og hefur þátttaka aldrei verið minni frá upphafi. Spilaðir eru 10 spila leikir, allir yið alla og eftir 6 umferðir er sveit ístaks efs með 124 stig. Sveit íslandsbanka er í öðru sæti með 111 stig en fast á eftir fylgir. sveit Ríkisspítalanna með 108 stig. í fjórða sæti er sveit 3x67 sendibílanna með 90 stig. Keppninni lýkur sunnu- daginn 18. nóvember. Núverandi meistarar í stofnanakeppninni er sveitísal. ÍS Röð efstu para: 1. Símon Viggósson - Þórður Reim- arsson B. Tálknafj. 4073 2. Arnar G. Hinriksson - Ein- ar V. Kristjánsson B. ísafj. 4061 3. Þórður Pálsson - Gauti Halldórs- son B. Vopnafj. 3996 4. Sveinbjörn Guðjónsson - Helgi Helgason B. Selfoss 3949 5. Ásgrímur Sigurbjörnsson - Steinar Jónsson B. Siglufj. 3912 6. Ingveldur Magnúsd. - Heba A. Ólafsdóttir B. Patreksfj. 3891 7. Kristinn Kristjánsson - Rúnar Vífilsson B. ísafj. 3863 8. Jón Hauksson - Ólafur Týr Guö- jónsson B. Vestm. 3838 9. Anton Haraldsson - Jakob Krist- insson B. Akureyrar 3822 10. Gestur Halldórsson - Magnús Jónasson B. Hornafj. 3797 Listar með röð allra þátttakenda verða sendir út til félaganna mjög fljótlega. UPPLÝSINGAR: SÍMSVARI: 681511 LUKKULÍNA: 991000 VERTU MEÐ - ÞAÐ ER GALDURINN

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.