Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1990, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1990, Blaðsíða 15
LAUGARDAGUR 8. DESEMBER 1990. 15 Á Varðarfundi á flmmtudaginn gerði ég tilraun til að finna skýring- ar á því hvers vegna Sjálfstæðis- flokkurinn tók skakkan pól í hæð- ina í afstöðunni til bráðabirgðalag- anna. Ég leyfði mér að halda því fram að ástæðan væri meðal ann- ars sú að stjórnmálaflokkarnir gerðu sér ekki grein fyrir breyttri stöðu sinni og áhrifum í þjóðfélag- inu. Sú var tíðin að stjórnmálaflokkar og stjórnmálaforingjar gátu geflð línuna. Þeirra var mátturinn og valdið og þeir stýrðu almenrúngs- álitinu og enginn efaðist um flokkslínuna né heldur vildi efast um hana. Þá voru átökin milli vinstri og hægri afdráttarlaus, skýr mörk á milli flokka, flokkshollusta ótvíræð. Menn stóðu með sínum flokkum fram í rauðan dauðann. Deilur á Alþingi drógu dám af þessu ástandi. Þar voru menn upp- teknir við að koma höggi á and- stæðingana og fengu hrós fyrir. Þar var vígvöllurinn, þaðan kom línan. Þetta hefur breyst. Við lifum á annarri öld. Fólk er minna pólitískt og ekki flokksbundið í sama mæli og áður. Fjölmiðlar hafa sjálfstæð- ari áhrif með auknu frjálsræði til ýmissa átta. Flokkadrættir hafa einangrast við þá sem í þeim taka þátt og raunar er valið milli flokka og mála miklu flóknara en fyrr. Á árum áður var þetta val einfalt: meö eða móti kommúnisma, með eða móti varnarliði, með eða móti einkáframtaki, með eða móti fé- lagslegri þjónustu. Þvert í gegnum flokkana Nú er múrinn milli austurs og vesturs fallinn. Skilin milli vinstri og hægri eru óljós, víglínan hefur færst til. Menn rífast ekki lengur um hinn frjálsa markað heldur hversu langt á að ganga. Menn ríf- ast ekki um almannatryggingar heldur um umfang þeirra og inni- hald. Menn rífast ekki lengur um yfirráð í stéttarfélögum, vegna þess að stéttaátök eru annars eðlis en áður. Þessi þróun hefur haft áhrif á háum sköttum, en hvenær hefur það birst í framkvæmd? Og ég spyr: Hver getur haldið því fram að stjórnmálaflokkarnir hafi markað sér stöðu í neytendamálum? Hefur einhver flokkur skorið upp herör gegn bruðlinu í ríkisflármálum, dagpeningasukkinu, flárfesting- aróreiðunni, bithngasýkinni? Enn og aftur má fullyrða að skoðanir og stefnur gangi þvert á alla flokka, hvort heldur það eru dægurmálin eða samtryggingarpólitíkin sem á í hlut. Þar sker sig enginn úr, þótt Sjálf- stæðisflokkurinn eigi sögu sinnar vegna og stefnu að vera í farar- broddi í þeirri atlögu sem gerð skal að forréttindunum og yfirstéttinni. Af því flokkurinn er flokkur ein- stakhngsins og hins frjálsa manns. En í stað þess að virða frelsið til tjáningar og gagnrýni er þvi tekið með lítilsvirðingu og hótfyndni þegar óbreyttir liðsmenn hreyfa mótbárum. Ég kann ekki við þann tón. Það er ekki eðli lýðræðisflokks aö tala niður til fólks. Það er ekki í anda þess flokks að segja fólki fyrir verkum eða skoðunum. Það er ekki hlutverk þess flokks að láta spillast af völdum og gera lítið úr lýðræðislegum andmælum. Sjálfhelda Og gáið að einu. Nú þegar' búið er að brjóta niður múrana til aust- urs og búið er að skapa umgjörð þess frjálsa þjóðfélags, sem við höf- um sóst eftir, þá myndast nýjar hættur, nýjar blikur á lofti. Það eru hættur flármagnsvaldsins, fyrir- tækjanna, voldugu mannanna, sem sölsa undir sig völd og áhrif í skjóli peninganna. Þær hættur eru ekki síður