Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1990, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1990, Blaðsíða 4
4 LAUGARÐAGUR 8. DESEMBER 1990. Fréttir Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra um GATT-viðræðumar Við samþykktum málamiðlun Svía „GATT-viðræðurnar eru ekki al- veg fyrir bí en þær hanga vissulega á hálmstrái. Hvernig komið er skrif- ast alfarið á Evrópubandalagið því það hefur látið stjórnast af skamm- tíma-sérhagsmunum sínum í við- ræðunum. Hneisa Evrópubandalags- ins í þessu máli mun lengi verða uppi,“ segir Jón Baldvin Hannibals- son utanríkisráðherra. Eins og fram hefur komið hafnaði samninganefnd EB í GATT-viðræð- unum eitt rikja málamiðlunartillögu Steingrímur J. Sigfússon: Við settum fyrirvara „Viðræðurnar um landbúnaðar- mál virðast vera komnar í fullkomið strand. Þetta hefur legið í loftinu lengi en það er eins og menn hafi ekki viljað viðurkenna þetta. Hvað varðar til dæmis tilboð EB þá var það vitað fyrir fundinn að samninga- nefnd þess hefði ekki umboð til að breyta sínu tilboði að neinu marki,“ segir Steingrímur J. Sigfússon land- búnaöarráöherra. Steingrímur hefur undanfarna daga tekið þátt í Gatt-viðræðunum í Brussel. Hann segir málamiðlunar- tillögu Mats Hellströms, landbúnað- arráðherra Svíþjóðar, hafa mætt mikilli andstöðu og meðal annars hafi íslendingar gert ákveðna fyrir- vara við hana. í tillögunni, sem lögð var fyrir samninganefndina í gær, var gert ráð fyrir allt að 30% niður- skurði á útflutningsbótum á næstu fimm árum og að þjóðirnar heimil- uðu 5% aukningu á innflutningi landbúnaðarvara til innanlands- neyslu. Að sögn Steingríms ítrekuðu ís- lendingar sérstöðu sína hvað varöar sjúkdómahættu við innflutning og settu því fram fyrirvara gagnvart allri aukningu, til dæmis á grund- velli strangra heilbrigðissjónarmiða. -kaa Enn dýrara aðverða gjaldþrota Trygging fyrir skiptakostnaði við gjaldþrotaskipti hefur verið hækkuð úr 6 í 12 þúsund krónur. Sá sem fer fram á gjaldþrota- beiðnina hvetju sinni greiðir tryggingagjaldið. Þannig greiöir einstaklingur sem óskar eftir aö verða tekinn til gjaldþrotaskipta þessa upp- hæð og má segja að dýrara sé orðið fyrir hann að verða gjald- þrota en áður. Tryggingin er notuð til aö greiða skiptakostnað eins og aug- lýsingu í Lögbirtingablaöinu, endurrit, vottalaun og stundum uppskriftakostnað. Aö sögn Grétu Baldursdóttur borgarfógeta dugðu 6 þúsund krónurnar ekki lengur fyrir skiptakostnaði og þvi var ákveðið að hækka trygginguna. Reynist kostnaðurinn þegar upp er staðið nokkru minni en tryggingin, 12 þúsund krónur, er mismunurinn endurgreiddur. -JGH Svía í landbúnaðarmálum. í kjölfarið lá við aö viðræðunum yrði slitið en á síðustu stundu var samþykkt að fela formanni GATT-viðræðnanna umboð fram í febrúar á næsta ári til aö halda þreifmgum áfram og freista þess að ná samkomulagi. Að sögn Jóns Baldvins gaf hann þau fyrirmæli til íslensku samninga- nefndarinnar að samþykkja mála- miðlunartillöguna sem samnings- grundvöll án fyrirvara. Hann segir hins vegar að landbúnaðarráðherrar „Jólasveinninn á heima í íjallinu