Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.1990, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.1990, Blaðsíða 12
12 LAUGARDAGUR 17. NÓVEMBER 1990. Erlend bóksjá Ramses rís upp frá dauðum Bandaríski rithöfundurinn Ann Rice er kunn fyrir röð vin- sælla skáldsagna um vampirur. Hér skellir hún sér yfir í egyp- skar múmíur og þær ekki af lak- ara taginu. Aðalpersónan er faraóinn Ramses hinn mikli. Og Klópatra hin fagra kemur einnig við sögu. Sagan hefst snemma á öldinni þegar enskur fornleifafræðingur finnur gröf Ramses mikla. Sá reynist ekki vera dauður, eins og múmíur eru gjarnan, heldur í einhvers konar dái. Þegar múm- ían frnnur fyrir geislum sólar vaknar Ramses til lífsins á ný. Svo sem við er að búast í sögu eftir Ann Rice er ástin í spilinu. Dóttir fornleifafræðingsins fellur sumsé fyrir Ramses hinum ódauðlega, sem er aftur á móti enn ástfanginn af Kleópötru. Og þegar sú gamla er líka vakin til lífsins fer íjör að færast í leikinn. Hér er sumsé um að ræða sam- bland af fáránlegri draugasögu og hefðbundnum ástarróman og reynist það bara huggulegur af- þreyingarkokkteill. THE MUMMY. Höfundur: Anne Rice. Penguin Books, 1990. Ógnun við jarðarbúa Gamla kempan Isaac Asimov, sem hefur sent frá sér um ævina ríflega fjögur hundruð bækur, er enn að semja vísindaskáldsögur. Og í þessari nýjustu sögu sýnir hann enn sömu gömlu meistara- taktana. Nemesis gerist á tuttugustu og þriöju öldinni. Sókn jarðarbúa út í geiminn er hafin. Fjölmennar geimstöðvar, sem eru sjálfum sér nægar, hafa þó ekki lagt út í ferð út fyrir sólkerfið. Á því verður breyting þegar ein þeirra, Rotar, hverfur skyndilega. Hvert fór hún? Til Alpha Centauri? Eða kannski til stjörnu sem er nær sóhnni okkar þótt jarðarbúar viti ekki af henni? Helsta söguhetjan er fimmtán ára gömul stúlka í geimstöðinni Rotor. Hún býr yfir sérstökum andlegum . hæfileikum. Þegar Rotor kemur á áfangastað, til rauðu stjörnunnar sem fær nafn- ið Nemesis, skiptir þessi gáfa hennar sköpum fyrir framtíð lífs á jörðinni. Aðdáendur Asimovs finna í þessari sögu til skyldleika viö ýmsar kunnustu vísindaskáld- sögur hans og óska þess heitast að honum endist aldur til aö skrifa framhaldið. NEMESIS. Höfundur; Isaac Aslmov. Bantam Books, 1990. Salman Rushdie í felum. í 640 daga Um miðjan febrúar árið 1989 var les- in upp í útvarpinu í Teheran „fat- wa“, það er trúarreg tilskipun, frá æðsta andlega og veraldlega leiðtoga landsins, Khomeiní æöstaklerki. Þar var tilkynnt „í nafni guðs almátt- ugs“ að höfundur „The Satanic Ver- ses“, sem fæli í sér árásir á Islam, Múhammeð spámann og Kóraninn, hefði verið dæmdur til dauða. Dauðadæmdi rithöfundurinn, Sal- man Rushdie, fékk þegar lögreglu- vernd. Þá 640 daga sem síðan eru liðnir hefur hann búið sem fangi ótt- ans á leynilegum stööum á Bretlandi undir strangri gæslu lögreglunnar. Að undanförnu hafa birst nokkur viðtöl við Rushdie sem hefur, þrátt fyrir gjörbreytingar á lífmynstri sínu, tekist að semja nýtt skáldverk á flóttanum undan refsinornum heilagrar reiði múslima. Líf úr skorðum Þegar Khomení dæmdi Rushdie til dauða var hann kunnur rithöfundur. Hann gat gert það sem honum sýnd- ist, hitt þá sem hann vildi, stundað ritstörf á þann hátt sem hann hafði vanist. Og hann var nýkvæntur rit- höfundinum Marianne Wiggins. Þessa síðustu 640 daga hefur hann mátt búa á mörgum stöðum, sem breska lögreglan velur fyrir henn, en alls staðar um skamma hríð. Sagt er að hann hafi verið fluttur 50-80 sinnum fyrstu