Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1990, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1990, Blaðsíða 20
LAUGARDAGUR 8. DESEMBER 1990. 20 Kvikmyndir Fyrir rúmu ári birtist grein ásamt forsíöumynd í Time um bandaríska leikarann Kevin Costn- er þar sam hann var lofaður upp í hástert. Honum var lýst sem leik- ara sem ætti einstaklega auðvelt meö aö taka aö sér hvaöa hlutverk sem væri og skila því sannfærandi til áhorfenda. í augum Bandaríkja- manna er hann tákn karlmennsk- unnar, ímynd hins sterka einstakl- ings sem missir hvorki kjarkinn né viljann til aö framkvæma hluti ef hann trúir á þá. Hann endur- speglar því að mörgu leyti gömlu útgáfuna af bandaríska draumnum aö allt sé mögulegt sé viljinn fyrir hendi. Því er ekki aö neita aö Kevin Costner er talinn með efnilegustu leikurum í dag. nefnda bók, hefur lagt mikiö á sig til að kynnast menningu Sioux indíánanna. Hann fjallar um hana í myndinni bæði af þekkingu og varfærni án þess að gleyma hinum spaugilegu hlutum lífins. Eina gagnrýnin, sem hefur komiö fram á myndina, er sú mynd sem er dregin upp af hermönnunum sem eru sendir til aö ná í Dunbar. Þeim er lýst sem algerum villimönnum sem vilja ekki einu sinni hlusta á Dunbar heldur álíta að þeirra hlut- verk sé aö drepa sem flesta indíán- anna. Þetta eykur auðvitað drama- tískt gildi myndarinnar og undir- strikar sérstöðu Dunbars meöal félaga sinna. Costner hefur fengið Ulfadansinn Costner á einstaklega glæsilegan feril að baki sem leikari. Hann lék aðalhlutverkin í myndum eins og Bull Durham, Field of Dreams, No Way out, og The Untouchables þar sem hann lék meðal annars meö Robert De Niro. Leikstjóri og leikari En eins og fleiri leikstjórar hefur hann gengiö meö í maganum drauminn um aö leikstýra sjálfur kvikmynd. Draumurinn hefur nú ræst. Nýlega var frumsýnd myndin Dances with Wolves sem Costner ekki aöeins leikstýrir heldur leikur einnig aöalhlutverkið í. Þótt mynd- in sé yfir 3 klukkustunda löng hef- ur henni verið einstaklega vel tekiö og hefur styrkt stöðu Costners, ekki aðeins sem leikara heldur sem mjög efnilegs leikstjóra. í Dances with Wolves tekur Costner aö sér hetjuhlutverkið. Hann leikur lið- þjálfa aö nafni John Dunbar en myndin gerist á þeim tíma þegar Noröur- og Suðurríki Ameríku áttu í stríði innbyrðis. Dunbar lendir í þeirri aðstööu aö mega velja hvar hann vill berjast vegna hetjudáöar sem hann hafði áður drýgt. Yfir- mönnum sínum til mikillar undr- unar velur hann afskekktan staö í Dakótafylki vegna þess að hann „vill sjá staöinn áöur en hann breytist". Hann vill fá að kynnast sléttum Dakóta og hvíla sig á hinu hefðbundna hernaðarumhverfi sem hann haföi alltaf dvalist í. Vinurindíánanna Þegar hann kemur til Dakóta sér hann aö búiö er aö yfirgefa herbúö- irnar. Hann ákveöur þó aö setjast Umsjón: Baldur Hjaltason þar að. Eini félagsskapurinn er hesturinn, úlfar og svo Sioux indí- ánar sem reyna að stela öllu frá honum. Dunbar forðast átök við indíánana og loks kemur að því að þeir fara aö treysta honum og ákveðin vinátta tekst milli þeirra. Dunbar heldur nákvæma dagbók með þaö í huga að aðrir geti lært af honum og stöðvað blóðbaðið milli hvíta mannsins og indíán- anna. Hann uppgötvar nýjan heim, sem er hin forna menning indíána sem hann heillast mjög af. Þegar herinn loks lætur verða af því að finna út úr því hvað hafi orðið um Dunbar komast hermennirnir að raun um að hann er orðinn