Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1990, Page 11

Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1990, Page 11
LAUGARDAGUR 8. DESEMBER 1990. 11 Sviðsljós Sögulegar veitingar Jólahlaðboröið á Sögu hefur vakið verðskuldaða athygli undanfarin ár. Þeir Sögumenn byrjuðu með hlað- borðið nú í vikunni, og þó það svign- aði undan eitthundrað og einum rétti var eftirvænting fyrstu gestanna þó enn meiri þegar kom að því að fá að smakka hið nýja Beaujolais vín, Be- aujolais Nouveau, af uppskerunni í ár. Fyrstu flöskurnar með uppskeru ársins í ár komu á markað í Frakk- landi 12. nóvember og þetta þykir afspyrnuvel heppnaður árgangur. Sigmar B. var að sjálfsögðu á Sögu til að bragða fyrstur á víninu góða. Áður en hann gæddi sér á fyrsta sop- anum sagði hann gestum að Frakkar líktu spennunni eftir Beaujolais No- uveau ár hvert við eftirvæntingu brúðkaupsnæturinnar; einstöku sinnum yrðu menn fyrir vonbrigðum en oftast væru menn (og konur) him- inlifandi. Að lokinni smökkun með tilheyr- andi grettum og seremoníum sagði Sigmar: Þetta hefur verið frábær brúökaupsnótt! Nýbjörgun- armiðstöð Jón Gunnarsson formaður Flug- björgunarsveitarinnar, Grímur Lax- dal varaformaður og Guðlaugur Þórðarson gjaldkeri. DV-mynd S Flugbjörgunarsveftin í Reykjavík opnaði nýja björgunarmiðstöð fyrir skömmu viö Öskjuhlíð. Fyrsta skófl- ustungan var tekin í ágúst 1987. Hús- ið er á tveimur hæðum. Björgunar- miöstööin er á neðri hæð og er hún fullbúin. Efri hæðin, þar sem félags- heimili verður, er hins vegar tilbúin undir tréverk. Flugbjögunarsveitin sérhæfir sig aðallega í björgun vegna flugslysa, auk þess sem hún starfar með öðrum björgunarsveitum í landinu. Sveitin fer í 15-20 útköll á ári. 100 félagar eru í viðbragðsstöðu allan sólarhringinn. Hörpuútgáfan 30ára Bragi Þórðarson bókaútgefandi og eiginkona hans, Elin Þorvaldsdótfir, verslunarstjóri Bókaskemmunnar á Akranesi. DV-mynd Brynjar Gauti Hörpuútgáfan á Akranesi er 30 ára um þessar mundir. Aðalstöðvar út- gáfunnar eru á Akranesi en auk þess hefur hún um nokkurt skeið leigt aðstöðu í Reykjavík. Á þessu ári flutti Hörpuútgáfan svo í eigið hús- næði að Síöumúla 29. Stofnandi og eigandi útgáfunnar er Bragi Þórðar- son. Á þrjátíu árum hefur Hörpuút- gáfan gefið út 300 bókatitla ásamt mörgum hljóðbókum sem kallaðar hafa verið sögusnældur. Til að halda upp á nýja húsnæðið og afmælið var í vikunni boðið í veislu í Síðumúlanum, þar sem mættir voru vinir og ættingjar eig- endanna ásamt rithöfundum og fleira góðu fólki. Matgoggurinn Sigmar Bé á snakki við Halldór Skaftason veitingastjóra meðan Jónas Hvannberg hótelstjóri virðir fyrir sér veigarnar. Kol.legarnir Sigmundur Ernir Rúnarsson og Haukur Lárus Hauksson gæða sér á jólahlaðborðinu, þ.e.a.s. því sem á því var. Haukur mokar á diskinn en Siqmundur bitur í laufabrauð. DV-myndir GVA \ ile-íslensU viásleiptaoráaLók, önnur útgáía stórlega aukin og g Islensk-ensk viáskiptaoráaLók. Ætlaáar öllum jieim sen námsins eáa áliugans vegna jrurfa aá lesa sér til um viáskipti og efnakagsmál. Höfunclar Terry G. Lacy og Þórir E Lögkók in |)ínr endurskoðuð útgáfa eftir Björn Þ. Guámun Notadrjúg kancUiók, jafht fyrir almenning sem lögfrócS, Dýra- og plöntuoráakókin eftir Oskar Ingimarsson. Nauc uppsláttarrit fyrir allt áku gfólk um náttúrufræði. :sms. & ' ? ?íA M * f 1 * 11•- ' •,*'. * ■ ■■ib, ’ÁL S ' ■ - •'

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.