Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1990, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1990, Blaðsíða 11
LAUGARDAGUR 8. DESEMBER 1990. 11 Sviðsljós Sögulegar veitingar Jólahlaðboröið á Sögu hefur vakið verðskuldaða athygli undanfarin ár. Þeir Sögumenn byrjuðu með hlað- borðið nú í vikunni, og þó það svign- aði undan eitthundrað og einum rétti var eftirvænting fyrstu gestanna þó enn meiri þegar kom að því að fá að smakka hið nýja Beaujolais vín, Be- aujolais Nouveau, af uppskerunni í ár. Fyrstu flöskurnar með uppskeru ársins í ár komu á markað í Frakk- landi 12. nóvember og þetta þykir afspyrnuvel heppnaður árgangur. Sigmar B. var að sjálfsögðu á Sögu til að bragða fyrstur á víninu góða. Áður en hann gæddi sér á fyrsta sop- anum sagði hann gestum að Frakkar líktu spennunni eftir Beaujolais No- uveau ár hvert við eftirvæntingu brúðkaupsnæturinnar; einstöku sinnum yrðu menn fyrir vonbrigðum en oftast væru menn (og konur) him- inlifandi. Að lokinni smökkun með tilheyr- andi grettum og seremoníum sagði Sigmar: Þetta hefur verið frábær brúökaupsnótt! Nýbjörgun- armiðstöð Jón Gunnarsson formaður Flug- björgunarsveitarinnar, Grímur Lax- dal varaformaður og Guðlaugur Þórðarson gjaldkeri. DV-mynd S Flugbjörgunarsveftin í Reykjavík opnaði nýja björgunarmiðstöð fyrir skömmu viö Öskjuhlíð. Fyrsta skófl- ustungan var tekin í ágúst 1987. Hús- ið er á tveimur hæðum. Björgunar- miöstööin er á neðri hæð og er hún fullbúin. Efri hæðin, þar sem félags- heimili verður, er hins vegar tilbúin undir tréverk. Flugbjögunarsveitin sérhæfir sig aðallega í björgun vegna flugslysa, auk þess sem hún starfar með öðrum björgunarsveitum í landinu. Sveitin fer í 15-20 útköll á ári. 100 félagar eru í viðbragðsstöðu allan sólarhringinn. Hörpuútgáfan 30ára Bragi Þórðarson bókaútgefandi og eiginkona hans, Elin Þorvaldsdótfir, verslunarstjóri Bókaskemmunnar á Akranesi. DV-mynd Brynjar Gauti Hörpuútgáfan á Akranesi er 30 ára um þessar mundir. Aðalstöðvar út- gáfunnar eru á Akranesi en auk þess hefur hún um nokkurt skeið leigt aðstöðu í Reykjavík. Á þessu ári flutti Hörpuútgáfan svo í eigið hús- næði að Síöumúla 29. Stofnandi og eigandi útgáfunnar er Bragi Þórðar- son. Á þrjátíu árum hefur Hörpuút- gáfan gefið út 300 bókatitla ásamt mörgum hljóðbókum sem kallaðar hafa verið sögusnældur. Til að halda upp á nýja húsnæðið og afmælið var í vikunni boðið í veislu í Síðumúlanum, þar sem mættir voru vinir og ættingjar eig- endanna ásamt rithöfundum og fleira góðu fólki. Matgoggurinn Sigmar Bé á snakki við Halldór Skaftason veitingastjóra meðan Jónas Hvannberg hótelstjóri virðir fyrir sér veigarnar. Kol.legarnir Sigmundur Ernir Rúnarsson og Haukur Lárus Hauksson gæða sér á jólahlaðborðinu, þ.e.a.s. því sem á því var. Haukur mokar á diskinn en Siqmundur bitur í laufabrauð. DV-myndir GVA \ ile-íslensU viásleiptaoráaLók, önnur útgáía stórlega aukin og g Islensk-ensk viáskiptaoráaLók. Ætlaáar öllum jieim sen námsins eáa áliugans vegna jrurfa aá lesa sér til um viáskipti og efnakagsmál. Höfunclar Terry G. Lacy og Þórir E Lögkók in |)ínr endurskoðuð útgáfa eftir Björn Þ. Guámun Notadrjúg kancUiók, jafht fyrir almenning sem lögfrócS, Dýra- og plöntuoráakókin eftir Oskar Ingimarsson. Nauc uppsláttarrit fyrir allt áku gfólk um náttúrufræði. :sms. & ' ? ?íA M * f 1 * 11•- ' •,*'. * ■ ■■ib, ’ÁL S ' ■ - •'
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.