Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1990, Blaðsíða 14
14
LAUGARDAGUR 8. DESEMBER 1990.
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELÍAS SNÆLAND JONSSON
Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift,
ÞVERHOLTI 11,105 RVlK, SlMI (91 )27022 - FAX: (91)27079
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð:
PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11
Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1100 kr.
Verð í lausasölu virka daga 105 kr. - Helgarblað 130 kr.
Versnar fyrst - batnar svo
Hinar alþjóðlegu viðræður í Bruxelles um lækkun
tolla og hafta fóru út um þúfur í fyrrinótt. Verndar-
stefna mun nú eflast á nýjan leik. Fulltrúar 107 ríkja
samþykktu að breiða yfir þessa staðreynd með kiLrteis-
legu orðalagi um, að málið verði tekið upp síðar.
Tolla- og viðskiptastofnunin GATT hefur beðið mik-
inn hnekki. Víða um heim eru reiðir stjórnmálamenn
tilbúnir með tillögur um að hefna sín á útlendingum
með lagafrumvörpum um aukna verndun innlendra
atvinnuvega. Mest hætta er á þessu í Bandaríkjunum.
Ef samkomulag hefði náðst í fyrrinótt, var til heimild
þar vestra um að staðfesta niðurstöðuna í heilu lagi.
Sú heimild er nú að renna út, svo að bandaríska þingið
verður að íjalla um einstaka liði samkomulags, sem
hugsanlega yrði gert síðar í vetur á vegum GATT.
Allir vita, að þetta er fyrst og fremst Þýzkalandi og
Frakklandi að kenna. Þessi tvö höfuðríki Evrópubanda-
lagsins hafa reynzt ófáanleg til að brjóta niður múrana
í kringum landbúnaðinn. Af þessum ástæðum er nú um
allan heim litið á Evrópubandalagið sem vonda karlinn.
Formlega séð bauðst bandalagið til að lækka tollmúra
sína og höft um 30%, en efnislega fól tilboðið í sér 15%
lækkun frá núverandi ástandi. Þetta var ekki nóg fyrir
Bandaríkin og önnur hagkvæm landbúnaðarríki á borð
við Ástralíu, Nýja-Sjáland, Uruguay og Argentínu.
í fyrstu munu áhrifm verða slæm. Tollmúrar verða
hækkaðir og hfskjör almennings munu versna. Mest
verða áhrifin á landbúnaðarafurðir og fiskafurðir, sem
alls staðar nema á íslandi eru flokkaðar með búvöru.
Þetta getur skaðað helztu útflutningsafurðir okkar.
Skaði okkar fælist fyrst og fremst í, að sjávarútvegin-
um í Bandaríkjunum tækist að koma tollum á innflutt-
an fisk, til dæmis frystan. Bandaríska þingið er til alls
víst í þessum efnum, þótt þessa dagana sé ekkert vitað
um, hvar verndarsinnaðir þingmenn muni bera niður.
Ef mál þokast á þennan veg í Bandaríkjunum, getum
við ekkert gert til varnar. Sovétgrýlan er úr sögunni.
Bandarískum þingmönnum er hjartanlega sama um,
hvort eftirlitsstöð er á Keflavíkurflugvelli eða ekki. Þeir
taka heldur ekkert mark á stjórninni í Washington.
Almennt má líka segja, að aukin verndarstefna og
hefndarstefna í alþjóðaviðskiptum mun skaða okkur,
þótt erfitt sé að spá um, hvernig það gerist í einstökum
tilvikum. Þjóðir, sem eru háðar utanríkisviðskiptum,
tapa þjóða mest á innflutningshöftum og tollum.
Helzta von okkar er, að Þjóðverjum og Frökkum
bregði svo í brún við afleiðingar af þvermóðskunni í
Bruxelles, að tök landbúnaðarins á Evrópubandalaginu
fari að linast. Aðrir atvinnuvegir og neytendur sjái bet-
ur, hvað landbúnaðurinn er þeim þungur í skauti.
Hugsanlegt er, að evrópskir neytendur rísi loksins
upp til varnar, þegar þeir sjá tjón sitt af völdum hafta-
stefnunnar. Brezku neytendasamtökin hafa tekið upp
harðari stefnu gegn verndun landbúnaðar. Hér á landi
hafa Neytendasamtökin fetað feimnislega í sömu átt.
Hrunið í viðræðunum í fyrrinótt mun lemja þá stað-
reynd inn í hausinn á mörgum, að niðurgreiðslur, út-
flutningsuppbætur og aðrir styrkir við landbúnað eru
hæsti þröskuldurinn á vegi mannkyns til betri lífskjara.