alvarlegar heldur en hætt- urnar af bolsunum í gamla daga eða SÍS á.sínum velmektardögum eða vinstri stjórnum í okkar tíð. Sjálfstæðisflokkurinn á ekki að gerast hlífiskjöldur fyrir gróðaöflin og hann á ekki að hossa þeim mönnum, sem spila á hlutabréfa- kerfið í almenningshlutafélögun- um, sem einhverjum hetjum sjálf- stæðisstefnunnar. Enginn flölda- flokkur getur leyft sér að falast eft- ir atkvæðum hins almenna kjós- Flokkxir átakapunktana í pólitíkinni. Þeir ýmist skarast eða ganga þvert á núverandi stjórnmálaflokka. Tök- um Sjálfstæöisflokkinn sem dæmi: í rökræðum um kosningarétt og kjördæmaskipan er regindjúp mihi flokksmanna innbyrðis. Sömuleið- is um ágreiriinginn varðandi kvóta- skiptingu og fiskveiðistefnu. í land- búnaðarmálum er flokkurinn klof- inn. Jafnvel að því er varðar at- vinnufrelsi og útflutningsfrelsi eru afar skiptar skoðanir innan Sjálf- stæðisflokksins. í Sjálfstæðis- flokknum tókst engin samstaða þegar átökin um samkeppnina i fluginu og fraktflutningunum áttu sér stað og snerust um frelsi í sam- göngumálum. í Sjálfstæðisflokkn- um er engin ein lína fyrirhggjandi um afstöðuna til Evrópubandalags- ins. Og svo mætti áfram telja. Þetta gildir og um aðra flokka. Lítið á Alþýðubandalagið sem nú er klofið í herðar niður. Lítið á þverstæðurnar í Framsóknar- flokknum og væringarnar hjá þeim flokki í Reykjavík. Lítið á Álþýöu- flokkinn og deilur formanns og varaformanns um húsnæðismál sem þó eru einn af eftirlætismála- flokkum krata. Ekki fer kvenna- póhtíkin eftir flokkum. Línumar skarast og ágreiningurinn stendur þvert í gegnum flokkana. Þjóðarsáttin Ein afleiðingin er sú að þingið hefur einangrast í eigin heimi, gamaldags slagsmálum, þar sem menn halda að þeir séu ennþá í nafla alheimsins. Því fer sem fer þegar þar em aUt í einu mál á dag- skrá sem ekki fara eftir gömlu flokkslínunum, sem varða almenn- ing og sem snúast um hagsmuni sem eru langt fyrir ofan og utan við allar ílokkslínur. Þjóðarsáttin er gott dæmi um slíkt mál. Afstaðan til þjóðarsáttar- innar fer ekki eftir flokkum. Sjálf- stæðisflokkurinn sá sér leik á borði í sandkassaleiknum og tilgangur- inn með því að vera á móti bráða- birgðalögunum var auðvitað sá að koma höggi á ríkisstjórnina. Allt ábyrgðarhjalið um að virða samn- inga, standa með réttlætinu og verja stjórnarskrána em eftirárök og hræsni í ljósi þess að Sjálfstæð- isflokkurinn hefur margsinnis sjálfur sett bráðabirgðalög á kjara- samninga. Ógæfa Sjálfstæðisflokksins er hins vegar sú að hann skildi ekki fyrr en um seinan að bráðabirgða- lögin og þjóðarsáttin eru mál sem eru ofar flokkadráttunum. Þess vegna snerist almenningsálitið gegn flokknum. Aðrir flokkar hafa líka lent í þess- um pytt og þar á meðal ríkisstjóm- in sem hefur hvað eftir annað storkað almenningsálitinu og hef- ur ekki átt upp á pallborðið fyrr en Sjálfstæðisflokkurinn er svo óheppinn eða seinheppinn að færa henni almenningsáhtið á silfurfati. Að minnsta kosti í þessari lotu. Frjálshyggjan Með þessum orðum er ég ekki að lýsa yfir þvi að Sjálfstæðisflokkur- inn sé úti að aka. Það er flarri mér. En ég er þeirrar skoðunar að hann þurfi að endurskoða stöðu á krossgötum Lauqardaqs- pistill Ellert B. Schram sina og hlutverk út frá þeirri staö- reynd að hvorki kjósendur al- mennt né kjósendur flokksins láta bjóða sér hvað sem er. Gömlu fras- arnir og gömlu baráttuaðferðirnar eru úrelt og úr sér gengin vopn