Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1990, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1990, Blaðsíða 21
LAUGARDAGUR 8. DESEMBER 1990. 21 r>v Heimuriim og ég Bíllinn Ég endurtek: Bíllinn Ég er ekki ergileg týpa. Aö minnsta kosti ekkert sérstak- lega. Ég er held ég ekki eins og þeir sem bölva bílum sýknt og heilagt og skrifa kjall- aragreinar í DV eins og einhver Steinunn Jóhannesdóttir, á mánu- daginn var. Engan veginn. Ogéger örugglega ekki eins og sumir sem helst vilja sofa hjá bílnum í bílskúrn- um og gefa börnum sínum mudder- dekk í skóinn. Ég hugsa að hvaö skoðanir á bílum varðar sé ég hægrisinnaður meðalmaður sem þýðir að ég er háður bílnum hvunndags og er jafnframt þeirrar skoðunar að ekki sé fráleitt að ganga til hátíðarbrigða, segjum um helgar. Hvað þetta varðar er ég líklega jafnafskekktur í skoðunum og Aðal- vík sem er afar vestarlega á landinu. Þangað er víst aðeins fært sjóleið- ina. Því var ég yflrhöfuð að hugsa þetta að ég hef hvort tveggja horfst í augu við rúnt- inn í Reykjavík og í Grundarflrði þar sem sjoppur gegna hlutverki kaffi- húsa og ólíkt því sem annars staðar gerist í heiminum er næstum lög- boðið að hver söluturn hafl lúgu. Skyndibitastaðir líka. Samter veðrið á íslandi eins og á Flórída Umsjón: Þorsteinn J. Vilhjálmsson sé miðað við Suðurskautslandið og engum vorkunn að ganga spölkorn, nú eða setjast inn á kafflhús, og fá sér kaffl eða kakó eða sykurlausa spur, ef því er að skipta. Það er bara ekki hægt. Mér skilst að það borgi sig ekki að hafa opið um helgar. Ef til vill væri til bóta að hafa Kaffivagninn á hjól- um. Bílar. Bílar. Símaskráin 1991 ' Tilkynning til símnotenda. Undirbúningur aö útgáfu símaskrár 1991 er nú haf- inn. Breytingar og viðbætur, svo sem ný aukanöfn, þurfa að hafa borist eigi síðar en 1 5. desember nk. Nota má eyðublaðið á bls. 885 í núgildandi símaskrá. Breytingar á heimilisfangi þarf ekki að tilkynna sérstaklega. Skilafrestur fyrir pantanir á auglýsingum í símaskrá 1991 er einnig til 1 5. desember nk. Eyðuböð fyrir auglýsingapantanir fást á söludeildun- um í Reykjavík og póst- og símstöðvum utan Reykjavíkur. Ritstjóri símaskrár AFA-Þ leitar sjálfboðaliða í Skandinavíu Alþýðan fyrir alþýðuna - Þróunarhjálp (U-landshjælp fra folk til folk) eflir störf, heilbrigði og menntun i Suður-Afríku. AFA-Þ i Danmörku, Noregi og Finnlandi leitar að: * Vörubilstjórum til að safna saman fötum. * Fólki til að flokka föt sem eiga að fara til Afriku. * Fólki til að finflokka notaðan fatnað til sölu. * Fólki til að hvetja til starfs fyrir AFA-Þ. * Fólki til að lagfæra fatnað á söfnunarstöðunum. * Sölumönnum i búðir sem versla með notuð föt. Gerstu sjálfboðaliði i eitt ár. Sendu nafn, heimilisfang og síma- númer ásamt upplýsingum um aldur, menntun, reynslu og hvers vegna þú vilt verða sjálfboðaliði i AFA-Þ. Skifaðu á ensku eða dönsku til: Frivillig i UFF, Manufakturgatan 2,417-07 Göteborg, Sverige
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.