Hrunið kann því að leiða til góðs í framtíðinni.
Fríverzlun og lífskjör biðu skammtímahnekki í við-
ræðunum í Bruxelles. Ástand mála var slíkt, að það
verður að versna, áður en það byrjar að batna aftur.
Jónas Kristjánsson
Tekist er á í Gatt
um fleira en
landbúnaðarstyrki
Fyrir 43 árum var gengið frá
samningi um grundvallarreglur
alþjóðaviðskipta, sem síðan hefur
gengið undir nafninu GATT, sem
er enska skammstöfunin á nafninu
Alþjóðasamkomulagið um tolla og
viðskipti. Meginreglan sem GATT
byggir á er frjáls verslun sem leit-
ast er við að koma á með lækkun
eða afnámi tolla og annarra viö-
skiptahamla.
Eftir sjö samningalotur er svo
komið að tæpir tveir þriðju hlutar
af fjögurra billjóna (milijón millj-
óna) Bandaríkjadollara heims-
verslun fara fram samkvæmt
GATT-reglum. Það á sérstaklega
við um iðnvarning og eldsneyti. Á
fundi í Punta del Este í Uruguay
fyrir fjórum árum var ákveðið að
efna til nýrrar samningalotu til að
leitast við að koma á GATT-reglum
um fimmtán önnur svið viðskipta.
Á fundi ráðherra frá 107 lönd-
um„ sem enn stendur í Brussel
þegar þetta er ritað, ræðst hvort
Uruguay-umferðin fer út um þúfur
eða ekki. Höfuðátökin í aðdragand-
anum að þeim fundi hafa staðið
milli Evrópubandalagsríkja annars
vegar og Bandaríkjanna og svo-
nefnds Cairns-hóps 14 búvörufram-
leiðsluríkja hins vegar um lækkun
styrkja til landbúnaðar sem
skekkja samkeppnisstöðu á heims-
markaði.
En á fundinum í Brussel hefur
komið í Ijós að þeir sem mest eiga
á hættu fari fjögurra ára starf í
súginn vilja að líka sé á sig filust-
að. Það eru þróunarlöndin. Evr-
ópubandalagið, Bandaríkin og Jap-
an eru fær um að sjá um sig hvern-
ig sem allt veltist, þótt auðvitað
gjaldi öll heimsbyggðin ef kemur
til viðskiptahamla sem fylgdu við-
skiptastríðum og verndarstefnu.
En þróunarlöndin og ríki Austur-
Evrópu yrðu verst úti.
Þegar til Brussel kom stóðu mál
þannig að Bandaríkjastjórn krefst
þess að styrkir til landbúnaðar
verði lækkaðir um 75% og útflutn-
ingsbætur um 90% á 10 ára tíma-
bih sem hefjist 1991.
Eftir langa fundi og stranga kom-
ust ríki EB á síðustu stundu að
samkomulagi um tillögu sem gerir
ráð fyrir 30% lækkun styrkja til
landbúnaðar á tíu árum reiknað frá
1986. Frá því ári hefur EB þegar
lækkað landbúnaðarstyrki um 15%
svo að í tillögunni felst önnur eins
lækkun fram til 1996.
En fleiri komu meö útspil á síð-
ustu stundu. Bandaríkjastjórn
gerði kunnugt hálfum mánuöi fyrir
fundinn í Brussel að hún væri
hætt við að láta regluna um bestu
kjör gilda í þjónustuviðskiptum. Sú
regla felur í sér að ekki má mis-
muna viðskiptalöndum í kjörum.
Viðsemjendum til furðu og gremju
kveðst Bandaríkjastjórn nú aðeins
veita bestu kjör samkvæmt sér-
stökum samningum við hvert við-
skiptaland um sig.
Þetta koma ofan á fyrra fráhvarf
Bandaríkjastjórnar frá fríverslun-
arstefnu á þýðingarmiklum svið-
um þjónustu. Hún kveðst nú vilja
undanskilja fjarskipti, sighngar og
flug almennum GATT-reglum sem
gera myndu útlæga mismunun á
þessum þýðingarmiklu sviðum
Erlend tíðindi
Magnús Torfi Óiafsson
þjónustu en stórfelld mismunun
Bandaríkjanna innlendum skipafé-
lögum í vild er alræmd.
