Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1990, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1990, Blaðsíða 36
LAUGARDAGUR 8. DESEMBER 1990. Mikil umferð og skarkali eftir Jörgen Söndergaard teilming eftir Des Asmussen Allt benti til þessaðfað- ir Mikkelsværi sá seki. Hann vargamall kunn- ingi lögreglunnar, illa klæddur, taugaveiklaður og með flöktandi augu. Þó var ekki hægt að segjaað útlit hans væri dæmigert fyrir morðingja. Snjórinn féll hægt niöur úr dimmum desemberhimninum og lagöist á grenitrén fyrir framan barnaheimili ungfrú Abilgraa en þar var mikið um aö vera því þetta var næstsíðasti dagurinn fyrir jólaleyfið. Klippt var, límt saman og borðaðar piparhnetur í bjarmanum af kerta- Íjósunum. Eftir rúman klukkutíma kæmu fyrstu foreldrarnir að sækja krakkana sína og þá yrði sungið fyr- ir þá. „En sú umferð og skarkali," hét söngurinn sem hún haföi kennt þeim svo vel til aö þau gleymdu hon- um ekki þegar þau gengju í kringum jólatréð eftir tvo daga. Hún gekk um til að sjá hvernig börnunum gengi, færði til límdollur og gekk úr skugga um það í 117. skipti að enginn klippti í fingurna á sér. Mikkel hafði farið fram og var bú- inn að gera fallegt hjarta, fléttaö úr pappírsræmum. Það gladdi ungfrú Abilgraa afar mikið þvi drengurinn kom vægast sagt úr erfiðu umhverfi. Já, það var ekki neitt sem fólk talaði mikið um en faðir hans hafði setið í fangelsi og móöirin hafði farið til Ástraliu með öðrum manni. Þótt hún hefði það fyrir reglu að gera ekki upp á milli barnanna hugsaði hún mikið um Mikkel því veslingurinn litli hafði svo mikla þörf fyrir umhyggju. Ertu líka búinn að klippa út bók- stafi? spurði hún og benti á pappírs- örkina sem lá fyrir framan hann. Drengurinn hristi höfðuðiö. Ég á hana ekki. Hún lá heima á sófaborði og ég tók hana með. Ungfrú Abilgraa beygði sig og virti fyrir sér örkina en á hana höfðu ver- ið límdir stafir sem kipptir höfðu veriö út úr vikublaði. Og henni brá þegar hún sá hvaöa setningu þeir mynduðu. BRIAN HOLM BRAUSTINN í IÐN- AÐRBANKANN, stóð þar. Á hann pabbi þinn hana? spurði hún dálítið óstyrk. Mikkel hristi aftur höfðuðið. Það veit ég ekki. Ég tók hana bara af því mig langaði líka til að líma bókstafl. Þú mátt gjarnan fá hana lánaða. Já, þakka þér fyrir, það vildi ég gjarnan. Svo langar mig líka til að tala við hann fóður þinn þegar hann kemur aö sækja þig! Faöir Mikkels, sem hét Otto Möll- er, og ungfrú Abilgraa þótti ganga frekar illa klæddur, settist á brún stólsins í stofunni við hliðina. Hann lagði höndina yfir glasiö þegar hún ætlaði aö hella piparmyntulíkjör í það. Nei, takk. Ég drekk ekki áfengi, sagði hann. Hvað þá um piparhnetu eöa kleinu? Hann leit á úrið og það var greini- Jólasaga nr. 2 legt aö honum var órótt. Ég á dáhtið annríkt. Er það eitthvað sem snertir Mikkel? Það má svara því bæði játandi og neitandi. Hann er indæll drengur og hann héfur gott af þvi að vera með hinum börnunum. Já, hann er ekki til mikilla vand- ræða. Augu ungfrú Abilgraa skutu gneistum þegar hún rétti honum örk- ina. Ég' veit aö þú fékkst foreldra- réttinn yfir honum, þrátt fyrir... já, það er erfitt fyrir mig að segja það... Þótt ég hafi fengið dóm? sagði hann og lauk setningunni fyrir hana. Nú, þegar þú ert sjálfur búinn að nefna það, langar mig til að spyrja þig um hvað þetta á örkinni táknar. Hann sagði mér að hann heföi fundiö hana heima. Möller roðnaöi skyndilega mikiö í framan. Þetta hlýtur aö vera einhver misskilningur, sagði hann. Fyrir umsjónarkonu á barnaheim- ili, sem