úti,“ sagði Elín, ein af fjórburasystr- unum í Mosfellsbæ þegar DV kom í heimsókn í gær. Systurnar voru á kafi í jólaundirbúningi og teiknuðu jólamyndir og voru alveg með það á hreinu hvar Sveinki ætti heima. Þær eru ekki enn farnar að setja skóinn út í glugga en eru mjög hrifnar af öllu jóladótinu. Sérstaklega eru þær hrifnar af jólaljósunum sem móðir þeirra, Margrét Þóra Baldursdóttir, hengdi upp í gluggunum. Systurnar Alexandra, Brynhildur, Diljá og Elín urðu 2ja ára 1. nóvemb- er síðastliðinn. Þær eru nýbyrjaðar Mikið umferðaröngþveiti varð á eins kílómetra kafla á þjóðveginum skammt norðan Leirár í Borgarfirði á fimmtudag. Á skömmum tíma urðu tveir þriggja bíla árekstrar, einn út- afakstur og einn tveggja bíla árekst- ur. Engin slys urðu á fólki en mjög mikið eignatjón á bílunum sem urðu íslands, Finnlands og Noregs hafi lýst yfir óánægju með ákveðna þætti tillögunnar. Hins vegar hafi náðst samkomulag milli allra Norðurland- anna um að samþykkja hana óbreytta. Jón Baldvin segir aö fyrir íslend- inga séu miklir viðskiptahagsmunir í húfi í viðræðunum, til dæmis varð- andi tollalækkanir á fiski, tækjum og veiðarfærum. Hann segir hins vegar að tap heimsbyggðarinnar yrði mælt í þúsundum milljarða dollara. í leikskóla. Tvær þeirra byrjuðu 1. nóvember og tvær 1. desember. Elín, sem er yngst og minnst í sér, er ekki mjög hrifin af leikskólanum. Margrét Þóra segir að Elínu finnist skemmti- legt á leiðinni þangað en hún vill ekki fara inn. Hinar una sér betur. Systurnar eru ekki mjög líkar í útliti og heldur ekki í sér. Alexandra er elst og hún er leiðtoginn í hópnum. Hún er ákveðnust og nýjungagjörn- ust. Brynhildur kemur næst og hún er frekar viðkvæm í sér. Diljá er mesti dundarinn og Elín er alvar- legust og dregur sig mest í hlé. Margrét Þóra segir að oft sé mikil nokkrir óökufærir á eftir. Lögreglan í Borgarfirði vará svæð- inu á milli Lyngholts og Fiskilækjar, um kílómetra kafla, frá klukkan tíu um morguninn þar til að ganga tvö eftir hádegi til að sinna ökumönnum vegna þessara óhappa. Bjart veöur var á þessum slóöum en mikill lág- „Hagvöxtur í veröldinni er undir því kominn að þetta samkomulag náist. Ef ekki skapast fullkomin hætta á því að einstök ríki og ríkja- sambönd byggi upp tollamúra. Þar með myndi tapast allur sá ávinning,- ur í alþjóðaviðskiptum sem náðst hefur frá síðustu heimsstyrjöld. í kjölfarið gæti jafnvel skollið á ný heimskreppa í viðskiptum.“ -kaa keppni milli systranna um sig, þær vilji allar vera hjá henni í einu og allar séu þær mjög kelnar. Eins og kunnugt er fæddust nýlega þríburar eftir glasafrjóvgun og þegar Margrét Þóra var spurð hvort hún ætti ekki einhver góð ráð handa for- eldrum þeirra svaraði hún aö bragði: „Að vera bjartsýnn. Það er aðalatrið- ið. Þetta kemur allt með kalda vatn- inu því þótt eitthvað bjáti á í dag þá lagast það örugglega á morgun. Það er enginn vandi svo mikill aö ekki sé hægt að leysa hann.