Á fundi í Brussel á miðvikudag
lagði forseti ráðstefnunnar, sem
auðvitað er frá Uruguay, til að tek-
in yrðu til úrlausnar sérstaklega
þau fimm viðskiptasvið af upp-
runalegum 15 þar sem lengst er í
land að samkomulagi. Þau eru
landbúnaður, vefnaðarvara og
fatnaður, þjónusta, íjárfesting og
vitsmunaverðmæti (höfundarrétt-
ur hvers konar). Fulltrúar EB féll-
ust á þessa vinnutilhögun en
Bandaríkjamennirnir höfnuðu
henni. Kváðust þeir ekki til um-
ræðu um neitt annað en stórbætt
tilboð frá EB um lækkun land-
búnaðarstyrkja.
Við þetta snerist andinn á ráð-
stefnunni í heild verulega EB-ríkj-
um í vil. Fram til þess höföu Banda-
ríkjamenn skákað í því skjóli að
ríki EB væru einangruö með
verndarstefnu sína í landbúnaði.
Nú voru það þeir sem höfnuðu til-
lögu forseta um að láta eitt yfir öll
helstu ágreiningssviöin ganga.
Verndarstefna skekkir nefnilega
viðskiptakjör á miklu fleiri sviðum
en í verslun með búvörur. Eitt
skýrastra og afdrifaríkasta dæmið
er vefnaðarvörumarkaðurinn. Iðn-
væddu ríkin, bæði í Evrópu og
Ameríku, vernda vefnaðar- og fata-
iðnað sinn í stórum stíl með svo-
kölluðum trefjasamningi. Hann
kveður á um kvóta af vefnaðarvöru
frá nýiðnvæddum ríkjum, einkum
í Austur- og Suður-Asíu, sem selja
má í hverju innflutningslandi.
Á sama hátt bitnar verndarstefn-
an í landbúnaði harðast á þróun-
arlöndunum. Ekki er nóg með að
hitabeltislönd eru nær útilokuð
með ódýran sykur sinn, hrísgrjón
og tóbak, svo að dæmi séu tekin,
frá mörkuðum í Evrópu jafnt og
Ameríku, eða króuð í þröngan
kvóta. Þar á ofan eyðileggur niður-
greiddur útflutningur á matvælum
frá tæknivæddum ríkjum grund-
völlinn fyrir matvælaframleiðslu
bænda í þróunarlöndunum, sem
flosna upp og hópast í yfirfullar
borgir þar sem valdhafar nota út-
lent gjafakorn til að halda lýðnum
góðum. Kreppa Afríkuþjóða stafar
ekki síst af þessari svikamyllu.
Bandaríkjastjórn telur að reikn-
að hafi verið út að ábati heims-
byggðarinnar af árangursríku
samkomulagi á öllum sviðum Ur-
uguay-umferðarinnar næmi fjór-
um billjónum dollara næsta ára-
tuginn eða sem nemur allri heims-
verslun á einu ári eins og stendur.
Eftir miklu ætti því að vera að
slægjast fyrir samningamenn í
Brussel.
Árangurinn sem GATT hefur
þegar náð fer ekki heldur milli
mála. Tollar á varningi, sem reglur
samtakanna ná til, hafa þegar
lækkað um 75%. Eitt markmið yfir-
standandi lotu er að lækka þá um
þriðjung af þvi sem enn stendur
eftir af upphaflegum tollaálögum.
Og það eru ekki þróunarlöndin'
ein sem geta vænst sér hagsbóta
af sameiginlegri niðurstöðu. Þró-
unarsamvinnustofnunin OECD
hefur reiknað út að sem stendur
verja 24 iðnvædd ríki sem svarar
250 milljörðum dollara á ári í styrki
og útflutningsbætur til landbúnað-
ar. Og alræmt er að í EB rennur
obbinn af þeim 100 milljörðum dóll-
ara sem þar er um að ræða á þessu
sviði til stórbænda, auk þess sem
mafían svíkur út í Miðjarðarhafs-
löndum.
Svo að vikið sé að gerólíku sviði
fara lyfjafyrirtæki í iðnvæddum
löndum á mis við stórtekjur vegna
þess að þróunarlönd, til dæmis í
Rómönsku Ameríku og Suðaust-
ur-Asíu, viröa ekki reglur um
einkaleyfí. Talið er að tekjumissir
bandarísku fyrirtækjanna einna af
þessum sökum sé um 60 milljarðar
dollara á ári.
Af þessu er ljóst hvers vegna von-
laust er að ætia að ná samkomulagi
í GATT-viðræðunum nema gripið
sé yfir vítt svið, svo að allir hafi
nokkurn ábata þegar upp er staðið.