fimm mánuðina. Rushdie getur ekki skroppið út úr húsi eins og áður, hvorki til að hitta vini sína, fara í bíó eða leikhús, kaupa í matinn eða bara að anda að sér borgarloftinu. Hann getur fengið að hitta fólk, en þá eftir miklum krókaleiðum og undir stjórn lögregl- unnar. Hann má hringja í vini sína, en enginn þeirra getur hringt í hann. Og hjónabandið heyrir sögunni til. Breytt vinnubrögð Fyrst eftir að Rushdie fór í felur gat hann ekkert skrifað. Eftir nokkra mánuði kveðst hann hafa byrjað að Á meðan allt lék í lyndi: Salman Rushdie og eiginkonan, Marianne Wfgg- ins. „Hjónabandi mínu er lokið,“ segir Rushdie nú. skrifa ritdóma og yrkja nokkur ljóð. Svo hóf hann að semja nýju skáldsög- una, Haroun and the Sea of Stories, eða Harún og Söguhafið, á miðju sumri 1989. Hann þurfti að temja sér ný vinnu- brögð viö ritstörfin. Höfundar eru oft með afbrigðum sérviskulegir og Rushdie var þar engin undantekn-" ing. Hann gat einungis skrifað á gamla ritvél í vinnuherbergi sínu þar sem tilteknir lukkugripir þurftu aö vera á réttum stað. „Ég varð að læra aö skrifa á flótta. Það var afar ergjandi, erfitt. En ég neyddi mig til að gera það, að læra það,“ segir hann í nýlegu viðtali. Dæmisaga Harún og Söguhafið er eins konar dæmisaga sem á rætur að rekja til frásagna um Söguhafið sem Rushdie sagði syni sínum af fyrra hjóna- bandi, Zafar, á meðan hann var að baða sig, en drengurinn er nú 12 ára. í bókinni segir frá hetjunni ungu og hugrökku, Harún, sem leggur í hættulega för um töfraheima til að bjarga Söguhafmu sem faðir hans, sagnaþulurinn Rashid, getur ekki lengur drukkið af, frá alvarlegri mengun. Til þess verður Harún að leggja til orrustu við Khattam-Shud, Endalokin, prins þagnarinnar. Endir í augsýn? Sagan um Harún endar vel. En mun saga Rushdies fá farsælan endi? „Það veröur hún aö gera,“ segir hann sjálfur. „Ég er 43 ára, ég hef þjáðst og vil gjarnan lifa eðlilegra lífi. Það vekur hjá mér vonir að jafnvel reiðasti maður getur ekki verið reið- ur til eilífðar. Þetta er saga sem ég verö að finna endi á.“ Hatursmenn hans hafa ákveöinn endi í huga. Þeir segja að fyrr eða síðari muni ungir fórnfúsir múslim- ar framfylgja dauöadómnum hvað sem það kunni að kosta þá sjálfa. Metsölukiljur Bretland Skáldsögur: 1. Catherine Cookson: THE BLACK CANDLE. 2. Stephen King: THE DARK HALF. 3. TSue Townsend: TRUE CONFESSIONS OF ADRIAN ALBERT MOLE. 4. Martin Amis: LONDON FIELDS. 5. Rosamunde Pllcher: THE BLUE BEDROOM. * 6. Clive Barker: THE GREAT AND SECRET SHOW. 7. J. Barnes: A HISTORY OF THE WORLD *N 10'/2 CHAPTERS. 8. Scott Turow: PRESUMED INNOCENT. 9. Len Deighton: SPY LINE. 10. Rose Tremain: RESTORATION. Rit almenns eölis: 1. Denis Healey: THE TIME OF MY UFE. 2. Peter Mayle: A YEAR IN PROVENCE. 3. Hannah Hauxwell: SEASONS OF MY LIFE. 4. Rosemary Conley: COMPLETE HIP & THIGH DIET. 5. Nígel Nicolson: PORTRAIT OF A MARRIAGE. 6. Rosemary Conley: INCH-LOSS PLAN. 7. Blli Watterson: THE CALVIN & HOBBES LAZY SUNDAY BOOK. 8. Tom Jaine: THE GOOD FOOD GUIDE 1991. 9. Phillp Larkln: COLLECTED POEMS. 10. Simon Bates: OUR TUNE. (Byggt á The Sunday Times) Bandaríkin Skáldsögur: 1. Danielle Steel: DADDY. 2. Stephen King: THE DARK HALF. 3. V.C. Andrews: DOWN. 4. John Jakes: CALIFORNIA GOLD. 5. Jennifer Lynch: THE SECRET DIARY OF LAURA PALMER. 6. Stephen Coonts: THE MINOTAUR. 7. Carrie Fisher: POSTCARDS FROM THE EDGE. 8. Kathleen E. Woodiwiss: SO WORTHY MY LOVE. 9. Philip Friedman: REASONABLE DOUBT. 