í nútímasamfélagi. Flokkurinn þarf ekki lengur að berjast af sama krafti fyrir einstaklingsfrelsinu og hinum fijálsa markaði. Hann er viðurkenndur. Flokkurinn þarf ekki lengur að standa vörð um At- lantshafsbandalagið og varnarhð- ið. Það hefur sannað gildi sitt. Flokkurinn þarf ekki lengur að beijast gegn hinu sósíaliska hag- kerfi. Engum dettur í hug að mæla með því. Þannig hafa gömul baráttumál komist í höfn eða kreflast nýrrar útfærslu. Það sem þarf að gera er að meta viðfangsefnin upp á nýtt, meta stefnu sjálfstæöis og einstakl- ingsfrelsis í nýju ljósi. Flokkurinn þarf ekki lengur að berjast fyrir því að hans menn komist til valda held- ur hinu, hvernig með valdið er far- ið. í Sjálfstæðisflokknum hefur fijálshyggjan riðið húsum um nokkurt skeið en frjálshyggja er samheiti á þeirri stefnu að frelsi skuli ótakmarkað, hvort heldur í markaði, flármagni, vöxtum, verð- lagsálagningu, atvinnuuppbygg- ingu eða samskiptum fólks. Víst er það rétt að við trúum á frelsið og frelsið var og er mikilvægt baráttu- mál og táknræn yfirlýsing um sjálf- stæðisstefnuna þegar tekist er á við sósíalista, fasista, kommúnista og aðra fulltrúa einræðisins. Nú er einræðið ekki lengur á dag- skrá heldur útfærsla frelsisins. í Sjálfstæðisflokknum vilja menn ganga misjafnlega langt og ég er í þeim hópi sem hefur allan fyrir- vara á óheftu frelsi og að lúnn sterki kúgi þann veika, hinn ríki þann fátæka. Samfélagsleg þjón- usta, samhjálp, mannúð og mann- leg reisn er jafnstór þáttur í sjálf- stæðisstefnunni eins og allt talið um frelsið. Hótfyndni Skoðanir sjálfstæðismanna í menntamálum, umhverfismálum, dagvistunarmálum og skattamál- um hafa ekki farið hátt og marka engan veginn neina sérstöðu um- fram aðra flokka. Allt eru þó þetta mál sem brenna á hinum almenna íslendingi, hverri einustu flöl- skyldu. Það er hægt að segja að Sjálfstæðisflokkurinn sé á móti anda til að safna síðan völdunum og auðæfunum á hendur fárra. Sér- hagsmunirnir eru skeinuhættastir auðsöfnun alþýðunnar. Við skul- um ekki vera skálkaskjól þeirra. Vitaskuld þurfum við að hafa stjórnmálaflokka. En sjálfheldan í póhtíkinni er sú að flórflokkarnir hafa komiö sér fyrir í kerfinu. Þora ekki og vilja ekki hagga því. Jafn- vel þótt breytingin æpi á þá. Valda- hlutfóllin milli flokkanna standa okkur fyrir þrifum. Sjálfstæðis- flokkurinn kemst ekkert áfram þótt hann vilji. Sjálfstæðisflokkur- inn endurnýjar sig ekki öðruvísi en með nýjum. kynslóðum, sömu stærðar og sömu gerðar. Hann er fastur í samsteypustjórnum. Hann er fastur í valdapýramídanum. Hann er fastur í nefl samtrygging- arinnar. Við skulum horfast í augu við þessar pólitísku staðreyndir. Flokkur er ekki bara til fyrir sjálfan sig. Hann er til fyrir fólkið og samtímann hveiju sinni og verður að vera með eyrað við jörð- ina og hlusta á grasið vaxa. Mín rödd er rödd hins óbreytta manns, sem er einn af mörgum þegnum þessa lands, sem lítur svo á að flokkarnir séu til fyrir þjóðfélagið en ekki öfugt. Flokkarnir verða að ganga í takt við tímans straum. Þegar flokkamir eru orönir upp- teknari af sjálfum sér heldur en þjóðinni þá þarf að staldra við. Við getum ekki búist við að flokkamir breytist nema fólkiö í flokkunum breyti þeim. Og orð era til alls fyrst. (Þessi grein er byggð á köflum úr ræðu sem flutt var á aðalfundi Varðar á fimmtudaginn.) Ellert B. Schram
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.