einn af Sioux indíánunum og ber nafnið Úlfadans. En auðvitað misskilja hermenn- irnir tilganginn hjá Dunbar og líta á hann sem svikara og gefur þaö myndinni sorglegan endi. Menning Handritahöfundurinn, Michael Blake, sem einnig skrifaði sam- Hér er Kevin Costner með Sioux indíánum. mikið lof fyrir leikstjórn sína sem er sögð einkennást af næmni og ferskleika. Hins vegar telja margir að hann hafi hlaðið of mikið undir sjálfan sig sem leikara og myndin snúist of mikið í kringum hans eig- in persónu. Góð samvinna Costner hefur ekki síst náð þess- um árangri vegna þess að með hon- um eru tveir gamlir félagar hans, framleiðandinn Jim Wilson og handritahöfundurinn Michael Blake, en þeir unnu einmitt saman að gerð fyrstu myndar Costner sem hann lék í sem var STACY KNIGHTS sem gerð var 1981. Kevin Costner er þegar farinn að vinna að næstu mynd. Hann tók að sér hið vandasama hlutverk HRÓA HATTAR í myndinni ROBIN HO- OD: PRINCE OF THIEVES. Svo sérkennilega vill til að ein þrjú kvikmyndaver í Hollywood eru aö undirbúa gerð mynda um Hróa hött. Ekki er víst hvort allar mynd- irnar verða að raunveruleika en líklega verður mynd Costner fyrst að birtast á hvíta tjaldinu ef allt gengur aö óskum. Slagurinn um óskarsverðlaunin Ghosts liklega I ein þeirra mynda sem r einhver verðlaun. Þótt það sé ekki fyrr en 13. febrú- ar á næsta ári sem tilnefning mynda til óskarsverðlaunartna fyr- ir árið 1990 fer fram er slagurinn þegar hafinn milli kvikmynda- framleiðenda. Þeir verða nefnilega að hafa frumsýnt fyrir árslok þær myndir sem geta komið til greina til útnefningar. Það er í raun nóg að frumsýna myndina í einni borg svo að hún komist á skrá en hins vegar hika dreifingaraðilarnir við að frumsýna myndir aðeins í nokkra daga og lenda svo í því að myndin hafi ekki fengið nein verð- laun þegar sjálf dreifmgin hefst aftur á nýju ári. Þótt myndir eins og Ghosts og Pretty Woman eigi líklega eftir að hreppa eitthvað af verðlaunum. þá veðja kvikmyndaverin á myndir sem þau eru að frumsýna þessa dagana. Lítum á nokkrar þeirra sem taldar eru eiga nokkra mögu- leika á verðlaunum. Verðlaunamyndir Columbia veðjar á nýja mynd með þeim Robert de Niro og Robin Williams í aðalhlutverkum sem ber nafniö Awakenings. Walt Disney- fyrirtækið spilar út mjög sterku trompi sem er myndin Green Card með þeim Gérard Depardieu og Andie MacDowell. Leikstjórinn er enginn annar en Peter Weird sem á að baki myndir eins og Witness og The Mosquito Beach. MGM/Pat- hé er með myndina The Russia House þar sem mikið stjörnuflóð kemur fram með Sean Connery í fararbroddi meðan Orion býður fram bæði myndina Dances With Wolves og svo nýjustu mynd Wo- ody Allens sem ber heitið Alice. Frá Paramount er það hin langþráða framhaldsmynd Godfather III sem leikstýrð er af Coppola en þess má geta að báðar fyrri myndirnar hlutu Óskarsverðlaun. Universal- per með þau Robert Redford og Lena Olin í myndinni Havana og er það hin gamla kempa Sydney Pollack sem situr í leikstjórastóln- um. Að lokum má nefna myndirnar frá Fox sem eru Come See The Paradise sem er leikstýrð af Alan Parker og svo mynd Tim Burtons sem heitir Edward Scissorhands. Flestar þessar myndir eru frum- sýndar í kringum jólin. Þótt þær komi sterklega til greina sem óskarsverðlaunaþegar sem besta myndin 1990 verður samkeppnin hörö því að margar myndir eru um hituna en fáir útvaldir. B.H.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.