Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1990, Blaðsíða 25
25
LAUGARDAGUR 8. DESEMBER 1990.
Helgi. Kváöust þeir mjög hjásettir
um vinnu vegna starfa sinna aö
verkalýðsmálum og væri nú svo
komið, að þeir treystu sér trauðla til
þess að halda þeim áfram. Báðu þeir
Hannibal um að ganga í félagið og
leiða það í baráttunni. Það var nokk-
uð algengt á þessum árum, að kenn-
arar gengju til liðs við verkalýðs-
félögin og veldust þar til forystu-
starfa. Réð þar mestu um að þeir
voru opinberir starfsmenn og því
ekki eins háðir einstökum atvinnu-
rekendum um afkomu sína og lífs-
björg og almennt verkafólk. Skólarn-
ir störfuðu auk þess aðeins í sex
mánuði á ári og algengt af þeim sök-
um, að kennarar ynnu almenna
verkamannavinnu milli skólahalds
og skipuðu sér þá við hlið verkafólks
í kjarabaráttunni. Hannibal skildi
vel baráttu verkafólks og hafði með
henni fulla samúð. Þótti honum mið-
ur ef svo færi, að verkalýðsfélagið
legðist af. Eftir nokkra umhugsun
ákvaö hann að ganga í félagið og
veita því forystu.
Mörgum árum síðar, þegar
Hannibal minntist veru sinnar í
Álftafirði, lýsti hann Súðavík sem
pólitískum fæðingarstað sínum. Sé
haldið við þessa líkingu þá fæddist
stjórnmálamaðurinn Hannibal
Valdimarsson daginn sem hann
veitti verkamönnunum tveimur já-
yrði sitt.
Gekk Hannibal síðan í verkalýös-
félagið á næsta fundi þess. Þar var
iiann kosinn formaður en með hon-
um í stjórn voru þeir Helgi Jónsson,
sem enn fór með ritarastarfið, og
Einar Kristjánsson féhirðir.
Grímurtekinn
fangbrögðum
Hannibal hafði aðeins verið for-
maöur verkalýðsfélagsins í fáeina
mánuði þegar til tíðinda dró í við-
skiptum þeirra Gríms. í upphafi árs
1931 fór verkalýðsfélagið fram á það
viö atvinnurekendur í þorpinu, að
þeir hækkuöu dagkaup karia og
kvenna um tíu aura og kaup við þvott
á Labrafiski um fimm aura. Einnig
fór félagiö fram á að viðurkennd
væru ýmis réttindi eins og að teknir
væru tveir kaffitímar á dag, fjórð-
ungur stundar í hvort sinn, án þess
að dregið væri af kaupi. Á vinnustöð-
um, þar sem verkafólk ætti ekki
heimangengt til máltíða, kkyldu vera
upphitaöar matmálsstofur. Kaup
skyldi greiðast frá þeim tíma, sem
menn væru kvaddir til vinnu og al-
mennir frídagar skyldu vera 1. maí,
sumardagurinn fyrsti, 17. júní og 1.
desember. Þá fór félagið fram á að
sérstök kjör yrðu látin gilda um
vinnu barna og unglinga og það gerði
kröfu um að félagsmenn skyldu
ganga fyrir allri vinnu.
Þeir Jón Jónsson og Siguröur Þor-
varðsson gengu að kröfum félagsins
athugasemdalítið og tókust skjótlega
við þá samingar. Það skilyröi settu
þeir þó að undirskriftir þeirra yröu
aðeins gildar ef Grímur Jónsson
samþykkti einnig kröfur félagsins.
Grímur sat hins vegar fast við sinn
keip og neitaði með öllu að ganga aö
kröfum verkalýðsfélagsins. Stóð í
allmiklu þófi um hríð og loks kom
til þess að félagið boðaði vinnustöðv-
un hjá Grími. Sinnti Hannibal hvoru
tveggja, kennslustörfum og verk-
fallsstjórn og hafði því með höndum
allmikinn starfa.
Verkfallsbrjótar
Það bar til dag einn snemma morg-
uns, á meðan á verkfallinu stóð, að
skip kom að landi með saltfarm til
Gríms. Skammt undan fjöruborði
varpaði það akkerum en sjómenn
Gríms hófust þegar handa um að
flytja saltið í land. Tóku þeir salt-
sekkina úr bátum og báru upp fjör-
una. Veröa nú verkfallsmenn þess
visir að unnið er hjá Grími að upp-
skipun og halda niður í íjöru og
hyggjast stöðva sjómennina við störf
sín. Voru þeir verkfallsmenn sjö
saman og nokkrar konur, þeirra á
meðal Sofffa Bertelsen, ljósmóðirin í
þorpinu, og fór Hannibal fyrir þeim.
Sjómennirnir sinntu eigi því erindi
verkamannanna að hætta uppskip-
uninni og tóku verkamennirnir þá
það upp aö hrinda saltsekkjunum af
Hannibal ásamt Halldóri E. Siguróssyni.
Hannibal Valdimarsson á heimili
sínu.
herðum sjómannanna og hindra með
þeim hætti að saltiö kæmist á land.
