Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1990, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1990, Blaðsíða 30
30 LAUGARDAGUR 8. DESEMBER 1990. íngurinn - kaflar úr bók Jóns Óttars Ragnarssonar, Á bak við ævintýrið Jón Óttar Ragnarsson er sennilega sá íslendingur sem hvaö mest hefur veriö milli tannanna á fólki á undan- förnum árum. Mörg viötöl hafa birst viö Jón Óttar og hann hefur verið ófeiminn aö tjá sig um ástina og lífið. Tvær konur, Elfa Gísladóttir og Valgeröur Matthíasdóttir, hafa veriö í lífi hans þennan tíma og báöar hafa þær fjallað um ástarsamþand sitt í íjölmiólum. Óhjákvæmilega hefur veriö rætt um þennan þríhyrning manna á meðal en í nýrri bók Jóns Óttars eru tveir kaflar helgaöir þess- um konum í lífi hans. Helgarblaðið fékk leyfi útgefenda til aö birta kafla úr bók Jóns Óttars en þar segir hann meöal annars aö vegna þess aö þau þrjú unnu ekki í sama húsi hafi ást- arþríhyrningurinn ekki orðið aö Bermuda-þríhyrningnum. Rauðklædd falleg kona „Það var á árinu 1984 sem viö Hans Kristján fengum hugmyndina aö Stöö 2, þótt fyrstu áformin ættu ekk- ert skylt við sjónvarp. Skömmu fyrir áramót haföi ég kynnst Elfu Gisla, íslenskri leikkonu sem bjó í New York. Viö hittumst fyrst i Leikhúskjallaranum á annan í jólum áriö 1983 eftir frumsýningu í Þjóðleikhúsinu. Þessi glæsilega rauðklædda kona kom mér spánskt fyrir sjónir, en ég haföi ekki fyrr kynnst henni en eftirsjáin eftir Sig- rúnu hvarf eins og dögg fyrir sólu. Ég var ástfanginn. Elfa er ein fallegasta kona sem ég hef kynnst. Vegna þeirrar vanmeta- kenndar, sem ég fann ávallt til gagn- vart kvenlegri fegurð, var kannski ekkert skritiö þó mér þætti meö ólik- indum að svona glæsileg kona ætti eitthvað vantalað viö mig. Þaö var einhver ævintýraljómi yflr henni, en um leiö eitthvaö brothætt sem höfö- aði til mín. Hún var líka náttúrubarn og uppeldi hennar hefði eins getaö komiö úr höföi Dickens gamla. Hún haföi þvælst mikið um austurströnd Bandaríkjanna með móöur sinni og fjórum systkinum og haföi meira og minna þurft að hafa ofan af fyrir hópnum, en útsjónarsemin var henni í blóð borin. Elfa átti oft erfitt með að skilja alla þá öfund og afbrýðisemi sem hún vakti stundum í brjóstum annarra, ekki síst á tímum þegar rauður hatt- ur og stuttpils úr rauðu leöri gat hæglega orðið til þess aö augabrúnir lyftust hér og þar meira en góöu hófl gegndi. Fyrir bragðið haföi henni reynst erflöara að koma sér áfram hér en réttmætt var, þrátt fyrir mikla hæfileika. Eitt af því sem batt okkur Elfu sam- an var kímnin. Enda þótt hún hafi tilhneigingu til aö sveipa persónu sína allt að því óþægilegri hógværö og jafnvel minnimáttarkennd er hún bráðskemmtileg. Kannski var þaö vegna þess hve bemskan og ungl- ingsárin höfðu veriö henni sjálfri erfið sem hún hafði meiri áhuga en aörir sem ég hef kynnst á því aö umgangast börn. Hún haföi sérstakt lag á að tala við þau eins og jafn- ingja og gat leitt þeim fyrir sjónir að „Brúókaup aldarinnar" var þaö kallaö þegar Jón Ottar Ragnarsson gekk að eiga Elfu Gísladóttur leikkonu í maí árið 1989. Hjónabandið entist i eitt ár. Pressan sagði frá brúðkaupinu i máli og myndum enda hafa ástamál Jóns Óttars aldrei verið feimnismál og frá þeim skýrt í ítarlegum blaðaviðtölum - nú einnig i bók. 20. tW. 2. árg. t8 m») iÞfl9 tr. I25 UÐKAUP ÁRSINS fulloröna fólkið væri ekkert síöur ruglað, gleymið og ótryggt en krakk- arnir. Með Elfu í París Elfa var á þessum tíma aö bæta viö leiklistarnám sitt í skóla í New York og fyrir áhrif frá henni kviknaði áhugi minn á ævintýrum leikhúss- ins. Aö loknu jólafríi fór hún aftur vestur um haf. Ekki leið á löngu uns ég heimsótti hana þangað og brátt kom aö því aö hún afréð 'að