“ -ns renningur torveldaði mjög akstur. Óhöppin urðu því eitt af öðru. Bfiar ýmist runnu í veg fyrir aðra sem komu úr gagnstæðri átt, óku út af eða aftan á næsta bíl á undan vegna lélegs skyggnis og glerhálku. Samtals níu bílar skemmdust. -ÓTT mælagjald á laugardögum Laugardagana í desember verð- ur ekki krafist gjalds í stöðumæla eða fyrir bílastæöahús i Reykja- vík. Virka daga í desember verð- ur ókeypis í stöðumæla eftir klukkan fjögur síðdegis. 15.-20. desember mun iögregla tak- marka böaumferð inn á Lauga- veg ef þörf krefur. Gatnamálastjóri vekur sér- staka athygli á 60 nýjum bíla- stæðum í kjallara nýja ráðhúss- ins enþar er ekiöinn fráTjarnar- götu. Einnig er vert að benda á 100 stæði að Vesturgötu 7, 50 stæði á horni Skólavörðustígs og Bergstaðastrætis, 90 stæði í Kola- porti, nema á laugardögum, 350 stæði við austurbakka Reykja- vikurhafnar, 60 stæöi við Al- þingishúsið, 100 stæði hjá Olís við Skúlagötu, nýtt stæöi við Mjöln- isholt fyrir 100 bíla og stórt bíla- stæði Eimskips á milli Frakka- stigs og Vatnsstígs. Löggæsla veröur aukin og verða bílar fjarlægðir með krana- bíl ef þeim er lagt þannig að þeir skapi hættu eða hindri umferð. Starfsmenn verslana eru hvattir til að leggja bilum sínum fjær vinnustað en venjulega fram að jólum. Almenningur er eirídregið hvattur til að nota strætisvagna til að létta á umferð og spara tíma. -óTr Kveiktájóla- tré á Akureyri Gylfi Krisljánsson, DV, Akureyri: Kveikt verður á jólatrénu á Ráðhústorginu á Akureyri í dag og hefst athöfnin á torginu kl. 14.45. Jólatréð er gjöf frá Rand- ers, vinabæ Akureyrar í Dan- mörku. Þar leikur Blásarasveit Tónlist- arskólans jólalög. Siguröur Jó- hannesson, ræðismaður Dana á Akureyri, Hreinn Pálsson, for- maður Norræna félagsins, og Halldór Jónsson bæjarstjóri flytja ávörp. Kl. 16.15 verður kveikt á trénu og að því búnu koma jólasveinar í heimsókn og skemmta sér meö krökkunum. Ragnaráfram Forval Alþýðubandalagsins í Norðurlandi vestra fer fram 15. desember og 12. janúar. Ragnar Arnalds gefur kost á sér í forval- inu og er ekki búist við ööru en hann verði i fyrsta sæti að því loknu. Sveinn Allan Morthens, formaður kjörnefndar, sagöi DV að vangaveltur um hrókeringar, þar sem Ragnar færi jafhvel fram í Reykjavík, heyrðu sögunni til. -hlh Eimskip: Engarviðræður Þorkell Sigurlaugsson, fram- kvæmdastjóri Þróunarsviðs Eim- skips, segir það rangt í DV á mið- vikudaginn að þreifingar séu við Eimskip um kaup á húsi Hvaleyr- ar í Hafnarfiröi. „Forstjóri Hagvirkis hafði sam- band við mig einu sinni. Síðan gaf ég honum ákveðið svar um aö ekki væri áhugi. Eimskip hef- ur enga þörf fyrir þetta hús og þaö eru engar viðræður í gangi um kaup á því,“ segir Þorkefi. Þess má geta að í fréttinni var Jóhann G. Bergþórsson, forstjóri Hagvirkis, spurður hvort rétt væri að viöræöur væru viö Eim- skip, Orörétt svar: „Það hafa ver- Ið örlitlar þreifingar við Eim- skipsmenn en þær viðræður eru ekki komnar á neinn rekspöl.“ -JGH Systurnar að föndra með Jóa bróður. í fanginu á Jóa er Alexandra, þá kemur Diljá, svo Brynhildur og loks Elin. DV-mynd GVA Fjórburamir 1 Mosfellsbæ: Jólasveinninn á heima í fjallinu Umferðaröngþveiti 1 Borgarfirði: Níu bflar skemmdust
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.