Á þessu gekk um stund og svo fór
um síðir að menn létu hendur skipta
og gerðist þá atgangur allmikill í
flæðarmálinu. Barst leikurinn um
alla fjöruna. Konurnar létu ekki sitt
eftir liggja og börðust af engu síðri
vaskleik en karlarnir. Hannibal
minntist þess síðar hvenig þær voru
dregnar á pilsunum eftir íjöru-
sandinum. Þótt verkfallsmenn berð-
ust til þrautar tókst þeim ekki að
stööva uppskipunina, enda var liðs-
munur mikill.
Þegar líöa lók á morguninn varð
Hannibal að gera hlé á átökunum því
þá átti að hefjast kennsla í barnaskól-
anum. Fór hann heim og dró af sér
blautan og söndugan klæðnaðinn og
fór í þurr fót. Síðan hélt hann til skól-
ans þar sem börnin biðu hans. Sjálf-
sagt hefur hann haldið að ekki gerð-
ust miklir viðburðir innan veggja
skólans umfram venju en annað
reyndist þó koma á daginn.
Skólinn blandast
verkföllum
í skólanum hjá Hannibal var
Magnús, sonur Gríms, og var hann
um tíu ára aldurinn. Eftir sögn
Hannibals gerðist þaö, skömmu eftir
að kennsla hófst, að kona Gríms,
Þuríður Magnúsdóttir, kom í skól-
ann, sköruleg og stóð af henni gust-
urinn. Lét hún Hannibal vita, að þaö
væri nóg að hann hefði fóðurinn til
að hamast á, þótt hann heföi ekki
soninn einnig til að spilla við foreldr-
ana. Hafði hún Magnús með sér heim
en aö skammri stund liðinni kom
hann aftur og hefur Þuríði þá annað-
hvort snúist hugur og sent hann aft-
ur í skólann eða drengurinn óhlýðn-
ast henni og fariö þangað af eigin
hvötum. Magnús minnist hins vegar
viðburðarins svo, að þegar Hannibal
kom til kennslunnar hafl honum
verið heitt í hamsi eftir slagsmálin
og orðið það á að styggja drenginn
með óvarlegum orðum. Fór hann því
heim gráti nær en þar var móðir
hans og sendi hann strax í skólann
aftur.
Þegar verkfallsátökin tóku að
blandast kennslunni með þessum
hætti þótti Hannibal réttast að fá
annan til þess að stjórna aðgerðun-
um. Sendi hann skeyti til Alþýðu-
sambandsins og bað um að sendur
yrði vestur maður, sem sinnt gæti
þar verkalýðsmálunum meðan
kaupdeilan væri enn ekki til lykta
leidd. Fór Árni Ágústsson Dags-
brúnarmaður til Súðavíkur þar sem
hann vann við hlið Hannibals að því
að ná samningum við Grím. Grímur
lét undan um síðir og fóru þeir
Hannibal heim til hans með samn-
inginn til undirritunar. í dyrunum
tók á móti þeim Þuríður og heilsaði
þeim svofelldum orðum: „Nú held
ég aö ykkur líki að vera búnir að
beygja manninn minn.“ Undirritaði
Grímur samninginn og í kjölfarið
gengu menn hans í verkalýðsfélagið.
Eftir að samningar höfðu tekist
milli Gríms og verkalýðsfélagsins
bar lítið til tíðinda í verkalýðsmálum
þann tíma sem Hannibal átti eftir að
dveljast í Súðavík og hann gat betur
gefið sig aö kennslunni. Verkalýðs-
félagið var þó vel starfandi og var
félagsmálum sinnt af miklum áhuga.
Meðal annars byggði þaö nýtt sam-
komuhús, þar sem það opnaði les-
stofu fyrir félagsmenn. Aðaldrif-
fjöörin að byggingu hússins var
Hannibal Valdimarsson.“
(Ath.: millifyrirsagnir eru blaðsins)
FRÁSAGNIR
ÞEKKTRA MANNA
dr.bjarni jónsson
ÆVIBROT efffir Dr. Gunnlaug Þórðarson
Gunnlaugur hefur ávallt veríð hress I fasl og talað tæpitungulaust
(þessari bók kemur hann svo sannariega til dyranna eins og hann
er klæddur. Rekinn úr skóla - Að upplifa dauðann - Ritari forseta
íslands - Smiður á Lögbergi - Húðstrýktur fyrír kirkjudyrum.
- Þetta eru nokkur lýsandi kaflaheiti sem segja meira en mörg orð
um það hvers lesandinn má vænta. Fjöldi Ijósmynda prýðir bókina.
Á LANDAKOTI
effir Dr. Bjarna Jónsson yfirlækni
Dr. Bjarni Jónsson var um áraraðir fremsti sérfræðingur (slendinga
í bæklunarsjúkdómum og meðferð höfuðslysa. Þetta er saga af merkri
stofnun og Ifknarstarfl i nærri heila öld þar sem margir af fremstu
læknum landsins koma við sögu. Bókina prýða 60 Ijósmyndir.
SETBERG
HVÍTA HÚSIÐ / SÍA