Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1990, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1990, Blaðsíða 12
LAUGARDAGUR 8. DESEMBER 1990. r r Partí-sófasettið Fransiska-sófasettið Betty-sófasettið TOGO-sófi (Einnig fáanlegt sem sófasett) GOÐIR GREIÐSLUSKILMALAR Allt aö 30 mánaða greiðslukjör Opið laugardag kl. 10-18 sunnudag kl. 14-16 ^IHUSGÖGN BOLSTl RLINAN Smiöjuvegi 30. Kópavogi Sími 72870 Sælkerinn Ginseng hefur haft hressandi áhrif i 3000 ár. Eitt af vandamálum íbúa Vestur- landa er ofát. Margir borða ranga fæðu, þ.e.a.s. of mikið af fitu og sykri. Sérfræðingar telja nú orðið að rangt fæði geti orsakað ýmsa alvarlega sjúkdóma, t.d. krabbamein. Neysla ýmiss konar vítamína og næringarefna eykst stöðugt. Talið er að það séu í það minnsta 500 tegund- ir af alls konar bætiefnum á mark- aðnum og að auki er töluvert úrval Umsjón: Sigmar B. Hauksson af megrunarefnum. Til að halda fullri heilsu telja margir lífsnauðsyn- legt að taka inn einhvers konar bæti- efni. Það er samt staðreynd að þeir sem borða rétta og góða fæðu þurfa ekki að taka inn þessi bætiefni. Sér- fræðingar eru ekki sammála um nyt- semi þessara efna og margir eru sam- mála um að virkni margra þeirra sé lítil sem engin. Framleiðendur þess- ara efna eru duglegir að auglýsa og telja fólki trú um nytsemi pillana. Það er hins vegar staðreynd að til eru bætiefni sem virka og flest þeirra eru unnin úr jurtum. Menn hafa frá aldaöðli unnið lyf úr jurtum. í 2000 ár hefur ópíum verið notað sem lyf, magnyl er m.a. unnið úr valmúa sem nefnist „Papaver somniferum" á lat- ínu. Lyf, sem notað er gegn krabba- meini, er unnið úr plöntu sem vex á Madagaskar og nefnist „Catharanth- us“ og svona má lengi telja. Dæmi um íslenska lyfjajurt eru fjallagrös- in. Nú orðið eru efnin unnin úr jurt- um og gerð úr þeim lyf en áður var jurtin borðuð eða þurrkuð og gert af henni te. Meðal þeirra bætiefna, sem til eru á markaðnum og náð hafa miklum vinsældum, er ginseng eða ginseng- rót, „Panay ginseng" ,á latínu. Gin- sengróta hefur verið notuð í Kína í 3000 ár. Kínverjar töldu að ginseng lengdi lífið og heföi vekjandi og frískandi áhrif. Hin virku efni í gin- sengrótinni kallast ginsenosíður. Ginseng varð þekkt hér í Evrópu þegar á 17. öld. Ginsengrótin er nú aðallega ræktuð í Kína, Kóreu og í Sovétríkjunum og að auki er farið að rækta ginseng í Japan og Kanada. Til eru tvær tegundir af ginseng, hvítt og rautt. Hvíta ginsengið er þurrkað í sólinni eða í ofni. Rauða ginsengið er sett í vatn eða gufu áður en það er þurrkað. Það eru því mjög margar tegundir af ginseng á mark- aðnum og mi'sgóðar. En hvaða áhrif hefur ginseng á mannslikamann? Sérfræðingar eru sammála um að það hafi væg örv- andi áhrif. Dr. Stig Lahti í Eskilstuna í Svíþjóð gerði tilraunir með ginseng á lyftingamönnum. Þeir sem tóku inn ginseng sýndu um 20% betri árangur en hinir sem ekki tóku það inn. Vís- indamenn við Karólínska sjúkrahús- ið í Stokkhólmi rannsökuðu hóp starfsmanna hjá stórfyrirtækinu Electrolux. Niðurstöður rannsókn- anna urðu þær að eftir 8 vikur sýndu þeir sem tekið höföu inn ginseng betri afköst en þeir sem ekki tóku það inn. Þá hafa rannsóknir í Kóreu sýnt að ginseng hefur góð áhrif á getuíeysi karla. í blaði lyfjafræði- nema frá 1988 er grein um ginseng, þar segir meðal annars. „Þær niður- stöður sem helst ber saman um áhrif ginsengs eru þær sem greina frá ýmsum áhrifum sem erfitt er að meta hlutlægt. Þar er talið aö ginseng hafi almenn hressandi áhrif. Auki einbeitingarhæfni og aðra andlega hæfni, dragi úr þreytu, örvi kynhvöt o.s.frv.“ Eins og áður sagði eru til margar tegundir af ginseng á markaðnum. Á neytendasíðu sænska dagblaðsins „Dagens nyheter" var árið 1987 kannað hvaða ginsengtegund væri best. Best þótti Gericomplex GU5 frá svissneska fyrirtækinu Pharmaton SA. Ginseng er næringarefni sem maðurinn hefur notað í 3000 ár og er því mikil reynsla fengin af þessu efni. Rannsóknir hafa sýnt að gin- seng virðist hafa góð áhrif á manns- líkamann. Eins og áöur hefur komið fram or- sakar rangt mataræði beint eða óbeint alls konar sjúkdóma. Mat- vælafræðingar hafa verið að gera til- raunir með að blanda ýmiss konar næringarefnum í fæðuna. Nú er hægt að fá t.d. súkkulaði með ginseng í og gerðar hafa yerið tilraunir með ginseng-ís. í þessum rannsóknum eru ýmis óæskileg efni fjarlægð eða þvegin úr fæðunni og næringarefn- um bætt saman við, þeirra á meöal er ginseng. Þessar tilraunir eru mjög mikilvægar fyrir alla jarðarbúa, einkum þó þjóðir þriðja heimsins. Sumir vísindamenn eru meira að segja. svo bjartsýnir að þeir telja að það megi koma í veg fyrir eða draga úr ýmsum sjúkdómum með rétt sam- settu fæði. Það sem einnig gerir þess- ar tilraunir merkilegar er að þarna eru tengdar saman nútíma vísinda- aðferðir og þekking horfinna kyn- slóða. Hinir gömlu Kínverjar komust að því að ginsengrótin veitti þeim styrk og hressti þá við. Þaö eru ekki mörg. lyf eða hollustuefni sem hafa verið á markaðnum í 3000 ár. Nyjar sendingar MIKIÐ URVAL Opið ki. 10-19 gsiýja JÐólsturgGrðin Jólagjöf til J Garðshorni við Fossvogskirkjugarð, sími 16541 p|g j m j | Q Þetta er aðeins smáhugmynd um úrvalið. Það er til miklu, miklu meira.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.