Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1990, Side 24

Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1990, Side 24
24 LAUGARDAGUR 8. DESEMBER Í990. Pólitísk í Súðavík „Hannibal haföi ekki líkað illa vist- in á Akranesi um veturinn. Akurnes- ingum haföi ekki heldur líkaö illa viö Hannibal því um vorið báöu þeir hann úm aö halda áfram kennslu- störfum næsta vetur. Ekki stóö hug- ur hans til áframhaldandi dvalar á Akranesi heldur fýsti hann aftur vestur á firði. Ásgeir fræðslumála- stjóri bauö honum að taka aö sér kennslu og skólastjórn í Súöavík og þekktist Hannibal boöiö. Þau tvö ár sem Hannibal starfaði í Súðavík voru viðburðarík og þar sveigðist starf hans inn á nýjar brautir. Skólamað- ur þótti hann þegar ágætur en í Súöa- vík óx hann ekki síður af verkum sínum sem ötull og ósérhlífinn leiö- togi verkafólks í þorpinu. I Súðavík bjuggu nær 200 manns þegar Hannibal settist þar að. Útgerö var þar lífleg og fiskvinna mikil og voru atkvæðamestir atvinnurekend- ur þeir feðgar Jón Valgeir Her- mannsson og sonur hans Grímur. Var Grímur löngum með mesta út- gerð og fiskverkun í plássinu auk þess sem hann haföi með höndum verslunarrekstur. Aðrir atvinnurek- endur, sem mikið kvað að í Súðavík á þessum árum, voru þeir Jón Jóns- son og Sigurður Þorvarðarson. Geröi Jón út tvo báta og rak að auki fisk- verkun og verslun en Sigurður var einnig með útgerð og fiskverkun. Súðavíkurþorp hafði myndast fyrstu áratugi aldarinnar. Um aldamótin bjuggu þar fáeinir tugir en eftir að vélbátar komu til sögunnar byggðist þorpið hratt. Skilyrði til sjósóknar voru þar með besta móti, innsigling greiö og Álftafjörður vel lokaður fyr- ir hafsjóum. Verkalýðsfélag í sókn Skólahúsið í Súðavík gat ekki talist mikil bygging. Það stóð á Saura- grund, lóö sem Guðmundur Arason í Eyrardal hafði gefið hreppnum undir skólabyggingu áriö 1890. Húsið var tvílyft með einni 60 ferálna kennslustofu á neðri hæð, en á efri hæð voru vistir fyrir börn sem ekki gátu sótt skólann að heiman. Kennsla hófst í húsinu 1891 og starf- aði barnaskólinn í því til 1930 en þá var skólahald flutt í samkomuhús staðarins sem þá var nýbyggt. í Súöavík höföu verkamenn og sjó- menn bundist samtökum í einu fé- lagi, Verkalýðs- og sjómannafélagi Álftfirðinga, sem stofnað hafði verið fóstudaginn langa árið 1928. Verka- lýðsfélög höfðu átt erfitt uppdráttar í þorpunum vestra og aðeins Baldur á ísafirði gat talist myndugt félag og sterkt í kaupgjaldsbaráttunni. Bald- ursfélagar lögðu því víöa lið við stofnun félaga verkafólks í ná- grannabyggðum ísafjarðar og á stofnfundi verkamannafélagsins í Súðavík flutti Ingólfur Jónsson for- - kafli úr bókinni um Hannibal Valdimarsson stefnu og starfshætti félagsins. Vildi hann aö félagið starfaði aðeins í byggðarlaginu en væri ótengt lands- samtökum verkalýðsfélaga eða landshlutasamtökum, en verkalýðs- félagið í Súðavik haföi gengið í Al- þýðusamband íslands og Verkalýðs- samband Vesturlands strax við stofnun. Gerði Grímur féiaginu til- boð um að það segöi sig úr heildar- samtökunum og að stofnaður yrði styrktarsjóður fyrir fátækt fólk og þurfandi i Súðavíkurhreppi. Slíka sjóðsstofnun kvaðst hann reiöubú- inn til að styrkja meö 1000 króna gjöf og 100 króna framlagi árlega í tíu ár. Var það ennfremur hugmynd Gríms, að sjóðir félagsins og gjöld verka- ■ manna rynnu til sjóðsins. Sjóðnum skyldi stjórna sóknarprestur, oddviti og sérstakur fulltrúi verkalýðsfé- lagsins og áttu þeir einnig aö mynda geröardóm i kaupdeilum en verkföll og verkbönn væru óheimil „enda megi ekki á nokkurn hátt hefta at- hafnafrelsi manna í hreppnum." Lífeyrissjóði hafnað Að því leyti verða hugmyndir Gríms að teljast athyglisverðar, að þær fólu það í sér að myndaður yrði lífeyrissjóður verkafólks í þorpinu en slíkir sjóðir voru þá óþekktir. Ekki gein verkalýðsfélagið þó við slíkri sjóðsmyndun og hafnaði með öllu tilboði Gríms. Ekki löngu síðar viöraöi hann gerðardómshugmyndir sínar að nýju við sömu undirtektir. Stóð allt fast milli verkalýðsfélagsins og Gríms fyrstu tvö árin eftir stofnun félagsins. Samningar tókust þó með félaginu og hinum atvinnurekendum staðar- ins, þeim Jóni Jónssyni og Sigurði Þorvarðssyni. Á fyrsta starfsári fé- lagsins hækkaöi verkkaup í Súðavík umtalsvert; dagvinnulaun hækkuðu um 40 af hundraði og helgidagavinna um 80 af hundraði. Kaup fyrir skipa- vinnu hækkaði um allt að helmingi. Verkamenn Gríms lágu þó ekki óbættir hjá garði því Grímur hækk- aði laun þeirra eftir því sem honum þótti ástæður til. Vera má að árangur af starfi verkalýðsfélagsins hafi knú- ið Grím til þess aö gera betur við verkafólk sitt því að öðrum kosti hefði hann átt á hættu að missa það frá sér. Hitt var einnig til að Grímur hækkaöi kaup hjá sér að ófyrirsynju og sætti þá gagnrýni af hálfu forystu- manna verkalýösfélagsins fyrir að „múta fólkinu til mótþróa við samtök þess“. Kennarar í verkamannavinnu Um vorið 1930 komu á fund Hannibals skólastjóra forystumenn verkalýðsfélagsins, þeir Halldór óg Hannibal Valdimarsson á litrikan stjórnmálaferil að baki. Þór Indriðason hefur skráð sögu hans i bókinni Hanni- bal Valdimarsson og samtið hans sem Líf og saga gefur út. seti Verkalýðssambands Vesturlands og bæjarráðsmaður á ísafirði erindi um verkalýðsmál og bar félaginu kveöju Baldurs. Formaður verka- mannafélagsins var kosinn Halldór Guðmundsson, Helgi Jónsson ritari og Guðmundur Guðnason gjaldkeri. Styrktarsjóður fátæklinga Strax í upphafi mætti félagsskap- urinn mikilli andstööu atvinnurek- enda í þorpinu, einkum þó Gríms Jónssonar, sem var þeirra fyrirferð- armestur. Vildi hann sem minnst af félaginu vita og leiddi hjá sér allar kröfur þess um kauphækkanir verkafólks. Ekki var Grímur með öllu mótfallinn því að verkafólk tæki höndum saman um kjaramál sín en bágt átti hann með að sætta sig við

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.