getur fengið 25 börn til að þagna á augabragði með því að líta hvasst á þau og ræskja sig, var það létt verk að koma þessum óstyrka manni úr jafnvægi. Frændi minn vinnur hjá rannsóknarlögreglunni og mér er kunugut um það, fyrir til- viljun, að hánn vinnur að því að upplýsa ránið sem framið var í Iðn- aðarbankanum í byrjun desember. Ræninginn komst undan með næst- um milljón krónur. Möller leit á örkina. Ég get vel skil- ið aö þig skuli undra aö Mikkel skuli ' hafa setið heima og klippt út þessa bókstafi, sagði hann. Þvættingur! Drengurinn kann ekki aö lesa. Hver er þessi Brian Holm? Hann sneri þumalfingrinum hægt við þrjá næstu fingur. Það voru boð- in fundarlaun, sem vel kæmi sér að fá núna fyrir jólin. Það er bara það að ég yrði búinn aö vera ef ég leysti frá skjóðunni. Það er skylda þín að fara til lögregl- unnar og leysa frá skjóðunni! Það má vera en ég get það ekki. Þegar ég fékk örkina í pósti ákvað ég að koma hvergi nærri. Hún dró andann djúpt. Hver er Brian Holm? Ef þú sverð að blanda mér ekki í málið þá get ég sagt þér að eins og er býr hann á Nordengistihúsinu. Þú getur sjálf rætt viö hann þar. Verslanirnar voru opnar langt fram eftir, jólaskraut með greni- gréinum hafði veriö strekkt þvert yfir Vestergade og gluggarnir voru fallega skreyttir þegár ungfrú Abilgraa steig út úr strætisvagninum þetta sama kvöld og trítlaði móti snjókomunni í áttina til Nordengisti- hússins. En það voru hvorki jólaskreytingar eða jólaljós sem fengu hana til aö nema staðar. Það voru tveir lögreglu- bílar sem stóöu sitt hvorum megin viö gangstét sem lokað hafði verið fyrir umferð. Lögregluþjónn sem lét sannfærast um að hún ætti áríðandi erindi við frænda sinn leyfði henni þó að fara leiðar sinnar og gat jafn- framt upplýst hana um að Harald Abilgraa, aðstoðarfulltrúi hjá rann- sóknarlögreglunni, væri einmitt uppi á þriðju hæð þar sem morð hefði verið framið. Ungur maður lá endilangur á gólf- inu milli rúmsins og gluggans. Hann hafði verið skotinn í gagnaugað. Að- stoðarmenn Haralds voru að taka ljósmyndir, taka mál og leita fmgra- fara í mollulegu herberginu. Harald var allt annað en glaður á svip þegar hann kom auga á hana. Frænka! Hvernig í ósköpunum stendur á því að þú ert hér? Það fór um hana hrollur þegr hún sá líkið og hún leit undan. Heitir hann Brian Holm? spurði hún. Já, það gerir hann reyndar, þótt ég geti ekki skiliö... Þaö grunaöi mig. Faöir eins barnanna ... á barna- heimilinu, það er segja... nei, það er of flókið. Mig langar bara til að vita hvernig þaö gerðist. Meira að segja aöstoöarfulltrúi hjá rannsóknarlögreglunni varð fyrir áhrifum af skipandi rödd hennar. Harald leit snögglega á viðstadda en gerði frænku sinni síðan í skyndi grein fyrir þvi sem gerst hafði. Dyra- vörðurinn og stúlkan við skiptiborð- ið höfðu séð heldur illa klæddan mann fara upp til herra Brians Holm um fimmleytið. Þau sáu hann koma niður aftur um stundarfjóröungi síð- ar og fullyrtu aö aðrir hefðu ekki heimsótt látna manninn. Hvenær lést hann? spurði hún. Lögreglan telur að þaö hafi gerst fyrir um klukkustundu. Það er að segja um fimmleytið. Sá sem við telj- um aö hafi framið morðiö er gamall kunningi okkar en ég hafði þó ekki búist við að han hagaði sér svona heimskulega. Hann er þegar eftir- lýstur. Var það nokkuö fleira sem þig langar til að vita? Hana langaði til þess og Harald svaraði spurningum hennar þolin- móður. Einhver sem vildi ekki segja til nafns hafði hringt til lögreglunnar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.