10. Allan Gurganus: OLDEST LIVING CONFEDERATE WIDOW TELLS ALL. 11. Scott Turow: PRESUMED INNOCENT. 12. Victoria Holt: THE CAPTIVE. 13. Jack Higgins: COLD HABOUR. 14. Celeste De Ðiasis: A SEASON OF SWANS. 15. David Eddings: SORCERESS OF DARSHIVA. 16. Amy Tan: THE JOY LUCK CLUB. Rit almenns eðlis: 1. Robert Fulghum: ALL I REALLY NEED TO KNOW I LEARNED IN KINDERGARTEN. 2. Michaei Lewis: LIAR'S POKER. 3. M. Scott Peck: THE RÖAD LESS TRAVELED. 4. Jill Ker Conway: THE ROAD FROM COORAIN. 5. Thomas L. Friedman: FROM BEIRUT TO JERUSALEM. 6. Stephen Hawking: A BRIEF HISTORY OF TIME. 7. Tracy Kidder: AMONG SCHOOLCHÍLDREN. 8. R. J. Groden & H.E. Livíngstone: HIGH TREASON. 9. B. S. Siegel: LOVE, MEDICINE AND MIRACLES. 10. Nicholas Pileggi: WISEGUY. 11. Jonathan Coleman: EXIT THE RAINMAKER. (Byggt á New York Times Book Review) Danmörk Skáldsögur: 1. Jorn Riel: SKR0NER FRA ET REJSELIV. 2. Marilyn French: SIN MORS DATTER. 3. Isabel Allende: EVA LUNA. 4. Ib Michael: KILROY KILROY: 5. Umberto Eco: FOCAULTS PENDUL. 6. Jean M. Auel: HESTENES DAL. 7. Bjarne Reuter: MÁNEN OVER BELLA BIO. 8. Jean M. Auel: MAMMUTJÆGERNE. 9. Jean M. Auel: HULEBJORNENS KLAN. 10. John Irwing: EN BON FOR OWEN MEANY. (Byggt á Politlken Sondag) Umsjón: Elías Snæland Jónsson Fjöldamorð í sveitinni Adam Dalgliesh lögregluforingi erfir eftir frænku sína sumarhús og gamla vindmyllu í sveitasæl- unni í Norfolk á Englandi. Hann skellir sér þangað í frí til að átta sig á hvernig hann geti ráðstafað eigninni. En þar sem Dalgliesh fer eru morð sjaldan langt undan. Fjöldamorðingi er sumsé á kreiki í Norfolk. Hann ræðst á konur sem eru einar á ferð seint á kvöldin eða á nóttunni, myrðir þær og meiðir á sjúklegan hátt. Gamall starfsfélagi Dalgliesh annast rannsókn málsins og leit- ar aö sjálfsögðu ráða hjá Scotland Yard-foringjanum. Inn í þessa atburðarás blandast deilur í héraðinu vegna nýs kjarnokruvers. Málið fær svo á sig nýjan blæ þegar ástmey for- stjóra orkuversins er myrt á sama hátt og hinar konurnar. Var hún fórnarlamb sama morðingj- ans eða átti það bara að líta þann- ig út? ® Þetta er listilega vel skrifuð spennusaga eftir höfund sem hef- ur náð fullkomnum tökum á við- fangsefni sínu og söguhetjunni, ljóðskáldinu og fagurkeranum Dalgliesh sem óneitanlega er óvenjulegur morðsérfræðingur. DEVICES AND DESIRES. Höfundur: P.D. James. Warner Books, 1990. Sápuópera hversdagsins Denise Robertson skrifar sápuóperur um ástir „venjulegs" fólks eins og það heitir. Þannig ijallar þessi nýja saga hennar um ástarmál nokkurra kvenna sem alast upp í norðurhluta Englands. Þær eru á táningaaldri upp úr 1960, en fylgst er með þeim allt fram á árið 1981. Helen er aöalpersónan. Hún verður ófrísk á táningaaldrinum, fer inn á heimili sem kaþólska kirkjan rekur, fæðir þar barn sitt í kyrrþey og gefur til ættleiðing- ar. Síðan heldur hún til London. Systir hennar og vinkonur búa hins vegar áfram fyrir norðan, giftast og eignast börn. Dauðsfall í íjölskyldunni verð- ur til þess að Helen ákveður aö komast aö því hvar sonur hennar hafi lent. Það tekst henni aö lok- um. Hún setur sig í kunningsskap við hann, án þess þó að upplýsa um leyndarmálið. Höfundurinn einbeitir sér að því að rekja ástarfiækjur, barn- eignir og hversdagsleg vandamál íjölskyldna og elskenda. Allt er þetta ósköp áreitnislaust og flatt og hamingjuendir fylgir í lokin - að sjálfsögðu. NONE TO MAKE YOU CRY. Höfundur: Denise Robertson. Penguin Books, 1990.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.