flytja aftur til íslands. Viö fórum aö búa saman um vorið og um sumariö fórum við saman í frí til Parísar. Faöir minn var þá orðinn hrumur mjög af Parkinsonveiki, en þó hvarílaöi ekki að mér annað en aö ég ætti eftir aö hitta hann aftur. Örlögin höföu hins vegar ákveðiö aö þaö skyldi fara á annan veg. Kvöld eitt seint í júlí er viö ætluð- um á skemmtistað í Latínuhverfinu sótti að mér slíkur drungi að ég man ekki eftir ööru eins. Lét ég Elfu strax vita aö þaö væri langur vegur frá því aö ég ætti heimangengt um kvöldið og lagöist fyrir. Mér leið eins og ég heföi verið laminn sundur og saman með bareflum. Eftir um það bil klukkustund fór þó aö brá af mér svo að ég gat aftur stigið í fæturna. Þar sem Elfa vildi ekki fyrir nokk- urn mun missa af sýningunni - sjón- arspili á Paradise Latin skemmti- staönum í Latínuhverfinu - fór svo aö lokum aö ég staulaðist á fætur og fór að hafa mig til. Viö höföum vart komið okkur fyrir viö borð nærri senunni og pantað okkur kampavín þegar ljósmyndari kom aövífandi og smellti af okkur mynd. Sést glöggt á svipnum á mér að ég var síður en svo búinn aö taka gleði mína aftur. Þegar viö komum heim á hótel undir miönætti fór ég aö velta því fyrir mér hvað í ósköpunum heföi dunið yfir mig þarna fyrr um kvöld- iö. Þá laust þeirr hugsun niöur i koll- inn á mér aö ef til vill væri ekki allt meö felldu heima. Ég hringdi um- svifalaust í móöur mína sem tjáöi mér grátandi aö pabbi heföi andast um kvöldiö, nánast í þann mund sem óværan tók að herja á mig. Þegar ég var aö skrifa þessa bók sex árum seinna las dóttir mín þessa sögu og sagöi mér eins og ekkert væri sjálfsagðara aö þetta sama kvöld - en þá var hún tólf ára gömul - hafi hún verið stödd hjá ættingjum sínum í Borgarnesi aö horfa á sjón- varpið. Sótti þá skyndilega að þeim öllum slikur drungi að þau vissu ekki hvaðan á sig stóð veðrið. Auö- vitaö haföi ekkert þeirra hugmynd um hvað var í aðsigi fyrr en þau fréttu næsta- dag að faðir minn heföi látist á sömu stundu." Konurnar og Stöð 2 Þrátt fyrir allt a?ti þaö ekki fýrir Jóni að liggja -aö hrinda stóra draumnum í framkvæmd meö Elfu sér við hlið. Brestir komu i samband- iö og örlögin leiddu hann fljótlega á fund hinnar konunnar sem átti eftir aö byggja upp sjónvarpsstöð með honum. Þannig lýsir hann aödrag- andanum í bókinni. „Ekki auöveldaöi þaö róöurinn aö samband okkar Elfu hafði gengið stirðlega. Án efa olli þar mestu um hversu gerólík við vorum. Um sum- arið haföi slest upp á vinskapinn og leiöir skildu um sinn. Tók Elfa því engan þátt í stofnun Stöövar 2 og það var ekki fyrr en síðar sem leiðir lágu saman aftur. Þetta haust var ég eitt kvöld aö skemmta mér með félögum mínum á Gauki á Stöng þegar ég hitti í fyrsta sinn Valgerði Matthíasdóttur, Völu, arkitekt með meiru. Haföi hún þá unniö sér þaö til frægöar aö breyta daufustu týru kafflhúsageirans í glæsilegan og alþjóölegan kaffistað, Café Hressó. Þrátt fyrir hönnunarafrek Völu leist mér i fyrstu ekkert á þennan hrokagikk með band í hári sem þótt- ist ætla aö sigra heiminn meö áhlaupi. Eina jákvæöa myndin sem hún skildi eftir í huga mér var að hún hafði smitandi hlátur sem hún notaöi aö vísu spart þetta umrædda kvöld. KynntistVölu í Kjallaranum Þegar nær dró áramótunum fór ég eina helgina í Leikhúskjallarann og hitti hana á ný. Þá var engu líkara en ský heföi dregiö frá sólu. Þarna hitti ég Völu hina hláturmildu sem bræddi hjörtu viðstaddra með óbil- andi bjartsýni og lífsgleöi. Eftir þetta fórum viö að vera saman og brátt varö hún lífiö og sálin í þeim sam- henta hópi sem á heiðurinn af því að Stöö 2 varö til. Sannkallaður senufíkill Vala var dæmigerö fyrir þá mann-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.